Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 3
Að bœta heiminn með tónlist - Ég trúi því statt og stöðugt að tónlistin geti bætt heiminn, sagði Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld við blaðamann Þjóð- viljans að afstaðinni æfingu með sönghópnum Hljómeyki í Kristskirkju í Landakoti nú í vikunni. Hópurinn var að æfa dagskrá fyrir tónleika sem haldnirverðaásunnudaginn, þar sem flutt verða sex tón- verk fyrir söngraddir eftir Hjálmar. Fyrir leikmann var þessi tónlist grípandi og seiðandi og sprengdi fljótt af sér kirkjuhvelfinguna og leiddi hugann upp í aðrar og víðari hæðir með ástríðufullum og tilfinningaríkum ómi sem virt- ist á stundum eiga sér annan og óræðari uppruna en hálsa þeirra tólf söngvara sem mynda söng- sveitina Hljómeyki. Tónverkin sex eru samin á síð- astliðnum 8 árum og eru flest við texta af trúarlegum toga. Þó er hér engan veginn um hefðbundna kirkjutónlist að ræða, heldur er hér talað til okkar af þeim beina og milliliðalausa ástríðuþunga sem tilheyrir samtímanum: tón- skáldinu er greinilega of mikið niðri fyrir til þess að binda sig við fastmótaðar hefðir. Og fyrir bragðið verður þessi tónlist óvænt upplifun sem leiðir mann áður en varir á vit nýrrar reynslu sem ekki verður auðveldlega lýst með orðum. En ég bað Hjálmar að segja mér svolítið nánar frá tilurð þess- ara verka. Dýrðarsöngurinn - Tónverkið Gloria, sem þarna er flutt, var fyrsta trúarlega tón- verkið sem ég samdi. Það var samið að beiðni Dómkórsins sem flutti verkið á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 1982 undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Ég var um þrítugt þegar ég samdi þetta verk og hafði ekki mikið velt fyrir mér trúarlegum efnum á þeim tíma. En þegar ég fór að kryfja þennan aldagamla latneska texta, þá fann ég að í honum bjó viska sem í aldanna rás hefur tekið á sig þessa mynd í meðferð genginna kynslóða, og hver var ég þá, lítið peð í al- heiminum, að setja mig í stelling- ar gagnvart því sem kynslóðirnar hafa þannig mótað af reynslu sinni? En ég gat hins vegar heldur ekki gengið að textanum með hefðbundnum hætti eða eins og sjálfgefnum hlut. Trúarvissan hjá upplýstum nútímamanni er ekki sú sama og var fyrr á öldum. Og á þessum tímum firringar og and- legrar þjáningar er maðurinn ekki heldur sá sami og hann var áður fyrr. Þó ekki væri nema vegna allra þeirra upplýsinga sem við höfum aðgang að. Það var því útilokað fyrir mig að ganga að þessum texta blindandi. Fyrir mér er það textinn sem stjórnar tónlistinni, en ekki öfugt, og ég held að það sé kannski of algengt að tónskáld gangi að trúarlegum textum sem sjálfsögðum hlutum. Dýrðarsöngurinn í upphafi og enda verksins er auðmjúkur og í rauninni dapurlegur, en miðkafl- inn, þar sem beðið er miskunnar fyrir mannfólkið, er ákafari og ástríðufyllri og þar reyni ég að láta tónlistina opna sig eins og blóm. Tónlistin fýlgir annars efni textans mjög náið og leitast við að túlka innihald hans. Að tala við Maríu Næsta verkið sem ég samdi við trúarlegan texta og er á efnisskrá tónleikanna er Ave María frá 1985, sem ég samdi upphaflega fyrir sýningu Leikfélags Reykja- víkur á leikritinu Agnes barn Guðs. Ég setti þetta verk síðan út fyrir kór og það var frumflutt af Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar 1986. Þessi tónsmíð er mun ein- faldari í allri uppbyggingu, enda finnst mér það mun auðveldara að tala við Maríu en við Guð. María er tákn hinna mjúku og kvenlegu eiginleika og hún er full af kvenlegum skilningi. Það er reyndar athyglisvert að þótt við íslendingar séum lúterskir, þá hafa íslensk tónskáld gert mikið að því að ávarpa Maríu í tónlist. Nýjasta tónverkið á þessum tónleikum er Credo frá síðasta ári, samið við latneskan texta trú- arjátningarinnarfrá Nikeu. Þetta tónverk er frekar örvæntingará- kall en fullviss játning, og þótt tónlistin sé hér mun ákafari en í Gloríunni, þá eru þessi tvö verk af sama toga. Trúarjátningin er á köflum mjög hröð og ofsafengin og hún reynir mikið á flytjend- urna, en hún var einmitt samin fyrir Hljómeyki og frumflutt af hópnum í Skálholti síðastliðið