Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Handbolti Otrúlega auðvelt Valsmenn tvöfaldir meistarar 1988. Besta handknattleikslið íslands í dag Valsmenn unnu Breiðablik nokkuð auðveldlega í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ í gær. Leiknum lauk með tíu marka sigri Hlíðar- endaliðsins, 25-15, eftir að staðan Laugardalshöll 13. apríl Úrslit bikarkeppni HSl Valur-Breiðablik 25-15 (12-7) Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6, Valdimar Grimsson 6, Jakob Sigurðsson 5, Júlíus Jónasson 5 (2v), Theodor Guðfinnsson 1, Geir Sveinsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarsson 20(2v) Útaf: 6 mínútur. Mörk UBK: Hans Guðmundsson 5 (1v), Aðalsteinn Jónsson 4, Þórður Davíðsson 3, Björn Jónsson 2, Svafar Magnússon 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9, Þórir Sigurgeirsson 2. Útaf: 6 mínútur. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálm- arsson stóðu sig vel og höfðu góð tök á leiknum. -þóm/ste hafði verið 12-7 í leikhléi. Það var öðrum fremur sterk vörn og frá- bær markvarsla sem skóp þennan glæsilega sigur og er ekki hægt að andmæla því að Valsmenn eru vel að sigrinum komnir. í fyrstu voru yfirburðir Vals- manna ekki miklir. Jakob skoraði strax úr horninu en síðan kom mjög löng sókn hjá Blikun- um. Einar Þorvarðarson gaf tón- inn með því að verja víti frá Hans en skömmu síðar jafnaði Hans þó leikinn 1-1. Valsmenn voru síðan með eins til tveggja marka for- ystu mestan fyrri hálfleik og þeg- ar tíu mínútur voru til leikhlés var staðan 7-6 Val í hag. Þegar hér var komið sögu náðu Valsmenn að loka vörninni en Breiðabliks- menn reyndu að sama skapi allt of mikið að skjóta fyrir utan. Karfa UMFN í úrslit Njarðvíkingar sigruðu Val ígœrkvöldi 81-71 og leika gegn Haukum í úrslitum Það var boðið upp á hraðan og skemmtilega körfubolta í Njarð- vík en jafnframt grófan. Njarðvíkingar byrjuðu með góða vörn en gekk illa að hitta ofan í körfuna. Þeir voru þó yfir allan fyrri hálfleik en Völsurum tókst að minnka muninn rétt fyrir leikhlé í 42-40. Njarðvlk 13. apríl Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar Njarðvík-Valur 81-71 (42-40) Stig UMFN: Valur Ingimundarson 29, Isak Tómasson 16, Sturla örlygsson 14, Teitur örlygsson 11, Helgi Rafnsson 9, Hreiðar Hreiðarsson 2. Stig Vals: Þorvaldur Geirsson 20, Leifur Gústafsson 17, Tómas Holton 9, Torfi Magnússon 8, Björn Zoega 8, Svali Björa- vinsson 4, Jóhann Bjarnason 3, Einar Ól- afsson 2. Dómarar: Sigurður og Gunnar Valgeirs- synir voru ágætir. -sóm/ste Valsmenn komust yfir strax eftir í síðari hálfleik en síðan skiptust liðin á um forystuna. Um miðjan hálfleikinn tókst Suður- nesjamönnum að komast yfir 62- 59 og síðan gerði ísak 4 stig fyrir þá og Sturla síðan enn önnur 4 en þá fór mesti vindurinn úr Völsur- um, enda staðan 70-59. Liðin skiptust síðan á um að skora en sigurinn var í höfn 81-71. ísak stóð sig mjög vel í síðari hálfleik og Valur raðaði inn stig- um eins og venjulega. Þeir stilltu upp sínu sterkasta liði og keyrðu á því allan tímann og voru orðnir tæpir í villum undir lokin, Teitur 5, ísak og Helgi 4. Þorvaldur var einna bestur Valsara sem voru frekar grófir. Handbolti Slökvöm Valsstúlkurnar bikarmeistarar eftir að hafa unnið Stjörnustúlkurnar 25-20 Jafnræði var með liðunum framaf 4-4 og 8-8 en þegar nálg- aðist leikhlé tóku Valsstúkurnar á sig og komust í 11-8. Stjörnurn- ar náðu þó að klóra í bakkann rétt fyrir leikhlé og minnka mun- inn þannig að staðan í hálfleik var 12-11. Laugardalshöll 13. apríl Úrslitaleikur bikarkeppni HSl Valur-Stjarnan 25-20 (12-11) Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 8, Katrín Fredriksen 7, Kristín Arnþórsdóttir 4, Guð- nín F. Kristjánsdóttir 4, Guðný Guðjóns- dóttir 1, Magnea Friðriksdóttir 1. Varin skot: Arnheiður Hallgrímsdóttir 13/ 1. