Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 15
FLÓAMARKAÐURINN Pels til sölu Ekta notaður Bisampels nr. 42 til sölu á kr. 15.000. Upplýsingar í síma 71269. Kommó&a óskast Vil kaupa vel með farnaíítommóðu. Upplýsingar í síma 231591 Til sölu notað skiptiborð (fyrir ungbarn) með skúffum. Verð kr. 3000. Upp- lýsingar í síma 15482. Brown - Kenwood - ísskápur Til sölu Brown Multipractic græn- metiskvörn. Verð kr. 3.000. Ken- wood hrærivél, verð kr. 2.300 og tvískiptur Blomberg ísskápur, 11/2 árs gamall, litur dökkgrænn. Upp- lýsingar í síma 79319. Til sölu borðstofuhúsgögn, borð og 6 stól- ar. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 671090. Barnavagn til sölu á kr. 3.000. Upplýsingar í síma 71834. Óska eftir tveggja sæta sófa. Upplýsingar í síma 78944, Hrefna. Óska eftir ísskáp helst gefins og einnig sófasetti. Upplýsingar í síma 45196. Kettlingur 3ja mánaða, svartur högni óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 43867. Til sölu gólfteppi, ca 50 ferm., drapplitað á góðu verði. Upplýsingar í síma 73095. Díselvél til sölu Nissan dísilvél, 3,3 lítra, ekin 32.000 km. Upplýsingar í síma 656782. Dagmamma Mig langar að kynnast dagmömmu sem býr í nágrenni Laugavegar. Ég er 3ja ára kátur strákur, sem kann mannasiði, kallaður Kópus. Síminn hjá mér er 12414 (frá kl. 14.00) og kannske svara ég sjálfur ef mamma verður ekki á undan. Viljum selja strax Krack labb-rabb talstöð, 3ja watta, meðfylgjandi 10 rásir á kr. 18.000. Savage, 22 magnum riffil með poka, 2 magasinum og 40 skotum á kr. 18.000 og kassagítar í góðri tösku á kr. 12.000. Allt nýlegar og vel með farnar vörur. Gerið góð kaup. Einar og Guðlaug, Lang- holtsvegi 1, 104 Reykjavík. Ibúð í Samtúni til sölu 2ja herbergja íbúð í kjallara, sérinn- gangur, sérhiti. Verð kr. 2,5 millj. Upplýsingar í síma 14381. Tvíbreiður svefnsófi óskast keyptur Upplýsingar í síma 42397. DBS kvenreiðhjól til sölu. Sem nýtt. Upplýsingar í síma 42935 eftir kl. 19.00. Lærið að anda djúpöndun Get bætt við mig nokkrum nemend- um í söngkennslu. Upplýsingar í sama 29105. Húsnæði óskast - traustir leigjendur óskum eftir að leigja 4-5 herbergja íbúð í Kópavogi. Fyrirframgreiðsla. Traustur leigjandi. Jóhanna Jó- hannsdóttir, launafulltrúi, vinnusími 25355, heimasími eftir kl. 19.00 652182. Ibsen - Tsjekof Ritsafn Henriks Ibsen, 5. bindi, fal- lega innbundið, og bók eftir annan Norðmann, Geir Kjetsaa, um smá- sagnagerð snillingsins Anton Tsjekof, til sölu. Sími 41289 eftir kl. 5 síðdegis. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góðri 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Helst frá mánaða- mótum maí-júní. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendi inn upp- lýsingar á augld. Þjóðviljans sem allra fyrst merkt „Makaskipti Sel- foss - Reykjavík“. Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýs- ingadeild Þjóðviljans merkt: „Dug- leg 18“. Handunnar rússneskar tehettur og mátrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. í síma 19239. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagnaog leikfangabíla. Póstsend- ingaþjónusta. Auður Oddgeirs- dóttir, húsgagnasmiður, sími 99- 4424. íbúð! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3-4ra herb. íbúð í vesturbænum strax. Þau geta lagt fram 100.000 kr. fyrirfram ef nauðsyn krefur. Vinsamlegast hringið í síma 21799 eða 14793. Barmmerki Tökum að okkur að búa til barm- merki með stuttum fyrirvara. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofu. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði vantar undir reiðhjólaverkstæði, helst í alfaraleið. Uppl. í síma 621309 á kvöldin. Til sölu 5 dekk á felgum fyrir Trabant, svefnstóll og skrifborð. Uppl. í síma 18648. Húsnæði óskast Þýskur námsmaður óskar eftir húsnæði, t.d. herbergi í íbúð með öðrum. Vinsamlega sendið tilboð á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „Námsmaður-húsnæði". Ódýrt - ódýrt Það er raunverulega ódýrt að versla hjá okkur. Mikið úrval af alls konar vörum. Flóamarkaður Sam- bands dýraverndunarfélaga ís- lands, Hafnarstræti 17, kjallara. Opið: mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14-18. Sumarbústaður óskast til kaups. Uppl. I síma 42485. Húsnæði óskast Óskum eftir að leigja 4-5 herbergja íbúð í Kópavogi. Fyrirframgreiðsla. Traustur leigjandi. Uppl. í síma 652182 e. kl. 19. Trjáklippingar Tek að mér snyrtingu á trjám og runnum, nú er rétti tíminn. Gunnar Hannesson garðyrkjufræðingur. Uppl. í síma 39706 á kvöldin. Corolia '77 Óska eftir vinstra frambretti og stuðara á Corolla '77. Upplýsingar í síma 612235 síðla dags. Notkun bílbelta góð líftrygging! IUMFERÐAR RÁÐ FRETTIR Grundarfjörður Standa ekki í klögumálum Landflutningar meðfisk. Reglugerðirþverbrotnar. Ríkismatið átalið fyrir að standa sig ekki. Ríkismatið: Tökum þetta alvarlega Grundfirðingar eru ekki sér- lcga ánægðir með vinnubrögð Ríkismats sjávarafurða við að koma í veg fyrir fískflutning á landi. Segja þeir að allar reglu- gerðir séu þverbrotnar og t.d. séu skjólborð á vörubílum í allt að meters hæð. Þá sé tveggja nátta netafískur fluttur óísaður og ós- lægður, eftir að hafa verið geymdur í bát yfír helgi, langa leið, laus á vörubflspalli. Frá þessu er greint i síðasta fréttab- réfí Ríkismatsins. Að sögn Rúnars Magnússonar, hjá Fiskverkun Sófaníasar Cec- ilssonar í Grundarfirði, hafa menn hjá fyrirtækinu séð út um glugga hvar fiski er sturtað lausum á pall og síðan keyrður til Þorlákshafnar. Sérstaklega á þetta við um afla tveggja báta sem landa í Grundarfirði, en aflinn síðan unninn syðra. Til að nota ferðina suðureftir er síðan notuðum netum kastað yfir fiskinn og segldúkur dreginn yfir. „Við nennum ekki að standa í neinum klögumálum, en engu að síður erum við afar óhressir með að menn skuli komast upp með þessi vinnubrögð sí og æ. Aður en vertíðin byrjaði varaði Vinnu- veitendafélagið hér við þessu með áskorun til Ríkismatsins um aðgerðir og var það gert vegna þess að menn komust upp með þetta á síðustu vertíð,“ sagði Rúnar Magnússon. Halldór Árnason hjá Ríkis- matinu sagði að þessi mál yrðu tekin til alvarlegrar athugunar hjá matinu, en hingað til hafa menn ekki verið staðnir að alvar- legum brotum á reglugerðum varðandi meðferð á fiski. Halldór sagði þessi mál sem og önnur sem lúta að betri meðferð afla vera sífellt undir smásjá Ríkismatsins og allar ábendingar um það sem miður fari í þessum málum séu vel þegnar. -grh Barnahópur/ Kvennaathvarf Frá höfninni í Grundarfirði. Styður baráttu kennara Barnahópur Samtaka um kvennaathvarf sendi í gær frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu. „Barnahópur Samtaka um kvennaathvarf vill hér með skora á stjórnvöld að sjá til þess að kennarar njóti starfsskilyrða eins og kveðið er á um í íslenskum lögum, og hljóti laun í samræmi við ábyrgð þá, sem þeir bera á uppeldi og menntun barna. Alltof oft á undanförnum árum hefur skólastarf verið rofið vegna kjaradeilna og hefur það bitnað harðast á börnunum. Alltof lengi hefur umönnun, uppeldi og fræðsla barna verið vanmetin hér á landi og hefur leitt til upplausnarástands á dag- vistarheimilum og í skólum. Alltof margir hafa gefið loforð um að búa yngstu kynslóðinni ör- yggi í dagvistar- og skólamálum, efndir hafa ekki verið í samræmi við fögur fyrirheit. Alltof sjaldan er réttur barna til öruggrar umönnunar og sam- felldrar kennslu virtur." NOA páska^eggin ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 19 298.70 4 í pakka 149.40 289.80 453.20 711.90 1098.20 KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk, sími 686511 Garðabæ, sími656400

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.