Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 9
SUMARBÚSTAÐIR Afdrep þéttbýlisbúa eða stöðutákn? Einn af kostum þess að búa í strjálbýlu landi er að ekki þarf að leggja í langa ferð til að komast í snertingu við óspiilta náttúru. Margur þéttbýlisbúinn lætur sér ekki nægja að skreppa í bfltúr upp í sveit um helgar heldur kýs að koma sér þar upp föstum griðastað. Sífellt fleiri leggja í byggingu sumarbústaða, þar sem hægt er að njóta útiveru og hvfld- ar fjarri ys og þys þéttbýlisins. Með tilkomu orlofshúsa fé- lagasamtaka hefur fleiri gefist kostur á dvöl í slíkum bústöðum. Margir eiga nógu erfitt með að koma þaki yfir höfuðið, hvað þá að þeir geti leyft sér þann munað að eiga annað hús sér til yndis- auka. Við að leigja bústað af og til Iosnar fólk líka við áhyggjur af viðhaldi og rekstrarkostnaði, en á móti kemur að ekki er hægt að stökkva af stað fyrirvaralaust þegar hvern og emn lystir. Fyrir þá sem eiga sér draum um sumarhús í sveitinni verður velt upp hvaða möguleikar eru í boði og hvað búast má við að þurfi að tína upp úr buddunni. Notkun lands undir sumarbústaði getur átt í samkeppni við aðra land- notkun, s.s. landbúnað og útivist- arsvæði almennings. Ekki er hægt að hefja byggingu hvar sem er eftir geðþótta, því ýmsir opin- berir aðilar þurfa að gefa sam- þykki sitt á staðarvali og fleiru er lítur að mannvirkjagerðinni. Á 5. þúsund sumarbústaðir Erfitt er að meta nákvæmlega fjölda sumarbústaða í landinu og veldur þar um að þeir eru ekki allir skráðir sem slíkir hjá Fast- eignamati ríkisins. Nefnd var tal- an 3.500 sem algert lágmark og eru orlofshús félagasamtaka þar meðtalin. Reikna má með að raunverulegur fjöldi sé vel á 5. þúsund, því í athugun 1979 töld- ust þeir 3.100 og búið var að út- hluta um 900 lóðum í 5 hreppum á suðvesturhorninu. Fólk vill ekki þurfa að ferðast langar vegalendir í sumarhúsin sín og eru eftirsóttustu lóðirnar í nærsýslum höfuðborgarsvæðis- ins. Talið er að um 80% bústaða séu á svæðinu frá Hvalfjarðar- botni að Ölfusá og flestir í Árnes- sýslu. Af einstökum hreppum á Grímsnesið líklega metið með um 1000 sumarhús, þar af 200 á byggingarstigi. Margir aðrir þættir en nálægð hafa áhrif á eftirspurn eftir sumarhúsalóðum. Fátækt lands- ins af skógum veldur því að kjarr- lendi er mjög vinsælt. Hríslurnar veita einnig skjól, sem er í háveg- um haft á úthafseyju, sem sífelld- ir vindar næða um. Flóttinn undan rokinu þjappar mönnum því í innsveitirnar fremur en út við ströndina eins og algengt er erlendis. Aðgangur að vatni þarf að vera auðveldur og hafa vatns- og ár- bakkar mikið aðdráttarafl. Sú staðsetning gefur líka möguleika á dægradvöl eins og veiðum og siglingum. Má ætla að þvf fjöl- breyttari aðstöðu sem umhverfið býður til tómstundaiðkana því eftirsóttara þyki það. Spornað við girðingum á vatnsbökkum Eftirsóttustu svæði undir sumarbústaði eru gjarnan þau sömu og henta vel til útivistar. Getur það leitt til árekstra milli þarfa almennings fyrir útivistar- svæði og óska þeirra, sem vilja afmarka fagrar landspildur til umráða fyrir sig og sína. Yfirleitt kjósa sumarhúsaeigendur