Þjóðviljinn - 29.04.1988, Side 2
FRETTIR
Kaupmenn
Skörð í raðimar
Samstaðan að bresta meðal kaupmanna. 20 fyrirtœki hafa
samið á svæði VR. Á Selfossi hafa 5 samið og27á Akureyri.
Framkvæmdastjóri VSI: Þessir samningar hafa ekki áhrifá
afstöðu okkar
Verulegir brestir eru komnir í
samstöðu kaupmanna út um
land allt og semja þeir að eigin
frumkvaeði við félög verslunar-
og skrifstofumanna um 42 þús-
und króna lágmarkslaun. í gær-
kvöld höfðu 20 verslanir samið
við VR, en allar eru þær utan vé-
banda VSÍ. Á Akureyri var búið
að semja við 27 eigendur verslana
og þjónustufyrirtækja, sem eru
innan vébanda Kaupmannasam-
taka Akureyrar og á Selfossi var
búið að semja við 5 fyrirtæki ýmis
konar.
Samkvæmt upplýsingum hjá
verkfallsstjórn VR komst veru-
legur skriður á þessa samninga
þegar verslunin Sautján samdi
við félagið fyrir afgreiðslufólk sitt
í gær. Þegar það fréttist fylgdu
fljótlega fleiri á eftir og var svo
Hjúkrun
Mannekla á
spítölunum
Deildum lokað á spít-
ölum ísumar ef ekkifást
hjúkrunarfrœðingar og
sjúkraliðar
Starfsfólk spítalanna í Reykja-
vík er nú farið að hafa af því
áhyggjur að ekki komi nægilega
margt fólk til starfa í sumar.
Sumar af hjúkrunardeildum
ríkisspítalanna verða starfræktar
með venjulegum hætti en ein-
hverjar þeirra verða lokaðar að
meira eða minna leyti.
Davíð Á. Gunnarsson, for-
stjóri ríkisspítalanna, segir að
samþykkt hafi verið í stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna að leitast
við að hafa til dæmis öldrunar-
deildir opnar sem frekast yrði
unnt en einhverjar deildir lokist
eins og venjulega.
- Það er erfitt fyrir okkur að
sjá fyrir hvernig deildirnar verða
starfræktar fyrr en nær dregur
sumarleyfatímanum því það fer
allt eftir því hve mörgu starfsfólki
við höfum á að skipa hvaða
deildum við lokum, segir Davíð.
Hann segir ástandið vera svipað
því sem verið hefur, kannski du-
lítið verra, en að hans sögn vantar
nú á ríkisspítalana að minnsta
kosti 150 hjúkrunarfræðinga.
Theodóra Reynisdóttir, yfir-
hjúkrunarkona á öldrunardeild
Landakotsspítala, segir ástandið
á Landakoti ágætt eins og er en
að illa liti út með sumarið. Aug-
lýst hefur verið eftir hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum en
fram að þessu hafa nær einvörð-
ungu borist umsóknir frá ófag-
lærðum.
- Við erum farin að hafa
áhyggjur ef okkur berst ekki liðs-
auki í sumar, segir Theodóra.
Spítalarnir í Reykjavík eru nú
að íhuga að fara þess á leit við
bæði heilbrigðis- og fjármála-
ráðuneytið að létt verði undir
með þeim yfir sumartímann til að
hægt verði að greiða starfsfólkinu
einhverskpnar álagsuppbót.
-tt
komið í gærkvöld að 20
verslunar- og þjónustufyrirtæki
höfðu gert samning við VR um að
greiða sínu starfsfólki 42 þúsund
krónur á mánuði sem lágmarks-
laun og má búast við að fleiri
samningar fylgi í kjölfarið í dag.
Þessi fyrirtæki eru ekki innan vé-
banda VSÍ en þau eru í Reykja-
vík, Kópavogi, Mosfellssveit og á
Seltjarnarnesi.
Að sögn Ásu Helgadóttur hjá
Félagi verslunar- og skrifstofu-
fólks á Akureyri voru um 27 fyrir-
tæki búin að semja um 42 þúsund
króna lágmarkslaun á mánuði í
gærkvöld. Samkvæmt samning-
unum nyrðra fær afgreiðslufólk
50.400 krónur í mánaðarlaun
eftir 10 ára starf og skrifstofufólk
60.480 krónur. Ása sagði að
kaupmennirnir hefðu ávallt haft
frumkvæði að samningum.
