Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 16

Þjóðviljinn - 06.04.1988, Page 16
P—SPURNINGIN-^ Ert þú búin(n) að gera upp bifreiðatryggingarn- ar þínar? Einar Ólafsson nemi: Nei, ég hef ekki gert þaö af tómum trassaskap. Guðmundur Karlsson vélstjóri: Já, ég er búinn aö því. Mér finnst þær hafa hækkaö fjári mikið frá því í fyrra. Asmundur Valdimarsson bóndi: Já, ég er það. Ég held að þetta sé ekki ósanngjörn hækkun. Það fylgir þessu aukin trygginga- vernd. Kara Jóhannesdóttir blómaskreytingamaður: Nei, ég er ekki búin að því, þetta gjaldfellur ekki fyrr en 8. apríl. Maður er ekkert að borga fyrr en þá. þJÓÐVIUINN Mlðvikudaour 6. apríl 1988 77.tölublað 53. órgangur Sparisjóösvextir á téKKaraKninga hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. . ' Á Ijóðakvöldinu á Borginni í kvöld gefst mönnum kostur á að heyra nokkur verka þeirra Sigurðar Pálssonar, Þórarins Eldjárns, Vilmundar Gylfasonar og Péturs Gunnarssonar sem stigu sín fyrstu spor útá þyrnum stráða skáldabrautina fyrir tuttuguogþremur árum, þegar Ijóð þeirra voru gefin út á bók ásamt Ijóðum annarra skólaskálda MR. Ljóðakvöld á Borginni Skáld tveggja kynslóða Besti vinur Ijóðsins og Menntaskólinn í Reykjavík kynna Ijóð eftir fyrrverandi og núverandi nemendur skólans Besti vinur ljóðsins skipu- leggur Ijóðakvöld undir hcitinu Skáld tveggja kynslóða á Hótel Borg í kvöld, og er Ijóðakvöldið að þessu sinni haldið í samvinnu við Menntaskólann í Rcykjavík. Tilefni samkomunnar er út- koma Ijóðabókar með skáldskap nemenda Menntaskólans í Reykjavík, og lesa sex skóla- skáldanna úr ljóðum sínum, en það eru þau Melkorka Ólafsdótt- ir, Kristján Hrafnsson, Ari Gísli Bragason, Sindri Freysson, Bald- ur A. Kristinsson og Elsa Vals- dóttir. Jafnframt er þess minnst að fyrir tuttugu og þremur árum var gefin út bók með ljóðurn þáver- andi skólaskálda MR og munu þrjú þeirra skálda sem áttu ljóð í bókinni lesa úr verkum sínum, þeir Sigurður Pálsson, Þórarinn Eldjárn og Pétur Gunnarsson. Auk þess verður lesið úr verkum Vilmundar Gylfasonar sem einn- ig átti ljóð í bókinni. Ljóðakvöldið hefst kl. 21:00og er miðaverð 300 krónur. LG Nútíminn Af ítölskum skírlífisbeltum Rómverski listamaðurinn Camerino da Greccio hefur smíð- að sjö skírlífisbelti fyrir jafn- marga ofurafbrýðisama eigin- menn undanfarin fimm ár. Camerino er fjölhæfur lista- maður og leggur jöfnum höndum stund á höggmyndalist og málaralist, til dæmis hefur hann getið sér gott orð fyrir viðgerð freskumynda í guðshúsum Róm- aborgar. Fyrir nokkrum árunt héldu ít- alskar kvenréttindakvinnur yfir- litssýningu um ávinninga sína og hreyfingar sinnar. Einsog gefur auga leið lét Camerino ekki sitt eftir liggja og smíðaði heljarinnar mikið skírlífisbelti í miðaldastíl, skúlptúr til minningar um fornar þjáningar Evudætra. Sagði Cam- erino. Sjálfur stóð listamaðurinn vörð um þetta sköpunarverk sitt á sýningunni. Ekki leið á löngu áður en flóttalegur maður kom aðmáliviðhann. Hannværi sölu- maður frá Reggio Calabria (syðst á Ítalíu) og væri því oft og lengi að heiman. Hvort listamaðurinn vildi nú ekki gera svo vel að smíða svona belti um mitti eigin- konu sinnar. „Hann trúði mér fyrir því að hann væri heltekinn afbrýðisemi,“ sagði Camerino. Og listamaðurinn framsækni, hinn sérstaki fylgismaður ítalskra kvenréttindakvenna, varð við óskum sölumannsins víðförla. Gegn hæfilegri þóknun, vita- skuld. Fiskisagan flaug og ekki leið á löngu uns fleiri pantanir bárust að sunnan. Sex viðskipta- vinir hafa fetað í fótspor frum- herjans og mætt með spúsur sínar á vinnustofu Camerinos. Þar hef- ur hann brugðið málbandi um mitti þeirra einsog fyrsta flokks skraddari og boðið þeim að velja silki eður leðurfóður í tryggðar- virkið. Prísinn? „Litlar" 64 þús- und krónur fyrir belti! „Ég lít vitaskuld á þau sem höggmynd- ir,“ sagði Camerino að lokum og glotti við tönn. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.