að girða bústaði sína af, bæði til að njóta meira næðis og verja gróður fyrir ágangi sauðfjár. Auk þess að hindra umferð eru girð- ingar sjaldnast augnayndi og geta orðið mikið lýti í landslaginu ef þær eru látnar drabbast niður. Með aukinni ásókn í lóðir undir sumarbústaði á síðustu tveimur áratugum hafa verið sett lagaákvæði sem auðvelda eftirlit opinberra aðila með þróun slíkr- ar byggðar. í náttúruverndar- lögum frá 1971 er kveðið á um að ekki megi „hindra frjálsa umferð gangandi manna með því að setja byggingar, girðingar né önnur mannvirki á sjávarströnd, vatns- bakka eða árbakka." Gildir þetta um byggingar reistar eftir setn- ingu laganna, aðrar en mannvirki til atvinnurekstrar. Við Þingvallavatn er gamal- gróin sumarhúsabyggð. Fyrstu bústaðirnir voru byggðir upp úr 1920 og nú eru þeir hátt á fimmta hundrað í hreppnum. Vestur- bakki Þingvallavatns er að mestu leyti undirlagður einkabústöðum og víða hafa menn girt út í vatnið. Að sögn Ingólfs Guðmundssonar oddvita er nú búið að stemma stigu við þeirri þróun og fær eng- inn orðið lóð fast við vatnið. Tal- ið er æskilegt að settir séu stigar, þar sem girðingar eru fyrir, og hefur það sumstaðar verið gert. Algengara er nú að skipuleggja sérstök sumarhúsahverfi, sem girt eru sameiginlega og hlýtur það að teljast til bóta. í sjálfumþjóðgarðinum á Þing- völlum, sem friðlýstur var 1928 sem helgistaður allra fslendinga, eru um 80 sumarbústaðir. í við- tali við Heimi Steinsson þjóð- garðsvörð kom fram að flestir leigusamningar voru gerðir á 5. áratugnum, þegar önnur sjónar- mið giltu. Hann sagði að allan þennan áratug hefði það verið stefna Þingvallanefndar að alls ekki yrði úthlutað fleiri lóðum né leyfð bygging nýrra húsa. Nú liggja fyrir drög að skipu- lagi fyrir þjóðgarðssvæðið og er þar lagt til að þeir samningar um sumarbústaði, sem renna út á næstu árum verði ekki fram- lengdir nema til 5 ára í senn. Þar segir einnig að stefnt skuli að því að þjóðgarðurinn geti eignast þau mannvirki, sem æskilegt þyk- ir vegna nýs skipulags. Til að tryggja frjálsa og hindr- MANNLIF 1 Umsjón: Magnfrlður Júlíusdóttir unarlausa umferð er stefnt að því að griðingar umhverfis sumar- bústaði hverfi. Að sögn Heimis er verið að leggja síðustu hönd á að gera þjóðgarðinn alveg fjár- heldan og ætti það að draga úr nauðsyn á girðingum innan hans. Fá verður samþykki margra aðila Eins og áður sagði hefur allt eftirlit með byggingu sumarbú- staða aukist og þarf nú samþykki margra opinberra aðila áður en Tilbúinn bústaður á 1-2 miljónir Pá er eftir að borga lóð eða leigu og rekstur kostar sitt Það getur verið kostnaðarsamt að láta drauminn um sinn eigin sumarbústað rætast. Eflaust er allur gangur á því hvað fólk leggur mikið í bústaði sína. Sumir vilja hafa aðstæður sem frum- stæðastar á meðan aðrir kjósa að hafa öll nútímaþægindi. Til að gefa einhverja hugmynd um hvað kostar að eignast og reka sumar- bústað verður litið á nokkur dæmi um fasta kostnaðarliði. Land ýmist keypt eða leigt Þeir sem ekki eru svo heppnir að hafa aðgang að ókeypis landi á ættarjörðum, þurfa að byrja á því að leita að