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Step- hensen 6, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Hrund Grétarsdóttir 3, Ingibjörg Andrés- dóttir 2, Erla Rafnsdóttir 2, Herdís Sigur- bergsdóttir 1, Drífa Gunnarsdóttir 1, Helga Sigmundsdóttir 1. Varin skot: Fjóla Þórisdóttir 5. Dömarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson voru góðir. -þöm/ste I kvöld Gervigras kl.20.30. Víkingur og Þróttur í Reykjavík- urmótinu. Þannig varði hin hávaxna vörn Vals flest skot sem að henni kom og Einar varði svo afganginn. Valsmenn náðu að breyta stöðu- nni í 12-6, en Björn Jónsson átti síðasta orðið í fyrri hálfleik og staðan því 12-7. í sfðari hálfleik komu yfirburð- ir Valsmann enn betur í ljós. Ein- ar hélt áfram að verja sem vitlaus væri en í hinu markinu náði Guð- mundur Hrafnkelsson sér ekki á strik. Einnig vakti það furðu hversu einhæfur sóknarleikur Breiðabliksliðsins var. Þeir reyndu sífellt að hnoða inn á miðjuna þar sem Valsvörnin er hvað sterkust og voru ófá hraða- upphiaupin sem Valsmenn fengu fyrir vikið. Þegar 12 mínútur voru til leiksloka hafði Valur náð tíu marka forskoti, 20-10, og var að- eins spurning um hversu stór sig- urinn yrði. Þessi forusta hélst út leikinn og tíu marka sigur Vals var staðreynd. Hjá Val áttu flestir leikmenn mjög góðan dag. Einar brást ekki sem fyrri daginn og varði hann alls 20 skot. Þá var vörn Vals- manna, með Geir Sveinsson í far- arbroddi, mjög sterk að vanda. Sóknarleikur þeirra var óvenju fjölhæfur og sérstaklega var Jón Kristjánsson yfirvegaður á miðj- unni. Ekki er hægt að neita því að Breiðablik olli nokkrum von- brigðum með leik sínum. Liðið hefur jafnan verið mikið stemmningslið og er eins og bar- áttan hafi dottið úr mann- skapnum við hina miklu mót- spyrnu Valsmanna. Slíkt má aldrei gerast í leik sem þessum. -þóm Jón Kristjánsson átti góðan leik í gær, og er það góður endir á tímabilinu hjá þessum frábæra leikstjórnanda. í síðari hálfleik heldu Stjörn- ustúlkurnar vel í við Hlíðarend- ameyjarnar sem voru þó alltaf 2 mörkum yfir. Vörnin Stjörnunn- ar var þó frekar léleg enda náðu Valsstúlkurnar að auka forystuna um miðjan síðari hálfleik úr 18-16 í 20-16 og vinna örugglega 25-20. Handbolti Lokahátíð Föstudaginn 15. apríl fer fram í Broadway lokahátið handknatt- leiksfólks og stendur hún yfir 7 til 3. Kosin verða í karla og kvenna- flokki besti markmaðurinn, sóknarmaðurinn, varnarmaður- inn, efnilegasti leikmaðurinn og besti leikmaðurinn. Ennfremur verður kosinn besti þjálfarinn og besta dómaraparið, auk þess sem markhæstu leikmenn karla og kvenna fá sín verðlaun. Enn er hægt að fá miða og skal nálgast þá á skrifstofu HSÍ í Laugardal. Fimmtudagur 14. apríl 1988 ÞJÓÐViLJiNN — SÍÐA 15 Fóstrufélag íslands RÁÐSTEFNA UM UPPELDI0G MENNIUN FORSKÓLABARNA HÓTBL HOUDAYINN V!D SIGTÚN 15.-16. APRÍL 1988 DAGSKRÁ Föstudagur 15. apríl kl. 10.00-11.00 Markviss málörvun Hrafnhildur Sigurðardóttir talkennari kl. 11.30-12.40 íbörnunum býrframtíðin Sigrún Sveinbjörnsdóttir sál- fræðingur kl. 12.40-13.30 Matarhlé kl. 13.30-14.40 Samskiptií uppeldi/kennslu Gyða Jóhannsdóttir skóla- stjóri Fóstruskóla íslands kl. 15.00-16.00 „Þema- vinnu“-fyrirmynd frá dag- vistarheimilum í Reggio Emilia á Norður-Ítalíu Ragnheiður Sigurjónsdóttir fóstra kl. 15.00-16.00 Uppeldis- verkfjölmiðla Þorbjörn Broddason dósent í félagsvísindadeiid. Laugardagur 16. apríl Fyrirlestrarfrá kl. 10.00-16.30 í sal 1 og 2 kl. 10.00-11.00 Börn-upp- eldi-samfélag Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur kl. 10.00-11.00 Dagvistar- heimili í fortíð og framtíð (hugsjón - þjóðfélagsleg nauðsyn) Fanný Jónsdóttir umsjónar- fóstra. kl. 11.30-12.40 Hlutverk dagvistarheimiia-fjöl- skyldan í nútímanum Jó- hann Hauksson fréttamaður kl. 11.30-12.40 Börnmeðfé- lagsleg og tilfinningaleg vandamál. Hvað getum við gert? Finnbogi Scheving ráðgjafa/ stuðningsfóstra kl. 12.40-13.30 Matarhlé kl. 13.30-14.40 Barnalista- safn í Osló. Bryndís Gunnarsdóttir segir frá. kl. 13.30-14.40 Samnorræn rannsókn um uppvaxtar- skilyrði forskólabarna Baldur Kristjánsson sálfræð- ingur kl. 15.00-16.00 Nútíðog framtíð forskólabarna Pallborðsumræður. Stjórn- andi: Fanný Jónsdóttirum- sjónarfóstra. Inn á hvern fyrirlestur kostar 200 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.