Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 3
iÖRFRÉTTTIRi
Kvenfélagið Hlíf
í Breiödal hefur áréttað fyrri sam-
þykktir sína gegn sölu áfengs
bjórs hérlendis. Skorar félagið á
þingmenn að fella bjórfrumvarp
það sem nú liggur fyrir Alþingi.
Telurstjórn félagsins að atvinnu-
ástand á Austfjörðum sé nú með
þeim hætti að þingmenn þess
ættu fremur að beina kröftum sín-
um og áhrifum á þeim vettvangi.
Hagnaður
Landsbankans
á sl. ári nam 182 miljónum kr.
þegar frá hafa verið dregnar 193
miljónir í áætlaða tekju- og eigna-
skatta. Eigið fé bankans í árslok
var uppá 3,4 miljarða og hafði
aukist um tæp 27% á árinu.
Hreindýranefnd
Skotveiðifélagsins vill að þegar í
stað verði skipaður sérfróður
maður af menntamálaráðuneyt-
inu til að annast skráningu og
sýnatöku af þeim hreindýrum
sem hafa drepist á Austfjörðum í
vetur og að sýnin verði send til
rannsóknar á Keldum. Nefndin
leggur einnig áherslu á að frum-
varp um veiðar og friðun
hreindýra, sem verið hefur til
skoðunar í menntamálaráðu-
neytinu undanfarin ár, verði þeg-
ar lagt fram til umræðu og af-
greiðslu á Alþingi.
T óbaksvar nanef nd
hefur ákveðið að efna til vísna-
samkeppni til notkunar í barátt-
unni gegn tóbaksreykingum og
verða límmiðar með bestu vísun-
um settir á sígarettupakka og
auglýsingar. Skiladagur er til 25.
þessa mánaðar og verða veitt
þrenn peningaverðlaun. Vísurog
Ijóð skal senda til Tóbaksvarna-
nefndar, Skógarhlíð 8 í Reykja-
vík.
Kennaramenntunar-
nefnd
hefur verið stofnuð á vegum Há-
skólans og er tilgangur hennar
að efla þann þátt í starfi skólans
er lýtur að menntun verðandi og
starfandi kennara skólans. I
nefndina hafa verið skipaðir;
Andri ísaksson prófessor, Eggert
Briem prófessor, Eiríkur
Rögnvaldsson lektor, Jón Torfi
Jónasson dósent og Pétur
Knútsson lektor. Starfsmaður
nefndarinnar er Gerður G. Ósk-
arsdóttir kennslustjóri.
Birgir Árnason
hagfræðingur hefur verið ráðinn
til sérstakra verkefna á vegum
viðskiptaráðuneytisins. Birgir
hefur frá árinu 1983 starfað hjá
Þjóðhagsstofnun, síðast sem for-
stöðumaður útgáfumála.
FRETTIR
Keila
Misstu Italíu og Spán
Sjófiskur hf.: Söltuð keiluflök ekki söluhœf vegna óvandaðra vinnubragða
sjómanna. Blóðga hvorki néslægja keiluna. Ríkismatið: Brotáreglugerð
Við vorum að fá fréttir um að
við værum búnir að missa
markaðina á Ítalíu og Spáni fyrir
söltuð keiluflök vegna þess að
flökin þykja ekki nógu góð.
Ástæðan er að sjómenn hirða
hvorki um að blóðga hana né
slægja, sagði Ólafur Arinbjarn-
arson, einn eigenda fyrirtækisins
Sjófisks hf. í Keflavík.
Að sögn Ólafs kaupir fyrirtæk-
ið nánast alla keiluna, sem það
verkar, af línubátum sem selja á
fiskmörkuðum bæði á Suðurnesj-
um og í Hafnarfirði. Sagði hann
að nánast öll keila sem þeir
fengju væri óslægð og óblóðguð
og þar af leiðandi blæddi fiskinn
inn og fiskholdið fengi á sig dökk-
an blæ sem verðfelldi framleiðsl-
una. Ólafur sagði að þrátt fyrir
ítrekuð tilmæli til sjómanna um
vönduð vinnubrögð við keiluna
gerðu þeir bara lítið úr því og létu
í veðri vaka að keilan væri varla
fiskur og hvað þá heldur að það
borgaði sig að standa í því að
blóðga hana og slægja!
„Þetta markaðstap þýðir að við
verðum að gjöra svo vel að
endurvinna alla keiluna sem átti
að fara til Ítalíu og Spánar, roð-
fletta hana og þurrka og selja
hana þannig verkaða á Ameríku-
markað. Petta er mjög bagalegt
og harður skellur fyrir íslenskan
sjávarútveg að svona lagað skuli
geta gerst í dag þegar gæði og
vöruvöndun eiga að vera okkar
aðalsmerki," sagði Ólafur Arin-
bjarnarson.
Halldór Árnason hjá Ríkis-
mati sjávarafurða sagði að sam-
kvæmt reglugerð ætti að blóðga
allan fisk sem komið er með að
landi nema karfa, síld, loðnu og
langlúru, en undanþága hefði
verið gerð varðandi síðastnefnda
fiskinn vegna óska hagsmunaað-
ila. Halldór sagði að það lægi al-
veg ljóst fyrir að þessi óvönduðu
vinnubrögð sjómanna við keilu
væru brot á reglugerðinni.
Aðspurður um hvort vænta
mætti einhverra aðgerða frá
Ríkismatinu vegna þessa máls
sagði Halldór að það lægi beinast
við að dæma óblóðgaða keilu í
gúanó og óhæfa til manneldis.
