Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Pólland Námsmenn minnast uppþota r Igær sló í brýnu milli sveita öryggislögreglu og námsmanna í Kraká, hinni öldnu fyrrum höf- uðborg í sunnanverðu Póllandi. Háskólanemar fóru í mótmæla- göngur í fjórum borgum hið minnsta í gær til þess að minnast tvítugra námsmannaóeirða. Þann 8da mars árið 1968 réðust kylfusveinar ráðamanna til at- lögu við námsmenn úr Varsjárhá- skóla þar sem þeir gengu um göt- ur í mótmælaskyni við íhaldssemi forystumanna kommúnistaflok- ksins. Þetta var á tímum „vorsins í Prag“ og námsmannauppþota á Vesturlöndum; allir málsmetandi menn þráðu umbætur og frelsi. En þáverandi ieiðtogi Pól- verja, Wladyslaw Gomulka, var ekki í þeirra hópi. Átökin í Var- sjá leiddu til stríðsástands í pól- skum háskólabæjum en að endi- ngu báru valdahafar hærra hlut frá viðureigninni og mýldu náms- menn. „Galdrabrennur" sigldu í kjölfarið. Fjölmiðlar landsins kostuðu kapps um að sá tor- tryggni og ótta í garð mennta- manna og gyðinga en þeir voru sakaðir um „ópólskt" athæfi. Mikill fjöldi háskólamenntaðra manna var rekinn frá störfum og allt að 20 þúsund gyðingar fluttu af landi brott. Að sögn sjónarvotta kröfðust námsmennirnir í Kraká þess að stjórnin í Varsjá heimilaði starf- semi óháðra samtaka þeirra, NZS. Þeir greindu ennfremur frá því að þrír mótmælendur hefðu slasast af völdum kylfuhögga og um 100 verið teknir höndum. Þeir hefðu verið hinsvegar endur- heimt frelsi sitt eftir skamma hríð. Reuter/-ks. „Pridjudagurinn mikli“ Jackson og Bush sigurstranglegir Þegar fyrstu tölvuspár voru gerðar hcyrinkunnar í gærkveldi í fork- osningunum bandarísku mátti vera Ijóst að repúblikaninn og vara- forsetinn George Bush hafði hvarvetna mikið forskot á sína keppinauta en hinsvcgar virtust demókratar ætla að skipta sinni köku í nokkrar sneiðar. Samkvæmt spám þriggja sjónvarpsstöðva kann sá sögulegi atburður að hafa gerst að blökkumaður sigri í prófkjöri Demókrataflokksins í tveim fylkjum. Þær spá Jesse Jackson sigri í Georgíu og Virginíu, Mikael Dukakis í Flórídu og Albert Gore í Kentucky. Þeir mega vel við una. Jesse Jackson og George Bush. Nikaragva Kippt í Kontraspottann Enn þyrla leiðtogar Kontralið- anna upp moldviðri til þcss að koma í veg fyrir framgang friðar- áforma í Mið-Ameríku. I gær sögðust þeir ekki ætla að mæta til viðræðna við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar í Managva um vopnahlé en þær áttu að hefjast í suður- hluta Nikaragva í dag. Kváðust þeir þurfa lengri tíma til undir- búnings og umþóttunar. Það var Daníel Ortega, forseti Nikaragva, sem bauð fulltrúum málaliðanna til þessara viðræðna og vildi að þær fjölluðu umfram annað um vopnahlé, enda væri það eðlilegt fyrsta skref til að sætta aðila sem borist hafa á ban- aspjót í fjöldamörg ár. Hann braut odd af oflæti sínu með því að fallast á að fundurinn færi fram í Nikaragva en það er kunn- ara en frá þurfi að segja að Kontraliðar hafa ekki unnið og haldið svo miklu sem lófastórum bletti af því landi. Að auki hafði Oretga fengið forseta Samtaka Ameríkuríkja (OAS) til þess að gæta þess að allt færi skikkanlega fram á fundi fjendafylkinganna. Palestína Ovinir okkar em nasistar Shamir við sama heygarðshornið Að minnsta kosti tveir Palest- ínumenn létu lífið á herteknu svæðunum við ísrael í gær. Yitz- hak Shamir forsætisráðherra flutti dramatíska ræðu við útför þriggja landa sinna er létu lífið í árás palcstínskra skæruliða í fyrradag og sagði „andstæðinga Israelsríkis haldna samskonar gyðingahatri og nasistar.