Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Við lifum ekki á yfirlýsingum Kjarasamningur VMSÍ og at- vinnurekenda, sem nú hafa verið undirritaðar og víðast bornir undir atkvæði hafa valdið lítilli hrifningu. Eftir langvarandi þjóðarsátt er langlundargeð verkafólks nú þrotið. Fólkið hef- ur komið sínum skilaboðum til forystumanna með því að fella samningana, verkafólk er tilbúið að berjast fyrir bættum kjörum. Snót í Vestmannaeyjum hefur þegar hafið baráttuna. Konurnar á þeim bæ eru þegar komnar í verkfall þegar þetta er skrifað. Það er ekkert vafamál að úrslit atkvæðagreiðslna félaganna er mikið áfall fyrir forystu VMSÍ. Forystumenn verkalýðsfélag- anna virðast vera algjörlega úr sambandi við hinn almenna fé- lagsmann. Þrátt fyrir gífurlegar hækkanir á ýmsum varningi og þjónustu t.d. matarskattur, bíla- tryggingar, bílaskattur og ýmis- legt fleira urðu kauphækkanir til- tölulega litlar. Upphafshækkun samninganna 5,1% dekkar ekki 6% gengisfellingu hvað þá kaupmáttarrýrnunina frá 1. októ- ber. Kröfugerðin Kröfugerð VMSÍ tók stöðug- um beytingum frá því sl. haust. Ótrúlegt hringl með kröfugerð- ina veikti að mínu mati stöðu VMSÍ, auk þess sem þessi hringl- andaháttur ruglaði launþega í ríminu. Sum verkalýðsfélögin samþykktu kröfuna um 42.000 kr. lágmarkslaun á félagsfund- um. Athyglisvert er að þar voru almennir launþegar komnir sam- an, þeir töldu kröfuna um 42.000 kr. lágmarkslaun eðlilega meðan endanleg kröfugerð VMSÍ varð 31.975 lágmarkslaun fyrir dag- vinnu. Krafan um desember- og orlofsuppbót hefðu síðan getað hækkað þessa upphæð eitthvað. Einnig var gerð krafa um að yfir- vinnutaxti yrði einn með 80% álagi á dagvinnu og starfsaldurs- Jóhannes Sigursveinsson skrifar „Verkafólk lifir ekki á yfirlýsingum forystumanna VMSÍ. Konurnara í Snót hafa nú þegargefið tóninn, þœr eru komnar í verkfall, en þœr þurfa á stuðningi að halda. Égskoraá önnur verkalýðsfélög að veita þeim stuðning í verki. Þannig mun vinnastsigur. “ hækkanir ásamt fleiri smáat- riðum. Niðurstöður Miklu púðri var eytt í að hækka yfirvinnuálag. Það virðist vera samdóma álit atvinnurekenda og forystumanna VMSÍ að þegar fólk hefur lokið 8 stunda vinnu- degi og orðið örþreytt, auk þess farið að skila verri afköstum sé sjálfsagt að borga 80% ofan á dagvinnulaun. Það er sannfæring mín að hækkun yfirvinnuálags hafi orðið til þess að ekki náðist eins góður árangur í að hækka dagvinnulaun eins og hægt hefði verið. Hækkun yfirvinnuálags eykur einnig launamun karla og kvenna þvert ofan í fyrirheit um jöfnun launa kynjanna. Vinnu- tími verkamanna var á 3. ársf- jórðungi 1986 til 3. ársfjórðungs 1987 52,3 tímar á viku. Á sama tíma var vinnutími verkakvenna 45,9 tímar (heimildir Fréttabréf kjararannsóknarnefndar 3. ársf- jórðungur 1987). Ástæðan fyrir þessum tímamis- mun er sú að yfirvinna stendur konum ekki til boða í eins ríkum mæli og körlum. Einnig bitna heimilisstörf harðar á konum í flestum tilvikum þrátt fyrir alla jafnréttishjal. Hækkun da- gvinnutekna var lítil. Lægstu laun verða innan við 32.000 kr. Þeir sem eru með slík laun verða eftir sem áður að vinna mjög langan vinnudag til að endar nái saman. Langur vinnutími bitnar síðan á börnum og heimilislífi lágtekju- fólks. Eftir 12 ára starf hjá sama atvinnurekanda fá menn 8% hækkun. Sérhæft fiskvinnslufólk fær 36.918 kr. á mánuði með full- an starfsaldur. Þá fá byggingaa- verkamenn talsverða umfram- hækkun með fastlaunasamningi. Ýmsir hópar innan Dagsbrúnar fá sfðan hækkanir umfram VMSÍ. Ástæðan fyrir þessum hækkunum Dagsbrúnarmanna er nær örugglega komin til