Þjóðviljinn - 12.03.1988, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.03.1988, Qupperneq 11
Giovanni Goria og Gary Hart voru báðir álitnir efnilegir menn í fyrra en hafa síðan þurft að bergja á hinum beiska kaleik vonbrigða og niðurlægingar. ístöðuleysi Hart enn í bak Goria „hœttir“ þriðja sinni m Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 15. mars 1988 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavik og víðar. Tegundir Arg. 1 stk. Mercedes Bens 280 SEL 1985 1 stk. Mazda 929 station 1982 1 stk. Mazda 626 2000 fólksbifr. 1982 2 stk. Mazda 323 station 1982 1 stk. Mitsubishi Colt fólksbifr. 1983 1 stk. Volkswagen Golf fólksbifr. 1982 1 stk. öhevrolet Malibu fólksbifr. 1980 1 stk. Volvo 244 1981 2 stk. Peugot 505 station (diesel) 1983 1 stk. Daihatsu Charmant 1982 1 stk. Lada station 1984 2 stk. Subaru 1800 station 4x4 1982-83 1 stk. Mitsubishi Pajero Turbo diesel 4x4 1984 1 stk. International Scout bensín 4x4 1980 2 stk. Toyota Hi-Lux pic-up m/húsi 4x4 1980 3 stk. Lada Sport 4x4 1981-84 1 stk. Poncin VP 2000 (snjóbíll) 1982 1 stk. Toyota Hi Ace sendif.bifr. m/gluggum 1986 2 stk. Ford Econoline sendif.bifr. E.150 1979-80 1 stk. Volkswagen sendif.bifr. 1971 1 stk. Mercedes Bens LP 332 upptökubifr. 1962 1 stk. Hino KB 422 Vörubifr. 1980 Til sýnis hjá Rarik Akureyri 1 stk. Toyota Hi-Lux pic-up m/húsi (skemmdur) 1981 Til sýnis hjá birgðastöð Vegagerðar ríkísins Grafarvogi 1 stk. Hjólskófla IHR-540 1977 1 stk. Vélaflutningavagn Hyster 1963 1 stk. Dráttarvél Zetor 6718 m/ámoksturstæki 1979 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði 1 stk. Jarðýta Caterpillar D 7E (180 hö) 1967 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðend- um. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun- andi. I INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844 / Hvað eiga bandaríski demó- kratinn Gary Hart og ítalski forsætisráðherran Giovanni Gor- ia sameiginlegt? í öllu falli það að hafa dreymt stóra drauma, verið nærri því að láta þá rætast, hætt við og hætt við að hætta við og hætt við í gær. Sem sagt: í gær lét Hart það boð út ganga öðru sinni að hann væri ekki lengur á höttunum eftir forseta- embætti í Bandaríkjunum. Hart var nærri því að verða mótfram- bjóðandi Ronalds Reagans í fors- etakjörinu árið 1984 en tapaði naumlega fyrir Walter Mondaie, fyrrum varaforseta Jimmy Cart- ers. En hann gafst ekki upp og í aprfl í fyrravor lýsti hann því yfir að hann hygði á framboð. Varla hafði hann lokið setningunni þeg- ar slúðursnepill upplýsti lesendur um að Hart væri kvennabósi og bévítans saurlífisseggur. Þá hætti Hart við í hið fyrra sinni. f desember kom Hart enn á óvart, nú fyrir þrautseigju. Hann lýsti því semsagt yfir að hann væri í framboði í kapphlaupinu um út- nefningu flokks síns. Fjölmargir sögðust styðja hann þó þeir væru fleiri sem sögðu að Kólóradóbú- inn ætti best heima í skopleik. Hann hefur lítið sem ekkert feng- ið af atkvæðum það sem af er prófkjöri demókrata og nú er hann hættur, enn og aftur. Goria sagði af sér embætti for- sætisráðherra ftalíu í gær, í þriðja sinn í vetur! Goria varð yngsti forsætisráðherra lýðveldisins, „aðeins" 44 ára gamall (þó eldri en Steini Páls!), þann 29nda júlí í sumar leið þegar honum tókst að blása lífsanda í lík fimm flokka stjórnarinnar sem áður laut sósí- alistanum Bettino Craxi. En skjótt kom í ljós að sam- starfið stóð veikum fótum, hver höndin var upp á móti annarri og Goria tókst ekki að bera klæði á vopnin. Einkum voru ýmsir flokksbræðra hans, kristilegir demókratar, honum þungir í skauti. En þegar hefja átti af- greiðslu fjárlaga kastaði fyrst tólfunum. Málsliður var felldur á málslið ofan. Goria sagði af sér en Cossiga forseti rak hann til baka. Goria sagði af sér á nýjan leik og enn rak Cossiga hann til baka og skipaði honum að af- greiða fjárlög. Það gerði Goria í fyrradag og í gær sagði hann af sér í þriðja skipti. Reuter/-ks. Víetnam Forsætisráðherra deyr Fyrrum leiðtogi