Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 2
i rosa- garðinum MEÐAL VIÐ VINNUDEILUM? Þaö er nokkuð skrýtiö, en maður róast við að fá svona góðan bjór. Allt það sem ég hefi verið að skandalisera heima er einöngu vegna bjór- leysis. Sverrir Stormsker í DV VARÐAR MEST TIL ALLRA ORÐA UNDIRS TAÐAN RÉTT SÉ FUNDIN Heimsmeistarakeppni í handbolta á eindreginn stuðning í ríkisstjórninni. Mun það vera eina málið sem þar hefur verið tekið fyrir síðan stjórnin var mynduð, sem hef- ur algeran stuðning allra flokka. DV verkalýðshreyfingu og hennar málum HEFUR HVER SÉR TILÁGÆTIS NOKKUÐ Hreggviður Jónsson hefur sýnt og sannað að hann er manna iðnaðstur við að láta fyrirfarast að skrá keppendur á skíðamót DV SKORTURÁ GÓÐUM FÉLAGSSKAP Karl Marx, einn helsti höf- undur kommúnismans, væri íhaldsmaður í stjórnmálum, ef hann væri uppi á okkar dögum, sagði danski forsæt- isráðherrann Poul Schluter í viðtali í gær. Morgunblaðið HIN ÓBÆRILEGA FÆKKUN VALKOS TANNA „Þrjár mikilvægustu teg- undimar á gosdrykkjamark- aðnum í dag, segir Jesse Meyers, útgefandi Beverage Digest, „eru Diet-Coke, Diet- Coke og aftur Diet-Coke“. Morgunblaðið HINN ÓTTALEGI LEYNDARDÓMUR Bretland hafði lengi verið ráðgáta fyrir Kóka kóla fyrir- tækið. Neysla Breta á mann var miklu minni en gera mátti ráð fyrir. Morgunblaðið MIKIÐ VILDIÉGAÐ ÉG HEFÐIÞÍNAR ÁHYGGJUR Aðalspurningin sem eftir situr er í rauninni þessi: Hvernig fór Guðjón B. Ólafs- son að því að eyða þessum launum sínum? Ellert B.Schram í Dagblaðinu sú BABÝLONS-HÓRA ! Reykjavík er jafnvel farin að soga til sín húsdýrin úr sveitinni í skáldalaun. Tíminn Ég skal segja ykkur alveg eins og er: ég, Skaði, hefi aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Fyrsta maí. Mér finnst þetta óþarfur dagur og leiðinlegur. Menn ganga þetta svona um göturnar og halda að þeir séu eitthvað og eru með allskonar kröfur og raus sem allir menn sem hafa vit á atvinnulífinu vita að eru út í hött. Svo hitti ég einn vin minn sem ég hefi alltaf haft hálfgerða skömm á, því hann er Sjálfstæðismaður eins og ég, en er samt einhver feiknajaxl í verklýðshreyfingunni. Ég hefi stundum spurt hann að því hvernig á (Dessu standi en hann bara glottir svona náðarsamlega og segir: Þú fylgist ekki með tímanum Skaði. Það er allt í lagi að vera í verklýðshreyfingunni fyrir okkar fólk og stjórna henni líka ef svo verkast vill. Þetta er allt orðið svo faglegt. Faglegt, hvissaði ég. Það var þá. Ég veit ekki betur en þú og aðrir séu farnir að gapa eins og kommakerlingar af verstu sort um skelfilegt launamisrétti og aðra vitleysu. Næst heyri ég að þú sért einskonar Hrói höttur sem ætlar að taka af þeim ríku og duglegu og gefa þeim fátæku. Þú ert svo out of date, Skaði, að það er ekki nokkur leið að tala við þig, sagði verkalýðsjaxlinn flokksbróðir minn. Það er allt í lagi að tala um jafnlaunastefnu og svoleiðis. Það er meira að saegja kristilegt. Alltaf er nú verið að kenna Kristi um allt, sagði ég og var argur. Það er ekki bara kristilegt, sagði jaxlinn, það er voða praktískt líka. Af hverju er það praktískt? spurði ég. Af því að allir halda að þeir séu svo merkilegir og eigi skilið að fá gott kaup og jafmikið og allir hinir eða meira. Og það er alveg í anda Sjálfstæðisflokksins sem segir einstaklingurinn lifi. Einstaklingur og ekki einstaklingur, sagði ég. Þú ætlar þó ekki að segja að þú trúir því að það sé jafndýrt í öllum pundið? Nei auðvitað ekki, Skaði, en það er alveg óþarfi að fara út í þá sálma. Við segjum bara: launamunurinn er vandamál. Hann er mikið vandamál. Hann er vaxandi vandamál. Hann veldur mikl- um áhyggjum. Maður sefur ekki fyrir honum á næturnar. Hann dregur langan dilk á eftir sér. Þetta segir maður nógu lengi til þess að allir séu orðnir nokkuð stilltir og rólegir. Og svo þætir maður við: Því miður hafa enn ekki fundist leiðir til þess að ráða framúr þeim vanda. Og vafasamt að þær finnist. Og heldurðu að þú sleppir með það? Auðvitað slepp ég með það. Maður sleppir alltaf ef maður talar nógu mikið. Maður getur líka sagt: það þarf að breyta hugarfarinu. Menn eiga ekki að vera svona mikið í efnishyggj- unni sem mölur og ryð eyðir og allt það. Sá sem segir það sleppir alltaf nokkuð vel. Hann hefur ekki sagt neitt Ijótt. Hann er að minnsta kosti bæði ábyrgur og andlegur og velviljaður og hvað vill þetta lið meira? En ef einhverjir æsingamenn fara nú að röfla um það að það eigi að taka af þeim sem eiga og hafa og láta þá fá sem ekki eiga, eða eitthvað þesslegt? Uss að er ekkert vandamál. Vegna þess að enginn veit lengur hver á hvað og hver á ekki hvað. Og allir trúa því að þeir eignist sjálfir eitthvað á morgun. Og svo segir maður bara: Það er ekki aðalatriðið að taka frá einum eða neinum, heldur að allir hafi nóg. Nóg? Og hvur djöfullinn er það? Það er ósköp einfalt, Skaði minn. Sá hefur nóg sér nægja lætur. Þetta er siðferðisspursmál og getur ekki einfaldara verið En ef ég nú segi: ég hefi ekki nóg? Það segir þú aldrei Skaði. Þú hefur rétt hugarfar. Já en ef ég segi það nú samt? Ókei: ekkert mál: Brettu upp ermarnar, stækkaðu þjóðar- kökuna og éttu meira af henni. Kauptu þér svo happaþrennu til vonar og vara. Er það allt og sumt? Veistu það Skaði, ég nenni ekki að vera að þessu röfli, Ég þarf að fara að stoppa ífélagsfánann minn. Hitti þig í kröfugöng- unni. Og félagi minn brá hægri hendi snyrtilega á loft í kveðjuskyni um leið og hann gekk burt frá mér inn í vorsólina. Inn í maísólina okkar allra og sönglaði gamalt stef við raust: Fram þjáðir menn í þúsund bílum sem þekkið lífsins bremsuför... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. april 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.