Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 5
Vinnutíminn Stefntaö40 stunda vinnuviku Þingmenn Alþýðubandalagsins flytja þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd þingmanna, sem ísamvinnu við aðila vinnumarkaðarins vinni að áœtlun um raunveulega styttingu heildarvinnutímans, sem komi til framkvœmda með kjarasamningum Svavar Gestsson hefur ásamt öðrum þingmönnum Alþýðu- bandalagsins lagt fram þings- ályktunartillögu um styttingu vinnutímans. Samkvæmt tillögu- nni ber Alþingi að kjósa nefnd þingmanna, sem ásamt aðilum vinnumarkaðarins vinni að áætl- un um raunverulega styttingu heildarvinnutímans, þannig að vinnutíminn verði ekki lengri en 40 stundir á viku að jafnaði. í nefndarstarfinu á að ganga út frá þeirri forsendu að áætlunin um styttingu heildarvinnutímans komi til framkvæmda sem hluti af kjarasamningum aðila vinnum- arkaðarins. í greinargerð með tillögunni segir að á því leiki enginn vafi að vinnuþrældómur sé eitt alvarleg- asta þjóðfélagsvandamálið á ís- landi, enda vinni fólk hér að jafn- aði 50 stundir á viku á meðan Þjóðminjasafnið Skipulagsbreyting á stjomun Frumvarpþingmanna allraflokka umþjóðminjalög. Stjórnunarnefnd mótistefnu Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til þjóðminjalaga, sem þingmenn allra flokka eru flutn- ingsmenn að. Fyrsti flutnings- maður er Sverrir Hermannsson en meðflutningsmenn hans eru þau Guðrún Helgadóttir, Kjart- an Jóhannsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Þórhildur Þor- leifsdóttir, Stefán Valgeirsson og Guðmundur G. Þórarinsson. í greinargerð með frumvarp- Þjóðminjasafnsins inu segir að helstu nýmæli lag- anna séu skipulagsbreytingar á stjórnun Þjóðminjasafns íslands. Stjórnunarnefnd móti stefnu safnsins og áætlanir og ráðinn verði safnstjóri Þjóðminjasafns- ins, sem stjórni daglegum rekstri þess. Einnig muni minjaverðir starfa við vörslu þjóðminja á landsbyggðinni. Þá mun þriggja manna forn- leifaráð verða þjóðminjaverði til ráðgjafar við skipulagningu forn- leifarannsókna og veitingu leyfa til slíkra rannsókna. Þjóðminja- vörður mun einn hafa rétt til þess að rannsaka eða láta rannsaka fornleifar og öll hús sem byggð eru fyrir 1850 og allar kirkjur, sem byggðar eru fyrir 1918 verða friðuð. Húsfriðunarnefnd getur gripið til skyndifriðunar ef þörf krefur. -Sáf nágrannaþjóðirnar krefjast 35 stunda vinnuviku. Lagt er til að þingmannanefn- din, ásamt aðilum vinnumarkað- arins, geri áætlun um styttingu vinnutímans þannig að almennur vinnutími fólks hér á landi verði ekki lengri en 40 stundir á viku að jafnaði og að aðilar vinnumark- aðarins taki áætlunina inn í kjara- samninga sem verða gerðir næst á eftir að áætlunin er tilbúin. Þá segir að taka verði tillit til þess að fólk haldi sem mestum hluta tekna sinna þrátt fyrir stytt- ingu vinnutímans og er bent á að fyrir 10 árum var um að ræða vfð- tækt yfirvinnubann hér á landi sem stóð yfir í nokkrar vikur. Þá kom í ljós að unnt er að halda tekjum fólks óbreyttum í flestum fyrirtækjum með mun styttri vinnutíma, án útgjaldaauka fyrir fyrirtækin, þrátt fyrir verulega hækkun launa fyrir hverja unna vinnustund. „Stytting heildarvinnutímans er lykillinn að félagslegum og menningarlegum framförum á flestum sviðum. Það er stærsti þátturinn í mótun fjölskyldust- efnu. Það er þýðingarmesta at- riðið í því að byggja upp samfélag sem er betra