Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 5
Skólastarf Reykjaskóli í nýju hlutverid Nœsta haust hefjastþar tilraunir með skólabúðirfyrir 11-15 ára nemendur Menntamálaráðf ákveSið að relr Reykjaskóla í H næsta hausti. Þar um grunnskólabckk dvelja í viku, við öðru umhverfi en vcnjast. Skólabúðir hafa liður í skólastari l^kjrðurlöndunum Húgmyndin um sl kviknaði, þegar me minnkandi aðsókn skólum og hvemig nýta húsnæði þeirr vetri hafa aðeins un ur verið í Reykjaskt rými fyrir hátt í 1(X Skólabúðimar í Jónas Jónsson, skólastjóri, um fækkun nemenda: Reykholtsskóla er ekki lengur þörf Þróuní Laugarvatn; „Nemendur leystu af hendi störf sín með Ijúfu geði." bjóð ínýju Reykholtsskólinn; Eins og myndarleg ráðhús í erlendum höfuðborgum.... þungbært erfiði. Við lærðum líka að umgangast hitt kynið eins og vonlegt var - ekki barasta í vangadansi og merkilegum faðm- lögum úti í skoti, heldur og í jafnréttisvinnu við nauðsynleg- ustu heimilisstörf. Við deildum með okkur jafnt, strákar og stelp- ur, borðstofuvinnu, skúringum og þvottum og ekki síst höfðum við strákar gott af þessu. Sá pjakkur sem gat varla tínt bein úr fiski þegar hann kom undan verndarvæng móður sinnar á hausti var farinn að stífa skyrtur um vorið eins og fara gerir. Eitthvað lærðum við að tala á málfundum, sem höfðu reyndar sterka tilhengignu til að stíma beint út í fáránleikann sjálfan. Ejtthvað þreifuðum við okkur áfram í stjórnmálaþokunni með prófkosningum að undan- gengnum æsilegum framboðs- fundum. Við vorum náttúrlega ekki sammála um stéttlaust þjóðféiag - en við vorum ósköp stéttlaust samfélag sjálf og vei þeim sem ekki deildi með fé- lögum sínum því gosi og þeim kleinum sem hann hafði komist yfir. Manni gat fundist, að á haustin kæmu tvær ólíkar þjóðir í fyrsta bekk (yngri deild) - sveita- menn og þorparar, og höfðu ekki alltof miklar mætur hver á öðr- um. En þegar menn héldu hver til síns heima hafði verið troðið rækilega upp í þá gjá og menn spígsporuðu yfir hana fram og aftur eins og þeir hefðu aldrei annað gert. áb landi skólamólum og búsetu hefurkippt fótunum undan hér- aðsskólun- um, en eitt sinnvoru tengdarvið þd miklar og glcestar vonir Þessar fréttir komu við hjarta gamals héraðsskólastráks. Laugaskóli - Þingeyningar gengu á undan eins og vonlegt var. rauða bolsa eins og þá sem vetur- inn 1936-37 lentu í útistöðum við Bjarna skólastjóra á Laugarvatni og gengu af staðnum. Forvitni- legt dæmi um þessa hlið mála er að finna í Viðari: þar segir að árs- fundur Félags héraðs- og alþýð- uskólakennara hafi meðal annars rætt þetta mál hér árið 1937: „Rætt var um hvernig snúast skyldi við byltingar- og öfga- mönnum í stjórnmálum, er þeir beiddust inngöngu í héraðs- skólana eða beittu áróðri í þeim, ennfremur hvernig haga skyldi kennslu í sumum greinum þjóð- félagsfræðinnar, sem jafnan hljóti áð snerta hinar ólíku stjórnmálaskoðanir." Og hefði óneitanlega verið gaman að vita hvað ágætir læri- feður héraðsskólanna höfðu um þessi mál að segja: hver vildi reka „öfgamennina", hver vildi meina þeim skólavist og þar fram eftir götum. en „kirkjubækur þar um þegja". Þegar við vorum í skóla Sá sem þetta skrifar kom í hér- aðsskóla árið 1947, það var í Reykholti. Sá tími var enn blómaskeið héraðsskólanna að því leyti til, að aðsókn var mikil Skógaskóli bættist við síðastur. og enginn efaðist um framtíð þeirra. En allt var hvunndags- legra orðið náttúrlega en í þeim hátíðaræðum og sigursælum skólaskýrslum sem að ofan var vitnað til. Héraðsskólar voru æ meira að líkjast þriggja vetra gagnfræðaskólum hvar sem væri á landinu, flestir reyndu við landspróf til að eiga aðgang að menntaskóla ef vildi eða öðru framhaldsnámi. Þó hafði ýmisleg sérstaða varðveist frá frumbýl- ingsárunum. Hugsjónin um sam- tvinnun bóknáms og verkmennt- unar lifði enn í því, að meiri al- vara var í handavinnu og smíðum en í bæjaskólum: meira að segja klaufar með alltof marga fingur á höndum smíðuðu sér koffort eða bókaskápa. Það var sungið heil- mikið og byrjað fyrir kennslu á morgnana: Faðir andanna og Ó mig gleður sveit að sjá þig enn. Íþróttalíf var feiknamikið með endalausum áskorunum milli bekkja, landshluta og jafnvel kynja í handbolta eða boðsundi: eitt sinn skoruðu minnstu strák- arnir á stærstu stelpurnar í hand- bolta (við unnum). Fyrirlesarar komu og töluðu um siðgæðið og eilífðina. Þórir skólastjóri las kvöldsögu. Hvað lœrðum við? Menn lærðu vitanlega sína alg- ebru, landafræði og sögu. En náttúrlega lærðu menn mest á þvf að vera í heimavist: það áleitna nábýli sem við vorum í þrjú til sex saman í herbergi var blátt áfram feiknaöflug lexía í mannlegum samskiptum og þá kannski ekki síst í því, hve skemmtileg vinátt- an getur verið og fjandskapurinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.