Þeir kaupmenn sem hafa nú
þegar samið fyrir starísfólk sitt
eiga það sammerkt að reka litlar
verslanir og hafa yfirborgað sitt
fólk. Ennfremur eru í hópnum
ýmis konar þjónustufyrirtæki ss.
málflutningsskrifstofur.
Ása sagði að þessir samningar
bæru þess vitni að verslunarmenn
væru að vinna á og auðséð að
flótti væri kominn í lið kaup-
manna, enda væru kröfur þeirra
sanngjarnar sem kaupmenn
viðurkenndu með því að skrifa
undir að eigin frumkvæði.
Sömu sögu var að segja frá Fé-
lagi verslunar- og skrifstofu-
manna á Selfossi. Þar höfðu 5
verslunar- og þjónustufyrirtæki
samið um 42 þúsund króna lág-
markslaun fyrir sína starfsmenn.
Þar var líka um að ræða lítil fyrir-
tæki. Búast má við að fleiri fylgi á
eftir í dag.
Birkir Skarphéðinsson hjá
stórversluninni Amoro og for-
maður Kaupmannasamtakanna á
Akureyri sagði að það væri ekki
um það að villast að hjörðin hjá
sér væri farin að riðlast og viður-
kenndi að þessir samningar
veiktu að mun samstöðu síns fé-
lags gagnvart launþegum. Hann
sagði að samkomulagið tæki að-
eins til 27 fyrirtækja af 70-80 sem
eru í Kaupmannasamtökunum
nyrðra, en félagssvæði þess nær
til Dalvíkur og Olafsfjarðar, auk
Akureyrar.
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ sagði að
þessir samningar sem gerðir hafa
verið á milli launþega og kaup-
manna, breyttu engu um afstöðu
VSÍ til kröfu verslunarmanna um
að lágmarkslaun verði ekki undir
42. þúsundum króna á mánuði.
-grh
Alverið
Verkfall 7. maí
Mikið ber á milli. Ragnar
Svartsýnn
Samþykkt hefur verið í trúnað-
arráði tíu verkalýðsfélaga hjá Isal
að boða til vinnustöðvunar í ál-
verinu frá og með 7. maí, og næði
það til um 500 manna.
Að sögn Sigurðar T. Sigurðs-
sonar, formanns Hlífar í Hafnar-
firði ber enn mikið á milli deilu-
aðila og var síðasti samninga-
fundur árangurslaus. Sigurður
vildi engu spá um framhaldið en
bjóst þó við að boðað verði til nýs
samningafundar mjög fljótlega,
jafnvel í dag.
Þó svo að vinnustöðvun sé
boðuð frá og með 7. maí tekur
hálfan mánuð að slökkva í kerj-
unum og er það gert með því að
minnka smám saman rafstraum-
inn til þeirra.
Ragnar Halldórsson forstjóri
sagði að hann væri frekar svart-
sýnn á að deilan leystist í bráð
vegna óbilgirni verkalýðsfélag-
anna, sem hann segir að fari fram
á 10% meiri launahækkanir en
samið hefur verið um á vinnu-
markaðinum á síðustu misserum.
Hann sagði fyrirtækið ekki vera í
stakk búið að koma til móts við
verkalýðsfélögin þrátt fyrir batn-
andi afkomu og vísaði til þess að
launin hefðu ekki lækkað þegar
illa hefði árað hjá fyrirtækinu.
-grh
Miðlunartillagan
Hvarvetna mikil óánægja
Miðlunartillagan var kynnt ífélögunum ígœr. Mœtti allsstað-
ar mikilli andstöðu. Fundarmet hjá VR
Málamiðlunartillaga ríkissátt-
asemjara til lausnar vinnu-
deilu verslunarmanna og vinnu-
veitenda var kynnt í félögunum
sem í verkfalli eru í gær. Tillagan
mætti víðast mikilli andstöðu og
beindist gagnrýni manna einkum
og sér í lagi að launaliðnum, en
samkvæmt honum verða lág-
markslaun 36.500 krónur á mán-
uði, en einnig að lækkun skrif-
stofumanna frá fyrri samnings-
drögum, sem talin eru hrein mis-
tök sáttasemjara.
