Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 15
1. maí VERKALÝÐSHREYFINGIN MÁEKKI BREMSAVIUA FÓLKSINS Vilborg Þorsteinsdóttirfor- maðurSnótarí Vestmannaeyjum hefurverið mikið í sviðsljósinu á undan- förnum misserum. Hún hefur orð á sér fyrir að vera ákveðin í baráttunni fyrir kjörum fisk- vinnslufólks og er sjaldan á þvíaðgefa eftir. Vilborg var ein þeirra sem stóð á bakvið hugmyndina um sérsam- band fiskvinnslufólks síðasta sumar. Þessi hugmynd olli nokkr- um óróleika innan Verkamanna- sambandsins og leiddi til þess að stofnuð var sérstök deild fisk- vinnslufólks innan þess. Fiskvinnslufólk í Vestmanna- eyjum sætti sig ekki við síðustu kjarasamninga, sem kallaðir hafa verið Akureyrarsamningarnir. Á sameiginlegum fundi Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og verkakvennafélagsins Snótar var samningurinn felldur. Samningar eru því lausir í Vestmannaeyjum. Þjóðviljinn sló á þráðinn til Vilborgar og átti við hana stutt spjall. Hún var fyrst spurð hvern- ig gengi í samningamálunum: Það er nú svo furðulegt að við heyrum ekki neitt frá atvinnurek- endum og það heyrist ekki í þeim annarsstaðar frekar en þeir væru ekki til. Atvinnurekendur hér í Eyjum virðast ekki vilja eða geta talað við okkur, þeim er alger- lega stýrt frá VSÍ. Annars eru okkar mál nú hjá ríkissáttasemjara sem sjálfsagt er á kafi í málum verslunarmanna um þessar mundir. Ég býst við að hann hafi samband við okkur fljótlega. / Ijósi atburða síðustu vikna og rnánuða, finnst þér þá œskilegt að hafa samflot í samningaviðrœðum eða á að semja sér? Ef samflot er vel undirbúið og vel að því staðið getur það átt rétt á sér. Tilhneigingin er aftur á móti sú að óska eftir því að samið sé heima. Fólk vill meina að þá sé tekið sérstaklega á málum hvers staðar fyrir sig. Það er líka talað um samflot í margs konar merkingu; um allar launakröfur, launamál ein og sér og svo mætti lengi telja. Þegar samflot er um einhver einstök mál er hugmyndin sú að svæða- sambönd geti samið um sín sér- mál, td. fiskvinnsluna, verslunar- menn osfrv. En þetta hefur aldrei virkað vegna þess að atvinnurek- endur segja alltaf „við erum ekki að semja allt árið um kring, við semjum bara við hvern hóp í eitt skipti“. I fyrra var uppi sú hugmynd að stofna sérsamband fiskvinnslu- fólks og sú hugmynd virtist eiga hljómgrunn víða. Er allur botn dottinn úr þeirri umrœðu? Við sendum út síðasta vor 53 bréf til félaga innan Verka- mannasambandsins. Við vorum að reyna að koma þessari um- ræðu af stað. Það bárust 11 svör. Þau komu bæði frá félögum sem sýndu málinu áhuga og þeim sem vildu alla vega vera með í umræð- unni. Síðan er það samþykkt á þingi Verkamannasambandsins í haust, og fékk hljómgrunn, að frekar skyldi stefnt að deild fisk- vinnslufólks innan Verkamanna- sambandsins. Sérsambandshug- myndin dó þá. En heldurðu að stofnun deildar breyti einhverju fyrirfiskverkunar- fólk? Hún kom bara of seint. Deild getur verið ágæt þó hún gangi ekki eins langt og sérsamband. En það er full þörf á því að hinir ýmsu sérhópar innan Verka- mannasambandsins: byggingar- menn, skinnaiðnaðurinn osfrv. myndi sínar kröfur sjálfir. Út- koman úr síðasta Verkamanna- sambandssamningi og Akur- eyrarsamningnum var ómöguleg. Þá átti að láta reyna á launabætur fyrir þá lægstlaunuðu, þá sem urðu útundan og fengu ekki fastlaunasamninga á síðasta ári. En þetta tókst ekki. Á Akureyri var ekki Guð- mundur J. Guðmundsson, þar var ekki Ásmundur. Við sjálf vorum með málin í okkar hönd- um og þau klúðruðust. Ef þú lítur yfir síðustu ár, hver finnst þér þá staða fiskvinnslufólks vera, efnahagslega og í áliti? Það var mikil áhersla lögð á það að breyta þessu viðhorfi með Viðtal við Vilborgu Þorsteinsdóttur formann Snótar í Vestmannaeyjum námskeiðunum. Þá átti heldur betur að gera átak í því að breyta ímynd fiskvinnslunnar. Þetta tókst að hluta en það er bara svo