Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 14
Halldor Kilian Laxness lcs kafla úr frumsönulum skáldsögum. þar á meðal ny- namda Bmáaögu. sem heitir "Nýja Island", á eftirfarandi stöðum: GIMLI 1. SEPTEMBER. RIVERTON 2. SEPTEMBER WINNIPEG 6. SEPT. (1 Goodtemplarahúslnu). ARBORG 9. SEPTEMBER. I.UNDAR 13. SEITEMIIKR. Samkomurnar bvrja á öllum stöðuuum kl. 8,30, og á eftir verður séð fyrir hljóðfæraslætti (nema I Winni- peg) handa þeim, sem vilja dansa. Aðgangur 50 Uents. P. I , uni iT I'r .iði linpi kl-ik nr v hvp« f hrA i'l! i • ;■ i.M Auglýsing úr Heimskringlu 24. ágúst 1927. 'B Halldór Kiljan Laxness rlthöfundur frá lslaivdl. lea upp kaíla úr óprentuSum skáldftöffum, þar á meðal rtý- aamda söffu, aem hcítlr Nýja fa- land, á eftlrffrelndum atöðum Gimli—1. aept Itlverton—2. aept. Wlnnlpeff—6. aept I Göod- Templara húainu. Arborff—9. aept. Lundar—13. aept. Samkomurnar byrja á ðllum atöð- unum. kl. 8 aÖ kveldi. Aöffanffur 50 centa. Séft verftur fyrlr hljóftfæraalrttl aft loknum uppleatrinum, úti I ný- byffðunum. ikafti ion í im í ónaft I»nh Inffs- I vnr hún GJ«flrf í Floatajóðlnn. Mr. off Mra. G. J. Goodmund- aon. I>oa Anffelea ....... 5.00 Berffur Mýrdal. Glenboro ...1.00 -Mra. A. S. Joaephaon, Glenb. 1.00 Thorbj. Johnaorf, Glenb.........25 Mra. S. Aaffrlmaa, Glenb.i.. .25 þafl þakk I ata Vi fram eítlr ffera arm an h in ti aem ná þ Krla I*a tíft, . aönff l»aft Marj aönff nemi Slæn Ekke rn a Halldór Laxness í Mai EinarÁrnason, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, rifjaði nýlega upp í blaði sínu fyrstu ferð Halldórs Laxness til Ameríku og viðhorf Vestur- íslendinga til bóka hans eftir útkomu Sölku Völku (1931 - 32). Eins og kunnugtervar Halldóri snúið við af innflytj- endaeftirlitinu í New York árið 1922 vegna peningaleysis og hannsendurafturtil Evrópu. Einar segir frá því að Halldór sendi skeyti til Daníels Hall- dórssonar í Nýja-íslandi og bað um fjárhagsaðstoð til að komast inn í landið. Eftir nokkrayfirlegu ákvað Daníel að synja Halldóri, enda ekki í góðum efnum sjálfur. Einar lýsir því einnig hvern- ig fólk skiptist í tvo hópa í af- stöðu sinni til Halldórs og hvernig mörgum sárnaði mest að Halldór skyldi skrifa svona um íslendinga. Flestir virðast hafa verið sammála um að bækur hans væru góð- ar bókmenntir- bara ef þær væru um einhverja aðra þjóð! Hérgilti m.ö.o. samaviðhorfið og til íslenskra kvikmynda nú á dögum þegar áhorfendur hafa mestar áhyggjur af því hvort myndirnar séu góð land- kynning. Meindýraeyðir kœrir Halldór Halldór fór aftur til Ameríku árið 1927 eftir útkomu Vefarans mikla frá Kasmír. Þá fór hann beint til Winnipeg og segir frá þvi í Alþýðubókinni (1929) hvernig hann hreifst þar af flutningi ís- lenskrar söngkonu, frú Hall, á kvæði Kristjáns Jónssonar, „Tár- ið“. Um sumarið dvaldi Halldór á Gimli og skrifaði þá m.a. söguna „Nýja ísland“ sem hann las upp ásamt öðru efni á samkomum í íslendingabyggðum um haustið áður en hann hélt áfram för sinni til Kaliforníu. í Skáldatíma (1963) segir Hall- dór lítillega frá þessu sumri í Manitóba í tengslum við það að tveimur árum síðar kærði einhver G.T. Athelstan (Aðalsteinsson) Halldór til bandarískra stjórn- valda og sakaði hann um vinstri- villu með tilvísun til ritdóms sem Halldór hafði skrifað um Upton Sinclair í Alþýðublaðið. Þennan Aðalsteinsson - sem var meindýraeyðir að atvinnu - teng- ir Halldór við Manitóbaíslend- inga og segir í framhaldi af því frá viðbrögðum við sögunni „Nýja ísland“: „Þegar ég las upp söguna Nýja ísland, nýsamda, í því byggðarlagi sem hún gerist, sveitaþorpinu Riverton, var þar staddur matvörukaupmaður staðarins veldrukkinn, mikill djíngóisti sem oft hendir mat- vörukaupmenn í sveit. Hann varð svo æstur útaf sögunni að menn urðu að halda honum með- an á stóð lestrinum svo hann færi ekki uppí ræðustólinn til að berja þetta föla og reinglulega skáld- menni úr annarri sveit sem komið var að bera út fólk í hans sveit. Eitt var víst að íslenskir manító- bainnflytjendur snerust öndverð- ir á móti mér, með nokkrum lofs- verðum undantekningum, útaf þessari lítilfjölegu sögu Nýja fs- landi.