Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 13
Tími vor- laukanna Efnjóta á blómskrúðs þeirra um mittsumarþarfað hefja forrœktun inni fljótlega Þegar sífellt lengri dagar boða komu vorsins hefst annatími hjá áhugafólki um garðrækt. Vegna stutts sumartíma getur þurft að leggja á sig talsverða vinnu við ræktun blómfagurra jurta af er- lendum uppruna. En vinnan ber líka ríkulegan ávöxt í formi lit- skrúðugra blóma sem gleðja augað yfir hásumarið. Nú er tímabært að velja sér vorlauka og koma vexti þeirra vel af stað, áður en þeir fá sinn end- anlega verustað í garði eða gler- húsum. Sumir þrífast aðeins inni og setur þá litadýrð blómanna svip á híbýli manna. Æfingin skapar meirstarann í blómarækt eins og öðru. Fyrir ný- græðingana sem vilja spreyta sig á vorlaukunum fengum við Láru Jónsdóttur garðyrkjufræðing í Blömavali, til að upplýsa um helstu atriði í meðferð þeirra. Forræktun Meðal algengra vorlauka sem forrækta þarf áður en þeir eru settir út eru Dhalíur, Begóníur, Gladíólur, Animónur og Asíu- sóleyjar. Lára segir að birtan setji því skorður hvenær hægt sé að byrja ræktunina. Venjulega sé hún orðin næg um miðjan mars til að plantan fái þéttan og fallegan vöxt. Mjög gott er að forrækta inni í um 8 vikur en hægt er að sleppa með 6 vikur ef byrjað er seint. Velja þarf potta til að forrækta í miðað við stærð laukanna og setja í þá nýja mold. Rótarháls og efri hluti lauks á að vera í jarð- vegsyfirborði, til að minni hætta sé á að laukurinn fúni ef fólk vökvar of mikið. Eftir að vöxtur hefst er ágætt að bæta mold í pott- inn, þannig að laukurinn verið 2- 3 sm undir jarðvegsyfirborði. Pottunum þarf að koma fyrir í glugga eða frostfríjum gróður- húsum og er æskilegt að hitastigið sé á bilinu 10-20 gráður. Ef birtan er of lítil verða greinarnar teygðar og plantan ólöguleg í vexti. Óþarfi er að vökva með næringu fyrr en vöxtur er vel kominn í gang, um 6-8 vikum eftir að sett hefur verið í mold. í byrjun fær plantan alla sína nær- ingu úr lauknum og það er ekki fyrr en rætur er komnar sem önnur næring nýtist. Lára taldi litla hættu á því að fólk sneri vitlausum enda upp við gróðursetninguna, því gjarnan veldu menn þá lauka sem væru farnir að bruma og brumið á að sjálfsögðu að vísa upp. Hún benti fólki á að kaupa ekki lauka ef sýnilegt væri að þeir væru rakir eða fúnir. Þá eru á þeim dökkir blettir og þeir eru linir viðkomu. Blómstra allt sumarið Forræktunin er nauðsynleg til að flýta fyrir vexti plöntunnar og blóntgun. Ef laukarnir væru settir beint út tæki þá allt sumarið að búa sig undir að blómstra. Ekki er hægt að planta út hér á landi fyrr en í byrjun júní, því vor- laukarnir þola ekki frost og næt- urhiti undir 5 gráðum er óæski- legur. Gott er að herða plöntu- rnar fyrir útivistina með því að láta þær dvelja úti hluta úr degi, ef hitastig nær 10 gráðum. Ef allt gengur að óskum má síðan búast við blómgun í júlí og að plantan verði síblómstrandi út sumarið. Til að plönturnar dafni sem best úti þarf áð stinga beðin vel og ágætt er að blanda í þau áburði, eða vökva með áburði. Fyrir fyrstu frost að hausti má taka inn laukana, sem safnað hafa í sig forða fyrir næsta vor. Þá þarf að þurrka og geyma á svölum og þurrum stað. Ágætt er að hafa þá í þurri tað- eða sand- mold og einnig má notast við brúna bréfpoka. Tegundirnar geymast misvel og sagði Lára að einna best væri að halda Dahlíum og Begóníum óskemmdum yfir veturinn. Margar stærðir og gerðir Hægt er að velja um margar gerðir lauka, sem gefa af sér mis- háar plöntur. Dahlflur og Begón- íur eru t.d. í mörgum flokkum og litum. Þær háu eru um 1 metri og henta ekki úti nema þar sem er mjög skjólgott og sólríkt. Lægri gerðir geta aftur á móti verið skemmtilegar bæði í beð og sval- arpotta. Ýmsar tegundir fást af smá- laukum, sem eru heppilegir til ræktunar í óupphituðum gler- skálum. Þar má telja Purpura- staf, Freyslilju og Trúðalilju, auk nýstárlegra tegunda eins og Croc- osmiu, Ylmlilju og Ixia. Af stærri laukum, sem einnig henta vel í glerhús má nefna Ástarlilju, Ner- ine og Svanalilju með hvítum klukkum. Liljur og írisar tilheyra líka vorlaukunum. Þær þurfa góða forræktun og eru nokkuð við- kvæmar í meðförum að sögn Láru. Fegurð og ilmur blómanna Fjölbreytnin í litum og blómformi vorlauka er mjög mikil og ættu allir að geta fundið tegund að sínum smekk. Mynd - Sig gerir hins vegar ræktun þeirra eftirsóknarverða fyrir áhugasamt garðyrkjufólk. Innilaukar Lára taldi ágætt að hefja rækt- un innilauka núna og væri farið eins að við þá og forræktun úti- lauka. Þar væri af mörgu að taka, en fyrst mætti nefna auðræktan- legar tegundir eins og Riddara- stjörnu (Amaryllis), Gloxiníur og Begóníur, sem einnig fást sem hengiplöntur. Aðrir skemmti- legir innilaukar væru t.d. Blæ- lilja, Kanna og Kali. Laukar eru ýmist seldir einir sér eða margir í poka. Á pokun- ___________________________________________________________ um eru myndir af viðkomandi Hér hefur Lára sett nokkra algenga lauka í potta, til að sýna hvað mikið blómum og er bara að velja eftir á að standa upp úr og hentugar pottastærðir. í hendinni hefur hún fegurðasmekk og vonast eftir sól- sérkennilegan lauksem nefnist Arum. Hann nýtireigin næringarforða ríku sumri til að ýta undir góða til blómgunar og þarf því ekki að setja hann í mold. Mynd - Sig. blómauppskeru. ny Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða meófleirum í Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. \ HREVfíLL/ 68 55 22 bílnum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.