Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 2
 Handmokað upp úr lauginni íþróttafólk í blakliöi Þróttar í Neskaupstað geröi sér lítið fyrir í síðustu viku og handmokaði snjó uppúr sundlaug heimamanna. Sund- laugin var á kafi í snjó, búningsklefa við laugarbarminn hafði einnig fennt í kaf og segir það sitt um fannfergið. Blakfólkið mokaði undir verkstjórn kínversks þjálfara síns og vann verkið á mettíma enda gott skipulag á framkvæmdinni. Aukning í brennivíni og rauðvíni Heildarneysla áfengis jókst töluvert fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, eða úr rúmlega 471 þúsund alkóhóllítra í nærri 183 þús. lítra. Neysluaukningin er nær 7%. Mest er aukningin í sölu brennivíns, rúm 24%, og 19% í sölu rauðvíns. Vodkasalan jókst um rúm 5% á þessum tíma en sala á hvítvíni dróst saman um rúm 6%. Þá jókst sala á vindlingum um 6,3% á þessum sama tíma, vindlum um 5,4% og á munntóbaki um rúm 18%. Hins vegar dró úr sölu á reyktó- baki og neftóbaki. Allir í strætó, eða hvað? Fjarðarpósturinn og Útvarp Hafnarfjörður gangast fyrir opnum borgarafundi í veitingahúsinu Gaflinum í Hafnarfirði í kvöld kl. 20.00 um almenningssamgöngur og málefni Landleiða sem hafa sérleyfi á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Stutt framsöguerindi flytja þeir Ágúst Hafberg forstjóri Landleiða, Jón Gestsson hópferða- bflstjóri, Magnús Jón Arnason formaður bæjarráðs og Sevnd Aage Malmberg, haffræðingurogfulltrúi farþegaáfundinum. Á eftirverður svarað fyrirspurnum fundarmanna. Fundarstjórar verða þau Fríða Proppé og Sigurður Sverrisson blaðamenn. Sigurjón fær viðurkenningu Sigurjón Sighvatsson kvik- myndagerðarmaður í Bandaríkj- unum fær góða dóma í hinu virta kvikmyndatímariti „Millimeter“ þar sem hann er tilnefndur sem einn af fimmtíu fremstu fram- leiðendum sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum. Sigurjón rekur ásamt félögum sínum kvik- myndafyrirtækið Propaganda Films sem m.a. hefur sérhæft sig í gerð tónlistarmyndbanda sem Sigurjón hefur haft umsjón með. Meiri síldarsöltun en nokkru sinni fyrr Lokatölur frá sfldarútvegsnefnd um síldarsöltun á síðustu vertíð sýna að alls hafa verið saltaðar 289.640 tunnur sem er meira en nokkru sinni fyrr í sögu Suðurlandssíldarinnar. Heildarsöltunin var um 60% meiri en saltað var að meðaltali af Norðurlandssfld frá því síldarútvegs- nefnd tók til starfa 1935. Hæsti söltunarstaðurinn á sl. vertíð var Eskifjörður, þar var saltað tæpar 50 þús. tunnur á sjö söltunarstöðv- um. A tveimur öðrum stöðvum komst söltunin yfir 20 þús. tunnur, hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar og Pólarsíld á Fáskrúðsfirði. Víkurverk ekki gjaldþrota Vegna fréttar í Þjóðviljanum um að endurbygging á Laugaveginum á milli Frakkastígs og Klapparstígs væri illa úr garði gerð, hafði fram- kvæmdastjóri Víkurverks, Jón A. Jónsson er vann verkið, samband við blaðið og vildi koma því á framfæri að það væri ekki rétt að fyrirtækið væri gjaldþrota. Þvert á móti stæði það vel og væri í góðum rekstri. Varðandi þá umsögn gatnamálastjóra borgarinnar að verkið hefði misfarist vildi Jón taka fram, að verktakinn hefði unnið verkið eftir verklýsingu og engu breytt þar í frá. Vísaði hann ummælum gatnamálastjóra algerlega á bug. Þjóðleiðin til Þingvalla Ferðafélagið Útivist stendur fyrir gönguferð frá höfuðborginni til Þingvalla eða þjóðleiðina til Þingvalla. Gengið verður í fjórum áföng- um og verður fyrsta ferðin farin annað kvöld og þá gengið frá Árbæjar- safninu að Langavatni. Reiknað er með að þessi fyrsti áfangi taki um tvær klukkustundir. FRÉTTIR Samvinnutryggingar Sótt að Guðjóni Kappkosningar um Guðjón B. Ólafsson ístjórn Samvinnutrygginga. Valur úrfelum og stjórnar opinberri atlögu aðforstjóranum Afulltrúaráðsfundi Samvinnu- trygginga nú um helgina kom til kosninga