Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 16
p—SPURNINGI 1 Ert þú hjátrúarfull(ur)? þJÓÐVILIINN Flmmtudaour 14. aprtl 1988 84. tölublað 53. árganour Yfirdráttur á téKKareiKninöa launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Elías Kristjánsson húsbóndi: Nei, ekki beinlínis. En ég held í þennan þjóðsagnakúltúr, svona eins og Steingrímur með álfana! Margrét Guðmundsdóttir sjúkraliöi: Nei, það held ég ekki. Fanný Kristinsdóttir nemi: Nei, alls ekki. Guðbjörg Guðjónsdóttir hætt störfum: Nei, ekkert slíkt. Ég hef aldrei verið hjátrúarfull. Árni Jónsson húsasmiður: Kannski í og með. Án þess að mikil alvara sé endilega á bak við það þá er maður svolítið hjátrúar- fullur inn við beinið. Krakkarnir í Seljahverfinu létu sér í léttu rúmi liggja gamla bábilju um hörmungar hrafnsins og bjuggu sér til snjókarl úr hretinu. Mynd Sig. Vorkoman Þar kom hrafnahretið Árni Björnsson: Hefnd Guðs við hrafninn fyrir að koma ekki aftur til Nóa hann væri þá búinn að verpa öllum sínum eggjum. Þá mundu þau frjósa og ungarnir deyja svo hrafninn væri þá tiineyddur að éta þá ofan í sig. Þannig væri hon- um gert erfiðara fyrir að tímgast á jörðinni en öðrum fuglum him- insins. Einnig er sagt að stundum átti hrafninn sig og sjái hretið fyrir en þá étur hann undan sér öll eggin. Þá segir hjátrúin að búast megi við sérlega hörðu vori. Á Austurlandi er þetta kallað gusa en annarsstaðar hret. -tt Landris hætt við Kröflu Spennan liðin hjá. Hallamœlar ónákvœmir ímiklumfrostum Snjórinn sem borgarbúar og aðrir þurftu að kljást við í fyrrakvöld kom hjátrúarfullum löndum ekki hið minnsta á óvart. Menn hnypptu við og sögðu sem svo: „Þar kom hrafnahretið“. Sögnin er sú að hrafninn sé al- orpinn, þ.e. búinn að verpa öllum sínum eggjum, 9 náttum fyrir sumarmál. Þá sé mjög hætt við hreti. Eggin hans frjósi og verði honum að mat. „Þetta á að vera hefnd Guðs við hrafninn,“ segir Árni Björns- son, þjóðháttafræðingur. Hann segir að hjátrúin lifi sem bölsögn vegna ótryggðar hrafnsins þegar Nói sendi hann út af örkinni. Þá flaug hrafninn fram og aftur þar til vatnið þornaði á jörðinni en sneri ekki aftur til arkarinnar. ís- lenska þjóðtrúin segir að Guði hafi runnið þetta í skap og ákveð- ið að láta yfir hrafninn ganga hret 9 náttum fyrir sumarmál, þ.e. AUt virðist nú með kyrrum kjörum á kröflusvæðinu. Eysteinn Tryggvason hjá Norr- ænu eldfjallastöðinni sagði að vísu erfltt að gera hallamælingar í frosthörkum, „en ég reikna með að spennan sé liðin hjá“. Landris hófst við Kröflu seinnipartinn í janúar og sagði Eysteinn það hafa verið lítið mið- að við landris á árunum 1975 til 1980. Þetta var svipað og í fyrra- vetur. Eysteinn taldi það hlé sem ver- ið hefur á eldgosum í landinu ekki vera óvenju langt. Síðast gaus í Kröflu 1984. „Lengstu gos- hlé voru frá Grímsvötnum 1934 fram að Heklugosi 1947 og síðan gaus ekki aftur fyrr en í Öskju 1961,“ sagði Eysteinn. Sigurður heitinn Þórarinsson taldi meðaltíma goshléa vera 5 ár þannig að þau 3 1/2 ár sem nú eru liðin frá gosi geta ekki talist óvenju langur tími. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.