Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 12
KJORIN Kjarasamningarnir Fjögur félög hafa samþykkt Framsókn og Framtíðin staðfestu Akureyrarsamninginn. Samningurinn samþykktur á Kópaskeri ogÞórshöfn. Björn Grétar Sveinsson, Höfn: Alsherjaratkvœðagreiðslu lýkur á morgun. Verður trúlega mjótt á mununum. Hefði verið hœgt að ná lengra í Garðastrœti Verkakvennafélögin Framsókn í Reykjavík og Framtíðin í Hafnarfirði hafa samþykkt Akur- eyrarsamninginn. Á félagsfundi í Framsókn í gær var samningur- inn samþykktur með 115 at- kvæðum gegn átta, en mjórra var á mununum í Framtíðinni, en þar voru 50 með en 24 á móti. Verkalýðsfélag Presthóla- hrepps á Kópaskeri, samþykkti einnig samninginn í gær með 17 atkvæðum gegn 1 og í Verka- lýðsfélagi Þórshafnar greiddu 19 með en 12 voru á móti. - Það var mat okkar að lengra yrði ekki komist með þessum hætti og því rétt að gefa félögun- um kost á því að eiga lokaorðið, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, en í gær voru atkvæði greidd um samninginn á vinnustöðum á Höfn og verður atkvæðagreiðslu framhaldið á vinnustöðum í dag. Félagskonur í Verkakvennafé- laginu Framsókn í Reykjavík fjöl- menntu í Sóknarsalinn í gær til að greiða atkvæði um Akureyrar- samninginn. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi fjölda atkvæða. Mynd-Sig. Kjarasamningarnir Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki neytt atkvæðisréttar á vinnustöðum eiga þess kost að greiða atkvæði á félagsfundi í Jökli í kvöld og mun niðurstaða liggja fyrir í fundarlok. - Ég hef haldið því fram að þegar Garðastrætissamningarnir voru gerðir, hafi verið hægt að ná lengra. Þess vegna skrifaði ég ekki undir þá. A Akureyri var eins langt gengið og hægt var án undangenginna harðvítugra verkfallsaðgerða, sagði Björn Grétar. Björn Grétar sagði að þótt launaliðirnir væru fjarri því sem þeir þyrftu að vera, mættu menn ekki líta framhjá því að þau ákvæði í Verkamannasambands- samningnum sem fólk hefði verið hvað óánægðast með hefðu verið felld á brott í þessum samningi, svo sem ákvæði um breytilegan dagvinnutíma, refsiákvæði fyrir að mæta of seint til vinnu og til- færslu á helgidögum. Neskaupstaður Síldar- vinnslan með VSÍ-liðinu Þrautalending hvað launin varöar HrafnkellA. Jónsson, Eskifirði: Samningsstaða okkar varðþrengri með hverju félaginu sem samdi. Skil vel óánœgjufólks. Launaliðirnir eru langtfráþvíað vera viðunandi. Lengra varð ekki komist án harðra aðgerða - Ég heyri það á mínu fólki að það er síður en svo ánægt með samninginn. Launaliðirnir eru ekki í neinu samræmi við það sem fólk þarf. Þannig að ég hygg að úrslit verði tvísýn, sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, en atkvæði um samn- inginn voru greidd á vinnustöð- um á Eskifírði í gær og niður- staða úr atk væðagreiðslunni mun liggja fyrir eftir félagsfund í Ár- vakri í kvöld. - Samninganefnd Alþýðusam- bands Austurlands var sammála um að hver sem niðurstaðan yrði myndi hver og einn okkar hlýta meirihlutavilja, enda gerðu menn sér grein fyrir því að staða einstakra félaga sem skæru sig úr væri mjög erfið. Mér er það engin launung að ég lagði það til að gengið yrði að þessu samkomu- lagi, en ég hefði hlítt meirihluta- vilja á hvorn veg sem farið hefði. Hrafnkell sagðist ekki hafa trú á því að hægt hefði verið að ná meiru fram hvað launaliði varð- ar, án harðra aðgerða. - Samningar annarra sniðu okkur óneitanlega mjög þröngan ramma til að fylla útí. Það breytti ekki miklu þó að samningar vers- lunarfólks væru felldir hjá Vers- lunarmannafélagi Reykjavíkur, þegar fjölmörg félög Verka- mannasambandsins á suðvestur- horni landsins höfðu samþykkt samninga, Vestfirðingar og Iðja. Samningsstaðan versnaði með hverju félaginu sem gekkst inná þann launaramma sem var mótaður í fyrstunni, sagði Hrafnkell. Aðspurður um útgöngu Vestmannaeyjafélaganna og Ak- urnesinga á samningafundi á föstudag, sagði Hrafnkell að það væri ekki traustvekjandi til lengdar að taka þátt í samninga- viðræðum og koma alltaf út úr þeim með frítt spil. Hrafnkell sagði að, þó hann hefði ekki við reynslu að styðjast af samningum sem þessum, væri ljóst að fyrirkomulag samninga- viðræðnana hefði sett mjög ann- an svip á viðræðurnar en menn ættu að venjast. - í