Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 14
Auglýsingar Athugasemd frá Alþýðuflokknum Þjóðviljanum barst síðdegis í fyrradag eftirfarandi athuga- semd: í Sunnudagsblaöi Þjóöviljans, þann 10. apríl sl. birtist grein eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Þar er að finna ótrúlegar dylgjur um sam- skipti Alþýðuflokksins og auglýs- ingastofunnar Kátumaskínunn- ar. Með þeirri reisn, sem ég efa að Alþýðubandalagið telji sam- boðna formönnum sínum, lætur formaðurinn að því liggja að þessa dagana sé ríkið að greiða kosningaskuldir Alþýðuflokksins með viðskiptum fjármálaráðu- neytisins við stofuna. Einhverjir munu trúlega telja að þessar hálfkveðnu vísur séu eins og annað sem oft fellur til í stjórnmálabaráttunni. En því fer fjarri og grófar aðdróttanir Ólafs Ragnars Grímssonar og rógburð- ur hans um starfsmenn Kátu- maskínunnar hljóta að vega að atvinnuhagsmunum og starfs- heiðri þess unga fólks. Auglýsingastofan vann fyrir Alþýðuflokkinn í kosningabar- áttunni. Stærstan hluta reikninga stofunnar greiddi flokkurinn fyrir kosningar og lokagreiðslur voru inntar af hendi í júní sl. Alþýðuflokkurinn hefur ekki í hyggju að elta uppi það fólk, sem bjó til fyrirferðarmikla kosninga- baráttu Ólafs Ragnars Gríms- sonar í Reykjanesi, enda er niðurstaða hennar flokknum mjög aö skapi. ÖRFRÉTTTIR Málþing fyrir aimenning um leit að brjóstkrabbameini og breytingar á meðferð, verður haldið á vegum Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur í ráðstefnusal Hótels Loftleiða nk. mánudags- kvöld kl. 20.30. Um þessar mundir er einmitt að fara af stað skipuleg leit aö brjótkrabbameini með hjálp fullkominnar röntgen- tækni á vegum félagsins. Á mál- þinginu flytur Sigurður Björnsson læknir inngangsorð en síðan verða flutt 5 stutt erindi um brjóst- myndatökur, skipulag leitar, skurðaðgerðir, aðrar meðferðir og kynnt verða samtökin Sam- hjálp kvenna sem veita aðstoð og ráðgjöf þeim konum sem fengið hafa brjóstkrabbamein. Á eftir verða pallborðsumræður. Allir er velkomnir á málþingið. Félag áfengisvarna á Austurlandi hefur skorað á al- þingismenn að fresta afgreiðslu á fyrirliggjandi brjórfrumvarpi þar til Heilbrigðisáætlun hefur verið rædd og afgreidd á Alþingi. Kvenfélag Gnúpverjahrepps hefur skorað á Alþingi að það hafni framkomnu frumvarpi um innflutning á áfengum bjór. Kon- urnar segjast óttat að við slíkan innflutning aukist mjög almenn drykkja og innflutningur til lands- ins sé nógur fyrir. Samband sunnlenskra kvenna samþykkti á ársfundi sínum að skora á Alþingi að fella framkom- ið bjórfrumvarp. Fundurinn óttast þær afleiðingar sem þetta frum- varp hefur, ef samþykkt verður. Ársfund SSK sitja fulltrúar frá öllum kvenfélögum úr Árnes- og Rangárvallasýslu og ríkti algjör samstaða um áskorun þessa. Bokavarðan í Reykjavík hefur sent frá sér nýjan bókalista þar sem kynntir eru yfir 2200 bókatitlar úr ólíklegustu greinum fræöa og fagurfærða. Flestar bækur í skránni er á verðbilinu 200-600 kr. en að auki er að finna þar ýmsa fágæta og sjaldséða gripi, eins og Jónsbók frá 1709 (ekki alveg heil), Um frum-parta íslenzkrar tungu eftir Konráð Gíslason frá 1846 og ýmsar aðr- ar forvitnilegar bækur. Sölustofnun lagmetis hefur látið skrifa sögu lagmetis- iðnaðar í landinu í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna. í bókinni er rakin saga lagmetisiðnaðarins frá upphafi og til þessa dags og minnst helstu forgöngumanna greinarinnar. Högni Torfason tók ritið saman. Virðingarfyllst Guðmundur Einarsson firamk'væmdastj. Alþýðuflokksins Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þingeyri. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Hafnarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Kópavogi. 9. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöð Eskifjarðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygging- amálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 14. apríl 1988 Við sendum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför Halldórs B. Jörgenssonar Akursbraut 17 Akranesi hugheilar kveðjur og þakkir Ragnheiður Guðbjartsdóttir Sigrún Halidórsdóttir Sigurbjörg Halldórsdóttir Ingimar Haildórsson Guðbjörg Halldórsdóttir Hulda Hjálmsdóttir Hjálmur Geir Hjálmsson Ásgerður Hjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hreinn Hjartarson Hallgrímur Árnason Sigríður Ólafsdóttir Valdimar Sæmundsson FreyrJóhannesson Margrét Jónsdóttir Sigurður Þorsteinsson Hjartanlega þökkum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors Fyrir hönd aðstandenda Þórdís Aðalbjörg Þorvarðardóttir FLÓAMARKAÐURINN Til sölu Citroén D super árgerð '74 í góðu lagi. Mikið af var- ahlutum fylgir. