Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 2
Járnblendið tapaði 115 miljónum Þrátt fyrir metútflutning hjá verksmiðju fslenska járnblendifélags- ins á Grundartanga á sl. ári varð tap á rekstri verksmiðjunnar uppá 115 miljónir króna. Þetta er um helmingi minna tap en á árinu 1986 sem var það versta í sögu fyrirtækisins. Þrátt fyrir taprekstur er fjárhagsstaða fyrirtækisins góð og gott útlit er með reksturinn á þessu ári en það er rekið með hagnaði þessa mánuðina. Lánskjaravísitalan í endurskoðun Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um fyrirkomulag á verðtryggingu fjárskuldbindinga í ljósi reynslu síðustu ára og aukins frjálsræðisívaxtamálum. Ernefndinni m.a. ætlað að kanna lagagrund- völl og framkvæmd verðtryggingar á fjárskuldbindingum og koma með ábendingar um hvað betur megi fara t.d. varðandi samsetningu lánskjaravísitölunnar. Formaður nefndarinnar er Björn Björnsson bankastjóri en aðrir nefndarmenn þeir Birgir Árnason hagfræðingur, Gestur Jónsson hrl., Magnús Jónsson veðurfræðingur, Ólafur ísleifs- son efnahagsráðunautur, Stefán Melsted lögfr. og Yngvi Örn Kristins- son hagfr. Verðbólguhraðinn tæp 25% á heilu ári Framfærsluvísitalan hækkaði um 1,44% í sl. mánuði og stafar hækk- unin að stærstum hluta af hækkun vöru- og þjónustuliða. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 24,7%, en hækkunin í sl. mánuði svarar til 18,7% árshækkunar. Síðustu þrjá mánuði hefur framfærslu- vísitalan hækkað um 3,2% og jafngildir sú hækkun 13,6% verðbólgu á heilu ári. Sendiherra í afvopnunarmálum Utanríkisráðherra hefur skipað Hjálmar V. Hannesson sendiherra, sem sérstakan sendiherra til að fara með afvopnunarmál og sinna málefnum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, en þriðji framhaldsfundur hennar stendur nú yfir í Vín. Hjálmar hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá ársbyrjun 1976. Don Quixote túlkaður í sellóeinleik ísraelski sellóleikarinn, Mixc- ha Maisky er einleikari á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í kvöld. Hann leikur í verkinu Don Quixtoe eftir Richard Strauss sem er tilþrifamikið og erfitt verk fyrir einleikara. Önnur verk á tónleikunum í kvöld eru Haustspil eftir Leif Þórarinsson og sinfónía nr. 7 eftir Beethoven. Stjórnandi tónleikanna verður Giibert Levine. íhaldsmaður út úr Útvegsbanka Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri var kjörinn nýr fulltrúi í banka- ráð Útvegsbankans h.f á aðalfundi bankans að tillögu Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra. Hann settist í stól Baldurs Guðlaugssonar sem skipaður var í ráðið af Matthíasi Bjarnasyni. Aðrir bankaráðs- menn eru þeir Gísli Ólafsson, Kristján Ragnarsson, Björgvin Jónsson og Jón Dýrfjörð. Gleymda landið Ingermanland Ingermanland er innst við Finnska flóa og lá til forna milli Finnlands og Eistlands. Þar var öldum saman talað tungumál náskylt finnsku en það hefur tilheyrt Rússlandi og síðar Sovétríkjunum síðan á 18. öld. í kvöld ætlar sænski ritstjórinn Roland Randefeldt að fjalla um þetta gleymda land í fyrirlestri sem fluttur verður í Norræna húsinu og hefst kl. 20.30. Sýndar verða litskyggnur og ljósmyndír afkoparstungum og núverandi Ingermanlandi. Tölvudagar í ðlfusborgum Menningar- og fræðslusamband alþýðu ætlar að halda tölvudaga í Ölfusborgum frá 25. apríl n.k. til 4. maí þar sem félögum í ASÍ verður boðið uppá fjölbreytt nám í tölvufræðum. Kennslan miðast fyrst og fremst við þarfír stéttarfélaganna og er ætluð starfsmönnum sem nota eða hyggjast nota tölvur á vinnustað sínum og einnig fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir um tölvukaup. