Þjóðviljinn - 29.04.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Síða 3
SS-Nýibœr Tapið 50 milljónir Aaðalfundi Sláturfélags Suður- lands kom fram að stórtap varð á verslunarrekstri félagsins á síðasta ári og munar þar mestu um tapið á Nýja bæ á Seltjarnar- nesi sem varð 50 milljónir króna. Hefur allt hlutafé SS í þessari verslun, 47 milljónir króna, verið afskrifað. Á aðalfundinum voru kynntar þær stefnubreytingar sem gera á á rekstri félagsins. Þær fela í sér, í stórum dráttum, að verslunar- rekstrinum eða smásöluverslun- inni verði hætt en í staðinn verði meiri áhersla lögð á kjötvinnsl- una og heildsöluna. Ljóst er að framundan eru talsverðar upp- sagnir starfsfólks en um fjöldann er ekki vitað enn. Sökum tapsins í fyrra sem nam 66 milljónum króna er lausafjár- staða félagsins nú slæm en félagið er traust eftir sem áður með eigið fé upp á 427 milljónir króna og tæplega 3ja milljarða króna veltu. - FRI Á hafnarbakkanum. Verslunarmannaverkfall, ríkisstjórnarvantraust, erlend skuldasöfnun, afleit staða grundvallaratvinnuveganna og ferð íslenskra stormskera til írlands, - ekkert af þessu breytir þeirri náttúru sem laðar stráka að höfninni. Sig. var á ferð við Reykjavíkurhöfn í gær og smellti af. FRETTIR Ráðhúsið Kæninni hafnað, kært aftur Meirihluti í byggingarnefnd vill að ráðherra sinni ekki kæru íbúa við Tjarnargötu Meirihluti í byggingarnefnd ákvað að beina þeim tilmæl- um til félagsmálaráðherra að sinna hvorki kæru ibúanna við Tjarnargötuna né hrófla við graftarleyfinu svokallaða sem sami meirihluti í byggingarnefnd- arinnar samþykkti að veita 30. mars. Framkvæmdir við Tjörnina hefjast því á ný og búast verktak- arnir við að ljúka við bráðabyrgð- arfyllinguna um helgina. Það voru þrír nefndarmeðlimir samþykkir þessari afgreiðslu en tveir andvígir og lögðu þeir fram sérstaka bókun þar sem þeir tí- unda ólögmæti leyfisveitingar- innar. Hluta af bókuninni sendu þeir félagsmálaráðherra fyrir fundinn og kemur þar fram að...„í byggingarlögum og reglu- gerð er ekki gert ráð fyrir sérstök- um leyfum til að grafa grunn, reisa hús eða rífa hús. Sameigin- legt heiti fyrir þessi leyfi er bygg- ingarleyfi. Af þessu leiðir að óheimilt er að grafa grunn nema skriflegt byggingarleyfi sé fyrir hendi. Byrjunarframkvæmdir við byggingu ráðhúss Reykjavíkur eru þvf óheimilar“. íbúarnir við Tjarnargötuna senda í dag til félagsmálaráð- herra kæru vegna byggingarleyfi- sveitingarinnar í krafti bygging- arlaga þar sem fram kemur að framkvæmdir þær sem bygging- arnefnd heimilaði skuli vera í samræmi við staðfest aðalskipu- lag og samþykkt deildarskipulag. íbúarnir vekja athygli á að svo sé ekki og þrýsta því á ráðherra að ógilda graftarleyfið þar eð um- fang ráðhússins hafi vaxið gífur- lega. 5 þúsund rúmmetrar hafi bæst við og jafngildi það um 28% stækkun. Slíkt skuli að sjálfsögðu tafarlaust koma til umfjöllunar í Skipulagsstjórn og fara aftur fyrir nefndirnar og ráðin, hvert fyrir sig. Eftir að niðurstaða fundarins varð ljós var búist við að félags- málaráðherra tæki sér að minnsta kosti tvo daga til að íhuga og skoða málavexti en að þeirri ígrundun lokinni ætti niðurstaða hennar um lögmæti graftarleyfis- ins að liggja fyrir. -tt Verðlagsráð Leðurlúx er ekki lúxusleður Verðlagsráð hefur bannað notkun nafngiftarinnar leðurlúx um polyúrethanáklæði á sófasett á þeim forsendum að nafngiftin geti villt um fyrir neytendum sem sumir halda að um sérstakt gæð- aleður eða „leðurblöndu" sé að ræða. Ráðið telur nafngiftina í þessu samhengi ranga og villandi og brot á lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti frá 1978. Leðurlúx er semsé ekki lúxus- leður. -tt Vantraust: Hörð gagnrýni, Framsókn aum Harðsvíruð láglaunastefna. Gífurlegur viðskiptahalli. Tillits- leysi gagnvart lífskjörum. Vita verslunarmenn að 3.2 milljörðum var eytt í verslunar-og skrifstofuhúsnœði? Íumræðum um vantrauststil- lögu Alþýðubandalagsins á ríkisstjórnina koma fram hörð gagnrýni á stefnuleysi hennar, einkum í efnahagsmálum. Steingrímur J. Sigfússon var fyrsti flutningsmaður tillögunnar og sagði hann m.a. í upphafi máls síns: „Harðsvíruð láglaunastefna ríkisstjórnarinnar, þar sem mán- aðarlaun niður undir 30.000 krónum eru sáluhjálparatriði hefur leitt til harðvítugra vinnu- deilna þar sem hópar launafólks reyna að brjóta þessa stefnu á bak aftur.