„Áður en að því kemur
reynum við að fræða sjómenn um
að þeir séu þarna með verðmæti í
höndunum og allra hagur að
ganga svo frá að þau verðmæti
tapist ekki vegna rangra vinnu-
bragða,“ sagði Halldór Árnason.
-grh.
Fiskvinnslukonur hjá Hváleyri hf. í Hafnarfirði eru í sannkölluðum vígahug þessa dagana, enda nýbúnar að fella
kjarasamning VMSl'. Óánægja þeirra beinist helst að sveigjanlegum vinnutíma, ónógum starfsaldurshækkunum og
lélegu grunnkaupi. Guðríður Elíasdóttir formaður Framtíðarinnar segist bíða eftir ákvörðun fimmmannanefndar VMSI
um frekari aðgerðir í samningamálum. Eftir þann fund verði staðan rædd í stjórn félagsins og kosin ný samninganefnd.
Mynd E.ÓI.
Norðurland
Menn safna liði
Formannafundur Alþýðusambands Norðurlands nk.
föstudag á Akureyri. Reynt aðfinnaflöt á sameiginlegri
kröfugerð. Samningar á Siglufirði í biðstöðu
Formannafundur allra verka-
lýðsfélaga á Norðurlandi,
bæði eystra og vestra, er boðaður
á Akurevri nk. föstudag til að
finna flöt á samfloti félaganna í
gerð kjarasamninga. Nokkur fé-
lög á svæðinu hafa fellt nýgerðan
kjarasamning en önnur hafa stað-
ið í viðræðum við atvinnurekend-
ur í héraði án árangurs.
Umbi
Borgaraflokkurínn
ekki með
Forsetarþingsins ogformenn þingflokka flytja tillögu um
starfshœtti umboðsmanns Alþingis. Borgaraflokkurinn og
Stefán Valgeirsson ekki með
Pingmenn allra
Borgaraflokks
flokka utan
og Stefáns
Valgeirssonar flytja saman þings-
ályktunartillögu um störf og
starfshætti umboðsmanns Al-
þingis. Auk forseta þingsins eru
formcnn þingflokka Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks, Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista flutningsmenn til-
lögunnar.
Starfssvið umboðsmannsins
tekur til stjórnsýslu ríkis og
sveitarfélaga með nokkrum
undantekningum þó. Hlutverk
hans er að gæta þess að
stjórnvöld virði rétt einstaklinga
og samtaka þeirra. Hann hefur í
því skyni eftirlit með því að
jafnræði sé virt í stjórnsýslustörf-
um og að stjórnsýsla sé að öðru
leyti í samræmi við lög og góða
stjórnsýsluhætti.
Hver sá sem telur sig hafa verið
beittan rangsleitni af hálfu ein-
hvers þess aðila sem hefur á
hendi stjórnsýslu getur kvartað af
því tilefni til umboðsmanns.
-Sáf
Að undanförnu hafa staðið yfir
samningaviðræður á milli verka-
lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði og
atvinnurekenda um nýjan kjara-
samning og hafði eilítið þokast í
samkomulagsátt á milli deiluað-
ila. En í gær barst bréf frá at-
vinnurekendum til Vöku þar sem
þeir báðu um frestun á samninga-
fundi vegna „óvissuástands í
kjaramálunum," eins og þeir orð-
uðu það!
Að sögn Hafþórs Rósmunds-
sonar, formanns Vöku, er sýnt að
ekki verður lengra komist í samn-
ingagerðigni heima í héraði að
sinni, og því binda menn miklar
vonir við formannafundinn á Ak-
ureyri nk. föstudag og að þar ná-
ist samstaða um kröfugerð að-
ildarfélaga Alþýðusambands
Norðurlands gegn sameinuðum
atvinnurekendum.
Róbert Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma á
Siglufirði, sem er í samninga-
nefnd atvinnurekenda, sagði að-
spurður um fundarfrestunina að
það hefði ekki verið kippt í spott-
ann úr Garðastrætinu. Hann
sagði það ekki útilokað að semja
heima í héraði, en fyrst yrðu at-
vinnurekendur að sjá hvar hægt
væri að taka peninga til þess að
greiða hærri laun!
-grh
Miðvikudagur 9. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Fyrirlestur
Draumar í
Haskolanum
„Nokkrar hugmyndir um eðli
og hlutverk drauma" heitir fyrir-
lestur sem bandarískur vísinda-
maður flytur í Odda í dag.
Fyrirlesturinn er fluttur á veg-
um félagsvísindadeildar og heitir
ræðumaður Montague Ullman.
Hann er fyrrverandi prófessor
við Albert Einstein háskólann í
New York, geðlæknir að mennt,
og var yfirmaður Maimonides
sjúkrahússins í sömu borg,
stjórnaði þar draumarannsókna-
stofu við sjúkrahúsið.
Fyrirlesturinn er á enskri tungu
og hefst klukkan fimm í stofu
101.
íbúðir
41 fermetri
á mann
Hver einstaklingur í landinu
hefur til búsetu 40,7m2 af íbúðar-
fleti. Að meðaltali eru í hverri
íbúð 4,21 herbergi og að jafnaði
hafa hverjir þúsund íbúar 350
íbúðir til umráða.
Fjöldi fokheldra og fullgerðra
íbúða samkvæmt upplýsingum
unnum upp úr síðustu fasteigna-
skrá var 86.547 íbúðir og þar af
voru 46.824 fjölbýlishúsaíbúðir
og 39.723 einbýlishús. Meðal-
stærð fbúða er 116m2, fjölbýlis-
húsa 86m2 og einbýlishúsa
151m2. í þessum tölum er ekki
gert ráð fyrir sameign. _tt