Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 13
KALLI OG KOBBI FRÁ LESENDUM Þorrabréf til Þorsteins Góður og gegn Sjálfstæðis- maður á Suðurlandi sendi okkur eftirfarandi skrif um daginn og óskaði eftir að þeim yrði léð rúm hér í blaðinu. Ástæðuna fyrir þeirri ósk veit hann einn og hæfir ekki að reyna að grafast fyrir um hana. Hinsvegar þykir rétt að verða við þessum hógværu til- mælum og fer bréfið hér á eftir: Ágæti þingmaður minn og flokksformaður Ég þakka þér fyrir jólakortið og tel ég sjálfsagða kurteisi að kvitta fyrir það með nokkrum lín- um, enda af því góða að kjósend- ur hafi samband við þingmann sinn - og hann við kjósendurna. Ég vona að þetta nýbyrjaða ár verði okkur Sjálfstæðismönnum ánægjulegt og heilladrýgra en árið 1987, enda spáði Tíminn því um daginn að á þessu ári færi ein- ing vaxandi innan flokksins okk- ar. Tíminn veit hvað hann syngur og tel ég hann öllu traustara mál- gagn fyrir okkur en Moggann. Því miður hleypur Mogginn stundum útundan sér en það gerir Tíminn ekki. Það er eftirtektar- vert hvað margir Framsóknar- menn af gamla skólanum eru orðnirsárreiðirTímanum, og t.d. sagði einn nágranni minn um daginn, sem reyndar er herjans framsóknarkommi, að Tíminn væri orðinn pólitískur umskipt- ingur og íhaldsviðrini. Tíminn sagði fyrir nokkru að nú væri að skella á óðaverðbólga og stafaði það af stjórnleysi á þeim langa tíma, sem það tók að mynda núverandi ríkisstjórn. Blaðið beindi orðum sínum til þín og beinlínis skipaði þér að hefjast handa og snúa við þessari óheilla- þróun. Við þessi ummæli fóru sumir Sjálfstæðismenn að anda í drukkinn sinn og töldu að Tíminn væri að skjöna þig, sem þeir sáu þó brátt að var mesti misskilning- ur. Málið var einfaldlega það, að Tíminn treysti engum öðrum en þér til að leysa vandann. Þarna var Tíminn á réttri leið sem fyrr. Annars má kannski minna á þá staðreynd, að á þeim tíma, sem stjórnarmyndunarviðræðurnar stóðu yfir, sat hér ríkistjórn „undir farsælli forystu Steingríms Hermannssonar", svo notuð sé alkunn setning Jóns Helgasonar úr leiðaraskrifum hans í Þjóðólfi. Það var mikill og góður styrkur fyrir okkur að fá kratana í ríkis- stjórnina. Það er nú einu sinni svo með Framsókn, að þótt hún hafi verið góð til síns brúks síðan 1983, þá á hún það til, skömmin sú arna, að opna sig í báða enda þegar verst gegnir, öllum til ar- mæðu og bölvunar. Kratarnir eru eitilharðir á okkar pólitísku línu og verðum við að nýta þá sem best okkur til hagsbóta þetta kjörtímabil, því ansi er ég hrædd- ur um það að við næstu kosningar hljóti þeir sömu örlög og smjör- dömlurnar úr tilberamjólkinni þegar krossað var yfir þær í dent- íð. Mér þótti Jón Baldvin slá vandræðalegt klámhögg þegar hann líkti væli komma og Kvennó vegna matarskattsins við suður- reið bænda vegna símamálsins 1. ágúst 1905. Þetta var engan veg- inn sambærilegt og auk þess sagði Jón ekki alla söguna, því tilfellið var, að margir Reykvíkingar stóðu með bændunum og að loknum fundarhöldum hélt stjórn Þjóðræknisfélagsins þeim skilnaðarhóf í Bárubúð þar sem bændum var þakkað framtakið. Daginn eftir riðu bændurnnir til síns heima „og fylgdu bæjarbúar þeim fjölmennir á leið“, segir í samtíma heimild. En þetta er ekki fyrsta klúðrið hjá Jóni Bald- vin og oftar en ekki dettur mér í hug, þegar ég hlusta á málflutn- ing hans það, sem kerlingin sagði forðum: „í fyrsta lagi fékk ég pottinn aldrei lánaðan, í öðru lagi var hann heill þegar ég skilaði honum og í þriðja lagi var hann brotinn þegar ég fékk hann“. Nú eru því miður dökkar blik- urn á lofti vegna heimtufrekju verkafólks. Eins og fram hefur komið í viðtölum, sem fréttastofa okkar Sjálfstæðismanna hjá Sjónvarpinu hefur tekið við VSÍ- menn, útgerðarmenn og aðra at- vinnurekendur, er kaupið orðið of hátt og kaupmáttur óhóflega mikill. Þessu er ég alveg sammála og raunar þyrfti að lækka kaup verkafólks og reyna jafnframt að bæta bág kjör t.d. ráðherra og bankastjóra. Og hvernig yrði á- standið ef útgerðarmenn gætu ekki lengur keypt skip og banka? Og hvar stöndum við ef hótel- og verslunarhúsabyggingar stöðv- ast? Nú verður ríkisstjórnin og vinnuveitendur að setja hnefana í borðið og segja við kröfugerðar- pöpulinn: Hingað ogekki lengra. Það er helst að frétta héðan að þeir Jón og Guðni hafa verið á fundaferðum um héraðið. Ég fór á einn þessara funda og út af fyrir sig var kenning þeirra félaga góð, en mér fannst of mikil lognmolla yfir fundinum. Við þurfum að fá fundi með frískum og hressandi andblæ og vona ég að þið Eggert skreppið austur yfir heiðina til okkar fyrr en seinna og haldið fundi. Með flokkskveðju og árnaðar- óskum. Á bóndadaginn 1988. Sunnlenskur sjálfstæðismaður GARPURINN FOLDA DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vik- una 4.