Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 15
Sturla Örlygsson reynir skot en Kristján Rafnsson er til varnar. Karfa UMFNa áfram Lá við jafntefli ígærkvöldi þegarþeir unnu Breiðablik í Digranesi 85-88 Blikarnir voru í stuði í gær þeg- ar þeir öttu kappi við Njarðvík- inga og með smá heppni hefðu þeir getað unnið eða a.m.k. náð jafntefli Leikurinn byrjaði rólega þó að gestirnir pressuðu í vörninni og kæmust í 0-5. Létt var yfir liðun- um og fljótlega róuðust þau niður og menn léku áreynslulaust. Blikarnir jöfnuðu 5-5 og Hannes sá um að koma þeim yfir í 12-9 en Njarðvík jafnaði 15-15 og komst í 15-20. Blikunum virtist þykja það sjálfsagt að tapa þessu og tóku því rólega, ætluðu að hafa gaman af þessu á meðan Njarðvík jók hægt og hægt forskotið í 20-32. Pá hafði Isak Tómasson gert 17 af síðasta 21 stigi Njarðvíkinga. Blikarnir höfðu meira gaman af sóknarleiknum og gekk betur þar en vörnin var ekki nógu góð. Þeir tóku þó kipp í restina og minnkuðu muninn í 32-36. Kópavogsbúarnir mættu eld- hressir til síðari hálfleiks, sem kom Suðurnesjamönnum mikið á óvart, og dugði það til þess að jafna 40-40 og koma þeim yfir, 44-40 þegar Sigurður Bjarnason gerði hverja körfuna á fætur ann- arri. Sú sæla stóð þó ekki lengi því Njarðvík jafnaði 44-44 og Digranes 8. mars Bikarkeppni KKl UBK-UMFNa 85-88 (32-36) Stig UBK: Kristján Rafnsson 32, Guð- brandur Stefánsson 13, Hannes Hjálmars- son 10, Sigurður Bjarnason 10, Kristinn Albertsson 7, Óskar Baldurssnn 6, Guð- brandur Lárusson 4. Ólatur Adolfsson 3. Stig UMFNa: (sak Tómasson 19, Friðrik Rúnarsson 15, Valur Ingimundarson 12, Sturla Örlygsson 11, Teitur Orlygsson 9, Hreiðar Hreiðarsson 6, Ellerl Magnússon 6, Friðrik Ragnarsson 4, Jóhann Sigurðs- son 4, Arni Lárusson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Jón Bend- er voru sæmilegir en ekki meir. Maður leiksins: Kristján Rafnsson UBK. komst yfir enn á ný 44-50. Liðin skiptust síðan á að skora og voru Njarðvíkingar alltaf með 7 til 10 stig í forskot. Þeir fóru þá líklega að gera sér grein fyrir að þetta væri ekki auðunnið og byrjuðu að brjóta á Blikunum frekar leiðin- lega og jafnvel þegar boltinn var ekki í umferð. En heimamenn gáfust ekki upp og er staðan var 66-75 juku þeir hraðann í leikn- um þegar Kristján Rafnsson lét til sín taka og gerði 10 af næstu 13 stigum Breiðabliks en Kristinn Albertsson hjálpaði til með fal- legri þriggja stiga körfu. Pá hafði Friðrik Rúnarsson gert 4 þriggja stiga körfur í röð fyrir Njarðvík- inga sem leist ekki á blikuna og þegar 10 sekúndur voru til leiks- loka reyndu þeir körfuskot sem mistókst en Blikarnir náðu bolt- anum. Þeim mistókst þó að senda hann fram og því unnu Njarðvík- ingar með þriggja stiga mun 85- 88. Léttleiki Blikarnir höfðu litla trú á sigri þegar leikurinn byrjaði en þegar þeir litu á stigatöfluna í síðari hálfleik vaknaði áhuginn til muna og þeir börðust loksins. Hannes Hjálmarsson var mjög góður í fyrri hálfleik en var lítið inná í þeim síðari. Kristján Rafnsson var góður í þeim síðari enda gerði hann langflest stig Blikanna. Njarðvíkingar tóku því rólega í gær og reyndu ekkert of mikið á sig framan af en tóku við sér í síðari hálfleik. fsak Tómasson var lang stigahæstur í fyrri hálf- leik og átti góðan leik en það var enginn áberandi góður í þeim síðari þó flestir tækju meira á en fyrir leikhlé. Dómararnir tóku þetta ekki nægilega alvarlega og bitnaði það meira á Blikunum. IÞROTTIR Júdó KA-drengimir sigursælir íslandsmót unglinga í júdó var haldið á Akureyri um helgina. Keppt var í 21 flokki og hrepptu Akureyringarnir 13 gull og 10 silfur sem er mjög góður árangur. Keppendur voru frá 5 félögum og voru KA með flesta eða 37, Ar- mann með 27, UMFG 15, UMFK 6 og Kjarni með 1. Keppt var í 4 aldursflokkum hjá drengjunum en í einum flokki hjá stelpunum og var hverjum flokki skipt í nokkra þyngdar- flokka. Leyfilegt er að keppa upp fyrir sig sem þýðir að unglingur sem er í -70 kílóa flokki má keppa í næsta aldurflokki fyrir ofan sig auk þess að keppa í opnum flokki. Urslit Yngri en 11 ára ElmarElíasson.................KA BjarturBjörgvinsson...........KA Þorsteinn Húnfjörð..........UMFK Drengir 15 ára og yngri -30 kíló ÞórirSigmundsson..............KA Karl Hákonarson...............KA Víðir Guðmundsson.............KA BirgirSveinsson...............KA -35 kíló Max Jónsson...................KA Gylfi Gylfason..............UMFK SteinarStefánsson...........UMFK -40 kíló Ómar Arnarson................ KA Jón Á Brynjólfsson.......Ármanni Ragnar Sigurðsson.............KA -45 kíló SævarSigursteinsson...........KA Stefán Jónsson............ UMFG ÓlafurH. Þorgrímsson.....Ármanni -50 kíló HaukurGarðarsson.........Ármanni Þorgrímur Hallsteinsson..... KA Ari Sigfússon............Ármanni -55 kíló Gunnar Björnsson............UMFG GunnarGunnarsson..............KA Friðrik Hjartarson............KA -60 kíló Jón Gunnar Björgvinsson.... Ármanni ÓskarÁgústsson..............UMFG +60 kíló ArnarGuðmundsson.........Ármanni Sigurður Rúnarsson.......Ármanni Ól í Seoul Madagascar hætt við þátttöku Kúba og Eþíópía þegar hœtt við Magadascar, sem er eyja í Ind- landshafi, hefur tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í Ólympíu- leikunum í Suður-Kóreu í sumar. Eyjan sem er mikið tengd Norður-Kóreu hefur þó sagt að það komi til greina að endur- skoða þessa ákvörðun ef Suður- Kórea samþykki tilboð Norður- Kóreu um að fá að halda hluta af leikunum. Kúba og Eþíópía hafa þegar hætt við, en segja það sama og Madagascar að það komi til greina að vera með ef hluti leikanna verður fyrir norðan. Piltar 17 ára og yngri -50 kíló Þorgrímur Hallsteinsson.......KA Kristján Óskarsson............KA SævarSigursteinsson.......... KA Eggert Richard...........Ármanni -55 kíló Auðjón Guðmundsson............KA Friðjón Hreinsson.............KA Eyjólfur Sigurösson......Ármanni -60 kíló HansRúnarSnorrason........... KA Ingimundur Kárason.......Ármanni Stefán Bjarnason............. KA JónG. Björgvinsson.......Ármanni -65 kíló Vernharður Þorgeirsson....... KA Jón Arnar Jónsson........Ármanni Ársæll Guðmundsson.......Ármanni -70 kíló Freyr Gauti Sigmundsson.......KA Gunnsteinn Jakobsson...... UMFG ArnarGuðmundsson.........Ármanni Karlar 21 árs og yngri -60 kíló Baldur Stefánsson...........KA Haldið var uni helgina svokall- að Álafosshlaup og voru þátttak- endur 39 talsins. Keppt var í sex flokkum og voru hlaupnir 6,5 kílómetrar hjá körlum, 3 kílóm- etrar hjá konum, drengjum og stúlkum en u.þ.b. 1,5 kílómetrar hjá 14 ára og yngri. Karlaflokkur Daníel Guðmundsson USAH......................20.50 mín MárHermannsson UMFK 20.52 min Bessi Jóhannsson ÍR.....21.10 mín Kvennaflokkur MartaErnstsdóttirÍR....10.06mín Margrét Brynjólfsdóttir UMSB.................11.02 min Steinunn Jónsdóttir ÍR.11,10mín Drengir/Piltar Björn Pétursson FH...........9.21 mín Finnbogi Gylfason FH...9.35 mín ísleifur Karlsson UBK....9.59 mín Meyjar/stúlkur Fríða Rún Þórðardóttir UMFA.................11.00mín ÞórunnUnnarsdóttirUBK 11.18mín I kvöld Handbolti Laugardalshöll kl.20.15 l.d.ka. Víkingur-UBK kl.21.30 l.d.ka. KR-Valur Þór Kjartansson...........Ármanni Auðjón Guðmundsson.............KA Hilmar Kjartansson...........UMFG -65 kíló Magnús Kristjánsson......Ármanni Helgi Júlíusson...........Ármanni Vernharður Þorleifsson.........KA Trausti Harðarsson.............KA -71 kíló Eiríkur I. Kristinsson....Ármanni Freyr Gauti Sigmundsson........KA Gunnsteinn Jakobsson.........UMFG -78 kíló Guðlaugur Halldórsson..........KA Baldvin Jónsson...........Ármanni +78 kíló Gísli Þór Magnússon.......Ármanni Benedikt Ingólfsson............KA Opinn flokkur Gísli Þór Magnússon.......Ármanni Benedikt Ingólfsson............KA Guðlaugur Halldórsson..........KA Kvennaflokkur Fjóla Guðnadóttir............KA Svala Björnsdóttir...........KA Lilja Guðnadóttir............KA 14 ára og yngri Eyþór Einarsson UMFA....9.14mín AronT.Haraldsson UBK....9.48 mín Eyþór M. Bjarnason UMFA 9.57 mín Karen Axelsdóttir UMFA ... 10.35mín Anna Eiríksdóttir UMFA....10.42 mín Linda B. Magnúsdóttir UBK10.44 mín og þetta líka.... Stjarnan Meistaraflokkur Stjörnunnar I hand- knattleik hlaut UMFÍ-Bikarinn á sama ársþingi fyrir frábæran árangur. Þeir urðu Bikarmeistarar á síðasta ári og tóku þátt í Evrópukeppni bikarhafa I vetur. Þar stóðu þeir sig frábærlega, að sögn fréttabréfs UMSK, komust í aðra umferð en voru slegnir út með minnsta mun þegar mótherjarnir skoruðu sigurmarkið á síðustu sek- úndu. Hlaup Álafosshlaup Miðvikudagur 9. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.