landspildu sem föl er undir sumarbústaðinn. Hjá Böðvari Pálssyni, oddvita í Grímsnesi, fengust þær upplýs- ingar að mikil eftirspurn væri eftir lóðum og hefðu 90 nýir bú- staðir verið samþykktir í fyrra. Sagði hann að langflestir vildu frekar kaupa lóðir en leigja þær af bændum eins og einnig tíðkast. Grímsneshreppur keypti fyrir tveimur árum jarðirnar Ásgarð og Klausturhóla, sem seldar hafa verið að hluta undir sumarbú- staði. Böðvar kvað lóðirnar mjög misdýrar og mest vildu menn greiða fyrir staðsetningu í kjarri- vöxnu hraunlendi með útsýni til vatns. Hann sagði að í Ásgarði væri kjarr og þar mætti vel bjóða lóðir á 700.000 kr. Mun betur gengur að selja þær en 300.000 kr. lóðir í Klausturhólum, þar sem gróður er minni. Þessar lóðir eru seldar án tímatakmarkana um hvenær ljúka eigi byggingu bústaðanna, sumir hafa fjármagn til að ljúka öllu strax en aðrir þurfa lengri tíma. Lóðir eru 1 hektari að stærð og má byggja á þeim 2 sumarbú- staði. Einnig er hægt að kaupa hálfan ha. Böðvar sagði að varla væri hægt að komast af með minna, þó leyfðu skipulagslög 4 bústaði á ha, gegn því að haft væri opið svæði umhverfis þá. Margir bændur kjósa frekar að halda eignarrétti á sínu landi og leigja það undir sumarhús. Einn- ig hafa sumir það að aukabúgrein að byggja hús sem leigð eru til skamms tíma. Algengt er að leigusamningar séu gerðir til 25 ára og hafa eigendur bústaðanna síðan forleigurétt. Ársleiga fylgir verði á 15 kílóa lambi, sem selt er til slátrunar. Getur fólk þurft að greiða frá þremur og upp í sex lambsverð. Miðað við verð á síðasta hausti gerir það um 13.500- 27.000 kr. Hús á ýmsum byggingar- stigum Mörg fyrirtæki selja sumarhús og er hægt að fá þau á mismun- andi byggingarstigum. Hver og einn getur því valið eftir kaup- getu og hversu mikla vinnu hann vill leggja sjálfur að mörkum við bygginguna. Ekki var farið út í verðkönnun hjá framleiðendum sumarhúsa heldur tekið dæmi frá S.G. Ein- ingahúsum á Selfossi. Þar er hægt að velja um 3 byggingarstig á hverri hússtærð og ef samið er um uppsetningu fer verðið eftir því byggingarstigi, sem keypt er á. Á fyrsta stigi er hægt að segja að húsið sé fokhelt en á 3. stigi eru komnar innihurðir, eldhús- innrétting og rúmstæði. Þá á eftir að leggja lagnir fyrir vatn og frá- rennsli, gera rotþró og kaupa hreinlætistæki. Ef fólk vill hafa rafmagn má reikna með um 200.000 kr. til við- bótar. Að sögn Böðvars taka Rafmagnsveitur ríkisins 150.000 kr. fyrir að leggja línu að bú- staðnum og er fólki gefinn kostur á að greiða það á þremur árum. Síðan þarf að leggja lagnir innan- húss og kaupa ofna ef nýta á raf- magnið til hitunar. Á þessum tölum má sjá að til- búinn 50 fermetra sumarbústað- ur er fljótur að komast upp í 2 miljónir og enn er hægt að tína fleira til, s.s. lagningu vegarslóða að húsinu og girðingu umhverfis hverfið eða einstaka hús. Opinber gjöld og tryggingar Fasteignagjöld af sumarbú- stöðum geta verið drjúg tekjulind fyrir fámenna sveitahreppa. Þau eru hlutfall af fasteignamati og geta numið 0,625%. Böðvar sagði að fasteignagjöld væru frá 2-3000 og upp í 10.000 kr. fyrir 