“ Síðar í máli sínu ræddi Steingrímur um gífurlegan við- skiptahalla sem engin dæmi fynd- ust um áður, gríðarlega skulda- söfnun og verðbólgu sem er átt- föld á við helstu viðskiptalönd okkar. Á meðan þetta ástand færi versnandi viðgengist glórulaus fjárfesting í eyðslugreinum þjóð- félagsins. Sagði Steingrímur að góðæri undanfarinna ára hefði brunnið upp sem eldsneyti í þeirri hraðkapitölsku tilraun sem hér hefur verið í gangi undir merkj- um frjálshyggjunnar. „Segja má að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar með hágengi krónunnar og okurvöxtum sé seigdrepandi ef ekki bráðdrep- andi fyrir atvinnulíf landsbyggð- arinnar," sagði Steingrímur. í seinni umferð umræðunnar talaði Guðrún Helgadóttir fyrir hönd Alþýðubandalagsins. Hún spurði í ræðu sinni hvort versl- unarmenn sem nú standa í verk- falli, eða það fólk sem hvergi fær húsnæði, að 3.2 milljörðum króna var eytt á síðasta ári í verslunar- og skrifstofuhúsn- æði... „finnst því þetta eðlileg meðferð á fjármunum þjóðarinn- ar? Treystir það þessari ríkis- stjórn eða vill það skrifa undir vantraust á hana? Svari hver fyrir sig,“ sagði Guðrún. Síðar í máli sínu sagði Guðrún m.a.: „Þið sem liggið andvaka út af næstu afborgun á íbúðinni ykk- ar eigið að vita að 321 milljón fór til greiðslu lokaáfanga húss Seðl- abankans. Innnansleikjurnar urðu 321 milljón, andvirði eitt hundrað íbúða af þeirri stærð sem sárast vantar handa unga fólkinu sem er að hefja heimilisrekstur. Og hér í Reykjavík ætla þau öfl sem þjóðmálunum ráða að nota 2 milljarða i' ráðhús og veitingahöll á hitaveitugeymunum. Treysta menn þessum stjórnmálaflokk- um eða vantreysta þeir þeim?“ Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra tók til máls á eftir Steingrími. Hann sagði m.a. að nú þyrftum við að stilla saman kraftana, gera okkur grein fyrir þeim áföllum sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir og finna viðun- andi lausnir. Þorsteinn sagði að í rótleysi góðærisins hefði launa- mismunurinn í landinu vaxið en því hefði verið mætt með ýmsum ráðstöfunum. Nú væri aðal- vandamálið að útflutningsfram- leiðsla okkar byggi við rekstrar- skilyrði sem ekki væri unnt að búa við til lengdar en í bígerð væru aðgerðir til úrbóta. Júlíus Sólnes Borgaraflokki sagði að sundurlyndi og sundrung hefði einkennt ríkisstjórnina og nú tíu mánuðum eftir að hún var mynduð væri hún rúin öllu trausti. Ráðherrar eyddu mestu af tíma sínum í að munnhöggvast í fjölmiðlum og einstaka stjórnar- þingmenn væru í stjórnarands- töðu. Hann sagði að svo virtist sem stjórnin héldi að menn gætu lifað á því hér að höndla með pappíra og stunda innflutning. Hann sagði Borgaraflokkinn harma þetta ástand enda væri launafólk nú fjær því en nokkru sinni að geta lifað mannsæmandi lífi af launum sínum. Jóhann Einvarðsson Fram- sóknarflokki varði stjórnina og benti á að margt gott hefði áunnist þótt margt mætti betur fara. Rakti hann í því sambandi tillögur miðstjórnarfundar flokksins nýlega. Af einstökum málaflokkum vakti Jóhann at- hygli á því að vantrauststillögu- nni væri ekki beint gegn Steingrími Hermannssyni utan- ríkisráðherra og þeirri utanríkis- málastefnu sem hann hefur fylgt. Guðni Ágústsson Framsóknar- flokki sagði að það væri skammsýni að rjúfa stjórnarsam- starfið nú og vildi hann láta reyna á það hvort ekki næðist samstaða innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. í máli Guðna kom ennfremur fram að Framsóknarmenn væru ekki alsælir með stjórnarsamstarfið en stjórnin væri ung og rétt að gefa henni tækifæri. Umræðurnar einkenndust af hraðri gagnrýni á stjórnina ann- arsvegar og þá einkum efnahags- stefnu hennar og hinsvegar vörn stjórnarliða, sem þó viðurkenn- du að vandinn væri mikill en ekki óbrúanlegur. Vantraustið var fellt með atkvæðum stjórnarliða gegn atkvæðum stjórnarandstöð- unnar. -FRI Föstudagur 29. apríl 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.