Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 8
ítilefni kvikmyndarinnar Hrópað ó frelsi, sem nú er sýnd í Laugarósbíói Það var fyrir nokkrum árum að ég átti næturstað á hóteli í útjaðri Rómaborgar. Þetta varsíðlasumars, og mikið um að vera þannig að öll gistihús inni í borginni reyndustyfirfull. Meðal þeirra gesta sem fylltu hótel- in í Róm þessa síðsumar- daga voru þátttakendur í heimsmeistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum. Þessir íþróttamenn sem komu hvaðanæva úr heiminum, höfðu greinilega lagt undir sig þetta hótel líka, sem ég hafði komist inn á fyrir náð með hópi íslenskra ferða- manna. Viö höfðum þrammað daglangt um sögustaði Rómar undir steikjandi síðsumarsólinni og ég var úrvinda af þreytu en brá mér þó inn á vínstúku hótelsins til þess að vinda ofan af þreytunni fyrir svefn- inn. Það var skuggsýnt á barnum og fáir gestir og ég fékk mér glas af köldu og freyðandi öli um leið og ég hlammaði mér ofan í mjúkt hæg- indið í skuggsælu horni. Við bar- diskinn sátu tveir menn, annar hár, grannur og ljós yfirlitum, hinn lág- vaxnari, þreknari og svartur á hörund. Þeir virtust nálægt fertugu og sá hvíti var í íþróttagallanum einum fata, stuttum buxum og stutterma bol. Hann gaf mér strax auga og fyrr en ég vissi var hann sestur við borð mitt og spurði mig spjörunum úr. Hvaðan ég væri, hvort ég væri í heimsmeistara- keppninni, hvað ég væri að gera í þessari ömurlegu borg úr því að ég væri ekki í íþróttum og hvort ég hefði komið til Suður-Afríku eða hvort ég vissi eitthvað um það fagra og stórkostlega land. Ég sagði sem var að ég hefði aldrei komið til Suður-Afríku en hins vegar gæti ég ekki samþykkt það að Róm væri ömurleg borg, þvert á móti væri ástæðan fyrir dvöl minni hér sú að mér fyndist borgin vera heillandi. -Hún er skítur samanborið við Höfðaborg, sagði maðurinn og beindi þumalfingrinum í gólfið til áhersluauka. -Hér er allt útbíað í veggjakroti og skít, maður kemst ekki leiðar sinnar fyrir bílum og fólki, stybban er kæfandi og maturinn vondur og bjórinn dýr. Nei, þá er það betra í Höfðaborg. Þar er regla á hlutun- um, skal ég segja þér, hreint loft, hrein hús og hreinar götur. Og þar hefur maður allt til alls; við lifum miklu betur í Suður-Afríku en þessir ftalir. Ekki satt, Bimbó, segir hann og kallar til svarta mannsins sem sat ennþá við bar- diskinn í bláum íþróttasamfestingi og hafði fylgst með samtali okkar úr fjarlægð. -Svona, komdu Bimbó, vertu ekki feiminn við manninn, segir sá hávaxni og sveiflar til hendinni eins og til að árétta mál sit. -Má ég setjast við borðið? spurði blökkumaðurinn hæversk- lega og beindi orðum sínum til mín. Það var einhver óttablandinn glampi í augum hans. -Gjörðu svo vel, sagði ég, en fékk strax þá óþægilegu tilfinningu að það væri eins og hvíti maðurinn væri að sýna mér hundinn sinn. -Já, þeir svörtu hafa það líka gott í Suður-Afríku, miklu betra en annars staðar í álfunni, enda er standardinn óvíða hærri. Þar fáum við að minnsta kosti þrjá bjóra fyrir það sama og einn kostar hér. Ekki satt, Bimbó? sagði hann og lyfti glasinu. Skál! —Jú, Suður-Afríka er að mörgu leyti gott land, sagði Bimbó og horfði í gaupnir sér. . -Eru þeir svörtu ekki beittir mis- rétti? spurði ég. Hafa þeir nokkurn kosningarétt? Eru þeir ekki reknir burt úr borgunum á kvöldin? Þurfa þeir ekki sérstök vegabréf? -petta er evrópskur áróður og þvættingur, sagði sá hvíti. Sjáðu til, í Suður-Afríku fær hver og einn að njóta sín eftir sínum hæfileikum. Suður-Afríka er land mögu- leikanna. Sjáðu til dæmis hann Bimbó: íþróttakennari í góðri stöðu og getur ferðast til Evrópu. Hvað viltu hafa það betra? Ekki geta þeir í Botswana, Angola eða Mozambík ferðast til Evrópu og lifað eins og hann. Ekki satt, Bimbó? segir sá hvíti og slær á öxl félaga síns. -Það er rétt, ég þarf ekki að kvarta, sagði Bimbó. Það eru fáir sem hafa það eins gott og ég. -Hvað sagði ég ekki, sagði sá hvíti. Sjáðu, við Bimbó höfum þekkst lengi og ég hef fylgst með honum vinna sig upp. Hann er ekki einn af þeim sem leggjast í volæði eða einhver mótmæli og kjaftæði. Nei, hann Bimbó kallinn er ekki allur þar sem hann er séður, segir hann og slær aftur á öxl þess svarta. -Sjáðu til. Ég þekki þetta skand- inavíska kjaftæði um misrétti og kúgun í Suður-Afríku. Það er ekki til hrokafyllra fólk en þessir Skand- ínavar sem hreykja sig yfir aðra og gagnrýna það sem þeir hafa ekki hundsvit á. Hvað veist þú til dæmis um það hvernig svartir og hvítir lifa í okkar landi? Ekki neitt, ekki satt? Nema áróðursþvættinginn úr Skandinövunum? Það er staðreynd að þetta kerfi sem við höfum er báðum fyrir bestu. Þeir