sumar. Stefán Hörður og Snorri Önnur verk á tónleikunum eru Gamalt vers frá 1980, en það er samið við gamla íslenska bæn sem ort er í orðastað deyjandi barns, og tvö verk við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson og Snorra Hjartarson. Ég les mikið af ljóð- um og þessi tvö skáld eru meðal þeirra sem ég held hvað mest upp á. Kvöldvísur um sumarmál samdi ég 1984 við samnefnt kvæði Stef- áns Harðar úr Svartálfadansi, sem er ein af mínum eftirlætis- bókum. í þessu verki leitast ég við að láta tónlistina túlka efni ljóðsins í heild, hverja myndlík- ingu og hvert einstakt orð þannig að texti og tónlist verði órofa heild. Þarna er það því textinn sem ræður tónlistinni, en ekki öfugt, og þannig er ekki hægt að semja tónlist nema maður hafi af- burða góðan skáldskap í höndun- um. Lauffall er gert við síðasta ljóð- ið í bókinni „Hauströkkrið yfir mér“ eftir Snorra Hjartarson og ég samdi það aðeins fjórum dögum fyrir jarðaför Snorra, en það var frumflutt af Kristni Sig- mundssyni við útförina 7. janúar á síðasta ári. Þetta verk á sér í rauninni dá- lítið sérstaka sögu, því Torfi Hjartarson frændi minn og bróðir Snorra hafði beðið mig um að semja við eitthvert ljóða hans af þessu tilefni. Fresturinn var stutt- ur og ég var í þann veginn að gefa þetta frá mér og hringja í Torfa þegar vindhviða feykir upp hurð- um hér í húsinu og opnar bókina þar sem hún liggur á símaborð- inu. Mér varð bilt við og sá að bókin hafði opnast á síðasta ljóð- inu. Ég lagði frá mér símtólið, og hugmyndin að laginu var komin á einni klukkustund og lagið full- búið fjórum dögum fyrir jarðar- förina. Snorri sætti sig ekki við neina uppgjöf! Þessi verk þi'n eru nánast öll af trúarlegum toga. Er það kannski skoðun þín að öll tónlist eigi sér trúarlegan kjarna? Já, ég er sannfærður um það. Öll skapandi tónlist á að leiða mann inn í nýjan heim og fela í sér von um betra líf. Tónlistin á að leiða manninn frá hinni hvers- dagslegu reynslu og opna fyrir okkur nýja vídd, ekki síst vídd vonarinnar í brjóstum okkar. Við búum í geðveikislegu þjóðfélagi þar sem samskipti manna ein- kennast um of af virðingarleysi og skeytingarleysi um náungann og umhverfið. Ég held að tónlist- in sé eitt sterkasta vopnið til þess að hefja mann upp úr þessu skeytingaleysi. Ég trúr því raun- verulega að tónlistin geti bætt heiminn. Ég held líka að nú sé að skapast dýpri skilningur og meiri virðing á milli tónskálda og áheyrenda en var fyrir nokkrum árum þegar módernisminn og nútímatónlist- in var að ryðja sér braut. Og það gerist án þess að menn séu að beygja sig undir einhverja meðal- mennsku. Menn eru ekki lengur eins einstrengingslegir, og nú er nánast allt leyfilegt í tónlistinni, alveg eins og í myndlistinni. Mó- dernisminn og tilraunatónlistin var á sínum tíma nauðsynleg þró- un, en draumur minn nú er sá að við eigum eftir að eignast alþjóð- legt tungutak tónlistarinnar sem sé hafið yfir stéttir og landamæri og nái til allra, rétt eins og á klass- íska tímanum. Við sjáum það að vísinda- hyggjan hefur beðið visst skip- brot. Við sjáum það í umhverfis- sp'öllum, kjarnorkuvígvæðing- unm og víðar. Þetta hefur líka haft sín áhrif í listunum. Lista- menn taka ekki eins mikið mið af vísindunum og áður. Þetta á ekki síst við um tónskáldin. Á tímabili gerðu menn til dæmis tilraunir með að semja tónlist sem byggði ýmist á stærðfræðilegum formúl- um eða þá hreinum tilviljunum innan ákveðins ramma. Þessar tilraunir hafa skilað sínu og eru nú á hröðu undanhaldi. Menn hafa séð það að taumlaus vísinda- hyggja er siðlaus og sama gildir raunar um þá list sem byggð er á aðferðum raunvísindanna. Liggur það ekki nœrri að kalla drauma þína um nýtt alheims- tungumál tónlistarinnar og frels- andi og bcetandi mátt hennar róm- antíska draumóra? Jú, það kann að vera. En ég held að það sé líka þörf fyrir vissa rómantík í lífinu. -ólg HjólmarH. Ragnarsson og sönghóp- urinn Hljómeyki halda óvenju- legatónleikaí Kristskirkju ó sunnudag, þar semfluttar verða sextón- smíðareftir Hjólmarog undirstjórn hans Sunnudagur 17. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.