Þjóðviljinn - 08.03.1988, Page 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Þriðjudagur 1. mars 1988. 55. tölublað 53. örgangur
Yfirdráttur
á téKKareiKninöa
launafóiKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
mm Skákin
Oruggt hjá
Jóni L.
Einn efstur
Lokaumferðir eru alltaf erfiðar,
en skákin sem slík var ekkert
sérstaklega erfið, enda hafði ég
undirtökin allan tímann, sagði
Jón L. Árnason, sigurvegari á 13.
Reykjavíkurskákmótinu, um
viðureign sína við stigahæsta
mann mótsins, sovéska stór-
meistarann Gúrevítsj. Með jafn-
tefli í þeirri viðureign tryggði Jón
L. sér 1. sætið óskipt.
Jón bauð jafntefli snemma í
skákinni en fékk þvert njet. Jón
kvaðst raunar síður hafa átt von á
öðru, en ákveðið að bjóða jafn-
tefli þar sem skæðasti keppinaut-
ur hans, Grikkinn Kotronias,
hafði þá þegar samið um skiptan
hlut. Kotronias náði sínum fyrsta
áfanga að stórmeistaratitli á mót-
inu, hlaut 8 vinninga í 11 umferð-
um, hálfum vinningi minna en
Jón L. Árnason.
Lokað, alþjóðlegt mót hefst á
Akureyri á morgun og verður Jón
L. meðal þátttakenda, sem og
aðrir meðlimir „fjórmenninga-
klíkunnar“; Helgi, Jóhann og
Margeir. Tefldar verða 12 um-
ferðir. Að því loknu liggur leið
Jóns L. á allsterkt skákmót í Ok-
ham á Englandi, og hefst það um
næstu mánaðamót. HS
Sjá bls. 19
Hafrannsókn
Flotinn
virkjaður
Öllumfiskiskipum yfir
10 tonnum sendar
dagbœkur
Ef undirtektir útgerðarmanna
og skipstjóra verða góðar við
þeirri málalcitan okkar að skrá í
þartilgerðar dagbækur allt sem
viðkemur veiðum og breytingar á
aflabrögðum, gerum við okkur
von um að rannsóknarskipunum
fjölgi úr þremur í sjö hundruð,“
sagði Björn Ævar Steinarsson,
líffræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun við Þjóðviljann.
Að sögn Björns er verið að
senda út til allra útgerða báta og
skipa stærri en 10 tonna, dagbæk-
ur sem skipstjórnarmenn eru
hvattir til að fylla út. Markmiðið
með skráningunni er að safna
saman bestu fáanlegu upplýsing-
um um veiðar og aflabrögð og
þannig fæst gott yfirlit um afla á
sóknareiningu fyrir öll helstu
veiðarfæri fyrir öll mið árið um
kring. Þessar upplýsingar má síð-
an tengja þeim upplýsingum sem
nú eru notaðar við að meta stærð
fiskistofna og auka þannig ná-
kvæmni niðurstaðna. Farið verð-
ur með allar upplýsingar sem ber-
ast sem algjört trúnaðarmál milli
Hafrannsóknar og viðkomandi
útgerðar.
Björn sagði að næst á dag-
skránni væri að taka úrtak úr fjöl-
da smábáta undir 10 tonnum og
senda útgerðarmönnum þeirra
dagbækur með ósk um að skrá í
þær það sama og nú er verið að
fara fram á að fiskiskipaflotinn
geri.
Til verkefnisins hefur fengist 7
milljón króna styrkveiting frá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna, en Alþingi sá sér ekki
fært að styðja verkefnið þrátt
fyrir beiðni þar um! -grh
Leiguíbúðir borgarinnar
Leigan stórhækkar
Leigan á elstu íbúðunum hœkkar mest. 43% meðalhækkuná leigu. Breytingar á
húsaleigugrunni. íbúum bentámögulega húsaleigustyrki hjá Félagsmálastofnun
Leigugjöld á leiguíbúðum borg-
arinnar hækkuðu allverulega
um mánaðamótin vegna breyt-
inga á húsaleigugrunni. Þannig
hækka gjöld fyrir eldri íbúðir
umtalsvert en minna á nýrri íbúð-
um. Meðaltalshækkun leigu-
gjalda er um 43% og kemur sú
hækkun sér mjög illa fyrir íbúana
sem að stórum hluta eru ellilífeyr-
isþegar.
Birgir Óttarsson hjá húsnæðis-
deild Félagsmálastofnunar, segir
hækkunina vera að meðaltali
43%. Dreifist hún mjög misjafn-
lega á íbúðir vegna breytinga á
húsaleigugrunni hjá borginni.
Engin hækkun varð á leigu í nýj-
um íbúðum en því meiri í þeim
elstu. Áður miðaðist leigan við
byggingarár íbúðanna og var hún
lægri eftir því sem húsnæðið var
eldra. Nú hafa verið teknir upp 2
leiguflokkar Annars vegar er 1.
flokks húsnæði, þar sem greiða
þarf 120 kr. fyrir fermetrann og
hins vegar 2. flokks húsnæði á
helmingi lægra gjaldi.
