Þjóðviljinn - 06.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.04.1988, Blaðsíða 13
ÖRFRÉTTTIR ERLENDAR FRETTIR Hermdarverkamenn rændu farþegaþotu frá Kuwaít í gær og neyddu flugstjórann til þess að lenda henni í borginni Mashhad í norðaustur íran. Um borð eru 110 farþegar, þar af 22 Bretar og þrír fjarskyldir ættingjar emírsins í Kúwaít. Flugræningj- arnir eru sítar og eldheitir stuðn- ingsmenn ajatollahs Komeinís. Krefjast þeir þess að 17 félagar þeirra verði látnir lausir úr dýfl- issum valdhafa í Kuwaítborg. Að öðrum kosti verði farþegunum gert mein, fyrst ættmennum em- írsins. Ráðamenn í Nikaragva og leiðtogar Kontra- liða áttu að hefja nýja lotu samn- ingaviðræðna í gær. í fyrrakvöld veittist Daníel Ortega forseti harkalega að Bandaríkjaþingi fyrir að samþykkja að veita upp- reisnarmönnum 47,9 miljónir dala („mannúðaraðstoð." Sagði Ortega hverskyns fjáraustur bandarískra ráðamanna í Kont- rahítina brjóta í bága við úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag og því ólöglegan. Forsetinn kvaðst hafa grun um að fjendur sfnir hefðu aðeins samið við fulltrúa sandinista til þess að slá ryki í augu bandarískra þingmanna og fá aukið fé. Að minnsta kosti væri ekki einleikið hve tregir Kontraf- oringjar væru til framhaldsvið- ræðna eftir að fjárgjöfin var sam- þykkt. Fjórar verksmiðjur hafa orðið gjaldþrota í sovéthér- aðinu Nagorno-Karabakh vegna verkfalls verkamanna sem halda fast við þá kröfu sína að héraðið verði sameinað Armeníulýðveld- inu. Vinnustöðvunin hófst þegar ráðamenn í Moskvu gáfu út yfir- lýsingu um að ekki kæmi til greina að draga landamæri Kák- asuslýðveldanna að nýju þótt þorri íbúa Nagorno-Karabaks væru ermskir. Héraðið liggur sem kunnugt er í Azerbaidsjan. Að sögn Tass fréttastofunnar bera „andófsmenn" ábyrgð á vinnutruflunum þessum og stað- hæfir hún að þeir greiði verka- fallsmönnum þrjár rúblur á dag fyrir að sitja heima! Dugi það ekki sé gripið til „lýðskrums og hót- ana.“ Randaríski þingmaðurinn Jósef Kennedy, sonur Róberts heitins og bróöursonur Johns F., er á ferðalagi um írland um þess- ar mundir. I gær var bifreið hans stöðvuð við vegartálma í Belfast og skipaði breskur hermaður honum valdsmannslega að stíga út. „Síðan hvenær fórst þú að skipa fólki fyrir verkum," spurði Jósef með þjósti. Reiddist dátinn þingmanni og mælti: „Snáfaðu heim til ættlands þíns!“ Jósef lét kauða ekki reka sig á gat og svar- aði: „Og þú til ættlands þíns." Al- kunna er að Kennedy slektið er af írsku bergi brotið og kaþólskara en páfinn. Móðir Teresa hyggst sækja Suður-Afríku heim í næsta mánuði til þess að undir- búa landnám reglu sinnar, „Boð- bera kærleikans“, þar. Hin 78 ára gamla trúkona greindi frétta- manni Reuters frá því að stjórnvöld í Pretóríu hefðu góð- fúslega veitt sér ferðaleyfi. Hún var innt eftir viðhorfi sínu til á- standsins í ríki aðskilnaðarstefn- unnar og kvaðst hún verða að kynna sér það af eigin raun áður en hún mótaði sér skoðun. En hún bætti við: „Allir menn eru jafnir fyrir augliti Guðs. Mig varð- ar engu hvort menn eru hvítir, svartir eða grænir. Ég reyni að sinna þeim öllum eftir bestu getu." Bandaríkin Tvítugt hryðjuverk Víðsvegar um Bandaríkin minntust menn þess ífyrradag að tuttugu ár eru liðin frá því blökkumannaleiðtoginn Martin Luther Kingféllfyrir morðingjahendi „Ég á mér draum." Tuttugu ár eru liðin frá því mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King var myrtur. ann fjórða aprfl árið 1968, eða fyrir réttum tuttugu árum, var mannréttindafrömuðurinn Mart- in Luther King veginn úr laun- sátri í Memfisborg í Bandaríkjun- um. Þúsundir manna minntust þessa sorglega atburðar í fyrra- dag. f Memfis gengu rúmlega fimm þúsund manns um götur og tóku þátt í minningarathöfn um King í miðbænum. Hún var á vegum borgaryfirvalda og kvað þetta vera fyrsta sinni að þau votta blökkumannaleiðtoganum virð- ingu sína með þessum hætti. Göngumenn gengu sem Ieið lá frá aðalstöðvum verkalýðsfélaga að Lorraine gistihúsinu þar sem King var myrtur. Þar hlýddu þeir á ýmsa fyrirmenn þeldökkra í Memfis flytja ræður um arfleifð leiðtogans og stöðu blakkra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Víða gaf að líta borða og kröfuspjöld þar sem á var ritað að því færi fjarri að draumar Kings um jafnrétti hvítra og svartra hefðu ræst, þótt ýmislegt hefði vissulega áunnist væri baráttan enn rétt að hefjast. í Atlanta var blómsveigur lagður að leiði Kings. Ættingjar hans, gamlir vinir og baráttufé- lagar komu saman utan Ebenezer babtistakirkjunnar þar sem