Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 4
SUNNUDAGSPISTILL AHYGGJUR AF Nokkrir punktar í tilefni dagsins- og nýlegs fundarum launa- misréttið í þjóð- félaginu Það er alltaf verið að kalla verkalýðshreyfinguna, launafólkið, til ábyrgðar. Bæði hér á íslandi og annars stað- ar. Menn eru hvattir til að sýna hófsemi í kaupkröfum. Ann- arsmuniillafarafyrir heildinni. Annars verði ekki hægt að gera neitt fyrir lág- launafólkið (eitt af lögmálum nútímastjórnmála í okkar hluta heims er það, að allir segja það brýnt og þarft að gera eitthvað fyrir láglauna- fólk). Annars fari verðbólgan aftur úr böndum (ísland). Annars verði ekkert hægt að aðhafast gegn fjöldaatvinnu- leysi (Bretland, Danmörk). Ábyrgð á eina hlið Verklýðshreyfingin er þá oftar en ekki í erfiðri klemmu. Hún reynir sitt besta til að vera ábyrg. Hún hugsar um heildina þótt aðr- irgeri þaðekki. En hvað fær hún í staðinn? Það vill einatt verða fjandi lítið. Stóru málin halda áfram að vera óleyst (fjárfesting- arævintýrin, atvinnuleysið, skuldasöfnun til framtíðarinnar). Það tekst kannski að slá eitthvað á verðbólguna þrálátu. En herk- ostnað allan af þeim árangri bera launamenn. Eins víst að um leið hafi hinir ríku orðið enn ríkari Eins víst líka að burst hafi verið dregin úr nefi verklýðshreyfing- arinnar. Til dæmis með bráða- birgðalögum og öðrum aðgerð- um ríkisvaldsins gegn fólki í vinn- udeilum. Afleiðingin er sú, að „hinn al- menni maður“ sem oft er vitnað til, verður þreyttur á öllu saman. Kapítalistum, ríkisstjórn og verk- lýðshreyfingu. Og þó einkum og sérílagi öllum þeim kröfum um ábyrgð sem sífellt er beint að honum mitt í öllu flottheitabruðli þeirra, sem skammta sér laun sjálfir og þó einkum og sérílagi skatta. Hinn frjálsi launaslagur Hvað á þá að gera? Hvetja menn til þess að þeir sláist hver um sig sem harðast fyrir hærra kaupi? Það getur svosem vel verið að margir komist að þeirri niður- stöðu fyrir sjálfa sig. Og er reyndar ekkert eðlilegra eins og allt er í pottinn búið. Því er nú verr og miður. Því miður, segjum við sem sósíalistar reynum að vera - vegna þess að slík „frjáls launamyndun" boðar ekkert gott fyrir þann dýrgrip sem svo erfitt reynist að varðveita og heitir samstaða fólksins. Solidarnosz á pólsku - og fleiri málum. Ef menn gefa alla samstöðulist upp á bátinn, þá geta þeir búist við þrem vandamálum. f fyrsta lagi gefa menn þá „lögmáli frum- skógarins“ lausan tauminn - þeir sterkustu lifa af. Það þýðir, að þeir hópar launamanna sem eru í sterkastri stöðu fyrir, geta haldið áfram að bæta laun sín og að- stöðu. Þar með verða þeir að einskonar yfirstétt í hópi launa- manna, meðan aðrir verða að láta sér nægja mun rýrari laun - um leið og þeir sömu eiga það í vaxandi mæli á hættu að missa atvinnuna. Eins og vitanlega hef- ur gerst víða um lönd þar sem langvarandi fjöldaatvinnuleysi hefur gert stórt strik í alla kjara- baráttu. Tvíbentur vöxtur, skuldasúpa Annar vandinn er máski af því tagi, að hann kemst enn ekki inn á áhyggjusvið nema fárra manna. Hann er sá að betra líf er tengt við meiri neyslu, án þess að nokkur hafi áhyggjur af því um hvaða neyslu er að ræða og hvað hún í rauninni kosti. Þessi þróun gerir ráð fyrir því, að því meir sem til er af öllum hlutum þeim mun betra - og þá láta menn lönd og leið afleiðingar þess arna fyrir um- hverfi mannsins, jafnt í frístund- um hans sem í vinnunni. Þessi mál eru að sjálfsögðu miklu ofar á baugi í grónum og þéttbýlum og ofmenguðum iðnríkjum en á ís- landi, en samt er er hér um að ræða hluti sem við komumst ekki hjá að vita af. í þriðja lagi: hugsi menn um það eitt að allir auki sinn kaup- mátt þá eru menn að öðru óbreyttu að stefna á enn meiri skuldir við útlönd. Og slík óráðsía er náttúrlega skammgóður vermir: við erum að búa til skuldabyrðar af því tagi sem senn fara að éta upp mikinn hluta útflutningstekna í vöxtum einum (af þessu eru ótal dæmi að varast). Og vinstrimenn gætu haft það í huga í leiðinni, að með mikilli skuldasöfnun skerðist efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar, sterk kapítalísk ríki og ríkjablakkir ná á okkur kverka- taki: hægt mun að festast bágt mun úr að víkja. Á málfundi um launamisrétti Eitt er víst: hér á landi er vandi sá sem fyrst var nefndur: sundr- ungin, launamisréttið, kominn á dagskrá með óvenju sterkum hætti. Menn hafa ekki í langan tíma haft spurn af annarri eins samstöðu um þetta hér: launa- misréttið fer vaxandi og við það verður ekki unað. Undir þetta tóku allir þeir sem létu til sín heyra á borgarafundi sem Mál- fundafélag félagshyggjufólks hélt á þriðjudagskvöldið. Málhildur Sigurbjörnsdóttir verkakona í Granda og Martha Friðriksdóttir í VR lýstu þeim vítahring sem láglaunafólk eigrar í á milli mik- illar vinnu og svefns og uppsker það að hafa öngvan tíma til ann- ars og svo öryggisleysi. Málhildur kemur frá vinnustað þar sem ver- ið var að segja upp nær helmingi starfsfólks, Martha fékk uppsögn á dögunum vegna þess að fjöl- skylduaðstæður leyfðu ekki að hún breytti um vinnutíma eins og krafist var. Landlæknir minnti á vinnuþrælkun sem heilsufars- vanda og séra Árni Pálsson á vax- andi andlega vanlíðan fólks. Og þar fram eftir götum. Þetta leiðir til þess að á íslandi eru að verða til þrjár stéttir - hátekjufólk, millistétt og láglaunafólk, sagði Málhildur. Þær hafa vissulega alltaf verið til en ummælin benda til þess að menn taki miklu betur eftir þessu en fyrr. Good luck, sagði Albert Stundum er um kjaramisrétti talað eins og um hvert annað náttúrulögmál sé að ræða sem enginn fær neitt gert við - þótt allir vilji vel (samanber það sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.