Þjóðviljinn - 29.04.1988, Page 8
HEIMURINN
Á fertugsafmœli ísraels
Hinn gleymdi
draumurog
hinn bitri
vemleiki
ísrael heldur upp á fertugsaf-
mæli sitt, hermenn marséra, fólk-
ið dansar og veifar fánum, app-
elsínublóm fylia landið ilmi. En
samt lætur einlæg hátíðar-
stemmning á sér standa. Við ísra-
elar hlæjum ekki lengur eins og
áður. Margir hafa séð fagra hug-
sjón fölna og framtíðin er falin á
bak við myrk ský.
Við ætluðum annað
Að vísu hefur þessu ríki tekist
margt og fleira en menn töldu
mögulegt árið 1948. Nóbelsverð-
launahöfundurinn Saul Bellow
undraðist það, að ísrael virtist
allt geta og allt skilja. En eftir
fjörtíu ára sjálfstæði hefur sú til-
finning skotið rótum með „son-
um öreiganna og barnabörnum
spámannanna" að eitthvað sem
miklu skipti hafi farið úrskeiðis.
Ben Gurion, fyrsti forsætisráð-
herrann, vonaði að frá Zíon bær-
ist ljós um heiminn. Eftir fjög-
urra áratuga tilverubaráttu hefur
sú von verið gerð útlæg til ríkis
hinna gleymdu drauma. ísraelar
komust niður á jörðina og vildu
verða normal eins og aðrar þjóðir
- með glæpastarfsemi, vændi,
verkföllum og umferðarslysum.
Við urðum reyndar enn meira
„normal“ en aðrir og glutruðum
þar með niður sakleysi okkar.
Sparta í austri
Á liðnum 40 árum hefur hið
marglofaða og heittelskaða Zíon
gjörbreyst. Lítið landbúnaðar-
land varð að nútíma iðnríki, að
innflytjendalandi sem í bjuggu
fyrst aðeins 650 þús. Gyðingar,
en tók á fyrstu tveim áratugunum
við 1,2 miljónum og á tveim síð-
ustu áratugum við 550 þúsundum
í viðbót. Sextíu prósent íbúanna
nú eru fæddir í nýjum heimkynn-
um. En á meðan hafa 400 þúsund
útflytjendur yfirgefið ísrael í leit
að auðveldara lífi, fyrst og fremst
í Bandaríkjunum.
Sósíalismi kynslóðarinnar sem
stofnaði ísrael hefur greinilega
vikið fyrir kapítalísku samfélagi.
Niðurstaðan er skrifræðisblanda
úr sósíalísku getuieysi og kapítal-
ísku ranglæti.
Lengi styrkti hætta utan frá
samheldni okkar inn á við. Nú
slíta undirhyggja og óvild samfé-
lagið í sundur og stefna þjóðarvit-
undinni í kreppu. Það er enn
mikið um að vera í menningarlífi:
4000 bækur koma út á ári í þessu
Haldin var í
ísrael þjóðhátíð
galli blandin -
Israelskur
höfundur, Henri
Zoller, veltirþví
fyrirsér hvaðfór
úrskeiðis og svo
uppreisn
Palestínumanna
nú
smáríki, hljómsveitir okkar eru
með þeim bestu í heiminum,
dansflokkar og leikflokkar - allt
tryggir þetta okkur orðstír
Aþenu austursins. Samt virðist
landið smám saman að verða
frekar hliðstæða við Spörtu -
„ghetto með her“.
Að sigra og tapa
Ýmsir hafa haft hátt um að
ekkert ríki hafi afrekað eins
mikið á stuttum tíma. En mörg
okkar geta ekki losnað við þá til-
finningu að við höfum í einhverju
brugðist og greitt of hátt verð. í
styrjöldum fjörtíu ára hefur þetta
smáríki með aðeins 3,6 miljónum
íbúa af Gyðingaættum misst sex-
tán þúsundir fallinna og eignast
70 þús. örkumlamenn. Að vísu
hefur sjálfri tilveru ríkisins ekki
verið ógnað síðan í styrjöldinni
1948-49 - en spyrja má: hve mörg
stríð, jafnvel sigursæl, getur þetta
land leyft sér?
Þetta land Ienti á villigötum á
stundu síns mesta sigurs. I leiftur-
herferð gegn Egyptalandi, Jór-
daníu og Sýrlandi stækkaði yfir-
ráðasvæði þess allt í einu úr 20
þús. ferkm í 90 þús. Hermönnun-
um var sagt að þeir væru ekki af
stað farnir til að leggja undir sig
lönd. En strax á sjöunda degi sex
daga stríðsins urðum við sjálfum-
glaðir og hrokafullir landvinn-
ingamenn. Sjálft eðli ríkisins
breyttist á einni nóttu. Hug-
myndin um Stór-ísrael át sig inn í
höfuð manna.