50 fermetra bústað. Algengt fast- eignamat væri um 1 miljón. Hann sagði að oft spyrði fólk hvað það fengi í staðinn frá sveitarfélaginu. Þar mætti benda á að hreppurinn greiddi drjúgan 'hlut til sameiginlegs slökkviliðs sýslunnar. Einnig væru þeir aðil- ar að sorpeyðingarstöð á Selfossi og gæti fólk farið með rusl þang- að. Á næstunni stæði til að koma sorpeyðingu upp innan hreppsins til að bæta þjónustu við sumar- húsaeigendu. Allir þurfa að greiða bygging- arleyfisgjald sem er um 5000 kr. og síðan þurfa menn að kaupa brunatryggingu. Árleg iðgjöld af henni nema nú milli 5 og 6 þús- und krónum. Dæmi um 2 stærðir af húsum með 12 fermetra verönd Stærð 1. stig 3. stig 26 mz 514.000 737.000 Uppsetning 70.000 167.000 50,2 m2 784.000 1.165.000 Uppsetning 105.000 252.000 Háttí5000 bústaðir í landinu í eigu ein- staklinga og félagasam- taka. Girðingar kringum sumarbústaði eru sjaldnast augnayndi og takmarka stundum aðgang almennings að fögrum útivistarsvæðum. Sig. Fæstir geta helgað sér stórt svæði undir sumarbústað og verða því tii hverfi eins og þetta í Sléttuhlíð við Hafnarfjörð. Sig. Getur kostað ná- lœgt2 milj- ónum að eignast einn slíkan Mest ásókn er í lóðir í kjarrivöxnu hraunlendi og nálægt vötnum. Sig. hafist er handa. Ef landeigandi ákveður að leyfa sumarhús í sínu landi, þarf að senda umsókn til viðkomandi sveitarfélags. Þar fer málið fyrir byggingar-, heilbrigð- is- og náttúruverndarnefndir og geta þær ráðið endanlegri stað- setningu. Þegar byggja á heilt hverfi þarf að vísa málinu til Nátt- úruverndarráðs. Sumarbústaðabyggð getur keppt við landnotkun til bú- skapar og þarf því einnig að fá samþykki jarðanefndar sýslunn- ar. Yfirleitt er reynt að halda möguleikanum á áframhaldandi búskap opnum og setja bústaðina við jaðra bújarða. Áð endingu þarf síðan umsóknin að fara til Skipulagsstjóra ríkisins. Mestur áhugi fyrst eftir byggingu Ekki tekur nema um þrjá stundarfjórðunga að keyra frá höfuðborgarsvæðinu í Grímsnesið og á hreppurinn lík- lega met í fjölda sumarbústaða, en þeir nálgast eitt þúsund. Böðvar Pálsson oddviti sagði að um góðar helgar á sumrin væri hægt að tala um 5000 manna bæ í Grímsnesinu. Eitthvað er um að fólk komi um helgar á vetrum og taldi hann það fara vaxandi. Virtist honum fólk nýta búst- aðinn best fyrstu 3-4 árin eftir að þeir eru byggðir, en eftir það minnkaði áhuginn. Ein af ástæð- unum gæti verið að börnin ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 nenntu ekki að koma með þegar þau stækkuðu. Ingólfur Guð- mundsson, oddviti Þingvalla- hrepps, var á sama máli og fannst einkabústaðir mjög illa nýttir, þar í sveit.' Helst væri það fólk með garðræktaráhuga sem kæmi oft. Mætti jafnvel halda að sumir ættu sumarbústað bara til að geta sagt frá því. NÚ ER RÉTTI TlMINN TIL AD HUGA AD HÚSBYGGINGUM Að Smiðjuvöllum 9 á Akranesi er verksmiðja okkar á 2700 ferm. — Hér framleiðum við timbureiningar í einbýiishús og sumarbústaði og auk þess hurðir, glugga, innréttingar, viðarþiljur og margt fleira. Við sinnum einnig einstökum byggingum. Byggingavöruverslun okkar hefur á boðstólnum flestar