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 685687. Btll til sölu Til sölu Subaru Justy árg. ’85 ekinn aðeins 25.000 km. Bíll í toppstandi. Sími 37287. Eldavél + kettlingar Rafha eldavél fæst gefins. Á sama stað eru 2 kettlingar sem vilja kom- ast í fóstur á góðum heimilum. Upp- lýsingar í síma 28088, Anna. Tvíhjól og skíði óskast Okkur vantar bæði tvíhjól og skíði fyrir 6 ára tvíbura. Á nokkur notað sem hann/hún vill selja okkur? Uppl. í síma 621945 e. kl. 18. Barnavagn óskast Mig vantar tilfinnanlega barnavagn á góðu verði, þarf að vera hægt að setja á hann systkinasæti. Sími 44430. Til sölu Suzuki ST 90 (bitabox) árg. 82. Bíll- inn er lítið ekinn og lítur ágætlega út. Fæst á góðum kjörum ef samið er strax, góður staðgreiðsluafslátt- ur. Uppl. í síma 25791 í allan dag og næstu daga. Til sölu stálvaskur, baðskápur, standlampi, borðstofuskenkur og stóll. Uppl. í síma 16328 e. kl. 16. Stereotæki-litsjónvarp AR hátalarar, Kenwood magnari, Lenco plötuspilari, nýr geislaspilari af fullkomnustu gerð og ódyrt Sharp litsjónvarp til sölu. Uppl. ( síma 21387. Til sölu hráolíuofn með innbyggðum tank, 4,6 kW, tilvalinn í sumarbústað. Einnig bílskúrshurð úr plasti með járnum. Sími 32101. Til sölu Hókus pókus barnastóll og Silver Cross kerruvagn. Uppl. í síma 651498 á daginn og 652286 á kvöldin. Klarinett Notað klarinett til sölu. Uppl. í síma 30933. Hestamenn í Hrauntungu 42 er til ýmislegt sem ykkur vantar svo sem taumar, höf- uðleður, ístaðsólar o.fl. Uppl. ísíma 44052 á kvöldin e. kl. 20.00. Vél óskast Óska eftir að kaupa vél í VW rúg- brauð 1600 eða bíl m/góðri vél til niðurrifs. Uppl. í síma 44465. Vantar húsnæði Við erum 4ra manna fjölskylda og okkur vantar húsnæði frá 1. júní n.k., helst í Þingholtum eða Vestur- bæ en ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma 12564 milli 18 og 21. Barmmerki Tökum að okkur að búa til kringlótt barmmerki með stuttum fyrirvara. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. DBS kvenreiðhjól til sölu, sem nýtt. Uppl. í síma42935 e. kl. 19. Til sölu Cook/tronic 7955 Philips örbylgjuofn (stór) til að hafa í innréttingu, til sölu. Upplýsingar í síma 77393. Tvíbrelður svefnsófi óskast keyptur Upplýsingar í síma 42397. DBS kvenreiðhjól til sölu. Sem nýtt. Upplýsingar í síma 42935 eftir kl. 19.00 Fjöldinn allur af notuðum hjólum, stórum og smáum til sölu. Upplýsingar í síma 621309. Hugsjónakaffið er komið frá Tanzaníu. Upplýsingar í síma 621083. Ódýr ísskápur til sölu Upplýsingar í síma 672630 eftir kl. 16.00. ísskápur Óska eftir ísskáp, helst gefins. Til sölu á sama stað tveir Austin Mini árg. ’78 og Mazda 616 árg. ’78 í varahluti. Upplýsingar í síma 45196. Smáverkefni Tökum að okkur ýmis launuð smá- verkefni, svo sem útburð á blöðum, bæklingum o.þ.h. Erum að safna í ferðasjóð. Hafið samband í síma 75595 eða 20606 eftir hádegi. Ung- lingaathvörfin Tryggvagötu og Flúðaseli. íbúð óskast á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Við erum hjón með 2 börn og það þriðja í vændum og bráðvantar þak yfir höfuðið. Reglusemi og örugg- um greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 656757. Til sölu gamall, tvöfaldur fataskápur. Verð kr. 4.000. Upplýsingar í síma 77393. Óska eftir íbúð á landsbyggðinni Einhleypan rithöfund vantar hús- næði utan Reykjavíkur. Upplýsing- ar í síma 91-22379. íbúð! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3-4 herb. íbúð í vesturbænum strax. Pau geta lagt fram 100.000 kr. fyrirfram ef nauð- syn krefur. Vinsamlegast hringið í síma 21799 eða 14793. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagn og leikfangabíla. Póstsend- ingaþjónusta. Auður Oddgeirs- dóttir, húsgagnasmiður, sími 99- 4424. Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík frá 1. júní. Uppl. í síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. fbúð óskast Óskum eftir stórri íbúð, raðhúsi eða einbýlishúsi til leigu í Garðabæ. Upplýsingar í síma 53511 og 656866. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofu. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munir handlaug á fæti með krönum, þrettán tommu felgur, sófaborð, forn skíði á 200 kr., nýrri skíði með bindingum og stöfum, skautar, raf- magnsritvól Silver Reed, skrifborð, ónotuð bílaryksuga, innihurð úr tekki 80x200 cm, tölvuprentari Ep- son LX 80. Ennfremur gardínu- brautir af ýmsum lengdum sem fást fyrir það sem viðkomandi vill greiða fyrir þær. Allar nánari upplýsingar er að fá í síma 30672. Til sölu 5 dekk á felgum fyrir Trabant, svefnstóll og skrifborð. Uppl. í síma 18648. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og fe- brúar er 15. apríl n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.