Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 8
Kjarnavopnin sem „rata« Stýriflaugar risaveld- anna eru ein lúmsk- ustu ogfullkomnustu kjarnorkuvopnin. Búið erað semja um að taka þœr niður á meginlandi Evrópu, en nú fœrist vígbún- aðurinn á haf út. Þeg- ar er búið að ákveða að setja Tomahawk- flaugar í200 banda- rísk herskip, og aðeins er deilt um hvort þeim verði stjórnað afNató eða Bandaríkjaher einum. Þessi vopn eru ógnun við öryggi ís- lendinga, og þau eru enn ekki til umrœðu í samningum stórveld- anna. Ætli íslensk stjórnvöld að standa við yfirlýsingar um vígbúnað á sjó hljóta þau að krefjast ,Jjórðu núlllausnar- innar“, eyðingar sjóstýriflauganna Vigfús Geirdal skrifar Kjarnorkuvopnin, hernaðarbanda- lögin og ísland 3. grein Sennilega hefur ekkert kjarna- vopn orðið jafnumdeilt og Tomahawk-stýriflaugin. Ákvörðun Nató 12. desember 1979 um að setja upp 464 flaugar af þessari gerð í Bretlandi, Hol- landi, Belgfu, Ítalíu og Vestur- Þýskalandi, auk 108 Pershing 2 eldflauga í síðastnefnda landinu, varð hvatinn að einhverri mestu mótmælahreyfingu sem sögur fara af. Miljónir manna af ólíkum stéttum og með ólíkar stjórnmálaskoðanir fóru út á göt- urnar í öllum helstu borgum Vestur-Evrópu og mótmæltu jafnt fyrirhugaðri uppsetningu þessara bandarísku vopna sem sovéskum SS-20 kjarnaflaugum. Þessari baráttu lauk sem kunnugt er með því að risaveldin komu sér saman um að uppræta þessar flaugar með öllu. Meðan deilurnar um þessar flaugar risu sem hæst lýstu þáver- andi utanríkisráðherra fslands og fieiri hérlendir stjórnmálamenn því yfir hvað eftir annað að þeir væru fyrst og fremst ánægðir með að þessum vopnum skyldi ekki komið fyrir í höfunum; það væri skömminni skárra að koma þeim fyrir íNatólöndunum fimm. Eng- ir hlustuðu þegar herstöðvaand- stæðingar reyndu að vekja at- hygli á því að óháð Natóflaugun- um áformuðu Bandaríkin að framleiða þúsundir stýriflauga sem komið yrði fyrir í kafbátum, herskipum og flugvélum. Villandi umfjöllun Það var ekki fyrr en í fyrravor sem athyglí fslendinga var vakin á því að til stæði að koma fyrir kjarnorkustýriflaugum hér í höfunum umhverfis landið - er Weinberger, þáverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því að hugsanlega mætti setja stýriflaugar í Atlants- hafi undir herstjórn Nató í Evr- ópu eftir að INF-samningurinn hefði verið gerður. Fréttaumfjöllun um þetta mál hefur hins vegar verið mjög vill- andi. Samkvæmt henni mætti ætla að hér sé aðeins um óljósa hugmynd að ræða sem ólíklegt sé að verði framkvæmd, það er stýriflaugum verði ekki komið fyrir í Atlantshafi ef ekki næst samstaða um það í Nató. Staðreyndin er hins vegar sú að hér er um að ræða vopn sem þeg- ar er byrjað að koma fyrir í höf- unum. Málið snýst um það hvort kjarnorkustýriflaugar þœr sem er verið að koma fyrir í Norður- Atlantshafi eigi að vera undir stjórn yfirmanns Natóherja í Evr- ópu eða áfram undir stjórn æðsta flotaforingja Atlantshafsflota Bandaríkjanna eins og upphaf- lega var ráðgert. Fyrsta stýri- flaugin — V-1 flaug Hitlers Stýriflaugar eru nánast ekki annað en ómannaðar sprengi- flugvélar sem hafa innbyggðan stýribúnað og fljúga fyrir eigin vélarafli í átt að fyrirfram ákveðnu skotmarki. Þær rekja uppruna sinn til loka síðari heimsstyrjaldar; fyrsta stýri- flaugin var V-1 flaug Hitlers. Bandaríkjamenn framleiddu nokkrar gerðir stýriflauga snemma á sjötta áratugnum en þær þóttu óhentugar og voru svo ónákvæmar að þær áttu til að lenda í rangri heimsálfu. Þær voru því fljótlega teknar úr notkun og eftir það lögðu Banda- ríkin Iitla sem enga áherslu á framleiðslu stýriflauga allt til árs- ins 1968 að byrjað var að þróa skammdræga flaug af Harpoon gerð sem ætlað er að granda skipum og er skotið ýmist úr skipum eða flugvélum. Sovétmenn hafa hins vegar lengi átt í fórum sínum skamm- drægar stýriflaugar eins og til dæmis þá sem lenti í Enarevatni í Finnlandi í byrjun árs 1985. Þess- ar sovésku flaugar hafa þó til skamms tíma átt næsta fátt sam- eiginlegt með Tomahawk- stýriflaugum