vegna aðgerða hafnarverkamanna og sýna að aðgerðir skila árangri. Ýmsir forystumenn utan af landi fettu fingur út í sérhækkanir til Dagsbrúnar, engum datt hins vegar í hug að styðja aðgerðir hafnarverkamanna, heldur skrif- uðu menn upp á samninga til handa fiskvinnslufólki og öðru verkafólki sem ekki nýtur sérs- amninga um verulega kjararýrn- un. Vandamálið er ekki hvað þessir hópar innan Dagsbrúnar fengu mikla hækkun heldur hvað hinir fengu lítið. Athygli vekur að engin krafa virðist hafa verið gerð um hækkun skattleysis- marka þrátt fyrir að ráðherrar hafa gefið í skyn að slíkt væri mögulegt til að greiða fyrir samn- ingum. Andlitslyfting varaformannsins Varaformaður Dagsbrúnar lýsti því yfir í byrjun samninga að verkalýðshreyfingin þyrfti á and- litslyftingu að halda eftir langvar- andi þjóðarsátt. Ekki vantaði eldmóðinn þegar hann lét þessi orð frá sér fara. Formaður og varaformaður VMSÍ óku hring- veginn og ræddu við fólk á lands- byggðinni um hugsanlegar að- gerðir. Við erum að gera sjóklárt fyrir aðgerðir sagði formaðurinn í viðtölum við fjölmiðla, aðgerðir sem aldrei urðu að raunveru- leika. Formaður Hlífar barði sér á brjóst og sagði 42.000 kr. lág- markslaun væri algjört lágmark. Hann skrifaði hins vegar upp á 32.000 lágmarkslaun eins og aðr- ir. Hvað skeði eftir allar yfirlýs- ingarnar. Var allt þetta bara karl- agrobb? Tvær kærur Tvær atkvæðagreiðslur hafa nú verið kærðar til miðstjórnar ASÍ, hin fyrri í Dagsbrún, hin síðari í Hlíf. Ég ætla mér ekki að gerast dómari í þessum deilum. Ég tel hins vegar ekki rétt að miðstjórn ASÍ dæmi í slíkum tilvikum. Stór hluti miðstjórnarinnar eru for- ystumenn verkalýðsfélaga, með- al annars þeirra sem kæran snýr að, og því hlýtur það að vera krafa launamanna sem bera fram kærur sem þessar að óháðir menn skeri úr. Lokaorð Aðalskandallinn er sá að sumir hópar innan VMSÍ voru skildir eftir, þar á ég sérstaklega við fisk- vinnslufólkið. Þessu fólki er vinn- ur við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar var sagt að allar launahækkanir til þess yrðu tekn- ar aftur með gengisfellingu. Það er hins vegar allt í lagi að hækka laun flestallra annarra, það hefur ekki áhrif á gengið að því er virð- ist. Það er einnig í lagi að yfir- borga stóra hópa í þjóðfélaginu langt umfram taxta. Taxtarnir hjá sumum verklýðsfélögum eru aðeins pappírsgagn sem enginn fer eftir. Þannig má segja að í verkalýðshreyfingunni séu nú tveir hópar, annar er sá sem verð- ur að láta sér lynda taxtana, hinn er sá sem nýtur yfirborgana. Það er einnig niðurlæging fyrir verkafólk að horfa á forystumenn sína skrifa upp á samninga um kjaraskerðingu. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ telur að kaupmáttur félaga í VMSÍ verði 98% af kaupmætti sl. árs. Kaupmáttur fiskvinnslufólks verði enn minni en heildarinnar. Verkafólk lifir ekki af yfirlýsing- um forystumanna VMSÍ. Kon- urnar í Snót hafa nú þegar gefið tóninn, þær eru þegar komnar í verkfall, en þær þurfa á stuðningi að halda. Ég skora á önnur verkalýðsfélög að veita þeim stuðning í verki. Þannig mun vinnast sigur. Jóhannes Sigursveinsson er verkamaður í Dagsbrún. Guðmundur, stattu með Nú á dögunum þegar Guð- mundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason, formaður og varaformaður Verkamannasam- bandsins, fóru hringferð um landið til þess að hlusta á verka- fólkið og óskir þess um réttláta samninga vakti það vonir manna um allt land. Þeir félagar töldu sig verða vara við mikla óánægju með kjörin. Þeir komu mikilúð- ugir fram fyrir alþjóð og sendu frá sér stórar yfirlýsingar