“ Á herteknu svæðunum, bæði á vesturbakka Jórdanár og Gaza- svæðinu, efndu Palestínumenn til mikilla mótmæla í gær og virtust tvíefldir eftir atburðina í fyrra- dag. Til mikilla átaka kom í bæn- um Ramallah á vesturbakkanum og nærliggjandi þorpum. Átökin í Ramallah hófust þeg- ar ísraelskir hermenn skutu tára- gasi og gúmmíkúlum að kröfu- göngu kvenna sem farin var í til- efni alþjóða baráttudags þeirra. Læknar við sjúkrahús bæjarins greindu frá því að skömmu eftir hádegi hefði hópur manna komið þangað frá þorpinu Mazraá Al- Sharqijeh með lík 28 ára gamals manns. Hann hafði verið skotinn í hjartastað. Sögðu sjónarvottar ísraelska dáta hafa orðið honum að aldurtila. Lík annars Palestínumanns fannst í flóttamannabúðum skammt frá Jeríkó. Hafði hann verið bundinn bæði á höndunt og fótum og barinn til bana. Að sögn ísrelsku herstjórnarinnar voru það landar þessa manns sem drápu hann sökum þess að hann starfaði í ísraelsku lögreglunni. fbúar þorps eins á vesturbakk- anum staðhæfðu í samtölum við fréttaritara Reuters að ísraelskir landræningjar hefðu myrt 42 ára gamlan mann í gær. Hefðu þeir brunað inní þorpið í bíl og hafið skothríð án sjáanlegs tilefnis ann- ars en að drepa einhvern Palest- ínumann. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra var í gær viðstaddur útför þriggja landa sinna, fólksins sem palestínskir skæruliðar myrtu í fyrradag. Einsog búast mátti við misnotaði hann athöfnina til þess að réttlæta eigin morð og hryðju- verk. Hann beindi orðum sínunt að „andstæðingum Ísraelsríkis" (en svo nefnir hann andstæðinga nú- verandi valdhafa í Jerúsalem) og sakaði þá um nasískar ofsóknir á hendur gyðingum. „Vegna þess verðum við Israelsmenn, Isra- elsríki, að auka baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og uppræta hana með öllu.“ Reuter/-ks. Kontraliðarnir sögðust ætla að mæta en í gær söðluðu þeir skyndilega um. Fyrst þyrfti að ákveða umræðuefni og áherslur. Það væri blátt áfram nauðsynlegt að viðræðurnar færu fram í höf- uðborginni og fleira og fleira. Allt augljósar málalengingar. enda læddist sá grunur að frétta- skýrendum í gær að málaliðarnir gengju á bak orða sinna að fyrir- mælum yfirmanna sinna í Hvíta húsinu. Fulltrúar stjórnvalda í Nikara- gva vildu ekki tjá sig um málið í gær. Þó skýrði ónefndur embætt- ismaður frá því að sáttanefnd ráðamanna myndi hvað sem tautaði og raulaði halda til hér- aðsins þar sem fulltrúar stríðandi fylkinga höfðu mælt sér mót. Þá væri í öllu falli ekki hægt að saka Sandinista um viðræðuslit! Reuter/-ks. Bretland/IRA 55 . þeir em hættir að taka fanga“ N ú er komið á daginn að IRA félagarnir þrír, sem breskar öryggissveitir skutu til bana á Gí- braltar á sunnudaginn, voru ekki með neina sprengju í fórum sín- um. Breskir lögreglubroddar höfðu í fyrstu látið að því liggja að þrentenningarnir hefðu verið vopnaðir og með gnægð sprengi- efna undir höndum þegar þeir voru skotnir. Skömmu síðar viðurkenndu þeir að írarnir hefðu verið vopnlausir er þeir stigu út úr bifreiðunt sínum og voru vegnirúrlaunsátri. Igær ját- uðu þeir síðan að sagan um sprengjuna hefði verið spunnin upp út frá líkum og getgátum því þrátt fyrir „mikla leit“ hefði eng- in vítisvél fundist! í sama mund og breskar örygg- issveitir héldu áfram „dauðaleit" að Gíbraltarsprengjunni kváðu æ fleiri stjórnmálamenn sér hljóðs á Bretlandi og í írska lýðveldinu og létu ýmist í ljós efasemdir um sennileika skýringa lögreglunnar eða