Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 5
NORÐURLANDARÁÐSÞING
I listinnispyrjum við
þess hver við séum
Ávarp Thors Vilhjálmssonar við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í Ósló ígœr
Viö lifum á tímum hinnar upp-
höfnu lágkúru. Hins íburðar-
mikla auvirðis. Öll skynjum
við að við þörfnumst einhvers
annars. Það kemur ekki mál
við mig þótt menn séu að
syngja eða láta syngja yfir
sér, eðaalliríkór: ladet
svinge-en mætti ég spyrja:
Hvað á að sveiflast og hvern-
ig? Kannski fest upp á hæsta
gálga, eða bara dingla eins og
sprellikarl, eða hengilmæna
með taktmæli?
Hvers er okkur vant?
Kannski meiri galdurs í tilver-
una. Kannski vantar okkur fleiri
víddir í okkar skammtaða skeiði
á jörðunni.
Með orðum má galdra. f>ú get-
ur hrært og hreyft við með orð-
um. Fólk, fluttfjöll. Þú geturnot-
að orð til að tala við hestinn þinn.
Heldurðu að hann skilji þig ekki?
Það gerir hann ef þig órar fyrir
mætti þínum. Orðsins mætti.
Við þörfnumst skáldskapar,
við þurfum ljóð. Væri ég spurður
má geta þess að á mínum
heimaslóðum treystum við því að
ljóðið megi sín enn nokkurs. Að
orð megi ennþá magna galdri. En
það er hægt að misnota orðin,
vaki maður ekki yfir hverju orði.
Það er hægt að gelda orðin ef
maður lætur þau sluddast fram
sinnulaus líkt og síróp. Þá verður
allt bara löðrandi í vellu og væm-
ið. Við heyrum kveinstafi hvað-
anæva, frá borg til borgar, landi
til lands, um að bókin sé að fara
til fjandans. Með hverri kynslóð
sem sökkvi í gleymskunnar djúp
fækki lesendum óðum. Ég treysti
því að bókin standist. Lögmál
hennar eru allt önnur en annarra
miðla, og. áhrifin magnast að
sama skapi sem stuðlað er að því
að almenningur sé óvirkur og
mataður, sljóvgaður og svæfður
með vaxandi lágkúru, þar sem
svonefnd skemmtun felst í því að
taka ráðin af viðtakendum með
afmagnandi rausi og góli og
tölvustýrðum skarkala, og öllu
þessu ræður kauphneigð og
óvirðing við mannssálina, mann-
fyrirlitning. Þessi fordjarfandi
fégræðgi og niðurlægjandi lýð-
skrum.
Bókin virkjar. Hún sviptir þig
ekki sjálfsvirðingu. Hún eykur
hlutdeild þína í lífinu. Bókin með
sínum launhelgum. Bókin með
hugsvölun, gleði og sorg, eflir og
brynjar og leggur þér vópn í
hendur, hafirðu rétta bók. Bók-
ina sem fær hugsunum og tilfinn-
ingum farveg, ber þig heim á vit
sjálfs þín. Bókina sem er spegill,
töfraspegill; og spegillinn getur
orðið gluggi inn í fjarlæga heima,
og löggildir flakkið allt. Og þau
furðulegu fyrirbæri í djúpum vit-
undar þinnar sem geta skelft þig,
þar til þau falla í goðsöguleg
mynstur, svo þau verða þér bæri-
leg. Bókin sem elfur og streymir
með seiðandi tónum gegnum
töfraland, og þú hallast yfir
flauminn til þess að vita hvort þú
sjáir þitt eigið andlit birtast við
flúð í fljótinu sem ærist freyð-
andi, og slítur vínviðarlaufið úr
hári þínu, og það sveiflast og tog-
ast í flaumnum, eða slöngvast að
augum. Þá má það sveiflast sem
vill.
Þú öðlast hlutdeild í lífinu. Þú
ert virkur. Þú ert til. Þú ert sam-
virkur; og kannski gerjast
eitthvað óþekkt í djúpum þinnar
lundar, kannski hrökkva upp
leynihólf með gleymdum ger-
semum úr sál þinni sem er laus úr
ánauð. Þú ert.
Þegar þú sökkvir þér í bókina
ertu leystur undan þessari kjass-
andi afmönnun sem fjölmiðlar
tíðka með sefjandi sálarleysi og
bjóða þér af sömu hind svitaeyði,
have a smile and the real thing,
the gargling orangutans frá
Gstad, the G-string guttersnipes
frá Vejle, the sniveling brass-
knucklers frá Heklutindi, blygð-
unarsama stúlknamorðingjann á
prestsetrinu, Wagner eltist við
valkyrjur í Feneyjum og liggur
Lorelei í Condóla í 17. þætti, allt
af létta um mister Hyde í leyndu
líbídó Maó, ljóstrað upp í trúnað-
arsamtali Pat Nixon og Nancy
Reagan við arineld ásamt okkar
manni á staðnum.