samningagerðinni tók stærri hópur af verkafólki sem var komið beint af gólfinu, en oft áður. Tvímælalaust var það mik- ill styrkur fyrir okkur hina að hafa þetta fólk nærri okkur og samningsstaða okkar var betri en ella. Ég á ekki von á því að þeir sem tóku þátt í þessum samningavið- ræðum fáist aftur til að semja á heimavelli atvinnurekenda. Að mínum dómi hlýtur það að vera ófrávíkjanleg regla að verkalýðs- hreyfingin sækist ekki eftir að semja í salarkynnum VSÍ, sem því miður hefur alloft viljað brenna við. -rk Krístinn Jóhannsson, stjórnarformaður: Síld- arvinnslan situr við sama borð og önnurfisk- vinnslufyrirtæki á Austurlandi. Ekkileitað eftir samningum við okkur - Síldarvinnslan situr vitan- lega við sama borð og físk- vinnslan almennt, sagði Kristinn Jóhannsson, stjórnarformaður Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað og forseti bæjarstjórnar, er hann var inntur eftir því hverju það gegndi að fyrirtæki sem væri í fé- lagslegri eign, hefði ekki samið við sitt fólk, í stað þess að eiga aðild að samninganefnd VSÍ, en Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins var fulltrúi at- vinnurekenda í samningaviðræð- unum á Akureyri. - Ég veit ekki til þess að verka- lýðsfélagið hafi leitað eftir samn- ingum við okkur og við buðum félaginu ekki uppá samninga. Al- þýðusamband Austurlands fór fram á viðræður við atvinnurek- endur í fjórðungnum, sagði Kristinn. Kristinn sagði að Sfldar- vinnslan ætti ekki beina aðild að Vinnuveitendasambandinu. Að- ildin lægi í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Landssam- band útvegsmanna, sem Síldar- vinnslan er aðili að. Að sögn Kristins hefur Sfldar- vinnslan greitt sínu verkafólki sambærileg laun og almennt tíðk- ast í sambærilegum störfum. - Það var nokkuð lengi sem kauptaxtar Verkalýðsfélags Norðfirðinga voru um tveimur til þremur prósentum hærri en gerð- ist annarsstaðar, sagði Kristinn. Hann sagði að Sfldarvinnslan hefði ekki samið sér í langan tíma, eða frá því um og uppúr 1960 er samflot verkalýðsfélag- anna hófst og félögin hættu að semja sér. -rk Kjarasamningarnir Vinnst betur utan Reykjavíkur Málhildur Sigurbjörnsdóttir, fiskverkakona í Granda: Þegar ræðst er við utan Reykjavíkurgefa menn sig óskipta að samningunum. Þann skugga ber á samning- ana að þrjú félög gengu út - Það ber vissulega þann skugga á þessa samningagerð að þrjú verkalýðsfélög sáu sig knúin til að ganga út áður en til undir- ritunar kom, sagði Málhildur Sigurbjörnsdóttir, fískverkakona í Granda, en hún tók þátt í samn- ingaviðræðunum á Akureyri fyrir hönd Verkakvennafélagsins Framsóknar. - En þegar svo var komið í samningaviðræðunum á föstu- dagskvöldið að járn var í jám og það margt fengist fram af rétt- indamálum sem miklu skipta, var okkur ekki stætt á öðru en að taka þessu, sagði Málhildur. Málhildur sagðist vera sérstak- lega meðmælt því fyrirkomulagi sem var viðhaft við þessar samn- ingaviðræður. - Ég held að það hafi átt stóran þátt í því að þó þetta náðist fram að viðræðurnar voru utan Reykjavíkur, að ekki sé talað um í Garðastræti. - í Garðastræti eru atvinnu- rekendur kóngar í sínu ríki og þar af leiðandi er tómt mál að tala um að samninganefndir verkalýðsfé- laganna sitji við sama borð og þeir þegar viðræðurnar fara fram í bækistöðvum Vinnuveitenda- sambandsins. Ef ég fengi einhverju ráðið um fyrirkomulag og staðsetningu næstu kjaraviðræðna, vildi ég að viðræðurnar ættu sér stað utan Reykjavíkur. Þegar fólk er kom- ið saman utan höfðuborgar- innnar, hefur það ekki nema um eitt að hugsa, - samningana, sagði Málhildur. Málhildur sagði að sín reynsla af samningaviðræðum í Reykja- vík væri sú að þar gæfu menn sig ekki óskipta að samningaviðræð- unum. - Þegar mætt var til ríkissátta- semjara, var maður jafnvel að koma úr vinnu, þreyttur og illa fyrir kallaður og átti svo að sitja á fundi frameftir. Málhildur sagðist ekki hafa getað heyrt annað á samninga- nefndafólki á Akureyri á dögun- um en að það hefði verið hæst ánægt með það að viðræður fóru fram utan Reykjavíkur. - Ég held ég megi segja að flestum hafi litist svo á að þetta sé sé háttur sem upplagt er að viðhafa næst þegar semja þarf um kaup og kjör verkafólks, sagði Málhildur. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.