King og faðir hans predikuðu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að á öndverðum sjöunda áratugnum varð almenn vakning meðal bandarískra blökku- manna, loks hristu þeir klafann og sáu að þeir voru voldugir og sterkir í samstöðu sinni. Það var gæfa þessarar hreyf- ingar að til forystu hennar völd- ust menn á borð við Martin Lut- her King. Hann skipulagði frið- samleg mótmæli í anda Mahat- mas Gandhis og gerði hvítum nautsskrokkum í lögreglu suður- ríkjanna gramt í geði með því að virða allar ögranir þeirra að vett- ugi. Barátta hans náði hámarki með „orrustunni unt Birming- ham“ árið 1963. Blökkuntenn mótmæltu fautaskap lögreglunn- ar með því að safnast saman við fangelsi borgarinnar. Þá beittu hvítir „laganna verðir“ slíkum hrottaskap að almenningi í norðurríkjunum blöskraði og John F. Kennedy forseti sendi hersveitir til að hindra hryðju- verk þeirra. Skömmu síðar sprakk sprengja í einni af kirkj- um þeldökkra. Fjögur börn fór- ust. Hvítir og svartir mannréttinda- sinnar mótmæltu hástöfum við Lincolnminnismerkið í Washing- ton. Kennedy lýsti yfir stuðningi sínum við leiðtoga blökkumanna og átti fund með King. Áfanga- sigur var í höfn. Árið 1964 fékk Martin Luther King friöarverð- laun Nóbels. Reuter og Mannkynssaga AB/-ks. Sovétríkin Staiínistum veitt ofanígjöf Ýms teikn eru á lofti um að afturhaldsöfl og framfarasinnar heyi hugmyndaorrustu í kommúnistaflokknum Málgagn sovéska kommúnista- flokksins, Pravda, réðst í gær harkalega að öðru dagblaði flokksins og sakaði ritstjóra þess um að hafa birt „stcfnuskrá and- stæðinga perestrojku.“ Sovetskaja Rossija er málgagn Rússlandsdeildar kommúnista- flokksins. Þann 13da mars síðasl- iðinn birtist grein í dagblaði þessu sem er einkar hliðholl Jósef Stal- ín. Svargrein birtist svo í Prövdu í gær og vakti athygli að hún var ekki merkt upphafsstöfum neins ritstjóranna. Það þykir ótvírætt merki þess að hún túlki viðhorf „æðstu manna.“ Höfundur Prövdugreinarinnar sagði viðhorf pistilritara Sovet- skaja Rossija furðulegt og jafngilda óskum um afturhvarf til tíma þegar örfáir menn settu lög en fjöldinn hlýddi. „Það er skiljanlegt að sumir einstaklingar sakni liðins tíma en það er ósæmi- legt af málgagni að kynda undir slíkum viðhorfum. Nú er ekki lengur bannað að ræða nokkurn skapaðan hlut, tímarit og forlög ákveða sjálf hvað skuli birt og gefið út og hvað ekki. En birting greinarinnar „Ég get ekki lagt grundvallarreglur fyrir róða“ virðist eiga að vera lóð á vogarskálar þeirra afla sem vilja taka nýlegar flokkssamþykktir til endurskoðunar." Raunar mun greinin í Sovet- skaja Rossija hafa verið „birt sem“ lesendabréf. Þar er því haldið fram að menn geri úlfalda úr mýflugu með því að stórýkja kúgunaraðgerðir Stalíns. Allur „óhróðurinn“ unt gamla mann- inn hafi slæm áhrif á æskulýðinn. Pass, pass, pass. Eða hvað? Hefur Stalín enn öflug tromp á hendi? efli gengi allskyns „tortímingar- hyggju“ og auki ringulreið. I Prövdugreininni segir að vandi sovéskra ungmenna eigi sér djúpar rætur og hann verði trauðla leystur með því að menn þegi um misgjörðir Stalíns. Það sé bersýnilegt að margur eigi bágt með að átta sig á þeim vanda sem hafi safnast saman á árunum fyrir kjör Gorbatsjovs í embætti aðal- ritara kommúnistaflokksins. Óvinir perestrojkunnar ríg- haldi í skrifborðin sín og möpp- urnar og eigi enga ósk heitari en þá að geta gætt þröngra eigin- hagsmuna sinna með valdníðslu einsog „í gamla daga.“ Öndvert afturhvarfsþrá þessarar klíku standi draumar sovéskrar alþýðu um virkt og lifandi þjóðskipulag í þágu vinnandi stétta. „Með því að slá skjaldborg um Stalín er þetta fólk í raun að halda fram ágæti þess „að leysa“ með vaidboði í eitt skipti fyrir öll þau vandamál sem þurfa mikillar um- ræðu við...og það sem verra er, þetta fólk ver hið óverjanlega; einræðið.“ Sovetskaja Rossija studdi um- bótastefnu Gorbatsjovs með ráðum og dáð í upphafi en að undanförnu hafa ritstjórar þess söðlað um og tekið að boða dyggðir á borð við „varkárni” og „hófsemi“.Telja fréttaritarar Re- uters í Moskvu næsta augljóst að nú geisi „hugmyndafræðilegt borgarastríð" í flokknum og Kreml milli íhaldsafla og félaga aðalritarans. Höfundur Prövdugreinarinnar sér enda ástæðu til þess að brýna fyrir lesendum að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnt innanlandsog utan, biði umbótastefnan skipbrot. Hann klykkir út með því að vitna í fræg orð Gorbatsjovs: „Perestrojkan er eini valkosturinn." Reuter/-ks. Miðvikudagur 6. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.