Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Sjálfstæðisflokkur gegn ríkisútvaipi „Það virðist vera pólitískur vilji í þjóðfélaginu fyrir að drepa þennan miðil og koma honum í hendurnar á einkaframtakinu. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir aðför að ríkisútvarpinu og stjórnvöld gera okkur ókleift að gegna hlutverki okkar. Þetta hlýtur því að enda með skelfingu." Það er einn fréttamanna ríkisútvarpsins sem segir þetta í samtali við Þjóðviljann í gær, og miðað við ástandið hjá ríkisút- varpinu þarf engan að furða þótt hann vilji ekki láta nafns síns getið. Viðtal við Ingva Hrafn Jónsson fréttastjóra í Nýju lífi hefur enn beint augum almennings að ríkisútvarpinu, einkanlega Sjónvarpinu. Skjótasta athygli vöktu ýmis ummæli Ingva Hrafns um samstarfsmenn sína, ummæii þess eðlis að áhorf- endur verða hissa á að yfirhöfuð skuli vera hægt að búa til sjónvarp á Sjónvarpinu fyrir ilideilum innanhúss, ummæli sem sýna að samband milli einstaklinga, stjórnstiga og deilda er ekki með þeim hætti að stofnunin geti á eðlilegan hátt staðið undir því ætlunarverki sem henni er áskilið bæði opinberlega og að almannavilja. Alvarlegastar eru þó þær hugieiðingar fréttastjórans að stjórnvöld innan og utan Ríkisútvarpsins vinni beinlínis gegn hagsmunum Sjónvarpsins. Einsog Ingvi Hrafn réttilega dregur fram er veldi Sjálfstæðismanna orðið mikið í kringum ríkisút- varpið, þarsem hver silkihúfan uppaf annarri kemur úr flokki sem hatast við sameignarstefnu og félagsrekstur og hefur á stefnuskrá að koma í einkaeigu sem allra flestum nauðsynja- stofnunum sem almenningur á nú gegnum ríkið. Fréttastjórinn bendir á að forsætisráðherra, menntamálaráðherra, útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs séu allt Sjálfstæðismenn, og meðal annarra félaga, starfs- manna og tengdamanna Sjálfstæðisflokksins má nefna for- mann útvarpsréttarnefndar, forstöðumann innlendrar dag- skrárgerðar í Sjónvarpi, - og Ingva Hrafn Jónsson sjálfan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í tveimur ríkisstjórnum beitt sér fyrir harðri niðurskurðarstefnu gagnvart ríkisútvarpinu, á sama tíma og stofnunin hefur staðið í ströngu við að laga sig að aðstæðum íbreyttufjölmiðlunarlandslagi. Hnífurinn hefurkom- ið svo hart niður á Sjónvarpinu að það á í erfiðleikum með að standa sig í samkeppni við fjölmiðlunarfyrirtæki sem útvarps- stjóri hefur kallað háþróaða útgáfu af vídeóleigu með heimsendingarþjónustu, meðan útvarpsmenn mega búa við sífellda óvissu um það hvort þeir fá að halda sínum lögboðnu tveimur rásum. Ekki verður efast um heilindi allra þeirra ráðamanna og starfsmanna ríkisútvarpsins sem hér hafa verið taldir upp og tengjast Sjálfstæðisflokknum með einum hætti eða öðrum. Sumir þeirra virðast að vísu líta á sig sem einskonar skæruliða handan víglínu fjandmanna sinna, en aðrir hafa sýnt að þeir ætla sér alhuga að standa við þann trúnað sem þeim hefur verið sýndur. Það lýsir hinsvegar vel árekstrunum í sálarlífi hinna síðar- nefndu að í viðtalinu hefur fréttastjórinn uppi stór orð um gildi fréttadeildar sinnar og Sjónvarpsins alls, og ræðst að hryðju- verkasveitinni úr Sjálfstæðisflokknum, -en í hinu orðinu efast hann svo um að ríkisútvarpið eigi yfirleitt að vera til. Og virðist hans eigið starfsval