Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 5
Gunnar Gunnarsson: Uggi skildi ekki þrenninguna en hann var viss um að Guð var í góöu skapi þegar hann skapaði Önnu... stjórnað. Eitt leiðir af öðru með óvæntum en þó fullkomlega eðlilegum og sjálfsögðum hætti. Og frá spurningum um trú og efasemdum um heilaga þrenn- ingu liggur leiðin inn á brautir sem líklega yrðu kallaðar óguðlegar: ástin er að vakna. Svo segir í Fjallkirkjunni: Og Guð skapaði hana Önnu „Messugerðin fór fram með sínum hætti. Enginn skipti sér af áflogum hundanna úti í kirkjugarðinum né suðandi maðkaflugunum, sem þöktu rúðurnar í glugganum sólar megin, - enginn annar en ég, Þórbergur Þórðarson: ég trúði ekki einu einasta orði af því sem þar var sagt um guð og annað líf. hinn óguðlegi! Og ekki skánaði, þegar okkur börnunum var raðað upp fyrir framan altarið, því þaðan í frá veittist mér ofurefli að hafa augun af andbýlingi mínum við altarið, - Önnu. Mér varð hverft við, þegar séra Eiríkur fór allt í einu að spyrja okkur út úr og byrjaði mín megin frá. Ég þurfti ekki að brjóta heilann um svörin, þau komu af sjálfu sér, hitt sló mig þeim mun meiri skelfingu, að nú, rétt bráðum, ætti ég að staðfesta skírnarheit mitt með eiði, ef til vill röngum eiði, meinsæri. Trúði ég á Guð föður, son og heilagan anda? Gaman hefði verið að hitta Á. B. tók saman þann sem gat frætt mig um það! En hjá þessu varð ekki komist: ég varð að trúa eða varð að minnsta kosti að þykjast trúa, varð meira að segja að sverja þess eið, að ég tryði - annað var óhugsandi. Ef til vill trúði ég Iíka, þótt mér hefði aldrei getað skilist, á hvern hátt þeir voru einn og þrír í senn. En við skulum vona að ég trúi, vona að ég fari nú ekki rétt bráðum að sverja mig til helvítiskvala og eilífðarelds. Anna var að minnsta kosti lagleg, hvað sem öðru leið, - það gat ekki leikið nokkur vafi á því að Guði hafði verið alveg sérstök ánægja að því að skapa hana. Það hlaut að hafa gerst á sólskinsdegi, brennheitum sólskinsdegi með snöggum skúrum. Augu hennar voru nefnilega skýjuð þrumuskýjum. Þegar öllu var á botninn hvolft, var það skemmtilegt starf að vera skapari, - þegar vel viðraði og maður var í góðu skapi. Líklega var Guð ekki ævinlega í jafngóðu skapi, - ekki þurfti annað en líta fram í kirkjuna.. nei, Guð var ekki alltaf í góðu skapi. Reyndar spillti ekki, að það skyldi vera hægt að þekkja fólk í sundur... Anna, - ég skyldi taka að mér að þekkja hana frá öðrum innan um milljónir af fólki og þó ekki væri fyrr en eftir hundrað ár... Og sfðan var búið að ferma okkur,- við vorum fullorðin! Við vorum fullorðin!" Ætli það Uggi Greipsson, ætli nú það! En það er svo önnur saga... FERMINGARGJÖFIN í ÁR? Ferðatæki frá kr. 6.148. Vasadiskó frá kr. 2.273. PIONEER geislaspiiarar frá kr. 15.276 stgr. PIONEER hljómtækjasett frá kr. 37.770 stgr. án geislaspilara. :x~ > . ^ B8 mmmmm 62 83 Q Hl 123 m&nmm m&mmm asac3C3Q.e), laaaaöð Reiknitölvur frá kr. 349 stgr. SHARP hljómtækjasett m/ geislaspilara kr. 36.998 stgr. 14“ sjónvörp frá kr. 17.133 stgr. HLJPMBÆR HUOM HEIMIUS SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGATA 103 - 101 REYKJAVftf SlMAR: VERSLUN..... ■ ■■■r SKRIFSTOFA... 'ÍjgfQH VERKSTÆOI ...... --- SÖLUMENN..... 25909 25036 25725 17244

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.