Víet Kong skœruliða varð bráðkvaddur manni. Hann hafði að því leyti sérstöðu að hann var eini sunnan- maðurinn sem náð hefur miklum metorðum í Hanoi. Aðeins þrír menn hafa gegnt embætti forsætisráðherra frá því Alþýðulýðveldið Víetnam var stofnað við uppgjöf Japana árið 1945. Fyrstur í röðinni var sjálfur Ho Chi Minh en arftaki hans var Phan Van Dong. Hann gegndi starfanum til dauðadags eða þangað til í júní í fyrra að hann lést 81 árs að aldri. Þá fyrst kom röðin að Pham Hung. Sem fyrr segir var Pham Hung að sunnan. Hann hóf afskipti að sjálfstæðisbaráttunni á fjórða áratugnum en þá var Víetnam frönsk nýlenda einsog kunnugt er. Hann barðist gegn Japönum, síðan Frökkum á ný og loks gegn Bandaríkjamönnum og leppum þeirra. Pham var yfirmaður Víet Kong skæruliðanna þegar Suður- Víetnam var frelsað árið 1975. Áður en Pham varð forsætis- ráðherra gegndi hann embætti innanríkisráðherra sem þykir voldug staða í Víetnam. Reuter/-ks. Laugardagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 FForsætisráðherra Víctnams, Pham Hung, lést í gær í Ho Chi Minh borg, 75 ára að aldri. Hjartaslag varð honum að aldur- tila. Það var ríkisútvarp Víetn- ams sem flutti fregnina af láti Phams. „Hann var undir miklu álagi við störf að lausn margvís- legra vandamala í þjóðfélaginu er hann lést skyndilega af völdum hjartaslags.“ Hung var annar valdamesti maðurinn í 14 manna stjórnmála- ráði kommúnistaflokksins, gekk næstur Nguyen Van Linh for- Tyrkland Verkamenn mótmæla Um ein og hálf miljón tyrkn- eskra verkamanna efndi til mótmælaaðgerða um hádegisbil- ið í gaer til þess að árétta kröfur sínar um kauphækkanir og af- nám ýmissa hamla á starfsemi verkalýðsfélaga frá því á valda- tíma herforingjanna. „Ekkert afl fær brotið sam- stöðu verkamanna á bak aftur. Markmið okkar er að vara ríkis- stjórnina við því að láta verð hækka sleitulaust án þess að bæta kjör alþýðu manna. Ennfremur viljum við tryggja mannréttindi og félagafrelsi verkamanna." Þetta voru orð Sevkets Yilmaz en hann er formaður Turk-Is stétta- sambandsins en það hefur 32 verkalýðsfélög og samtök ríkis- starfsmanna innan sinna vé- banda, alls um 2 miljónir manna. Félagar Turk-Is hyggjast leggja niður vinnu í maí. Turgut Ozal forsætisráðherra segir að verkföll séu ólögleg og að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir þau. Verkamaður sem ieggur niður vinnu í Tyrklandi getur átt allt að sex mánaða fang- elsi yfir höfði sér. Reuter/-ks. Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í arekstri! UUMFERÐAR RÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði í Lárusarhúsi, mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Dagskrá: Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudaginn 15. mars. Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn í Þrúðvangi, laugardaginn 12. mars. Gleðin hefst kl. 20.00. Miðasala við innganginn. Starfsnefnd Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30 í sal verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg. Efni fundarins eru kjaramálin. Frummælendur: Margrét Frímannsdóttir alþm., Hafsteinn Stefánsson var- aform. Þórs og Steini Þorvaldsson form. Verslunarmannafélagsins. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. - Stjórnin. Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Geir Friðbertsson fulltrúi í heilbrigðis- nefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 12. mars frá 10-12. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kóþavogi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði ABK verður mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Fundarefni: Fjármál bæjarsjóðs í Ijósi nýrra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Guðrún Pálsdóttir fjármála- og hagsýslustjóri mætir á fundinn og svarar fyrirspurnum. Önnur mál. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur ÆFABR verður haldinn fimmtudaginn 17. mars að Hverfisgötu 105 kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.