Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 11
FAST ÞÆR SOTTU SJOINN ... OG SÆKJA HANN ENN Við sjómenn erum sérstakur þjóð- flokkur - Þetta byrjaði allt með því að mér bauðst að fara einn túr að sækja Dettifoss til Álaborgar. Það átti aldrei að verða nema þessi eini túr, og maðurinn minn hvatti mig til fararinnar. Þetta var 20. nóvember 1969, en það má segja að ég hafi ekki komið í land fyrr en fyrir tæpum tveim árum, svo túr- arnir urðu fleiri en áformað var og ég á nú um 4600 sjóferðar- dagaaðbaki. Þetta segir Anna Halldórsdótt- ir ekkja og sjö barna móðir, sem hefur þjónað Eimskipafélagi ís- segir Anna Halldórsdóttir sem sigldi íl8 ár og kom ein upp sjö börnum lands dyggilega í 20 ár og gerir enn, fyrst sem skipsþerna og að- stoðarkokkur, og nú sem hús- freyja í Faxaskála við Reykjavík- urhöfn. Þegar hún hóf sjó- mennsku hafði hún átt 8 börn og misst eitt og yngsti sonur hennar var á 5. ári. Eiginmaður hennar, Páll Erlingur Pálsson málari, var þá þegar orðinn heilsuveill og lést fáum árum síðar. Og til þess að sjá fjölskyldunni farborða stund- aði Annasjóinn í 18árog oft voru sjóferðadagarnir yfir 330 á ári hverju, þannig að frístundirnar voru fáar. En hvernig var þetta hægt? - Ég á eina dóttur sem var mín stoð og stytta fyrstu árin. Hún hélt heimilið með pabba sínum á meðan hann lifði, þegar ég var í burtu. Ég treysti dóttur minni og eldri börnunum. Þegar pabbi þeirra dó var yngsti sonurinn 6 ára og hin börnin flest á barna- skólaaldri. Það var oft erfitt að fara frá fjölskyldunni á þessum árum, ekki síst eftir að ég var orð- in ein. Það voru þung sporin á skipsfjöl þegar maður vissi ekki hvenær maður kæmi aftur. En ég hafði samband við fjölskylduna í gegnum síma og ég treysti elstu dóttur minni og eldri börnunum til þess að hjálpast að. Við höfum alltaf verið samheldin og erum enn, og ég var svo lánsöm að það komu aldrei upp vandamál með börnin öll þau ár sem ég var á sjó. það komu til dæmis aldrei neinar kvartanir frá skólanum. Fjarvistirnar voru auðvitað erfiðastar um hátíðir, jól, páska og hvítasunnu. Ég hef verið mörg jól á sjó, og stundum fórum við um borð á Þorláksmessu, þegar allir voru komnir í jólaskap. Þá reyndi maður bara að hugsa um það sem var í vændum um borð. Það var líka litið hornauga af fólki að móðir skyldi fara frá börnum sínum með þessum hætti, en ég átti ekki margra ann- arra kosta völ og það var sam- heldnin í fjölskyldunni sem bjargaði okkur. Framhald á bls. 12 Sunnudagur 1. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.