Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 11
Gerður Helgadóltir og konslrúktífisminn Þaö er listviðburður sem hið nýja gallerí Nýhöfn í Hafn- arstræti hefur efnt til með sýn- inguáskúlptúrumog teikningum eftir Gerði Helga- dóttur. Hér er að vísu ekki um stóra sýningu að ræða, 14 skúlptúrarfrá árunum 1951- 53, en hér er engu að síður um sjaldgæft tækifæri að ræða til þess að kynnast einni hlið þessarar mikilhæfu lista- konu sem lést í blóma lífsins árið 1975, þá 47 ára gömul. En Gerður hefði orðið sextug um þessar mundir ef hún hefði lifað. Gerður Helgadóttir átti sinn starfsferil sem listakona að mestu erlendis, lengst af í París, þar sem hún naut mikillar virðingar fyrir málmskúlptúra sína. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að við höfum fengið svo lítið að sjá af verkum hennar hér á landi, þó það standi til bóta þar sem eftirlifandi systkini hennar gáfu Lista- og menningarsjóði Kópa- vogs öll listaverk sem fyrir voru í dánarbúi Gerðar þegar hún lést. Er þess að vænta að við fáum greiðari aðgang að verkum henn- ar þegar Listasafn Gerðar verður risið í Kópavogi eins og fyrirhug- að er. Hitt er ekki vansalaust að ekki hafi enn verið gerð nein fræðileg úttekt á ævistarfi Gerðar nú 13 árum eftir dauða hennar. Því framlag Gerðar til íslenskrar höggmyndalistar er með því merkasta sem unnið hefur verið á því sviði hér á landi og hlutur Gerðar í myndlistarsögu eftir- stríðsáranna vafalaust stærri en menn hafa gert sér grein fyrir til þessa. Þarna bíður heillandi verkefni fyrir fræðimenn og ekki nema sjálfsögð skylda að opin- berir aðilar gangist fyrir því að slíkt þarfaverk verði unnið. Ekki er mér kunnugt um um- fang ævistarfs Gerðar né heldur hversu stór hluti þess hefur varð- veist hér á landi, en mörgum er þó í fersku minni yfirlitssýningin sem Listahátíð gekkst fyrir á verkum hennar 1980, þar sem sýnd voru um 160 verk. En á sýningunni í Gallerí Ný- höfn eru semsagt 14 skúlptúrar auk tússteikninga frá árunum 1951-53. Elín Pálmadóttir segir frá því í ævisögu Gerðar að hún hafi byrjað að vinna í járn í París veturinn 1951. Á þessum tíma kemur Gerður fram sem full- mótuð listakona og vinnur verk í anda konstrúktífisma þar sem rýmið skiptir ekki minna máli en sjálft formið og þar sem persónu- bundin tjáning fær að víkja fyrir algildari fagurfræðilegum lög- málum. Gerður segir í bréfi frá þessum tíma að hún sé þreytt á að klappa steininn, „enda á járnið miklu betur við á þessari járn- og morðöld sem við lifum á.“ Og Gerður segist ekki vita um nema þrjá aðra myndhöggvara sem vinni í járn í París á þessum tíma. Einn þeirra er danski mynd- höggvarinn Robert Jacobsen, sem hún kynnist um líkt leyti. (Sjá Elín Pálmadóttir: Gerður - Ævisaga myndhöggvara bls. 62). Þær fagurfræðilegu hugmyndir sem Gerður byggir á í þessum verkum eru þó ólíkar Jacobsen og eiga meira skylt við þann kon- strúktífisma sem kom fram í Rússlandi á árum fyrri heims- styrjaldarinnar og rússnesku byltingarinnar og festi síðan ræt- ur í De Stijl-hreyfingunni í Hol- landi annars vegar og Bauhaus- hreyfingunni í Þýskalandi hins vegar. Þessi tilhneiging til hreinnrar abstraktlistar kom fram víða í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina í kjölfar þeirra vonbrigða og þess kvíða sem heimsstyrjaldar- árin höfðu markað í áífunni. í þessari viðleitni mátti kenna Íöngun til þess að skapa alþjóð- legt myndmál sem væri yfir alla þjóðernisstefnu og einstaklings- hyggju hafið, en byggði þess í stað á þeim hreinu