svörtu vilja vera út af fyrir sig, það er staðr- eynd, og þeim er það líka fyrir bestu. En þeir fá engu að síður að njóta þess sem þeir hvítu geta boð- ið þeim uppá og vinna sig upp ef þeir hafa hæfileika til. Eins og til dæmis hann Bimbó. Hann er dæmi um sannan Suðurafríkunegra sem kann að vinna sig upp. Og það er staðreynd að negrarmr hafa það hvergi betra í Afríku en hjá okkur. Ég lagði lítið til þessarar umræðu og átti ekkert frumkvæði í henni, enda taldi ég mig ekki hafa mikið fram að færa við þessa tvo menn sem þekktu aðstæður í Suður- Afríku svo miklu betur en ég. En ég fékk það æ sterklegar á tilfinn- inguna að sá svarti talaði um hug sinn, eða að minnsta kosti fengi ekki sagt allt sem hann vildi. En skyndilega lagði hann fyrir mig eftirfarandi spurningu af mikl- um alvöruþunga: -Myndi ég fá að keppa undir fána Suður-Afríku í þínu landi? Ég var ekki fyllilega viðbúinn að svara spurningunni og spurði því á móti, hvers vegna hann spyrði. -Hér í Róm þurfum við að keppa undir fána Bretlands. Við erum hluti af breska liðinu af því að hér fáum við ekki að keppa undir suðurafrískum fána. -Kynþáttaaðskilnaður er talin brjóta í bága við grundvallarmann- réttindi í Evrópu, og íþróttahreyf- ingin í Evrópu byggir á þessum mannréttindum. Þess vegna er fáni Suður-Afríku útilokaður á íþrótta- mótum í Evrópu. Einnig í mínu heimalandi, sagði ég. -Mér finnst það niðurlægjandi að þurfa að keppa undir bresku flaggi, sagði sá svarti. Ég skil ekki alveg hvers vegna þetta er svona. -Þetta er bara þessi venjulegi evrópski hroki, sagði sá hvíti og gerðist nú æ æstari auk þess sem hann tók æ hraustlegar til bjór- glassins. Reyndi hann bæði að gera lítið úr þessum vanda gagnvart fé- laga sínum um leið og hann fjarg- viðraðist út af því alþjóðlega og þó sérstaklega skandínavíska samsæri sem búið væri að gera gagnvart Suður-Afríku. -Þið skiljið ekki að hjá okkur er það á hæfileikunum sem menn komast áfram, og Suður-Afríka er land tækifæranna! -Ég verð að segja það eins og er að mér finnst það heimskulegt af þér að halda því fram að greina eigi með lögum á milli fólks vegna hörundslitarins en hins vegar þá eigi allir að hafa jafna möguleika til þess að komast áfram á eigin hæfi- leikum. Þetta stenst einfaldlega ekki, sagði ég. -Ertu að halda því fram að ég sé heimskur? sagði sá hvíti æstur, og skyndilega fann ég kalda bjórgus- una koma yfir mig. Hann hafði skvett úr fullu bjórglasinu og strunsaði síðan út án þess að kveðja frekar. Ekki urðu fleiri vitni að þessari köldu kveðju Suðurafríkubúans hvíta en ég og félagi hans Bimbó, því aðrir gestir voru horfnir af barnum og barþjónninn hafði brugðið sér frá. Hitasvækjan gerði það að verkum að ekki var nema svalandi að fá yfír sig kalda gusuna, svo viðbrögð mín voru mest fólgin í furðu yfir þessum viðbrögðum manns, sem reynst hafði hörund- sárari en mig óraði fyrir. Félaga hans virtist hins vegar enn meira brugðið, því hann sat fyrst eftir eins og lamaður í stól sínum og skelfing- in skein úr andlitinu. Svo var eins og hann hefði skyndilega rankað við sér og hann hljóp til og vildi þurrka mér og sagðist vilja biðja mig afsökunar fyrir hönd félaga síns og spurði með grátstafina í kverkunum hvort hann mætti ekki bjóða mér upp á annað glas, því hann þyrfti að tala við mig. -Viltu tala við mig nokkur orð? spurði hann aftur og örvæntingin skein úr augunum. Ég gat ekki annað en þegið glas- ið, þótt kominn væri svefntími. -Að þetta skuli vera hann Jim- my, sagði hann, með grátstafina í kverkunum um leið og hann færði mér glasið. Ég hefði aldrei trúað þessu upp á hann, við sem höfum þekkst svo lengi... Ég fyrirverð mig fyrir að þekkja hann, sagði hann svo með ekkasogum, hristi höfuðið og horfði í gaupnir sér... Ég sem hélt að hann væri vinur minn... -Ég held að hann sé ekki vinur þinn, sagði ég. Ég held að hann sé að nota þig. -Hann er ekki lengur vinur minn, sagði hann eftir langa þögn og hristi höfuðið í sífellu, og ég fyrirverð mig fyrir að vera í þessu liði... Hann er fyrirliðinn okkar og við eigum að keppa á morgun. Ég get ekki tekið þátt í þessu lengur... Og hann fór að segja mér sögu sína. Að hann hefði notið þeirra forréttinda að komast í skóla og læra það sem hann vildi. Hann hefði orðið íþróttakennari og feng- ið vinnu í einhverjum skóla. Að hann hefði eignast konu og börn og að hann hefði alltaf passað sig að fara í einu og öllu eftir því sem reglur apartheid segja til um, því öðruvísi héldi hann ekki starfinu. Hann hefði alið börnin sín upp í hlýðni og vinnusemi og hann hefði eignast góða konu og fallegt heim- ili. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.