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA. Bandaríska ráðgjafarfyrirtœkið leggur til samdrátt á N- Atlantshafsfluginu. Akvörðunar ekki að vœntafyrr en seint í sumar Bandaríska ráðgjafarfyrir- tækið „Boston Consulting Group“ hefur skilað skýrslu um Norður- Atiantshafsflug Flug- leiða. Fyrirtækið bendir á nokkr- ar lausnir á slægri rekstraraf- komu í þessu flugi, sem allar fela í sér samdrátt hjá félaginu. Við- bragða af hálfu Flugleiða er ekki að vænta fyrr en seint í sumar. Forráðamenn Flugleiða voru með fundaherferð á meðal starfs- manna sinna í gær þar sem niður- stöður skýrslunnar voru kynntar. í skýrslunni er bent á þær orsakir sem ráðgjafarfyrirtækið telur liggja að baki halla á N- Atlantshafsfluginu. Ohagstæð gengisþróun og kostnaðarhækk- anir innanlands hafa reynst fé- laginu erfiðar. Sú stefna flugfé- lagsins að bjóða lág fargjöld en fullnýta sæti véla sé úrelt. Þessi stefna á rætur hjá Loftleiðum sem oft var kallað „Hippaflugfé- lagið“ vegna vinsælda lágu far- gjaldanna hjá hippunum. En nú er öldin önnur og hipp- arnir orðnir uppar. f skýrslunni segir að vélar Flugleiða séu ekki nógu góðar til að keppa á þeim markaði sem gefur mest af sér í dag þ.e.í dýrari fargjöldunum. Samkeppnisaðilar Flugleiða bjóða upp á breiðþotur, beint flug með kvikmyndasýningum og tónlist. Þá hafa miklar seinkanir í flugi komið illa út fyrir félagið Þjóðviljinn hafði samband við Ásdísi Adolfsdóttur, trúnaðar- mann starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli. Hún sagði ekkert hægt að segja um viðbrögð starfs- manna fyrr en ljóst væri hvernig samdrætti yrði háttað. í upphafi fundar með starfs- mönnum á Hótel Loftleiðum sagði Sigurður Helgason forstjóri engar breytingar verða á áætlun- um í sumar. Viðbrögð Flugleiða verða ekki kynnt fyrr en líða tekur á haust. -hmp Sigurður Helgason kynnir starfsfólki niðurstöður skýrslu „Boston Consulting Group" á Hótel Loftleiðum. Mynd: Eól Ríkisstjórnarþreifingarnar Minnihlutastjóm er einn möguleikinn Enginn áhugi á kosningum vegna styrkrar stöðu Kvennalistans í skoðanakönnunum Einn af þeim möguleikum sem til tals hafa komið í þreifíng- um bakvarðasveita stjórnar- flokkanna undanfarna daga um breytt ríkisstjórnarmunstur er minnihlutastjórn sjálfstæðis- manna og alþýðuflokksmanna sem varin yrði vantrausti af ann- aðhvort Borgaraflokknum eða Framsóknarflokknum. Slík stjórn yrði að vísu neyðarlend- ingin en er til skoðunar þar sem enginn flokkur annar en Kvenna- listinn hefur áhuga á að efnt verði til kosninga nú sökum styrkrar stöðu kerlinganna í síðustu skoð- anakönnunum. Aðrir stjórnarliðar en Fram- sókn eru nú að undirbúa mótspil sín við miðstjórnarfundinum sem Framsókn mun halda nú 23. aprfl þar sem teknar verða ákvarðanir um aðgerðir eða aðgerðaleysi. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir að hann muni skipa nefnd í þessari viku til að endur- skoða fyrirkomulag á verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga og láns- kjaravísitölu. Nefndinni er ætlað að kanna lagagrundvöll og fram- kvæmd verðtryggingar á fjár- skuldbindingum og koma með ábendingar um það hvernig best sé að koma þessu fyrir til að stuðla að hóflegum raunvöxtum samfara jafnvægi á lánamarkaði. Með þessu hefur hann slegið eitt spilið úr höndum Framsóknar og búast má við fleiri svona „svín- ingum“ af hendi annarra ráð- herra fyrir téðan miðstjórnarf- und. Þrátt fyrir þær þreifingar sem verið hafa í gangi eru til menn innan bæði sjálfstæðis- og al- þýðuflokks sem ekki hafa ýkjam- iklar áhyggjur af þessum mið- stjórnarfundi Framsóknar. Segja einfaldlega að Framsókn hafi ekki sagst vera að setja neina úrslitakosti með þessu fundar- boði enda hafi hún vart efni á því. -FRI 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 14. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.