“ (Bls. 82-83) „í stríði við Vestur-íslendinga" Frásögn Halldórs af viðtökun- um sem hann fékk vestra hefur orðið tii þess að þær nokkru lofs- verðu undantekningar sem hann nefnir hafa gleymst en athyglin hefur beinst að þeim sem snerust gegn honum. í yfirlitsriti sínu Halldór Laxness, (Kbh. 1981) segir Erik Sönderholm til dæmis um söguna „Nýa ísland": „Novellens kritiske holdning til de mange bristede illusioner hos udvandrerne bragte ham i strid með islandsk-amerikanere; sále- des sógte de at afbryde oplæsni- ngen af novellen ved en sam- menkomst.“ (Bls. 36 - „Sú gagnrýni sem birtist í smásögunni á brostnar vonir útflytjendanna varð til þess að hann lenti á stríði við Vestur-íslendinga; þannig reyndu þeir að stöðva upplestur smásögunnar á samkomu.“) Sama viðhorf virðist ríkja í nýj- ustu bókinni um skáldið, „Loks- ins, Loksins" (Rvk. 1987), eftir Halldór Guðmundsson, þar sem segir um Ameríkuförina árið 1927: „Halldór sækir fyrst Vestur-íslendinga í Kanada heim og takast sem kunnugt er ekki miklir kærleikar með þeim og skáldinu..." (Bls. 134-135) Ekki hef ég rekist á að Peter Hallberg geri betri grein fyrir við- brögöum Vestur-Islendinga við umræddri sögu. Hann vitnar þó á einum stað í bréf sem Halldór skrifar haustið eftir Manitóba- sumarið sem staðfestir hvað Hall- dóri hefur þótt sárt að sjá íslend- inga slíta sér út í Kanada: „Til hvers andskotans eiga íslending- ar að vera að grafa skurði í Sask- atchewan?" Þetta bréf tengist vangaveltum Halldórs á þessum tíma um þjóðerni og hvað það þýddi að vera íslendingur. Heill kafli í Alþýðubókinni fjallar um þennan vanda. Bækur um sögu íslendinga í Manitóba geta heimsóknar Hall- dórs að engu, enda þótt sagt sé frá ferðum fræðimanna og skálda frá íslandi, bæði fyrir og eftir árið 1927. Það má því heita nokkuð við- tekin skoðun að heimsókn Hall- dórs Laxness til fslendinga- byggða í Manitóba hafi ekki lukkast vel og að þar hafi hann nánast verið hrópaður niður og flæmdur burt vegna níðskrifa um íslenska landnema. Hvað segja vestur-íslensku blöðin? Sé litið í íslensku vikublöðin í Winnipeg, Lögberg og Heims- kringlu, frá sumrinu 1927 blasir við mynd af stórskáldinu Hall- dóri Kiljan Laxness, hinum glæsi- lega höfundi sem héfur for- framast í Evrópu og flutt íslensk- um sveitamenningarvitum nýjan Laxness ó Þverárballi Þaö var ekki mikiö um sam- komuhús í Skagafirði þegar þessi saga gerðist. Fyrir utan gömlu Bifröst á Sauöárkróki er mér ekki kunnugt nema um þrjú. Þau voruáLækíViövík- ursveit, Stóru-Ökrum í Blönduhlíðog við Steinsstaðalaug í Lýtings- staðahreppi. Mest voru þessi hús notuð til ýmiss konar fundahalda. Þó kom það auðvitað fyrir að þar voru haldnir dansleikir. Ærið myndu hús þessi þykja þægindasnauð nú. Þó var þar afþiljuð einhver skonsa þar sem hægt var að hita kaffi og fram gátu farið veitingar. Sæti voru engin nema trébekkir, sem raðað var meðfram veggjun- um. Þar sátu dömumar milli þess sem þær voru á dansgólfinu. Og úti í einu horninu var svo harm- oníkuleikarinn. Þó að þessi hús væru fyrir hendi þá var hitt þó algengara að dans- leikir, - böll, eins og oftast var sagt, - voru haldin á sveitaheimil- um, þar sem húsakynni voru sæmilega rúmgóð. Þá var dansað í einni eða tveimur stofum, veitingar á öðrum stað og svo var þeim einhversstaðar séð fyrir af- drepi, sem