helst grundvallast á þeim framamögu- leikum sem hann lýsir svo að fréttastjórastaðan sé ígildi ráð- herratignar í landinu. Sjálfstæðismenn eru vísir til að viðhafa hérum þá frumlegu kenningu sem þeir hafa haft uppi um önnur fyritæki á almanna- vegum, að ráðið til að losa af þeim hina dauðu hönd Sjálfstæð- isflokksins í stjórnkerfinu sé að afhenda þær með húð og hári Sjálfstæðismönnum í einkabisness. Við hin höldum að til að rétta við hið nauðsynlega ríkisútvarp okkar þurfi tvennt í einu: að tryggja fjárhagsgrunn ríkisútvarps- ins og sjálfstæði þess, ekki síst sjálfstæði þess frá Sjálfstæðis- flokknum. Og það hlýtur að verða ályktun útvarpsstjóra líka þegar hann kemur frá útlöndum heim á vígvöllinn. -m ) augum Palestínumanna er PLO heimkynni hugans •íkjamenn muni I ram með nýja BC-fréttastofan að viðræðumar •a út um þúfur. Snvprki bpriim fpkiir Þegar neyðin er stærst... Fjölmiðlarýnir Morgun- blaðsins var á dögunum að minnast á kröfugerð Arm- ena í Sovétríkjunum um að hérað í nágrannalýðveldinu Azerbædsjan verði samein- að Armeníu, og umfjöllun um þá atburði í íslenskum fjölmiðlum. Hann segir: „Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að íslenskir fréttamenn kunni skil á hinni fjariægu Armeníu, en þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. í fyrrakvöld sat Þórir Guðmundsson fréttamaður Stöðvar 2 á tali við dr. Dmitri K. Simes ( þekktur sovétfræðingur rússneskur, nú búsettur í Bandaríkjunum-áb) ..Og viti menn, dr. Simes sat ekki uppi á Krókhálsi. Nei, hann dvaldi inni í upptökuher- bergi heimssjónvarpsins WORLDNET vestur í Was- hington. Slík eru undur tækninnar að þeir Þórir og dr. Simes ræddust við yfir Atlandsála eins og ekkert væri sjálfsagðara og fyrr en varði voru áhorfendur ögn fróðari um átökin í huldu- landinu Armeníu“. Ofmat á sjónvarpi Nú um stundir verða margir til þess að falla í stafi yfir undrum tækninnar eins og Morgunblaðsmaður. Þeir um það. Hitt er svo óþarft með öllu, að láta eins og íslenskir fréttamenn séu staddir í stórri neyð þegar eitthvað gerist utan við hinn amrísk-evrópska sjóndeild- arhring, nema að til komi alþjóðlegir sérfræðingar um gerfihnött. Armeníaer reyndar allsekkert „hulduland"- þangað hafa margir íslendingar komið. m.a. blaðamenn,ogskrifað um landið fyrr og nú. Hægui vandi að finna í bókum og tímaritum upplýsingar sem varpa ljósi bæði á sögu arm- enskrar þj óðernishyggj u og atburði síðustu vikna - og hjálpa mönnum til að skrifa um málið af skynsamlegu vitiefviljiertil. Ogsjón- varpsspjall af þvítagi, sem að ofan var á minnst, er ekki nærri eins fróðlegt og menn kynnu að halda - einmitt vegna sj álfs eðlis þess fj öl- miðils. í sjónvarpsþætti er einatt verið að afgreiða stór mál og flókin á nokkrum mínútum. Til dæmis var Armeníumálið hjá WORLDNET aðeins eitt svar við spurningu sem upp kom þegar blaðamenn frá fjórum Norðurlöndum, þ.