Meðalleiga fyrir tveggja her-
bergja íbúð í 1. flokki er nú 6.853
kr., en á reikningunum bætist hiti
og sameiginlegt rafmagn við upp-
hæðina. I lakari flokknum er ó-
samþykkt íbúðarhúsnæði og telj-
ast 54 af 882 leiguíbúðum vera í
honum.
Birgir sagði að gamla kerfið
hefði mismunað fólki mikið og
erfitt hafi verið orðið að réttlæta
svo misháa leigu fyrir íbúðir, sem
allar fengju svipað viðhald. Taldi
hann verðið eftir hækkun
skammlaust með tiliiti til þess að
leigan væri hærri í nágranna-
sveitarfélögum, auk þess sem
margir neyddust til að borga mun
hærri leigu á frjálsum leigumark-
aði. Ráðlagði Birgir þeim sem
ættu í erfiðleikum með að ráða
við þessa hækkun að fara í viðtal
til félagsráðgjafa og sækja um
húsaleigustyrk.
43% meðalhækkun á húsaleigu
er mjög há þegar litið er til þess
að síðast hækkaði húsaleiguvísi-
talan 1. janúar um 9%. Næst
verður hún reiknuð 1. apríl og
munu þær breytingar hafa áhrif á
leigu í bæjaríbúðum.
Þeir sem þurfa að lifa á lífeyri
og bótum frá Tryggingastofnun
fengu 7% hækkun fyrstu 2 mán-
uði ársins, en eftir er að ákveða
hækkun fyrir mars. Miðað við ný-
gerða kjarasamninga vegur
hækkun launa og líkleg hækkun
lífeyris í kjölfar þeirra, lítið á
móti við leiguhækkun borgarinn-
ar.
mj
Heiðursmennirnir Alexander Guðjónsson vélstjórl og Gils Guð-
mundsson rithötundur voru heiðraðir á 30 ára afmælishátíð Alþýðubandalags-
ins í Hafnarfirði um helgina. Alexander var fyrsti formaður félagsins og þar með
fyrsti formaður Alþýðubandalagsfélags í landinu og Gils þingmaður
Hafnfirðinga og annarra Reyknesinga um langt árabil. Það var Hafsteinn
Eggertsson formaður ABH sem heiðraði þá félagana. Mynd-E.ÓI.
Sjá bls. 7
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
Ekkert tilkall til eigna
Breytingatillagan um hlut útgönguhópa kolfelld. Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaður
Fóstrufélagsins: Ekkert úrslitaatriði fyrir okkur
Eg tel að þessu máli sé lokið í
bili. Afgreiðslan var tvímæla-
laus, og ég vona að allir hafí skilið
sáttir, sagði Sjöfn Ingólfsdóttir,
varaformaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, en á aðal-
fundi félagsins um helgina var
felld breytingatillaga á lögum fé-
lagsins þess efnis að hópar sem
ganga úr því eigi tiikall til hluta af
eignum félagsins.
Aðalfundurinn var fjölsóttur,
og greiddu 420 manns atkvæði
um þetta hitamál. 117 voru með-
mælt breytingatillögunni en 299 á
móti. í prósentum talið voru
27.9% með en 71.2% á móti, að
sögn Gunnars Inga Jónssonar,
fulltrúa hjá Starfsmannafélaginu.
4 atkvæði voru ógild eða 0.9%.
Tillaga þessi var því kolfelld,
en 75% hefðu orðið að greiða
henni atkvæði til að hún næði
fram að ganga.
Fóstrur eru einn þeirra starfs-
hópa sem hafa íhugað að stofna
eigið stéttarfélag. Selma Dóra
Þorsteinsdóttir, formaður
Fóstrufélags íslands, sagði að
þessi úrslit tengdust að vísu að-
eins þeim fóstrum sem ynnu hjá
Reykjavíkurborg: Við litum á til-
Iöguna sem félagslegt réttlætis-
mál, en það er ekkert úrslitaatriði
fyrir okkur að hún skyldi vera
felld, sagði hún.
Fóstrur hafa ákveðið að greiða
um það atkvæði hvort þær stofni
stéttarfélag, og fer kosning þar að
lútandi fram í lok mars, að sögn
Selmu Dóru. Á ráðstefnu fyrir
skemmstu, sem 200 fóstrur víðs
vegar af landinu sóttu, var ákveð-
ið að marskosningin verði bind-
andi og að meirihlutavilji fóstra
verði látinn ráða. HS
Ólafsvík
Maður varð úti
Tíu Ólafsvíkingar látist af slysförum undanfarin þrjúár
Prjátfu og fímm ára gamall sjó-
maður fannst látinn í útjaðri
Ólafsvíkur á sunnudagskvöld.
Lögreglunni var tilkynnt um
hádegi á sunnudag að hann hefði
ekki skilað sér heim að loknum
dansleik í félagsheimilinu kvöld-
ið áður. Hinn látni, Sigurlaugur
Egilsson, var kvæntur og þriggja
barna faðir. Að sögn lögregl-
unnar í Ólafsvík hafa tíu manns
látist af slysförum þar á síðustu
þremur árum. í Ólafsvík búa um
1200 manns. -grh