fordæmdu öryggissveitirnar fyrir aftökur án dóms og laga. Ráðamenn í Dyflinni voru öskureiðir í gær og kröfðust þess að kollegar þeirra í Lundúnum legðu fram haldbærar skýringar á nauðsyn þess að skjóta fólk „... þegar allar skýrsiur herma að áhættulaust hefði verið að taka það höndum." Stuðningsmenn IRA og fjöldi annarra norðurískra kaþólikka mótmæltu aftökununi í fyrrinótt á götum Belfast. Skarst í odda með þeim og lögregluþjónum en ekki er kunnugt um alvarleg meiðsl. Félagar Sinn Fein, stjórn- málaarms IRA, þar nyrðra hafa hótað breskum stjórnvöldum grimmum hefndaraðgerðum. Það var sjálfur utanríkisráð- herra hennar hátignar, sir Geof- frey Howe, sem viðurkenndi í þingumræðu í gær að engin sprengja hefði fundist í bifreið þremenninganna. Hinsvegar bætti harin því við, af sínu al- kunna hyggjuviti, að ef sprengja hefði verið í bílnum og ef hún hefði sprungið á hersýningu í gær þá hefðu mjög margir getaö far- ist! Einn af foringjum stjórnar- andstöðunnar, Davíð Owen, virtist hinsvegar ekki alls kostar ánægður með heilaspuna ráð- herrans því hann fór þess á leit við ráðamenn að þeir létu rannsóknarnefnd fara ofaní saumana á málinu. IRA liðarnir sem skotnir voru á sunnudaginn voru allir frá Vestur-Belfast. Einn þeirra, hin rúmlega þrítuga Mairead Farrell, var þrátt fyrir ungan aldur orðin þjóðsagnapersóna á Bretlands- eyjum. Hún gekk til liðs við samtök lýðveldissinna skömmu eftir „sunnudaginn blóðuga" árið 1972. Þann dag skutu breskir her- menn 13 kaþólikka til bana en þeir höfðu unnið sér það til óhelgi að taka þátt í friðsamlegri mót- mælagöngu. Farrell var hand- tekin fyrir sprengjutilræði og sat í fangelsi í tíu ár. I fangelsinu lét hún mikið að sér kveða, skipu- lagði hungurverkfall kaþólskra kvenna og lagði stund á nám í stjórnmálafræðum. Nýlega ræddi hún við blaðantann og lét þessi orð falla um handtöku sína á átt- unda áratugnum: „Ég var stál- heppin þá...nú eru þeir hættir að taka fanga." Reuter/-ks. Filippseyjar Mannréttindabrot M annréttindasamtökin Amn- esty International gagnrýna stjórnvöld á Filippseyjum og vígamenn þeirra harðlega í nýrri skýrslu. Þar eru nefnd fjölmörg dæmi morða og grófra misþyrm- inga á körlum, konum og börnum og annarra mannréttindabrota scm réttlætt séu í nafni „baráttu gegn vopnaðri upprcisn.“ Að sögn skýrsluhöfunda hafa aftökur meintra uppreisnar- manna án dóms og laga færst mjög í vöxt á umliðnu ári eða frá því um miðbik ársins í fyrra. „Flestum fórnarlamba er borin á brýn þátttaka í starfi einhvers lögmæts vinstriflokks eða að grunur leikur á að þau hafi stjórnmálaskoðanir sem ekki eru böðlunum að skapi. Sumir morð- ingjanna eru dátar úr stjórnar- hernum eða lögreglumenn, aörir eru úr vopnuðum sveitum manna sem eru í nánum tengslum við herinn og hafa hlotiö blessun ríkisstjórnarinnar." Einsog að ofan er getið eru nefnd nokkur dæmi í skýrslunni. Þar er til dæmis sagt frá því að dátar úr stjórnarhernum hafi myrt 17 íbúa þorps nokkurs í Lupao héraði, þar af sex börn, í febrúarmánuði í fyrra. Fólkið hafi verið myrt í hefndarskyni fyrir að skömmu áður hafði her- flokki verið gerð fyrirsát steinsnar frá heimabyggð þess. Skýrsluhöfundar segjast ekki þekkja nein dæmi þess að hryðju- verkamenn úr röðum hers eða lögreglu hafi verið sóttir til saka. aukinheldur dæmdir, fyrir pólit- ísk morð eða önnur glæpaverk sín frá því Kórazón Aquínó hófst til forsetaembættis fyrir rúmurn tveim árum. Reuter/-ks. Miövikudagur 9. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.