Þjóðviljinn - 08.03.1988, Page 7
Afmælishátíð
30 ára Alþýðubandalag
Vel heppnuð afmælishátíð hjá Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði,
elsta Alþýðubandalagsfélagi í landinu
Alþýðubandalagið í Hafnar-
firði, elsta Alþýðubandalagsfélag
í landinu,, hélt hátíðlega upp á 30
ára afmæli sitt um sl. helgi, en
félagið var stofnað þann 3. mars
1958 eða rúmum 10 árum áður en
Alþýðubandalagið var formlega
stofnað sem stjórnmálaflokkur
haustið 1968. Það verður því ann-
að stórafmæli hjá hreyfingunni í
haust.
Stofnun Alþýðubandalagsfé-
lags í Hafnarfirði, aðeins tveimur
árum eftir að Alþýðubandalagið
var myndað sem kosningabanda-
lag félaga í Sósíalistaflokknum og
annarra róttækra jafnaðar-
manna, markaði tímamót í sögu
hreyfingarinnar því eftir að ísinn
hafði verið brotinn og ákveðið að
stofna formlegt félag um starf Al-
þýðubandalagsfólks í Firðinum
fylgdu aðrir Alþýðubandalags-
menn í kjölfarið og flokkfélög
voru stofnuð um allt land næstu
árin á eftir.
Brýn nauðsyn
á félagi
í hátíðarræðu sem Geir Gunn-
arsson alþingismaður flutti á af-
mælissamkomunni, sem haldin
var á Garðaholti að viðstöddum
fjölmenni, rifjaði hann m.a. upp
aðdragandann að stofnun félags-
ins. Brýna nauðsyn hefði borið til
að mynda félagslegan vettvang
fyrir alla stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsins í bænum, þegar
eftir bæjarstjórnarkosningarnar í
ársbyrjun 1958, en Alþýðu-
bandalagið fékk þá kjörinn einn
bæjarfulltrúa og átti þá líkt og í
dag 30 árum síðar í meirihlutas-
amstarfi með Alþýðuflokks-
mönnum.
- En sú stefna að stofna Al-
þýðubandalagsfélög. félagslegan
vettvang stuðningsmanna Al-
þýðubandalagsins, átti í raun
ekki hljómgrunn hjá forystu-
mönnum Málfundafélags jafnað-
armanna, hvað svo sem þeir létu í
veðri vaka. Persónulegir samn-
ingar þeirra við forystumenn Sós-
íalistaflokksins um framboðslista
Alþýðubandalagsins í þingkosn-
ingum gáfu þeim Hannibal Valdi-
marssyni og félögum hans sterka
aðstöðu til raunverulegrar út-
hlutunar á þingsætum og ástæðu-
laust að eiga í þeim efnum undir
atkvæðagreiðslum í félagssam-
tökum, þar sem sósíalistar
myndu skipa meirihluta.
Andstaðan gegn stofnun Al-
þýðubandalagsfélaga kom einnig
frá forystumönnum Sósíalista-
flokksins sem töldu tilvist hans í
hættu, ef fullgild flokksfélög Al-
þýðubandalagsins yrðu stofnuð
við hliðina á flokksfélögum Sósí-
alistaflokksins og félagsstarfið
yrði fyrst og fremst innan Al-
þýðubandalagsfélaganna. Þrátt
fyrir þessa andstöðu úr báðum
áttum létu fylgismenn Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfirði það
ekki aftra sér frá því að stíga það
skref sem þeir töldu rétt og óhjá-
kvæmilegt svar við eðlilegum
kröfum um lýðræðislega þáttöku
kjósenda Alþýðubandalagsins í
Hafnarfirði í pólitískum umræð-
um, stefnumótun og ákvörðun-
um samtakanna, sagði Geir m.a.
í ræðu sinni.
Góðar gjafir
og kveðjur
Félaginu bárust ýmsar góðar
gjafir og kveðjur á þessum tíma-
mótum. Ólafur Ragnar Gríms-
son og Steingrímur J. Sigfússon
fluttu kveðjur flokks og þing-
flokks, flokksbræður og systur í
nágrannasveitarfélögum sendu
gjafir og kveðjur og Æskulýðs-
fylkingin í Hafnarfirði gaf fé-
laginu veglegan bikar. Guðrún
Helgadóttir las upp úr nýjustu
bók sinni og Helgi Seljan stýrði
hátíðinni af miklum myndarskap.
Þá barst félaginu einnig
heillaskeyti frá Félagi ungra jafn-
aðarmanna í Hafnarfirði, þar
sem sagði m.a.: „Samvinna við
íhaldið er ekki markmið." Þetta
ágæta skeyti var trúlega í leiðinni
svar við heillaskeyti Alþýðu-
bandalagsins til ungkrata á 60 ára
afmælishátíð þeirra í sl. mánuði,
þar sem sagði m.a.: „Höfnum
allri samvinnu við íhaldið." Fer
vel á þessum skeytasendingum og
kveðjum enda eiga félögin í góðu
og árangursríku samstarfi við að
stjórna bæjarfélaginu í anda fé-
lagshyggju.
Alexander og
Gils heiðraðir
Heiðursgestir á afmælishátíð-
inni voru þeir Alexander Guð-
jónsson vélstjóri, fyrsti formaður
Alþýðubandalagsins í Hafnar-
firði, og Gils Guðmundsson fyrr-
verandi alþingismaður Alþýðu-
bandalagsmanna á Reykjanesi.
Voru þeir sérstaklega heiðraðir
fyrir góð og gifturík störf en Al-
exander var einnig heiðraður af
ungkrötum á þeirra afmælishátíð
en hann var einn af stofendum
FUJ í Hafnarfirði, en „gekk úr
flokknum þegar hann fór að halla
til hægri á fjórða áratugnum" eins
og hann segir í viðtali við afmælis-
blað Vegamóta sem dreift verður
í öll hús í Hafnarfirði nú í vik-
unni. -Ig.
fna lllugadóttir segir Óttari Proppé gamlar sögur frá Siglufirði og Svavar fylgist kíminn með.
Veislumaturinn fór vel í menn enda úrvalskokkar í Hafnarfirði sem sáu um þá hlið hátíðarinnar. Bergljót varabæjarfulltrúi
þiggur ábót.
Þeir muna tímana tvenna í sögu íslenskrar vinstri hreyfingar. Frá v. Alexander
Guðjónson, fyrsti formaður ABH, og Gils Guðmundsson fyrrv. þingmaður.
Formenn Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði og Alþýðubandalagsins á Islandi
eins og Gaflarar kalla gjarnan stóra bróður, ásamt veislustjóra, heiðursgestum
og öðrum góðum afmælisgestum. Myndir-E.ÓI.
Vinir og vandamenn úr Garðabæ létu sig ekki vanta í afmælið, enda veislan
haldin innan þeirra bæjarmarka eins og Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi benti
réttilega á í afmælisræðu sinni.
Þriðjudagur 8. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7