Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 17
-ÖRFRÉTTIR ísraelsmenn ERLENDAR FRÉTTIR Pólland Verkfall í Gdansk Sagan endurtekursig. Verkfallstarfsmanna Lenín stáliðjuversins við Kraká hefur staðið í viku. Jarúselski hallmœlirfrjálsri verkalýðshreyfingu 1. maí Verkamenn í Gdansk lögðu niður vinnu í gær. drápu tvo unga Palestínumenn á herteknu svæðunum í fyrradag. Talsmaður hersins greindi frá því að dátar hefðu skotið hinn 22 ára gamia Naim Taha til bana í Faquaþorpi nærri Jenín. Grunur leikur á að hann hafi verið myrtur að tilefnislausu því yfirmaður hermannanna sem skutu hann hefur verið leystur frá störfum meðan rannsókn fer fram. Nidal Abdel Haq, 16 ára gamall, var myrtur með enn hrottalegri hætti. Hann hugðist festa þjóð- fána Palestínumanna efst í há- spennumastur þegar einhver hleypti straumnum á. Þeir tví- menningar voru 168. og 169. Pal- estínumennirnir sem falla fyrir hendi ísraelsmanna á herteknu svæðunum frá því í desember- mánuði í fyrra. Bardagar öndverðra fylkinga Palestínu- manna í Líbanon færðust í auk- ana í gær. Skæruliðar hollir Jassír Arafat og PLO og stuðnings- menn liðhlaupans Abu Musas og Sýrlendinga bárust á banaspjót í tveim flóttamannabúðum í Beirút. Atökin munu hafa staðið í þrjá daga með hléum. Að minnsta kosti 4 menn hafa fallið og 40 særst. Ennfremur hafa fjöl- margir flúið búðirnar í dauðans ofboði. Ekki er nema rúm vika liðin frá því Arafat og Assad Sýrl- andsforseti „sættust heilum sátt- um“ í Damaskus og lét sá fyrr- nefndi þá svo ummælt að „ekki væri lengur neinn ágreiningur í fjölskyldunni." Lögrcgla handtók leiðtoga hinna ýmsu dcilda Samstöðu víðsvegar um Pólland eftir að 3 þúsund verkamcnn við Lenín skipasmíðastöðvarnar í Gdansk lögðu niður vinnu í gær. Það er kunnara en frá þurfí að segja að það var í þeim sömu skipasmíða- stöðvum að hin frjálsu verkalýðs- samtök urðu til á öndverðum þessum áratug. Heimildamenn úr röðum andófsafla greindu frétta- mönnunr Reuters frá því að sjö félagar úr 13 manna þjóðarráði Samstöðu hefðu verið færðir í fangageymslur þegar fréttist af verkfallinu í Gdansk. Aðrir fé- lagar ráðsins hefðu farið í felur, að Lech Walesa formanni undan- skildum. Um þrjú þúsund verkamenn Lenín skipasmíðastöðvanna hófu setuverkfall um nónbil í gær. Höfðu sjónarvottar á orði að allt væri með sama hætti og í verkfall- inu í ágústmánuði árið 1980 en það olli miklum umskiptum í Pól- landi, falli Edwards Giereks flokksformanns og stofnun Sam- stöðu. Hvarvetna báru menn pólska þjóðfánann og myndir af Jóhannesi Páli II páfa. Lögreglumenn höfðu hraðar hendur og lokuðu hliðum stöðv- arinnar þegar fréttir bárust af verkfallinu. Þeir voru þó horfnir á braut þegar Walesa bar að garði með helsta ráðgjafa sínum, séra Henryk Jankowski. I fyrsta maí ávarpi sínu í fyrra- dag hafði Walesa eggjað pólska verkantenn lögeggjan að standa þétt við bak 16 þúsund félaga sinna í Lenín stáliðjuverinu í Kraká. Verkfall þeirra hefur nú staðið í rétta viku. Það er augljóst að orð Walesa hafa enn töframátt og félagar hans í skipasmíðastöð Leníns í Gdansk hlýddu kalli. Honurn var vel fagnað þegar hann gekk á þeirra fund í gær og hann sagðist styðja þá heilshugar. Verkfallinu í Stalowa Wola lauk um helgina með sáttum og því var nyjög dauft hljóð í verk- fallsmönnum í Kraká fyrripart dags í gær. Svo virtist sem þeir stæðu einir uppi í hárinu á ríkis- valdinu. Það er því síst að undra þótt mikil fagnaðarlæti hafi brot- ist út þegar tíðindi bárust frá Gdansk. Verkfall hefur verið í lengri eða skemmri tíma í fimm stór- iðjuverum vítt og breitt um Pól- land síðastliðna viku. Þetta er í fyrsta sinn að Wojciech Jarusel- ski þarf að glíma við verfallsmenn frá því hann setti herlög í des- embermánuði árið 1981 til þess að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Jaruselski var vitaskuld aðal- ræðumaður 1. maí hátíðarhald- anna í Varsjá. Hann veittist af hörku að verkalýðshreyfingunni og kvaðst ekki ljá máls á því að tímabil „stjórnleysis og ólgu“ rynni upp að nýju. Reuter/-ks. Sovétríkin Einræði og skrifræði í 70 ár ígær var óvenju harðort „lesendabréf“ birtáforsíðu Prövdu. Saga Sovétríkjanna sögð saga um einrœði og afturför. Bentá leiðir til bóta Igær birti Pravda, málgagn