Þjóðviljinn - 12.03.1988, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Síða 8
AUK/SlA k9d1-334 Myndlist Tolli sýnir á Sauðárkróki ( dag opnar Þorlákur Kristins- son, Tolli, málverkasýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þorlákur leggur rækt við að sýna verk sín úti á landsbyggðinni og var fyrsta sýning hans úti á landi á Sauðárkróki fyrir rúmum þremur árum. Á sýningunni eru 25 olíumál- verk, máluð á undanförnum þremur árum. Sýningin er opin í dag kl. 16.00-21.00, á morgun kl. 14.00-21.00, 17., 18. og 19. mars kl. 16.00-21.00, og 20. mars kl. 14.00-21.00. GÍSL Á HÚSA VÍK enn nwiri háttar 0STATILB0Ð stendur til 19. mars nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka Rækju-, sveppa- og paprikuostur Áður kostuðu 3 dósir ca. 3f9 kr„ nú 250 kr.* 24% lækkun. Beikonostur Áður kostuðu 3 dósir ca. 377 kr„ nú 285 kr.* 24% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Leikfélag Húsavíkur sýnir: GÍSL eftir Brendan Behan Leikstjórn og leikmynd: Hávar Sig- urjónsson Þýðing: Jónas Árnason Gísl ætlar að verða lífseigt verk á íslensku leiksviði og eru raunar margar ástæzur fyrir vinsældum þess hér. Margbreytileg og djúp- sæ fyndni verksins kemst gletti- lega vel til skila í bráðsnjallri þýð- ingu Jónasar Árnasonar og söng- textar hans eru auðvitað löngu orðnir sígildir, enda kunna flestir unnendur ljóða og söngs þá meira og minna utanað. Efni verksins er ekki síður aðkallandi og nákomið okkur í dag en þegar verkið var skrifað fyrir 30 árum og hefur vopnuð barátta blind- aðra og ofstækisfullra þjóðernis- sinna raunar færst gífurlega í vöxt á þeim tíma. Behan fjallar um þetta fyrirbæri, sem hann þekkti mætavel frá starfi sínu á yngri árum fyrir írska lýðveldisherinn, af meinlegri hæðni en í verkinu er einnig djúpur og hreinn mann- legur tónn. Það boðar umburðar- lyndi og mannkærleika án þess að verða neitt að marki væmið - nema helst í kynnum sveitastelp- unnar og enska hermannsins sums staðar. Þessi hlýi og alþýðlegi tónn verksins komst einstaklega vel til skila í sýningu Leikfélags Húsa- víkur, mun betur en til dæmis í sýningu Leikfélags Reykjavíkur um árið, þó að þar sé að öðru leyti auðvitað ólíku saman að jafna. Hávar Sigurjónsson finnst mér hafa farið alveg rétta leið að verk- inu, stillt ærslum í hóf en lagt áherslu á alþýðlega hlýju. Hon- um hefur einnig tekist með ágæt- um að stýra liði sínu gegnum flókna sýningu og einnig tekist óvenjulega vel að ná réttum tengslum við áhorfendur í saln- um. Leikmynd Hávars er vel gerð og nýting hans á fremur litlu sviði bíóhússins á Húsavík er afburða- góð. Þetta hús er raunar prýðis- leikhús á flesta lund og mundu margir „frjálsir" leikhópar þykj- ast himin höndum taka ættu þeir kost á slíku. Þetta er mannmörg sýning og eins og vonlegt er hafa leikararnir mjög mismunandi reynslu og getu. Þó er þetta merkilega lítið áberandi og hefur Hávari tekist að ná góðum heildarsvip á leikstílinn. Hann nýtur þess að hafa mjög trausta leikara í hlu- tverkum Meg og Pats. Hrefna Jónsdóttir hefur vöxt og fram- göngu sem hæfir þessari gamal- reyndu hóru fullkomlega. Þork- ell Björnsson lék Pat af öryggi og sannfæringu sem hverjum atvinnumanni væri sómi að og framsögn hans var með sérstök- um ágætum. Jóhannes Einarsson bjó til skemmtilega skinhelgan vesaling úr Mulleady en hafði ekki nógu góð tök á framsögn- inni. Aldís Friðriksdóttir lék frk. Gilchrist af miklu öryggi. Of langt yrði að telja upp alla þá sem fram komu, en vert að geta sér- staklega ágætrar frammistöðu Ingimundar Jónssonar sem sat við píanóið og studdi fólkið af sérstakri lagni í söngnum. Sön- gurinn fór allur hið besta fram og var tekin sú skynsamlega stefna að reyna ekki að syngja eins og atvinnumenn en nota stíl sem kalla má alþýðlegan í besta skiln- ingi. Eg vil þakka fyrir sérlega ánægjulega stund með Leikfélagi Húsavíkur, sem lengi hefur hald- ið merki leiklistarinnar einna hæst á loft af áhugaleikfélögum landsins með metnaðarfullum og vel unnum sýningum. Megi það dafna vel og Iengi. Sverrir Hólmarsson Smámunir Leikklúbburinn Aristófanes sýnir: SMÁMYNDIR eftir Helga Má Bárðarson Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Leikklúbbur Fjölbrauta- skólans í Breiðholti hefur að þessu sinni valið sér til flutnings leikrit sem skrifað var fyrir leiklistarhópinn Sögu á Akureyri og frumflutt þar í fyrra. Þetta er verk um unglinga og greinilega skrifað sérstaklega til flutnings fyrir þá. Tekin eru fyrir ýmis vandamál æskulýðsins ekki síst ástamálin og tengslin við foreld- rana. Leikritið er skrifað í mörg- um stuttum atriðum og söguþ- ráður er nokkuð bláþráðóttur. Sum þessara stuttu atriða eru skemmtilega hnyttin og höfundi hefur tekist vel að ná málfari unga fólksins á sannfærandi hátt. En verkið í heild er sundurlaust og ódramatískt. Sum atriði þess eru of löng, allt upp úr tuttugu mínútna eintal, og er það auðvit- að alltof mikið lagt á ungar herð- ar óreynds áhugamanns. Unglingarnir njóta þess auðvitað að þau ertt að leika per- sónur á sínu eigin reki og verða sum atriði lifandi og skemmtileg í krafti þess. En sakir þess hve verkið er misjafnlega skrifað verða mörg atriðin langdregin, leiðinleg eða hallærisleg. Leiklistarhópar ættu að hafa það hugfast að stefni þeir að því að setja upp sýningar sem séu til þess fallnar að efla þeirra eigin þroska og veita áhorfendum ánægju er heilladrýgst að leita á náðir sígildra leikbókmennta. Fjölbrautaskólinn hefur yfir að ráða allgóðum sal og þar hefur verkið verið sviðsett á miðju gólfi með afar einföldum sviðsbúnaði. Tíðar skiptingarnar ganga hratt og vel fyrir sig og Guðjón Si- gvaldason hefur stjórnað þeirri hlið sýningarinnar ágætlega. Leikstjórn hans að öðru leyti virðist ekki sérlega vel unnin. Þessir ungu og lítt reyndu leikar- ar verða alltof oft klunnalegir og vandræðalegir, eiga í erfiðleikum með hreyfingar og önnur frum- atriði sem leikstjóri á auðvitað að hjálpa þeim með. Sverrir Hólmarsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.