Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 18
Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður við Raunvís- indastofnun Háskólans sem veittar eru til 1 -3 ára. a) Ein staða sérfræðings við Eðlisfræðistofu. b) Þrjár stöður sérfræðinga við Jarðfræðistofu. c) Þrjár stöður sérfræðinga við Stærðfræðistofu. Stöðurnar verða veittar frá 1. september n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starf- að minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raunvís- indadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla.skuli teljast hluti starfsskyidu við- komandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt itarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 27. mai n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1 -3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 27. april 1988. Framkvæmdasjóður íslands Starfskraftur óskast sem fyrst tii starfa viö bókhalds- og ritarastörf. Verslunarmenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Framkvæmdasjóöi íslands, Rauöarárstíg 25, 105 Reykjavík. Hafnarfjörður - matjurtargarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfiröi er bent á síðustu forvöö að greiöa leiguna eru þriöjudaginn 10. maí n.k. Eftir þann dag veröagarðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur Eiginmaður minn og faðir okkar Karl Gunnarsson fyrrverandi bóndi Hofteigi, Jökuldal Eyjabakka 30,Reykjavík andaðist í Vífilsstaðaspítala 30. apríl. Guðrún Stefánsdóttir og börn hins látna Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 681333 Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðvifjann Ungtemplarar Býður Alþingi á bjórball? í tilefni samþykktar neðri deildar Alþingis á bjórfrumvarpi 18. apríl sl. gerði stjórn íslenskra ungtemplara eftirfarandi sam- þykkt á fundi sínum 26. apríl sl.: Undanfariö hefur ítrekað kom- ið fram í máli ýmissa alþingis- manna að afgreiða verði frum- varpið frá Alþingi til að það flæk- ist ekki lengur fyrir öðrum störfum þar. í þessu kemur fram undarleg skammsýni. Nær er að líta svo á að með því að samþykkja lög sem leyfa sölu bjórs í landinu hefjist bjórmálið fyrst. Framkvæmd þessa máls er ennþá óráðin en hún kemur til kasta alþingismanna og ráð- herra. Ákveða þarf vínandastyrk- leika bjórsins sem leyfður yrði, verð, sölustaði og dreifingu. Lík- legt er að handhöfum vín- veitingaleyfa fjölgi um allt land þar sem aðdráttarafl bjórsins yrði virkjað á veitingahúsum sem fyrst og fremst byggðu afkomu sína á sölu bjórs og ekki er ólík- legt að fljótlega komi sú „sann- girniskrafa" frá íbúum á þeim stöðum á landinu þar sem " ÖRFRÉTTIR ■ Anders Josephsson bariton, heldur söngtónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 en þessir tónleikar eru síðari hluti einsöngvaraprófs hans. Á efn- isskránni eru sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Sigfús Einars- son, Tore Rangström, Maurice Ravel og Beethoven. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó en kennari Anders er Elísa- bet Erlingsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kennarafélag Reykjaness hefur samþykkt að skora á kenn- ara að taka ekki að sér forfalla- kennslu á meðan staðan í kjara- málum kennara er óbreytt. Þá samþykkti fundur í félaginu áskorun á stjórnvöld að standa nú við stóru orðin um að bæta skólastarf í landinu og gera kenn- arastarf eftirsóknarvert. Stöðu- gur kennaraskortur sýnir svo ekki verður um villst að það hefur ekki tekist til þessa. Gigt er dýr og hún læðist með veggjum, segir í fréttatilkynningu frá Gigt- arfélaginu en nýkjörin stjórn fé- lagsins hefur sett fram þá kröfu að heildarskipulagi verði komið á varðandi læknisþjónustu við gigtsjúka hérlendis. Félagar í Gigtarfélaginu eru 2.200, en gigtsjúkir í landinu eru ekki taldir vera undir fimmtíu þúsundum eða rúmlega fimmti hver lands- maður. Nýr formaður Gigtarfé- lagsins er Jón Þorsteinsson yfir- læknir. veitingahúsarekstur svarar ekki kostnaði að þeir hefðu sama að- gang að bjórnum og aðrir. Hvernig yrði tekið á hugmynd- um um að leyfa bjórsölu í versl- unum? Er þaö ekki svipað sanngirnismál fyrir þá sem þyrftu að ferðast langan veg eftir bjór að fá hann nær eins og þá sem ekki ferðast til útlanda að fá hann inn í landiö? Hversu mikið tillit verður tekið til jafnréttiskröfunnar? Með samþykkt bjórfrumvarps- ins á Alþingi verður það fyrst pól- itískt, flokks- og byggðapólitískt. Keppinautar um bjórgróða myndu setjast að þingmönnum og reyna að beita þeim fyrir sig. „Réttlætismálin" munu að líkind- um verða mörg. Alþingis- mönnum verður væntanlega treyst til að kippa þeim í liðinn. Það er mikill misskilningur að með því að samþykkja bjórfrum- varpið sé afskiptum stjórnmála- manna og alþingismanna af bjórnum lokið. Þvert á móti; þá fyrst byrjar ballið. Fjórir nýskipaðir sendiherrar afhentu fyrir skömmu forseta ís- lands trúnaðarbréf sín að við- stöddum Steingrími Hermanns- syni utanríkisráðherra. Þeir eru; hr. Jacques Mer, sendiherra Fra- kklands, prófessor S.H.K. Eus- ufzai, sendiherra Bangladesh, nr. Thomas Benjamin Sam, sendiherra Ghana, og hr. Carlos Raffo, sendiherra Perú. Sendi- herrarnir þáðu síöan boð forseta íslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Frakklands hefur aðsetur í Reykjavík. Sendiherra Bangladesh er búsettur í Stokk- hólmi, sendiherra Ghana í Kaup- mannahöfn og sendiherra Perú í London. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagið boðar til miðstjórnarfundar helgina 7.-8. maí n.k. í Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, Reykjavik. Dagskrá: 1) Stefnumótun í húsnæðismálum. 2) Drög að stefnumótun í heilbrigðismálum. 3) Þróun efnahagsmála. 4) Skýrsla um niðurstöður landbúnaðarráðstefnu 5) Kosning nefnda. 6) Önnur mál. Nánar auglýst síðar. ABL Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjavík Spilakvöld á þriðjudag Alþýðuþandalagið í Reykjavík heldur sþilakvöld að Hverfisgötu 105, kl. 20.30 þriðjudaginn 3. maí. Gestur kvöldsins verður Steingrimur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Fjöl- mennið og takið meö ykkur gesti. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH boðar til fundar í Skálanum, Strandgötu 41, laugar- daginn 7. maí kl. 10.00. Dagskrá: 1) Niðurstaða stefnuráðsfundarins: Formaður reifar málin. 2) Skiþulag stefnuumræðu og starfið í sumar. Mætum öll í sumarskapi Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 3. deildar Aðalfundur 3. deildar ABR verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.