við börnin. Það er einn veigamesti þátturinn í því að stuðla að raunverulegu jafnrétti karla og kvenna. Það er úrslita- atriði í framþróun menningar- samfélags með víðtækari þátt- töku almennings," segir m.a. í greinargerðinni. Stjórnmálaályktun 7. lands- fundar Alþýðubandalagsins fylg- ir með sem fylgiskjal, en vinnu- þrældómurinn og stytting vinnu- tímans er meginatriði ályktunar- innar. -Sáf ÞJOÐMAL Umsjón Sigurður A. Friðþjófsson Grunnskólarnir Handmennt verði könnuð Guðrún Helgadóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að staða handmenntakennslu í grunnskólunum verði könnuð. Með grunnskólalögunum frá 1974 varð sú breyting á handa- vinnukennslu að piltar og stúlkur skyldu framvegis hljóta kennslu í sama námsefni, en áður hafði handavinnukennsla verið bundin við kyn barnanna. í greinargerð með tillögunni segir að framkvæmdin hafi víðast hvar orðið á þann veg að orðið hefur að skipta bekkjadeildum í tvennt og kenna sama námsefnið tvisvar á skólaári. Þar sem tíma- fjöldinn var ekki aukinn fær nem- andinn helmingi minni kennslu en hann átti kost á áður. -Sáf Alþingi HundraðFsti þingmaðui nn Hundraðasti þingmaðurinn, sem sæti tekur á 110. löggjafar- þingi þjóðarinnar, hefur tekið sæti á Alþingi. Það var Rannveig Guðmundsdóttir, sem tók sæti sem varamaður Kjartans Jó- hannssonar. Óvenjumikið hefur verið um varamenn á þingi í vetur, en alls hafa 37 varamenn komið inn. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, sagði í tilefni af þessu, að forsetar þing- sins hefðu rætt við formenn þing- flokkanna um að þeir gæti hóifs við að taka inn varamenn. Allir farmenn, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir, skulu njóta sömu kjara. Farmenn Erient vinnuafl á íslensk kjör Svavar Gestsson og Geir Gunnarsson vilja lög um réttindi farmanna þarsem tryggt er að erlendir farmenn sem sigla á íslenskar hafnir séu ekki á lakari kjörum en íslenskir farmenn Svavar Gestsson og Geir Gunn- arsson hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um að ríkis- stjórnin undirbúi frumvarp um réttindi farmanna, þar sem öll al- menn vinnuréttindi íslenskra far- manna verði tryggð, auk þess sem gert verði ráð fyrir að óheimilt sé að ráða á íslensk farskip eða far- skip i leigu íslenskra skipafélaga menn á lakari kjörum en um er samið hér á landi fyrir íslenska sjómenn. Einsog fram hefur komið í Þjóðviljanum hafa verið töluverð brögð að því að erlend skip, sem íslensk skipafélög hafa á leigu, séu með erlendar áhafnir á kjörum langt fyrir neðan það sem íslenskir farmenn hafa samið um. í greinargerð með tillögunni segir að markmið lagasetningar- innar sé m.a. það að íslenskar áhafnir séu að jafnaði á far- skipum íslensku skipafélaganna, hvort sem þau eru í eigu félag- anna eða tekin á kaupleigu. Þá má enginn sigla á íslenskar hafnir nema því aðeins að launa- greiðslur, kjör og aðbúnaður sé að minnsta kosti í samræmi við samninga Alþjóðasambands flutningaverkamanna. Þá ber lögunum að tryggja að öll skip í strandflutningum við ís- land sigli undir íslenska fánanum og að reglur sem íslensku sjó- mannafélögin nái fram í kjara- samningum séu hafðar í heiðri. Þá skal íslenski flotinn aldrei vera minni en svo að tryggt sé að þjóð- in sé sjálfri sér næg um skipakost til flutninga að og frá landinu. -Sáf Fimmtudagur 14. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.