sov- éska kommúnistaflokksins, „bréf frá lesenda" sem gagnrýnir flokkinn harðlega og staðhæfír að stjórnhættir þeir er þróast hafí í Sovétríkjunum frá öndverðu hafí leitt til einræðis og eyðileggingar. Það velkist enginn í vafa um það að bréfið sé birt með vilja æðstu manna enda er gert óvenju vel við höfundinn með því að setja ritsmíð hans á sjálfa forsíð- una. Hann krefst róttækra um- skipta á starfsháttum flokksins og skipulagi ríkisins, kjörs manna í háar stöður og „alvöruumræðna“ á ráðstefnum flokksins. Höf- undurinn kvað vera háttsettur embættismaður í ráðuneyti flug- mála, V. Selivanov að nafni. Þær hugmyndir sem hann setur á oddinn í „bréfinu“ hafa verið til umræðu að undanförnu enda er það almannarómur að bryddað verði uppá ýmsum róttækum pólitískum nýmælum á flokks- þingi sem haldið verður í lok jún- ímánaðar. Þá hyggist Míkhael Gorbatsjov aðalritari knýja fram samþykktir um lýðræði og vald- dreifingu í flokknum. „Við sigur októberbyltingar- innar fékk flokkurinn öll völd í hendur. Þá sættu ýmsir færis og gengu í hann til þess eins að skara eld að sinni köku.“ Selivanov segir alla bestu félaga flokksins hafa týnt lífi í borgarastríðinu, hinni mannskæðu iðnvæðingu eða í hreinsunum Stalíns. Á valdatíma hans hafi leyndin orðið regla í öllu starfi flokksins. „Það varð trúarsetning að hinn almenni félagi væri hermaður flokksins og það væri forystu- sveitar miðstjórnarinnar að móta stefnuna, að skera úr um það hvað væri rétt og hvað væri rangt. Það varð trúarsetning að aðal- ritarinn væri óskeikull, að orð hans og yfirlýsingar væru sannleikurinn og því útí hött að alþýða manna reyndi að brjóta málin til mergjar. Hið eina sem hún þurfti að gera var að gæta þess vandlega að vitna rétt og nákvæmlega í orð leiðtogans.“ Selivanov rifjar upp að það hafi orðið lenska á stalínstíman- um að menn hefðu tungur tvær og töluðu sitt með hvorri, eitt prívat og annað opinberlega. Annars gat líf og frelsi ástvina verið í húfi. „Bréfritari" fetar sig áfram veginn og staðhæfir að þeir Ník- íta Krúsjov og Leóníd Brésnev hafi báðir séð hag sínum best borgið í óbreyttu kerfi og því ekki hróflað við því. Þótt gallar þess væru augljósir og óskaplegir. Til að mynda hefði efnahag hnignað jafnt og þétt vegna þeirrar óvenju að hvaðeina væri ákveðið „uppi á toppnum." Einnig vegna örrar fjölgunar sníkjudýra í skrifræðis- bákninu á kostnað heiðarlegs verkafólks. Einnig vegna öfug- snúins siðferðis leiðtoga og for- ystumanna sem aðeins hugsuðu um að koma ár sinni vel fyrir borð undir kjörorðinu „hver er sjálf- um sér næstur.“ Og skeyttu ekki hætishót um verkamenn sem þeir „heiðruðu“ þó á tyllidögum með ávarpinu „félagi“. Kjósendum var sagt hvað þeir kysu einróma, leiðtogar voru gallalausir og óhagganlegir á stalli sínum, öll gagnrýni var bönnuð. Valdaklíkur urðu til. Embættismenn ríkis og flokks urðu „ríkið“ og „flokkurinn.“ í slagtogi með þeim voru skriffinn- ar í viðskiptum, verkalýðshreyf- ingunni, leynilögreglunni og jafnvel réttir og sléttir glæpa- menn. Sérhyggja þessara óhæfu og spilltu manna gekk fram af heiðarlegu fólki. „Það var niður- lægt og missti alla trú á réttlæti ráðamanna. Sannleikurinn er sá að mistök okkar og annmarkar eru umfram allt mistök og ann- markar kommúnistaflokksins og miðstjórnar hans, sérhvers félaga hans.“ Selivanov bendir á ýmsar leiðir til þess að ráða bót á þessu ömur- lega ástandi. Flokksfélögum verði fækkað (eru nú 19 miljónir) og nýir félagar valdir af kostgæfni. Af um 300 félögum í miðstjórn verði að minnsta kosti 200 úr röðum úrvalsverkamanna og sérfræðinga og skriffinnum fækkað að sama skapi. Skipuleg utnræða fari fratn á öllum fundum og ráðstefnum flokksins og upplýsingum verði dreift nógu snemma til þess að menn mæti fróðir til leiks. Allar atkvæðagreiðslur verði ósviknar. Selivanov vill að leiðtogar flokks í héruðum, bæjum og hreppum verði kjörnir almennri kosningu. Seinna væri vel hugs- anlegt að taka upp svipað kerfi við val á helstu forystumönnum, þar á meðal aðalritaranum. Allir fái að gagnrýna alla því „ekkert megi hefja yfir gagnrýni.“ Reuter/-ks. Kreml. Þar hafa löngum búið „óskeikulir" menn og sérgóðir. Þriðjudagur 3. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.