Þjóðviljinn - 25.03.1988, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Qupperneq 13
NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF FATNAÐI vörur góðu verði : smáfólk ungt fólk fullorðið fólk ítalskir vorskór Opið laugardag 10-16 vid Eidistorg ii 61 1811. FERMDUR ADHAIFU Þegar ég var beðinn um að skrifa pistil í þetta fermingar- blað komst ég á hálfgerð vand- ræði. Mér fannst ég hreint ekki manna heppilegastur til þess. Að vísu hef ég æði oft verið við fermingu. Meira að segja setið þó nokkrar ferm- ingarveislur. Frá einhverri þeirra væri auðvitað hægt að segja. En ég held að það yrði lélegt lesefni. Og, hamingjan góða, ekki get ég farið að skrifa um fermingar almennt. En hvernig væri að segja bara frá sinni eigin fermingu? Auðvit- að var hún ekkert merkilegri en aðrar slíkar athafnir í sveitinni í þá daga. En hún stendur mér þó næst. Hana ætti ég að þekkja best. Og ég ætti að geta það án þess að vera of nærgöngull við sjálfan mig eða aðra. Presturinn, sem fermdi mig, var sr. Guðbrandur Björnsson í Viðvík. Hann þjónaði fjórum kirkjum; heimakirkjunni í Við- vík, Dómkirkjunni á Hólum, Hofsstaðakirkju og Rípurkirkju, en það var mín sóknarkirkja. Sr. Guðbrandur hafði kallað mig út í Ríp þrisvar eða fjórum sinnum um veturinn og spurt mig út úr biblíusögunum og kverinu. Mér reyndust nú biblíusögurnar auðveldar. Ég hafði lært þær utanað spjaldanna á milli hjá kennaranum mínum, honum Magnúsi Bjarnasyni. Mér fannst það ekki langrar stundar verk enda varð hann að hafa hraðar hendur við námið því að í barna- skóla var ég aldrei meira en sem svarar einu kennsluári nú og þó líklega tæpast það, en í ýmislegt fleira þurfti að líta en biblíusög- urnar. Þess ber þó að geta að Magnús kennari sagði að við mættum sleppa smáletursköfl- unum í biblíusögunum, þeir skiptu ekki meginmáli, sagði hann, auk þess sem það væri slæmt fyrir augun að grína í smáa letrið. Kverið fannst mér aftur á móti ekki beinlínis skemmtileg lesn- ing, fremur þurrt og staglsamt. Bót í máli að það var stutt, ekki nema 60-70 bls., í fremur litlu broti, svo ég hef líklega kunnað það nokkurn veginn skammlaust. Kvaddur til Viðvíkur Svo kom að því að sr. Guð- brandur kvaddi fermingarbörn sín úr öllum fjórum sóknunum samtímis heim í Viðvík. Þar skyldum við uppfrædd í fjóra daga samfleytt. Auðvitað fór ég ríðandi, og það á eigin hesti. Hann var grár og ég nefndi hann Sleipni. Það er nokkuð löng leið milli Eyhildarholts og Viðvíkur ^ svo ekki þótti rétt að ég færi fram og til baka samdægurs. Því var mér komið fyrir til gistingar á y SAMANTHA MICHELLE Glæsilegt sófasett sem allir geta eignast. Fáanlegt í áklæði eða ekta leöri. Svefnsófinn sem leysir allan vanda. Frábær fermingargjöf. HÚSGAGNAIÐJAN HVOLSVELLI SófasGtt. Verö frá kr. 78.400 ^ustubveo.*«>kvols.b.u »» Söluaðilar: Ingvar og synir, Grensásvegi 3 og 3K, Suðurlandsbraut 32

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.