við val stjórnar- manna, og var Guðjón B. Ólafs- son forstjóri SIS naumlega kosinn í stjórnina gegn frambjóðanda Vals Arnþórssonar og Erlends Einarssonar, Þorsteini Sveinssyni kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum. Átökum æðstu manna í SÍS- veldinu lauk engan veginn með samþykktinni um launamál Guðjóns ytra, og um helgina lagðist Valur Arnþórsson stjórn- arformaður SÍS og framkvæmda- stjóri KEA, sterkasta kaupfé- lagsins, í fyrsta sinn opinberlega gegn Guðjóni forstjóra í einstæð- um kosningum á Samvinnutrygg- ingafundinum. Á slíkum fundum er allajafha búið að ákveða fyrirfram hver verður hvað, og fara fundirnir fram í „kirkjulegu andrúmslofti" einsog einn viðmælandi blaðsins komst að orði. Á fundinum um helgina var loft hinsvegar lævi blandið. Erlendur Einarsson fyrrver- andi stjórnarformaður gekk nú úr stjórninni, meðal annars vegna fyrri þrýstings frá Guðjóni B. - sem öfugt við Erlend hefur talið rétt að valdapóstar Erlends og bitlingar allir fylgi forstjóra- stólnum til sín. Valur Arnþórs- son, sem var fundarstjóri á full- trúa-ráðsfundinum, stakk hins- vegar uppá sjálfum sér sem stjórnarformanni og var á það fallist án kosningar. Þrír aðrir stjórnarmenn voru valdir án at- kvæðagreiðslu, þeir Ingólfur Ól- afsson (KRON), Geir Gunn- laugsson (Marvel) og Karvel Ög- mundsson útgerðarmaður. Auk þeirra stingur Valur síðan uppá Þorsteini Sveinssyni. Kem- ur nú nokkurt fát á fundarmenn og upp stendur Sveinn Guð- mundsson Akranesi og segir það vantraust á forstjóra SIS að kjósa hann ekki í stjórnina og býður Guðjón fram gegn Þorsteini. Eftir það rökstyður Valur fram- boð Þorsteins, meðal annars með tilvísun til landsbyggðarsjónar- miða, og eftir rafmagnað fundar- hlé er gengið til atkvæða. Guðjón fékk 13 atkvæði, Þorsteinn 8, og urðu þeir Valur og Erlendur þarmeð undir í fyrstu opinberu orrustu hinna andstæðu afla í SÍS. -m/mj Á Reykjavíkurflugvelli: Þangað hröktust Flugleiðamenn með utanlandsflugið í gær, og höfðu þá fengið sig fullsadda af að etja kappi við árvökula verkfallsverði Verslunarmannafélags Suðurnesja. Mynd: sg. Flugleiðir Utanflug á hrakhólum Tvisvarflogið úr Vatnsmýrinni ígærmorgun. Verkfallsvarsla Flugleiðavél á leið til Kaupmannahafnar fór í loftið um fimmleytið í gær og kom nokkuð á óvart að verkfallsverðir skyldu láta flugið átölulaust, þar sem þeir komu í veg fyrir brottför tveggja véla fyrr um daginn. Tveimur vélum Flugleiða var flogið utan í gærmorgun frá Reykjavíkurflugvelli, annarri til Kaupmannahafnar en hinni til London. Gerði önnur þeirra stuttan stans á Keflavíkurflug- velli og tók nokkra farþega sem sloppið höfðu í gegnum raðir verkfallsvarða fyrr um morgun- inn. í Leifsstöð hert Farþegar félagsins voru innritaðir til flugs en verkfalls- verðir komu í veg fyrir að þeir færu í gegnum vegabréfseftirlit. Flugleiðamenn gripu þá til þess ráðs að aka farþegunum og fljúga flugvélunum til Reykjavíkur, og fljúga síðan þaðan til útlanda. -Við erum ekki í verkfalli lengur og höfum því ekkert um þetta mál að segja, sagði Pétur Maack hjá Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur, aðspurður um þetta mál í gær. -Við teljum að þeir menn sem bera beina ábyrgð á rekstri stöðv- arinnar megi vinna, enda þótt þeir sinni ekki viðkomandi störf- um daglega, sagði Bogi Ágústs- son, blaðafulltrúi Flugleiða. Hann vitnaði til Hæstaréttar- dóms frá 1986 máli sínu til stuðn- ings, en hann var á þá lund að háskólarektori var leyfilegt að ganga í störf húsvarðar í verkfalli BSRB það ár. Fjóla Sigurðardóttir, Verslun- armannafélagi Suðurnesja, sagði að ekkert uppgjafarhljóð væri í félagsmönnum; þvert á móti hefði fólk þjappast saman í átökum síðustu daga og ætlaði að mæta tvíeflt til verkfallsvörslu í Leifsstöð í dag. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.