Ég er maður sem eyðir ævi
sinni í að setja saman bækur, og
því stend ég á þessu sviði í geisla
kastljóssins sem strýkur skegg
mitt og hár. Ég er svo rómantísk-
ur að þumbast við og treysta hlut-
verki skáldsins í mannlegu samfé-
lagi, og að sjálfsögðu hvílir mikil
ábyrgð á skáldinu. Ég fullvissa
ykkur um að við getum ekki lifað
án listar, og þess vegna verðum
við líka að umbera listamennina.
Listin sýnir hvað býr hið innra
með okkur, sársaukann og gleð-
ina, safnar saman öllu því sem við
megnum að muna og velja til að
magna hverja stund. Hún færir
okkur æðstu og helgustu blekk-
inguna um það sem var og stuðlar
að þvf að espa upp þá logandi
vitund sem helgar tilveruna, og
færir Ijós inn í tóm eilífðarinnar.
Þegar ég hef uppi orð eins og
ljóð eða list á ég við margslungið
tæki, glöggskyggni og særingu,
afhjúpun og galdur, list með
öllum tilbrigðum og andstæðum,
uppbyggingu og niðurrif, allt að
því rnarki að spengja saman í ölv-
un geðklofans já og nei. List til
þess að við getum kjörið okkur
þær minningar sem hjálpa okkur
að vera til, bæði með því að játa í
trausti og trú og ógna með efan-
um hugmyndum sem við höfum
aflað okkur og sært fram um það
hver við séum, það sem við get-
um kallað tálsýn. Eða hugljóm-
un.
í listinni spyrjum við þess hver
við séum, og um leið og við biðj-
umst undan vægð, grátbiðjum við
í angist um staðfestingu, að við
séum orðin þau sem við þráðum
svo heitt að við gætum orðið.
Kannski hvíslum við að speglin-
um og mistrum hann með nær-
göngulum anda okkar: herm þú
mér, herm þú mér, er ég ekki ...
Listin staðfestir hina eilífu
manneskju, mig, Adam, þig,
Evu. Hina ævafornu skepnu með
goðsögurnar allar í skjóðu sinni,
jafnframt því sem hún neyðir
okkur til að verða ný: sá sem
verður alltaf, og sá sem aldrei
var, - fyrr. Við nefnum ljóð til að
stytta ræðuna, og með Ijóðinu
ákveðum við hver við séum núna,
og með ljóðinu ákveðum við hver
við verðum á morgun, og með því
að yrkja ljóð ákveðum við hver
við vorum í gær.
Þakkir, ég þakka.
Menningarverðlaun
Verðlaunin hækka á næstu árum
Norræn hönnunarverðlaun veitt árið 1989
Norðurlandaráð hyggst hækka
upphæð bókmenntaverðlauna
ráðsins úr 125 þúsund í 150 þús-
und danskar krónur árið 1990.
Tónlistarverðlaun ráðsins verða
einnig hækkuð og munu nema
150 þúsund d.kr. árið 1990. Þau
hafa áður verið nokkru lægri
heldur en bókmenntaverðlaunin.
Auk þess er gert ráð fyrir að
ekki einungis verði hægt að veita
núlifandi tónskáldum verð-
launin, heldur muni þau geta náð
til allra tegunda tónlistar og einn-
ig verði unnt að veita verðlaunin
fyrir flutning tónlistar.
Þessar breytingar á tónlistar-
verðlaununum hafa ekki fallið
öllum jafn vel. Þannig munu
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður og fleiri leggjast gegn
breytingunni.
Þá er fyrirhugað að stofna til
norrænna hönnunarverðlauna
frá og með árinu 1989. Hönnun-
arverðlaunin á að veita annað
hvert ár og verðlaunaféð nema
150 þúsund d.kr. rétt einsog
bókmennta- og tónlistarverð-
launin. GG/Osló
Miðvikudagur 9. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Tónlistarverðlaun
Tók á móti bami sínu
Finninn Magnus Lindberg,
sem veita átti tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs í gærkvöldi, gat
ekki tekið á móti verðlaununum í
eigin persónu þar sem honum og
konu hans fæddist barn í gær.
Lindberg kaus heldur að styðja
konu sína í fæðingunni en að
koma til afhendingarinnar.
Fréttamenn fengu þakkarræðu
Lindbergs engu að síður í hendur
í gær. Þar segir Finninn m.a. að
enginn þurfi að skilja tónlist.
„Nútíma tónskáld biður hlust-
endur ekki um að skilja tónlist-
ina. Hinsvegar gleðst það ef ein-
hver reynir að hlusta á tónlistina í
stað þess að reyna að skilja
hana.“
GG/Osló