eigindum sem væru kjarni allrar myndlistar: rými, formi og lit. Hægt er að rekja þráðinn frá þeim tíma þeg- ar Gerður aðhyllist þessa stefnu aftur í gegnum myndhöggvara eins og Naum Gabo, Antoine Pevsner, Alexander Rodchenko og allt aftur til Tatlins á árum russnesku byltingarinnar. í mál- aralistinni höfðu hliðstæðar til- hneigingar komið fram í Hollandi hjá De Stijl-málurunum Theo van Doesburg og Piet Mondrian og í Rússlandi hjá E1 Lissitzky og Kasimir Malivich. Einn af frumkvöðlum kon- strúktífismans, rússneski mynd- höggvarinn Naum Gabo, sagði um verk sín að hinn óhlutlægi eiginleiki þeirra skipti minna máli en hugmyndin. Hugmyndin, segir hann, „felur í sér heildaraf- stöðu mannsins til lífsins. Hún felur í sér hugsunarmáta, lífsmáta og aðferð til að skynja umhverf- ið...Sérhver hlutur eða verknað- ur sem eflir lífið og gefur því eitthvað sem verður því til vaxt- ar, viðgangs og þróunar er kon- strúktíft (uppbyggjandi)“. Fyrir Gabo og gömlu konstrúktífistun- um var abstraktmyndin huglæg mynd sem hafði algilda og áþreifanlega merkingu sem lista- maðurinn magnaði fram með innsæi sínu rétt eins og vísinda- maðurinn byggir heimsmynd sína á stærðfræðilegum niðurstöðum. Konstrúktífistarnir voru því upp- byggilegir, andstætt dadaistunum sem komu fram á svipuðum tíma og lögðu megináherslu á að rífa niður og hreinsa til á þeim menn- ingarlega öskuhaugi sem fyrri heimsstyrjöldin hafði skilið eftir sig. Þótt Gerður hafi þannig byggt á mótuðum hugmyndum er fram- lag hennar til rýmislistar bæði persónulegt og frumlegt, og kem- ur það ekki síst fram í vírteikning- um hennar þar sem hún skapar ákveðið þrívítt rúm með járnvírum eða ytri grind og gerir þannig rýmið sjálft að meginvið- fangsefni verkanna. Auk þess sem hún notfærði sér hreyfinguna með hreyfanlegum elementum í sumum verka sinna. Þar má kenna vissan skyldleika við Bandaríkjamanninn Alexander Calder sem þekktur var orðinn fyrir hreyfimyndir sínar á þessum tíma. En einnig má finna hlið- stæðar tilraunir í rýmislist Al- berto Giacometti, þótt hann hafi reyndar unnið meira í anda súrre- alismans en Gerður. Teikningarnar sem fylgja þess- ari sýningu eru fróðleg og verð- mæt viðbót við skúlptúrana og gefa okkur innsýn í það við- kvæma ferli þegar hugmyndir fæðast í huga listakonunnar. Skyldleiki sumra þessara mynda við Þorvald Skúlason kemur ekki á óvart, enda vann hann lfka í anda konstrúktífismans á þessum tíma. Þess er að vænta að það þarfa framtak sem felst í þessari sýningu verði til þess að ýta við mönnum og flýta því að við fáum að sjá bók um list Gerðar Helga- dóttur, þar sem gefið verði heildaryfirlit yfir ævistarf hennar og þar sem það verður sett í rétt sögulegt og listrænt samhengi. -ólg Woody Allen flytur mál sitt fyrir bandarískri þingnefnd. „Þetta er eins og að taka Venus frá Milo og klessa á hana varalit." Frekir sölumenn lita gamlar kvikmyndir Bandarískir leikarar og kvikmyndastjórar rísa til varnar gegn óprúttnum markaðsvörgum Woody Allen kallar þetta at- hæfi nýja villimennsku, það sé verið að draga bandarísk- an menningararf niður í svað- ið, allt siðgæði sé látið lönd og leið. Það sem hann á við er það, að með rafeindagaldri og tölvutækni er nú hægt að lita gamlar svarthvítar kvikmyndir í „eðlilegum litum" - en það hefur sýnt sig að eftir slíka meðferð gengur betur að seljaCasablanca, Citizen Kane, Möltufálkann og önnur sígild verk, á myndböndum. Aðferðin er sú að kvikmyndin svarthvíta er færð yfir á segul- band, síðan greinir tölva fyrstu