nema ef til vill nafn- ið, en Sovétmenn munu þó vera í þann veginn að taka í notkun stýriflaugar sem eiga að draga álíka langt og Tomahawk- flaugarnar og vera búnar svipuð- um stýribúnaði. Fréttir hafa bor- ist af því að ætlunin sé að þessar flaugar taki við hlutverki SS-20 flauganna eftir að þær hafa verið upprættar. Tomahawk Það var árið 1972 sem banda- ríski sjóherinn byrjaði að þróa Tomahawk-stýriflaugina og ári síðar hóf flugherinn að þróa sams konar flaugar sem skotið yrði úr langdrægum sprengiþotum að skotmörkum á landi. Það var hins vegar fyrst árið 1977 að ákveðið var að þróa afbrigði af Tomahawk-stýriflauginni til að skjóta af hreyfanlegum skot- pöllum á landi, eins og þær sem Nató ákvað síðan að skyldi kom- ið fyrir í Vestur-Evrópu. Alls er gert ráð fyrir að fram- leiða um það bil 4000 Tomahawk-stýriflaugar til að skjóta úr hafi; Boeing verksmiðj- urnar hafa það verkefni að fram- leiða 1700 stýriflaugar til að skjóta úr lofti. Til samanburðar má nefna að aðeins átti að fram- leiða 560 landstýriflaugar. Allar loftstýriflaugarnar verða með kjarnaoddum en sjóstýri- flaugarnar skiptast í þrjár gerðir: 758 flaugar sem verða búnar 5 til 150 kílótonna kjarnaoddum og ætlað er að skjóta á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í landi, 2643 flaugar með hefðbundnum sprengioddum sem einnig eru ætlaðar gegn skotmörkum í landi, og að síðustu 593 flaugar með hefðbundnum sprengi- hleðslum sem ætlað er að granda óvinaskipum. Bylting í sjóhernaði Reagan Bandaríkjaforseti hef- ur lengi haft sérstakt dálæti á stýriflaugum - aðallega vegna þess að það lætur vel í eyrum að tala um þær sem hægfara vopn vegna þess að þær fara með svip- uðum hraða og farþegaþotur, 900 km á klst. Eiginleikar þeirra fe- last hins vegar í því að þær geta ferðast 2500 kílómetra vegalengd í 15 til 30 metra hæð frá yfirborði jarðar og þannig komist óséðar fram hjá ratsjáreftirliti andstæð- ingsins. En jafnvel þótt þær birt- ust á ratsjárskjám eru þær svo fýrirferðarlitlar (6 metra langar og 50 sentímetrar í þvermál) að næsta ómögulegt er að greina þær frá sjófuglum. Tölvustýrður stjórnbúnaður Tomahawk-flaugar er á stærð við lítið sjónvarpstæki. Hann er meðal annars mataður með ná- kvæmum hæðarlínukortum sem stöðugt eru borin saman við landslagið fyrir neðan meðan flaugin er á ferð. Þetta gerir stýri- flaugunum kleift að fljúga svona lágt og tryggir þeim meiri ná- kvæmni en nokkurt annað kjarn- avopn hefur til að bera. Tomahawk-kjarnorkustýri- flaug á að geta hitt skotmark í 2500 km fjarlægð svo nákvæm- lega að ekki skeiki nema í mesta lagi 30 metrum. Þetta er sambærileg hittni og ef riffilkúlu væri skotið í auga tarfs af 15 km færi. Það er því ekki að furða þótt bandarískir herforingjar státi sig af því að eiga kjarnavopn sem rati á karlaklósettið í Kreml. Því er haldið fram að Tomahawk-sjóstýriflaugar valdi byltingu í sjóhernaði. Þeim verð- ur komið fyrir í nærri 200 her- skipum - 107 árásarkafbátum, 4 orrustuskipum, 27 beitiskipum og 60 tundurspillum. Þetta þýðir að hægt er að skjóta kjarnavopn- um á Sovétríkin úr öllum áttum og hægt er að hóta notkun banda- rískra kjarnavopna í öllum heimshornum. Skotpallarásjó; úr 15 í 200 John Lehman fyrrverandi flotamálaráðherra Bandaríkj- anna orðaði þetta á þennan hátt: „Þetta mun gera það gríðarlega flókið og erfitt fyrir Sovétmenn að ákveða skotmörk. Þeir þurfa nú að hafa jafnmiklar áhyggjur af tundurspilli og flugmóðurskipi vegna hugsanlegra árásarað- gerða. “ Tundurspillir suður af ís- landi getur nú skotið stýriflaug á skotmark norður á Kolaskaga og herskip undan ströndum Italíu getur skotið stýriflaug á Kreml. Með öðrum orðum: bandarísk- um skipum sem geta gert afdrif- aríkar árásir á sovéskt landsvæði Svokallað Tercom-kerfi sér stýriflaugunum fyrir nákvæmri leiðsögn að skotmarki eftir hæðarlínum og segulsviöi, sem tölvubúnaður ber saman við aðstæður á lágfluginu. HEIMURINN 7 8 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 29. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.