Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 9
AUK/SlA K3d1-576 MENNING Einfeldningsleg sálfræði Leikfélag Akureyrar sýnir HORFT AF BRÚNNI eftir Arthur Miller Leikstjóri: Theodór Júlíusson Leikmynd: Hallmundur Kristins- son Þýðing: Jakob Benediktsson Best er að taka það fram strax að ég fór af stað norður í þetta sinn með frekar litlar væntingar þar sem áliti mínu á Arthur Miller hefur hrakað mjög á und- anförnum árum. Mér finnst verk hans illa standast tímans tönn. Eftir því sem tímar líða verður gangverk þeirra augljósara og sálfræði þeirra einfeldningslegri. Það er eins og vanti í þau þetta óræða og margræða, allar þessar víddir bak við orðin sem skera úr um það hvort skáldskapur er var- anlegur eða ekki. í Horft af brúnni stafar harm- saga Eddies af því að hann girnist stjúpdóttur sína. Sifjaspell hefur verið gott og gilt efni í leikrit allt frá því að Sófókles skrifaði um Ödípus kóng, en hér fer saman sá pempíuháttur höfundar að það er ekki raunveruleg dóttir sem Eddie girnist og sá háttur hans að þurfa að ofskýra þetta allt saman löngu eftir að allir áhorfendur eru með á nótunum, og gerir hvort tveggja að verkum að meðferð höfundar á efninu verkar gam- aldags og hallærisleg. Sama er uppi á teningnum með umfjöllun hans um ólöglega innflytjendur, mál sem er ofarlega á baugi á okkar dögum. Meðferð hans á því verkar afskaplega yfirborðs- leg og úrelt. En það sem kannski verkaði verst á mig er belgingsleg afstaða höfundar gagnvart efni sínu. Miller gengur hér í smiðju grískra harmleikjaskálda eins og oft áður - maðurinn var alltaf að reyna að skrifa nútímaharmleik. Hann notar lögfræðinginn Alfieri sem eins konar kór til þess að skýra og gera athugasemdir við gang leiksins. Þetta verkar tilgerðar- legt og með þessu er aukinheldur reynt að gefa persónunum vægi sem þær tæplega standa undir. Og söguþráðurinn er saminn í anda örlagahyggjunnar, allt sem gerist á að vera óumflýjanlegt. Atburðarásin í þessu verkar ekki sannfærandi á mig sem órofa keðja óumflýjanlegra atvika. Ef eitthvert vit á að vera í uppfærslu á þessu verki verður að ég hygg að skoða Eddie Carbone í ljósi hinnar tragísku hetju. Til þess að hann standi undir því sem Alfieri segir um hann verðum við í upphafi að sjá hann sem góðan mann, næstum göfugmenni, sem hefur þá harmrænu veilu að leggja of mikla ást á stjúpdóttur sína og það verður honum að falli. Við eigum að ég held að sjá góðan og heilsteyptan menn kikna undan ofurvaldi tilfinninga sinna og hrynja til grunna. Mér virðist leikstjórinn ekki hafa gert sér grein fyrir þessu, að minnsta SVERRIR HÓLMARSSON kosti ber túlkun Þráins Karls- sonar á hlutverkinu ekki þess vitni. Og Þráinn Karlsson er auðvitað sá ágætisleikari að hann hefði ráðið við að gera úr Eddie hvað sem leikstjóra þóknaðist að biðja um. Eins og hann leikur Eddie er hann frá upphafi niður- brotinn maður. Hann vantar alla sanna reisn í byrjun sem hefði getað gert fall hans sárt á að horfa. Og þegar á líður fer hann að sýna merki um hreina sinnis- veiki. Þessi túlkun aðalpersónunnar er höfuðveilan í þessari sýningu. En auk þess ber hún merki, eink- um í seinni hluta, um þá alvarlegu tilhneigingu til ofleiks og hama- gangs sem skemmir svo margar sýningar á fslandi. f þessari sýn- ingu er fólkið með allt utan á sér og það þýðir ekkert að segja mér að svona séu nú ítalir. Þetta er bara hávaði og hamagangur. Ekki svo að skilja að allt sé slæmt í þessari sýningu. Þráinn Karlsson á nokkrar góðar senur þar sem hann nær góðu sambandi við hlutverkið. Sunna Borg er mjög traust og hófstillt í túlkun sinni á konu hans og var j afnbest í sýningunni, fundvís á smáatriði í hreyfingum sem upplýstu persón- una. Og Erla Ruth Harðardóttir kom vel og þekkilega fyrir í hlut- verki Katrínar. Skúli Gautason var hins vegar alltof stífur í hlut- verki Rodolpho, þó að hann léki það annars víða af einlægni. Mar- ínó Þorsteinsson náði engan veg- inn að gefa Alfieri þann þunga og þá alvöru sem til þarf þannig að persónan varð hjákátleg. Jón Benónýsson var þokkalegur Marco. Þetta verk var sýnt í Þjóðleik- húsinu fyrir einum þrjátíu árum. Það eina sem ég man úr þeirri sýningu er Haraldur Björnsson sem lék Alfieri af segulmögnuð- um krafti. Þýðing Jakobs Bene- diktssonar hefur eflaust verið góð og gild á þeirri sýningu. Hún er það hins vegar ekki lengur. Gamlar þýðingar eru með hættu- legra veganesti sem hægt er að leggja upp með. Þessi þýðing hljómar alltof víða mjög bók- málslega og vandræðalega og gerir leikurum erfitt fyrir að kom- ast í rétt tilfinningasamband við textann. Sverrir Hólmarsson 100 GRÖMM ÓKEYPIS ÞEGAR ÞÚ KAUPIR SOOg DÖS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. Tilheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. HVERVILL EKKIGERAGÓÐ KAUP? ”TT\S" * leiðbeinandi verð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.