mynd í hverju atriði í 525 þúsund- ir púnkta. Síðan eru litir settir inn með aðstoð rafeindatækni og svonefndur „listrænn leikstjóri“ þessa athæfís ákveður, hvort hetjan á að vera í blárri skyrtu eða grænni, vera græneyg eða brúneyg osfrv. Þessi tækni er enn ófullkomin og gefur einatt glannalega liti, en því er lofað að það standi til bóta. Woody Allen og Elia Kazan, Burt Lancaster og Steven Spiel- berg og margir fleiri leikarar og kvikmyndastjórar mótmæla þessu harðlega. Sumpart af list- rænum ástæðum - þetta er, segja þeir, eins og að taka Venus frá Milo og mála á henni varimar með varalit. En þeir hafa líka áhyggjur af því hve bandarísk höfundarréttarlög eru ófull- komin og óhagstæð þeim sem að list hafa unnið. Sú litun sem fyrr var nefnd er nefnilega möguleg vegna þess að í Bandaríkjunum er hægt að „grípa inn í “ listaverk, breyta þeim á ýmsan hátt, eftir að þau hafa verið seld einu sinni. Kvikmyndamennimir hafa feng- ið í lið með sér nokkra áhrifa- mikla þingmenn til að vinna ein- mitt að því að fá þessu breytt. Og Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður beitir sér fyrir því í leiðinni að listamenn njóti góðs af endursölu verka sinna á hærra verði en þau upphaflega vom seld fyrir. Reynt verður að setja undir þann óréttláta leka aldanna að þeir sem hagnast á listaverkum eru yfírleitt spekúl- antar og uppboðshaldarar, sjald- nast listamennirnir sjálfir. s i 3örn eru viðkvæmarí fyrirþví að vera án réttrar næringar en fullorðið fólk. Skorturá næringarefnum hamlarþroska þeirra. Kalk er algengasta steinefnið í líkamanum. Kalk er nauðsynlegt til þess að tennur og bein nái fullri stærð, þéttleika og styrk. An - ■imimWIMWIW* Börn meðeðlilegan vöxt þurfa á hitaeiningum og fitu úrnýmjólkað halda. Neysla fituskertrar mjólkur getur svipt sum börn nauðsynlegri orku. Orkuþörf 1 -3ja ára barns er allt að þreföld orkuþörf fullorðinna miðað við þyngd. mjólkurmatar er nær ógerlegt að fullnægja kalkþörfinni og tryggja jafnframtönnur næringarefni í nægilegum mæli. 2 glös afnýmjólk gefa 1 -3ja ára börnum um 50% af RDSA-vítamíns. Það vítamín er stundum nefntslímhúðarvítamínið, því að það endurnýjarslímhúðina og verokkur þannig gegn utanaðkomandi sjúkdómum. í mjólkinni eru B vítamín sem eru nauðsynleg fyrirþá sem eru í örum vexti til þess að geta myndað erfðaefni fyrirnýjar frumur. Lýsi og mjólk vinna mjög vel saman. D-vítamínið í lýsinu hjálpar til við að nýta kalkið úrmjólkinni. Prótein er aðalbyggingarefni líkamans. Próteinið í mjólk er hágæðaprótein og eittþað bestasemvölerá. Til þess að beinabygging þarf hlutfall hinna ýmsu steinefna að vera rétt. í mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð. Hún á cdlt þaöbesta skilið Fyrstu árin í lífi bams geta skipt sköpum um framtíð þess. Sú undirstaða sem þá er lögð þarf að vera það traust að á henni sé hægt að byggja allt lífið. Þennan mikilvæga tíma er þessi litla vera hins vegar algerlega háð umönnun annarra. Vöxtur hennar og þroski er á þeirra ábyrgð. Þegar brjóstagjöf hættir skiptir rétt fæðuval miklu máli. Mjólk er einn mikilvægasti þátturinn í fjölbreyttu fæðuvali bama. Auk þess að vera langmikil- vægasti kalkgjafi okkar inniheldur hún í ein- hverjum mæli öll mikilvægustu vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast og verulegan hluta snefilsteinefna. Hæfilegur skammtur af nýmjólk fyrir 1 -3ja ára bam er 2-3 glös á dag. 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. aprfl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.