að nú þyrfti að blása til stórorustu og semja um miklu meiri launa- hækkanir en gert var á Vestfjörð- um. Þegar heim var komið settust þeir félagar að samningaborði og sömdu um samtals 13% kauphækkun á samningstíman- um, sem er eitt ár. Þeir sömdu eftir formúlunni sem félagi þeirra formaður Vinnuveitendasam- bandsins lýsti þannig að með samningunum yrði kaupmáttar- skerðingin minni en orðið hefði án samninganna. Þetta var nú öll stórorustan - sem sagt engar kjarabætur, eintóm svik. Kœri Guðmundur Hvar er nú hugrekkið og bar- áttuandinn frá 1955 þar sem þú stóðst með þínum mönnum og varst ólatur við að halda mál- staðnum fram til sigurs? Ertu kannski líka hættur að taka í nef- ið? Það er ekki nóg með að þú gefist upp áður en til bardagans kemur heldur beitir þú skrif- þinum monnum Áshildur Jónsdóttir skrifar „Það hefur komið skýrtfram að samn- ingarnir sem þið Karvel gerðuð voru alls ekki ísamrœmi við það sem óskað var eftir og sem þið lofuðuð að berjastfyrir. Mikið væri nú gaman efþú snerir vörn í sókn, fengir þér hressilega í nefið og tœkir mark á þínum mönnum. “ finnskuklækjum á þína menn á Dagsbrúnarfundinum og leggur þá á einhverjum formlegheitum um fundarsköp. Þú ættir að vita manna best að þínir menn eru ekki langskóla- gengnir. Þeir vinna erfiðisvinnu langan vinnudag og hafa annað að gera við tíma sinn en að hanga yfir fræðibókum um fundarsköp. Þessir menn vita fyrst og fremst hvernig það er að lifa í þessu landi og skynja vel muninn á réttu og röngu. Ég hélt að þú hefðir til- finningu fyrir þessum hlutum og skildir þegar Dagsbrúnarmenn tjá sig á einfaldan og skýran hátt. Hverjir eru þínir menn? Hvernig stendur á þessu og hverjir eru annars þínir menn Guðmundur? Eru þínir menn þeir sem ráða ríkjum í Garða- strætinu? Vegna hvers segir þú eitt við verkafólkið á ferð þinni um landið og annað við þessa háu herra þegar þú kemur í Garða- strætið? Ég hélt að þegar þú hættir á þingi ættir þú auðveldara með að hella þér heilshugar út í baráttuna fyrir launafólkið, eins og þú reyndar sagðir sjálfur. Ég hélt satt að segja að þú ætlaðir að segja þessu óréttláta kerfi stríð á hendur. Nú hefur meirihluti þeirra fé- laga sem tekið hafa samningana fyrir innan Verkamannasam- bandsins fellt þá. Það hefur kom- ið skýrt fram að samningarnir sem þið Karvel gerðuð voru alls ekki í samræmi við það sem ósk- að var eftir og sem þið lofuðuð að berjast fyrir. Vertu hress Guðmundur Mikið væri nú gaman ef þú snérir vörn í sókn, fengir þér hressilega í nefið og tækir mark á þínum mönnum. Þú ættir að halda annan Dagsbrúnarfund, fá í lið með þér þessa galvösku ungu verkamenn sem mótmæltu smán- arsamningunum og leggja í al- mennilega orustu eins og þér sæmir. Eg vil sjá þig hressan og baráttuglaðan eins og sögurnar lýsa þér frá fyrri tíð en ekki að þú lyppist niður og leggir á flótta undan lögfræðingaliðinu í Garð- astrætinu. Þú fengir ábyggilega dyggan stuðning verkafólksins innan Verkamannasambandsins í þessari baráttu. Auðvitað veit ég að með þessu myndir þú ekki bara skera upp herör gegn hinum háu herrum í Vinnuveitenda sambandinu, heldur einnig gagnvart íhaldsöflunum í Verka- lýðshreyfingunni. En það er ein- mitt það sem þú ert þekktur fyrir og þannig hefur þú fengið tiltrú fólksins. Sýndu hugrekki Þú hefur sagt að það þurfi hug- rekki til þess að taka erfiðar á- kvarðanir. Ef þú hefur ekki hug- rekki til að taka hessa ákvörðun átt þú að segja af þér og leyfa nýjúm að taka við. Áshlldur Jónsdóttlr er I landsráði Flokks mannsins. Þriðjudagur 8. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.