á.m. þríríslenskir, spurðu tvo bandaríska sovétfræð- inga um Glasnost og Perest- rojku. Satt best að segja kom ekkert fram í því spj alli sem telja mætti til óvæntra eða vandfenginna upplýs- inga hverjum þeim, sem hefur nennt að fylgj ast með Gorbatsjovtímum í Sovét- ríkjunum. Sjónvarp er um margt miklu lakari miðlari staðreynda en blöð og tíma- rit. Það skásta við þætti af því tagi sem nú voru nefndir er svo það, að þar viðra menn mat sitt á því sem ger- ist, draga af þeim mismun- andi ályktanir. Innan landamæra ísraels? Uppreisn Palestínu- manna á hernumdu svæðun- um hefur valdið miklum keðjuverkunum um allan heim: nú síðast er verið að spyrja íslenska ráðherra að því hvort PLO muni sprengja í loft upp stjórnars- amstarf Þorsteins og Stein- gríms. Einn angi þessara keðju- verkana skýtur upp kollin- um í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helg- ina. Það segir meðal annars: „Með hliðsjón af þeim vinsamlega anda sem hér ríkir almennt í garð ísraela, tekur marga það sárt að fylgjast með dapurlegum frásögnum af hryðjuverkum innan landamæra Israels, þar sem her ísraelsstjórnar glímir við Palestínumenn.... Hvað sem þessu öllu líður hlytur það að vera sjálfstætt matsatriði hvort atburðir innan landamæra ísraels eiga að leiða til stefnu- breytingar hjá ísienskum stjórnvöldum í samskiptum þeirra við PLO. Engum blöðum er um það að fletta að PLO eru álitin hryðju- verkasamtök“. Kyndug þula a tarna. I fyrsta lagi er það rangt að „glíma“ ísraelshers við Pal- estínumenn (mikið dæma- laust er þetta kurteislegt orðalag, hafið þið tekið eftir því?) eigi sérstað „innan landamæra ísraels“. Hér gengur höfundur Reykja- víkurbréfsins feti lengra en jafnvel sjálfur Shamir og hans menn í Líkúd - þeir VILJA gjarna innlima her- numdu svæðin í ísrael, en bréfritari skrifar sem það hafiþegargerst. Hryðjuverkamenn f öðru lagi er vert að nema staðar við þessa for- múlu hér: „engum blöðum er um það að fletta að PLO eru álitin hryöðjuverka- samtök“. Hvað þýða þessi orð? Álítur höfundur Reykjavíkurbréfs að PLO séu í rauninni hryðjuverka- samtök, eða skýtur hann sér á bak við það, að það „álit“ er opinber stefna í ísrael og Bandaríkjunum? Þetta skiptir máli, því að margir hlaupa frá Palestínumálum einmitt í skjóli þess arna: hryðjuverk hafa verið fram- in á vegum PLO. En þar með er fátt eitt sagt. I fyrsta lagi verðum við því miður oft að rifja það upp að „minn hryðjuverkamaður er þín hetja". Tveir forsætis- ráðherrar ísraels, Begín og Shamir, sem komu mjög við sögu skæruliðasamtakanna Irgún og Lohamei Herút Is- roel á tímum breskrar um- boðsstj órnar í Palestínu, voru óumdeilanlegir hryðj- uverkamenn á sinni tíð. Og hefur það ekki komið í veg fyrir að allir teldu sjálfsagt að ræða málin við þessa menn. í annan stað eru PLO miklu fjölþættari samtök en svo að nokkurt vit sé í að afgreiða þau fyrir fullt og allt með stimplinum „hryðjuverkasamtök". Þau eru samsteypa ólíkra flokka, sem hafa mismun- andi afstöðu til valdbeiting- ar og pólitískrar baráttu. Þau reka margskonar menningar- og líknarstofn- anir fyrir Palestínumenn, dreifða um mörg lönd, þau eru sá eini samnefnari fyrir Palestínumenn sem mark er átakandi, „stofnunarrammi um samsemd Palestínu- manna“ eins og haft er eftir palestínskum rithöfundi í Tímanum í gær. ÁB. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Ðlaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjörnsson.TómasTómasson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita-og prófarkaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Hannaólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövlkudagur 30. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.