VR kynnti miðlunartillöguna á
fjölmennasta fundi sem haldinn
hefur verið í sögu félagsins á Hót-
el Sögu í gær. Talið er að á 8-900
manns hafi verið á fundinum eða
um 10% félagsmanna. Þar mætti
miðlunartillaga ríkissáttasemjara
mikilli andstöðu og voru, sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
langflestir fundarmanna á móti
henni og sumir hverjir gengu
reiðir út af fundinum. Sömu sögu
er að segja af frá öðrum fundum,
til dæmis á Akureyri og á Sel-
fossi.
Á fundunum kom einnig fram
megn óánægja skrifstofufólks
sem telur sig vera hlunnfarið í
miðlunartillögunni en samkvæmt
henni lækkar það í launum miðað
við fyrri miðlunartillögu ríkissátt-
asemjara sem felld var í allsherj-
aratkvæðagreiðslu 11.-13. apríl.
Atkvæði verða greidd um
miðlunartillögu ríkissáttasemj-
ara í dag og á morgun og Iiggja
úrslit væntanlega fyrir annað
kvöld. Hjá VR verður kosið í
Verslunarskólanum frá klukkan
9-19 í dag og frá 10-18 á morgun.
Tvísýnt er talið um úrslit í at-
kvæðagreiðslunni þrátt fyrir óá-
nægju með miðlunartillöguna,
meðal annars vegna þess að til að Rýnt í miðlunartillögu sáttasemjara á Sögu í gær. Aldrei fyrr í sögu VR
hún falli þarf mjög mikla kjör- hefur annar eins fjöldi félagsmanna mætt á fund hjá félaginu og í gær,
sókn. -grh 8-900 manns eða um 10% félagsmanna. (Mynd: Sig.)
Keflavíkurflugvöllur
Atök og hótanir í Leifsstöö
Stympingar íflugstöðinni. Þrjár hálftómar vélar í loftið ígœrmorgun.
Forstjórinn í afgreiðsluna síðdegis en án árangurs. Flugfélögin hóta
verkfallsmönnum með fjárhagsábyrgð
Nokkrar stympingar urðu I
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
snemma í gærmorgun og aftur
síðdegis þegar verkfallsverðir
verslunarmanna komu í veg fyrir
skráningu flugfarþega í vélar
Arnarflugs og Flugleiða.
Þrjár vélar komust í loftið í
gærmorgun, tvær frá Flugleiðum
og ein frá Arnarflugi en aðeins
örfáir farþegar komust í gegnum
skráninguna og um borð í vélarn-
ar sem voru hlaðnar vörum. Síð-
degis fóru tvær aðrar vélar frá
Flugleiðum frá flugstöðinni en
verkfallsverðir komu í veg fyrir
brottför farþega.
Að sögn Magnúsar Gíslasonar
formanns Verslunarmannafélags
Suðurnesja hrópuðu margir far-
þegarnir ókvæðisorð að ver-
kfallsvörðum í gærmorgun, og
kom til stympinga milli manna
þegar farþegar vildu komast inn í
flugstöðina. Lögreglan var á
staðnum en skipti sér ekki af öðr-
um en þeim sem gerðu sig líklega
til stympinga, sem einkum voru
erlendir ferðamenn. Fjölmennt
lið verkfallsvarða úr VR aðstoð-
aði félaga sína af Suðurnesjum
við verkfallsvörsluna í Flugstöð-
inni.
Síðdegis var mættur Sigurður
Helgason forstjóri Flugleiða til
að skrá inn farþega en eftir
nokkra snúninga fór á sömu lund
og um morguninn. Lögfræðingur
VSÍ kom þá á vettvang og færði
Magnúsi formanni bréf þar sem
ábyrgð allri af stöðvun flugsins,
þar á meðal fjárhagslegri, er lýst
á hendur verslunarmannafé-
laginu. Starfsmannafélag Arn-
arflugs sendi í gær frá sér yfirlýs-
ingu vegna þessara aðgerða, þar
sem þeim var harðlega mótmælt.
Segir í ályktuninni að starfsfólk
Arnarflugs eigi ekki í neinni
launadeilu við félögin enda allir
starfsmenn með laun yfir 42 þús-
und, og hafi VR áður viðurkennt
rétt félagsins til að halda uppi á-
ætlunarflugi.
Von var á flugvélum í morgun
snemma og ætluðu verkfallsverð-
ir að vera við öllu búnir.
->g
2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. apríl 1988