þær vörur sem húsbyggjandi þarf á að halda. Mikil aðsókn í orlofshús stéttarfélaga Leigafyrir vikudvöl ísumar verður 5000 kr. hjá BSRB og 6000 kr. hjá félögum innan ASI Á síðustu áratugum hafa stétt- arfélög og fleiri félagasamtök ver- ið að koma upp orlofshúsum fyrir sitt fólk. Uppbygging og rekstur er kostaður úr sameiginlegum sjóðum og er yfirleitt vandað vel til búnaðar og umhverfis bústað- anna. Einnig þekkist að félög kaupi jarðir, sem félagsmenn fá síðan úthlutað lóðum á. Með þessu móti hefur sífellt fleiri gefist kostur á að dvelja í orlofshúsi gegn hóflegu gjaldi og eru húsin fullnýtt allt sumarið. Félögin koma sér upp úthlutun- arreglum og í fjölmennari fé- lögum getur þurft að bíða nokk- urn tíma eftir að komast yfir bú- stað á eftirsóttasta tíma ársins. í samtölum við oddvita Grímsnes- og Þingvallahrepps kom fram að almennt hefðu sveitarfélög lítinn áhuga á að fá til sín orlofshús verkalýðsfélaga. Veldur því að samkvæmt tekju- stofnalögum sveitarfélaga frá 1971 eru orlofshús þeirra undan- þegin fasteignagjöldum. Oddviti Grímsneshrepps sagði að sveitarfélagið ætlaði sér að hafa tekjur af sumarbústöðunum og þeir settu það nú sem skilyrði fyrir úthlutun lands að greidd værö fasteignagjöld. Fyrstu húsin aö Ólfusborgum 1964 Að sögn Halldórs Björnssonar hjá Dagsbrún fór ekki að mynd- ast grundvöllur fyrir orlofahúsa- byggingum verkalýðsfélaga fyrr en almennt var farið að greiða í orlofssjóð 1961. Fyrstu orlofs- húsin voru reist í Olfusborgum 1964 og í dag eiga aðildarfélög Alþýðusambands íslands u.þ.b. 200 hús í sérstökum orlofshverf- um víða um landið. Auk þess eiga þau nokkrar íbúðir á Akureyri. Frá 1. maí til septemberloka sjá einstök félög um að leigja sína bústaði en utan þess tíma eru þeir í umsjá rekstrarfélaga orlofs- hverfanna. Halldór sagði að vikudvöl á komandi orlofstíma myndi kosta 6000 krónur og væri upphæðin sú sama fyrir öll húsin. Hann sagði að mjög erfitt væri að anna eftirspurn yfir sumartí- mann, en regla væri að þeir sem ekki hefðu áður fengið bústað gengju fyrir fyrstu dagana sem tekið væri við umsóknum. Miðað við starfsaldur hjá BSRB Bandalag starfsmanna ríkis og bæja á nú 85 orlofshús í Munað- arnesi og Stóruskógum í Borgar- firði og voru fyrstu húsin tekin í notkun í Munaðarnesi sumarið 1971. Fyrir 5 árum bættist við nýtt orlofshverfi að Eiðum á Fljóts- dalshéraði og eru 17 hús þar. Val- gerður Stefánsdóttir, starfsmað- ur BSRB, sagði að auk þessara hverfa ættu einstök aðildarfélög orlofshús á öðrum stöðum. Leiga fyrir dvöl í bústöðunum er misjöfn eftir árstíma og stærð húsanna. Yfir háannatímann í sumar, sem stendur frá 17. júní til 19. ágúst, verður vikuleiga 5000 kr. fyrir stórt hús en 3000 kj\ fyrir lítið. Eins og hjá ASÍ sjá einstök félög um útleiguna á sumrin, en hjá BSRB er miðað við starfsald- ur við úthlutun. Valgerður sagði að hjá stærstu félögunum gæti þurft allt í 12 ára starfsaldur til að fá bústað og alltaf þyrfti að neita mörgum umsóknum. u n bl lliH r AKUR HF TRESMIÐJAN AKUR HF. SMIÐJUVELLIR 9 300 AKRANES ® 93-2666

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.