-10. mars er í Reykjavíkur Apóteki og Borgar Apóteki. Fyrrnetnda apótekið er opið um helgarog annast naetur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apó- tekið eropið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik.....sími 1 11 66 Kópavogur.......simi4 12 00 Seltj.nes......sími61 11 66 Hafnarfj.......simi5 11 66 Garðabær........simi5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík.....simi 1 11 00 Kópavogur.....simi 1 11 00 Seltj.nes.....simi 1 11 00 Hafnarfj......simi 5 11 00 Garðabaer.......simi5 11 00 Heimsóknartimar: Landspit- allnn: alla daga 15-16,19-20, Borgarspítallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðing- ardeild Landspitalans: 15- 16. Feðratimi 19.30-20.30. Öldrunarlækningadelid Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðin við Baróns- stig:opinalladaga 15-16og 18.30- 19 30 Landakots- spftall: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala. 16.00- 17.00. St. Jósef sspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19 30 Kleppsspital- inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyrl: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alladaga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. SjúkrahúslðHúsavik: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur alla virkadaga frákl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir i sima 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sim- svara 18885. Borgarspitalinn: Vaktvirka daga kl. 8-17 og tyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarspítalans opin allan sólarhringinn simi 696600 Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100 Næt- urvakt lækna s. 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýs- ingarum vaktlæknas. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingar s 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ÝMISLEGT Bilananavakt raf magns- og hltaveitu: s. 27311 Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf tyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266 opið allansólarhringinn. Sálfræðlstöðln Ráðgjöf i sálfræðilegum efn- um.Sími 687075. MS-fólaglð Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin briðiudaga kl.20-22, simi 21500, símsvari. SJálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingarum ónæmlstærlngu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) í sima 622280, milliliðalaust samband viö lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, slml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar haf a verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln '78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtákanna '78 félags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldumkl 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Siminner91-28539. Félageldri borgara: Skrif- stotan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni 3. s. 24822. GENGIÐ 4. mars 1988 kl. 9.15 Sala Bandaríkjadollar 39,600 Sterlingspund 70.102 Kanadadollar 31,598 Dönsk króna..... 6,1248 Norskkróna...... 6,1977 Sænskkróna...... 6,5912 Finnsktmark..... 9,6822 Franskurfranki.... 6,9116 Belgískurfranki... 1,1194 Svissn.franki... 28,2706 Holl. gyllini... 20.8284 V.-þýsktmark.... 23,3870 Itölsklira..... 0,03172 Austurr. sch.... 3,3293 Portúg.escudo... 0,2856 Spánskur peseti 0,3480 Japansktyen..... 0,30662 Irsktpund....... 62,315 SDR............... 53,7752 ECU-evr.mynt... 48.3219 Belgískurfr.fin.. 1,1169 KROSSGÁTAN Lárátt: 1 táknmál 4 lakast 6 gutl 7 jafningi 9 vaða 12 duglegur 14 mjúk 15 loga 16 vistir 19 for 20 hljóðaði 21 sverfa Lóðrétt: 2 kúga 3 endir 4 spottakom 5 ánægð 7 brotna 8 athugar 10 hála 11 ásjóna 13 svar 17 elleg- ar18naum Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 skóf 4 ávöl 6 lát 7 sósa 9 tagl 12 knáan 14 róa15dár16nunna19 kukl20æðra21 Illri Lóðrétt: 2 kró 3 flan 4 átta 5 örg 7 skrekk 8 skanki 10 andaði 11 larfar 13 áin 17 ull 18nær Miðvikudagur 9. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.