margt annað sem spilar inn í. Hugmyndin var að hafa áfram- haldandi námskeið en það er ekki búið að semja um það ennþá. Síðan er ljóst að okkur er að fækka í atvinnugreininni. Á sama tíma eru að koma tækniframfarir sem við verðum að vera tilbúin að taka á móti. Við verðum að undirbúa okkur. Ef enginn vill vinna í fisk- vinnslunni þá er eins gott að komi einhverjar vélar. En það eru bara til byggðarlög sem hafa ekkert annað að hverfa að. Það þarf því að undirbúa það að fólk geti tekið þátt í þróuninni og geti unnið störf sem krefjast meiri kunnáttu og menntunar. Þessi námskeið sem verið hafa voru hugsuð sem byrjunarnámskeið, það vantar framhaldið. Ein fiskverkakona sagði mér að hún vœri margar vikur að vinna upp þann bónus sem hún tapaði á meðan hún var á námskeiðinu, er þetta rétt? Þetta er staðreynd. Fólk sem hefur ekki meiri dagvinnulaun en við höfum, leggur alla áherslu á að ná laununum upp í gegnum bónusinn. Svo eru til störf þar sem enginn bónus er. Það fólk nær upp sínum launum með lengri yfirvinnu. Þannig að þetta er allt skrípaleikur þegar maður fer að hugsa um það. Launum er mjög misskipt í húsunum eftir störfum og bónus- inn er mjög sveiflukenndur. Hann fer eftir því hvaða fiskteg- und er verið að vinna og í hvaða umbúðir. Þetta gerir það að verk- um að það er mjög erfitt að tala um laun fiskverkafólks. En auðvitað er það hroðalegt að taxtalaunin séu svo lág að það taki margar vikur að vinna upp það bónustap sem fólk verður fyrir á meðan það er á námskeiði. Nú hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna að bónuskerfið er mjög slítandi og það hefur sýnt sig í bón- usverkföllum að framleiðslan dett- ur svo til ekkert niður. A bónus- kerjið framtíð fyrir sér? Við höfum alltaf sagt það hér í Eyjum að við værum tilbúin til að leggja minni áherslu á bónuskröf- ur. En þá viljum við fá tryggingu fyrir því að fá meira út úr launa- liðunum. Atvinnurekendur vilja bara frekar yfirborga í gegnum bónusinn. Þeir halda að það komi í veg fyrirað launahækkanir fari í gegnum allan launastigann. Staðreyndin er hins vegar sú, að þegar verið er að tala um laun fiskvinnslufólks virðist manni að alltaf sé talað um heildarlaun þess sem hefur hæstan bónus. At- vinnurekendum gengur betur að hafa stjórn á laununum í gegnum bónuskerfið. Hvaða breytingar vilt þú sjá á verkalýðshreyfingunni? Ég vil sjá verkalýðshreyfing- una virkari og í tengslum við það sem er að gerast hjá fólkinu. Hún má ekki virka sem bremsa á vilja fólksins, þvert á móti á hún að vera hvetjandi. Við hjá Snót þykjumst vera í þokkalegu sambandi við okkar fólk. Hér er mikill áhugi á að starfa með félaginu og aldrei nein vandræði með það. Og ég trúi ekki öðru en að þetta sé einnig mögulegt annarsstaðar. Fundasókn hefur að vísu verið með eindæmum góð undanfarið hjá flestum félögum. Þannig að þetta er kannski að koma allt saman. Hið pólitíska landslag er að breytast mikið. Hefurþað áhrif inn í verkalýðshreyfinguna, eiga völd stjómmálaflokkana þar eftir að minnka? Ég ætla að vona það, persónu- lega er ég á móti völdum flokk- anna í hreyfingunni. Maður hefur horft upp á menn sem lenda í fer- legri klemmu þar sem flokkur og hreyfing togast á. Menn hætta að vera málsvarar hreyfingarinnar og verða málsvarar flokksins. Það er talað um að við ættum að eiga fulltrúa á flestum stöðum. Þeir sem fara inn á Alþingi lenda í þeirri stöðu að vilji flokksins verður mikilvægari en það sem hreyfingin vill. Fyrir menn sem vilja hreyfingunni vel hlýtur þetta að vera mjög erfið staða. Að lokum Vilborg, einhverjar óskir í sambandi við 1. maí? Ég vona bara að það verði gott veður og að þátttakan í hátíðar- höldunum verði góð. Þjóðviljinn óskar Vilborgu til hamingju með daginn og vonar að henni sé bötnuð flensan sem þjáði hana þegar samtalið fór fram. -hmp Sunnudagur 1. maf 1988 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.