Nei, nei, nei
Framsýnir menn vöruðu okkur
við, en á þá var ekki hlustað. Ben
Gurion taldi að hernumdu svæð-
in gætu eyðilagt ríkið þegar til
lengri tíma væri litið. Þáverandi
forsætisráðherra, Levi Eshkol,
vildi einnig skipta á næstum því
öllum hernumdu svæðunum og
friði og viðurkenningu Araba-
ríkjanna. En Arabar brugðust þá
við með Nei-unum þrem í Khart-
um: enga viðurkenningu á ísrael,
enga samninga, engan frið við ís-
rael.
Fyrir löngu hafa flest Araba-
ríki hörfað frá slíkum ósveigjan-
leik. En nú koma þrjú Nei, engu
afdrifaminni, frá Jerúsalem:
aldrei skal snúið aftur til
landamæranna 1967, enga samn-
inga við PLO, ekkert Palestínu-
ríki. ísrael varð eina ríkið í
heiminum sem ekki viðurkennir
þau landamæri sín sem alþjóð-
legrar viðurkenningar njóta. (Frá
1967).
Sjálfsblekk-
ingar og ofstopi
Vitringar ísraels vöruðu eitt
sinn við því að ein syndin byði
annarri heim. Þeir höfðu rétt
fyrir sér. Sífellt var óumflýjan-
legri umræðu um framtíð ríkisins
skotið á frest. Bitur veruleiki var
hundsaður, menn létu sem það
nægði að gjalda friðinum vara-
þjónustu sem ekki skuldbatt til
neins.
Á meðan var farið að innlima
hernumdu svæðin laumulega og
skapa staðreyndir sem mörgum
finnst að ekki verði aftur teknar:
70 þúsundir Gyðinga settust að í
grýttu bibliulandslagi Júdeu og
Samaríu. Blindir þjóðrembu-
menn og ofsatrúarmenn grafa
með ofstopa sínum undan horn-
steinum ríkisins. Þeir telja að tví-
skipting lands Biblíunnar sé
þjóðarsjálfsmorð. Með þeirri
grýlu að Arabar líti á afhendingu
hernumdu svæðanna sem viður-
kenningu á rétti þeirra til Haifa
og Jaffa, koma þeir í veg fyrir alla
málefnalega umræðu um framtíð
Nablus og Hebrons.
Að vísu er það að skila aftur
landi ekki endilega trygging
friðar. Arabar réðu fyrir 1967
öllum þeim svæðum sem þeir nú
gera tilkall til, en þeir stofnuðu
hvorki Palestínuríki né heldur
voru þeir reiðubúnir til að sætta
8 SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN; Föstudagur 29. apríl 1988
Á þjóðhátíð í tilefni afmælis: það var mikið marsérað og sungið, en við hlæjum ek
sig við tilveru ísraelsríkis.
Má og vera að Friedrich Durr-
enmatt hafi haft rétt fyrir sér er
hann sagði það sé ísrael að þakka
að Palestínumenn urðu þjóð:
„Hefði Gyðingaríkið ekki verið
stofnað hefðu þeir orðið Egyptar
og Jórdanir."
Uppreisnin,
harkan
ísraelar reyndu að telja sér trú
um að hernumdir Arabar mundu
sætta sig við velviljað hernám:
persónuleg velferð væri þeim
meira virði en pólitískt frelsi. En
svo hófst, í desember í fyrra „Int-
ifadah" - okkar hrokafullu reikn-
ingar gengu ekki upp, blekking-
arnar hrundu í grjóthríð upp-
reisnarinnar. ísrael varð „vanhei-
lagt land“ eins og bandarískur
sjónvarpsflokkur kallaði það.
Þegar fyrir skemmstu minnst
var uppreisnar Gyðinga í Varsjá
1943 sagði Navon kennslumála-
ráðherrra: „Þeir börðust fyrir
réttinum til að deyja með öðrum
hætti“. Ættu palestínskir upp-
reisnarmenn ekki að mega berj-
ast fyrir sínum rétti til að LIFÁ
með öðrum hætti? Rétttlæta ó-
gleymanlegar þjáningar okkar
það að við látum aðra þjóð þjást?
Á næstliðnum fjórum og hjálf-
um mánuði, þegar ísraelski her-
inn drap 150 Palestínumenn og
særði margar þúsundir, hefur
hert á róttækni hjá báðum aðil-
um, enda þótt hvorugur geti unn-
ið: ísraelar geta ekki kæft upp-
reisnina, Palestínumenn geta
ekki hrakið ísraela á brott. í báð-
um herbúðum skýtur sú ruglaða
hugmynd rótum að björgun sé að
finna í „þjóðflutningum“. Næst-
Gyðingar og Arabar í Jerúslaem: heimurinn mun dæma okkur eftir framgöngu ok