grípa vildu í spil. Böll- in byrjuðu þetta kl. 9-10 að kvöldinu og stóðu til morguns. Þótti hæfilegt að koma heim um það leyti sem fara þurfti að sinna gegningum. Yfirleitt var það regla á þessum böllum, að flutt voru 15-20 mín- útna erindi eða lesið upp, nema hvorttveggja væri. Stundum sungið og á einu slíku balli söng Stefán Islandi opinberlega í fyrsta sinn. Það var í samkomu- húsinu á Læk, einhverju því minnsta funda- og samkomuhúsi sem ég hef séð. Minnti mig alltaf á 50 punda sykurkassa, en það voru trékassar, sem molasykur var fluttur inn í á sinni tíð og tóku 50 pund af sykri. Pabbi spilaði undir sönginn hjá Stefáni, á ein- hvern orgelgarm. Þeir óku á sleða framan Eylendið því þetta var að vetrarlagi, í sunnan asa- hláku. Vatnsagi var mikill á Ey- lendinu og votviðrasamt á sleð- anum svo þeir voru allir hund- blautir þegar þeir komu í Læk. En þeir létu það ekkert á sig fá. Kvenfélagskonur drifu í þá heitt kaffi, kannski líka brennivíns- glögg, og síðan hóf Stefán söng- inn. Skyldi honum aldrei hafa dottið í hug litla húsið á Læk þeg- ar hann var síðar að syngja í óper- uhöllum heimsbyggðarinnar? Nú víkur sögunni til þess, að eitt sinn sem oftar var haldið ball á Þverá í Blönduhlíð. Þar voru rúmgóð húsakynni á gamla vísu. Dansað var í tveimur stofum í frambænum og voru þær sín hvoru megin við innganginn í bæ- inn. Sat harmoníkuleikarinn á ganginum og gat þannig spilað fyrir dansinum í báðum stofun- um. Pabbi var fenginn til þess að lesa upp á ballinu. Kaus hann að lesa kafla úr nýútkominni skáld- sögu Halldórs Laxness, „Þú vín- viður hreini“. Þessi upplestur féll í misjafnan jarðveg hjá sam- komugestum. Menn skiptust þá mjög í tvo hópa í afstöðunni til Laxness og skrifa hans. Sumir máttu ekki heyra hann nefndan, töldu hann hreinan skemmdar- verkamann, sem bæri út óhróður og svívirðingar um landa sína. Beittu þeir sér eindregið gegn því að bækur Laxness væru keyptar af lestrarfélögum. Ég dreg hins- vegar í efa að þetta góða fólk hafi lesið nokkurn staf í þessum bókum. Og afstaða þess breyttist ekkert þótt Laxness fengi nóbel- sverðlaunin. Að því leyti var það heiðarlegra en Morgunblaðið. Þetta fólk var eðlilega ekkert hrifið af upplestri úr „Vínviðn- um“ og fannst að pabbi hefði nú getað valið eitthvað uppbyggi- legra. En Laxness átti líka sína aðdá- endur og einnig þarna á Þverár- ballinu. Og afstaðan til verka hans fór engan veginn eftir stjórnmálaskoðun viðkomandi. Raunar skiptist sveitafólk á þess- um árum nær undantekningar- laust í tvo flokka. Annaðhvort voru menn framsóknar- eða sjálfstæðismenn. Pólitískir skoð- anabræður Laxness fyrirfundust þar naumast. En Laxness klauf gersamlega þessa grónu flokka, þó að óneitanlega væru fylgis- menn hans, að maður ekki segi aðdáendur, fleiri meðal framsóknar- en sjálfstæðis- manna. Ég man sérstaklega eftir einum sjálfstæðismanni, sem blátt áfram tilbað Laxness. Hann var á ballinu og réð sér ekki fyrir fögnuði yfir þessum upplestri. Hann kom skömmu síðar - sem oftar - yfir í Eyhildarholt. Þeir pabbi sátu lengi saman inni í Norðurstofu og Laxness og bækur hans voru eina málið á dagskránni. Þessi maður var Jón- as Jónasson, þá bóndi á Syðri- Hofdölum í Viðvíkursveit, stál- greindur karl og skáldmæltur í besta lagi. Hann flutti síðar til Sauðárkróks og gerðist þá jafn harðsoðinn sósíalisti og hann hafði áður verið sjálfstæðismað- ur. Ég hef stundum heyrt því hald- ið fram, að bændur hafi almennt haft horn í síðu Laxness. Það er mikill misskilningur. Hann átti sér marga aðdáendur í þeirri stétt, bæði fyrr og síðar. Það var langt frá því að upplesturinn á Þverárballinu félli einvörðungu í grýtta jörð. -mhg 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.