Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 3
1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1988
ALÞJÓÐLEG SAMSTAÐA
Um allan heim er litið á 1. maísem baráttudag fyrir alþjóðlegri samstöðu verkafólks. Þann dag lítum við stoltá
baráttu frjálsrar verkalýðshreyfingar fyrir félagslegu réttlœti, frelsi og lýðrœði.
Tákn þeirrar baráttu eru einkunnarorð Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga
Brauð - Friður- Frelsi
Hundruð fulltrúa á 14. þingi
Alþjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga, sem haldið var í Mel-
bourne í síðastliðnum marsmán-
uði lögðu áherslu á að við verðum
að treysta aiþjóðlega samstöðu
þannig að öllum sé ljóst að hún sé
ekki aðeins samansafn slagorða
heldur áþreifanleg staðreynd í
starfi verkalýðssamtakanna. Al-
þjóðleg samstaða verður að vera
annað og meira en dagskrárliður
á fundum samtakanna. Alþjóð-
leg samstaða verður að vera
annað og meira en dagskrár-
liður á fundum samtakanna.
Að vera viðbúin
breytingum
Verkamenn og samtök þeirra
um víða veröld standa frammi
fyrir nýjum vanda: hröðum
breytingum á eðli þjóðfélagsins
og störfum, og vaxandi alþjóða-
hyggju í efnahagslífinu. Um víða
veröld ráðast ríkisstjórnir og
vinnuveitendur að samtökum
verkafólks og þeim réttindum
sem þau hafa náð fram með ára-
langri baráttu. Grafið er undan
ráðningarskilyrðum. Reglubund-
in heilsdags vinna er sífellt að
víkja fyrir hlutastarfi, tímabund-
inni vinnu og annarri ótraustari
vinnutilhögun. Aukið vald fjöl-
þjóðlegra fyrirtækja ógnar lýð-
ræðislegri ábyrgð á vinnumark-
aði og félagslegri ábyrgð í heild.
Alþjóðlegar fjármálastofnanir
axla oft enga ábyrgð á félags-
legum afleiðingum ákvarðana
sinna. Einræðisstjórnir, hvaða
stefnu sem þær fylgja, halda
áfram að veitast að samtökum
verkafólks. Alþjóðleg frjáls
verkalýðshreyfing, heildar-
samtök verkafólks í einstökum
löndum og alþjóðleg samtök ein-
stakra atvinnugreina mega ekki
láta nægja að bregðast við orð-
num hlut. Við verðum að vera
viðbúin breytingum og hafa
áhrif á það hvernig breyting-
arnar verða þannig að þær
verði til hagsbóta fyrir alla!
Endurnýjandi afl
í starfi okkar
Við verðum að leitast við að ná
til milljóna ófélagsbundinna
verkamanna, og þá einkum land-
búnaðarverkamanna í þróunar-
löndunum, og þeirra milljóna
sem neyðast til að vinna fyrir sér
og sínum utan skipulagðs vinnu-
markaðar. Við verðum að taka
tillit til sérstakra þarfa útivinn-
andi kvenna, en konur eru sífellt
að verða þýðingarmeiri á vinnu-
markaðinum og í starfi verka-
lýðshreyfingarinnar. Við verðum
að tryggja að við höfðum til unga
fólksins sem er að koma inn á
vinnumarkaðinn. Þaðhefuralltaf
verið meginviðfangsefni verka-
lýðshreyfingarinnar að tryggja al-
menna þátttöku í starfi verka-
lýðsfélaganna og það er brýnna
nú en nokkru sinni. Almenn þátt-
taka í starfi verkalýðsfélaganna
er nauðsyn því verkafólki sem
þarf aðstöðu til þess að koma
skoðunum sínum á framfæri og
taka þátt í mótun nýrrar framtíð-
ar, betri framtíðar.
Alþjóðleg yfirsýn
Verkalýðsfélögin standa nú
frammi fyrir ógnvekjandi verk-
efni, en ekki óviðráðanlegu. Eitt
mikilvægasta verkefnið er að efla
alþjóðahyggju, að temja sér al-
þjóðlega yfirsýn í öllu starfi
verkalýðssamtakanna. í starfi
verkalýðssamtakanna verður að
bregðast við þeirri staðreynd, að
lönd heimsins eru hvort öðru háð
efnahagslega og ákvarðanir á al-
þjóðavettvangi ráða stöðugt
meiru um þróun atvinnulífs og af-
komu verkafólks. Við þessu verð-
ur að bregðast með sterkri al-
þjóðlegri samstöðu!
Þetta forgangsverkefni Al-
þjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga árið 1988 og á kom-
andi árum. í tilefni alþjóðlegs
baráttudags verkafólks hvetjum
við alla félagsmenn okkar, félaga
í alþjóðasamtökum einstakra
atvinnugreina og hliðholl samtök
að leggja hönd á plóginn með
okkur við þetta brýna verkefni.
Lengi lifí alþjóðleg samstaða
verkafólks!