Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 7
Kjarnorkuverið í Dounreay í Skotlandi. fslendingar hafa mótmælt nýrri endurvinnslustöð þar vegna geislunarhættu. Geislahœtta Plutomumflutningar Þorsteinn Pálsson rœðir málið við Reagan. Plútóníum flutningar ílofti. Lendingarbann í Alaska og á Grœnlandi. Loftyfirráð okkar ná bara að 12 mílna mörkum. Hvar var íslenska utanríkisþjónustan? „Málið er háalvarlegt og það ber að þakka að það hcfur verið •tekið hér til umræðu... Við verð- um að reyna að fá því framgengt að þessir flutningar fari ekki nærri landinu og fiskimiðum okk- ar... Fréttirnar vekja ótta.“ Þetta eru nokkur dæmi um við- brögð þingmanna í utandagskrár- umræðum í sameinuðu þingi í gær. Það var Hjörleifur Gutt- ormsson sem hóf umræðuna. Hann spurðist fyrir um til hvaða aðgerða stórnvöld ætluðu að grípa vegna fyrirhugaðra plútóní- umflutninga í lofti frá Evrópu til Japan. Þingmenn úr öllum flokk- um lýstu yfir áhyggjum sínum en um þetta fjölluðu, auk Hjörleifs og Þorsteins Pálssonar forsætis- ráðherra, þau Kristín Einarsdótt- ir, Páll Pétursson, Kjartan Jó- hannsson, Albert Guðmundsson og Stefán Valgeirsson. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra upplýsti að íslendingar gætu ekki bannað yfirflug nema innan 12 mílna landhelgi. Reynt yrði eftir þvf sem tök væru á að koma í veg fyrir þetta flug. Hann sagði, þegar spurt var hvort hann tæki málið upp í heimsókn sinni til Bandaríkjanna í næstu viku, að ríkisstjórn Bandaríkjanna yrði gerð grein fyrir viðhorfum ís- lendinga í málinu og var það af flestum skilið á þann veg að hann tæki málið upp í heimsókninni vestur. „Plútóníum er eitthvert allra PROPOSED AGREEMENT BETWEEN THE UNITED STATES AND JAPAN CONCERNINO PEACEFUL USES OF NUCLEAR ENERGY MESSAGE THE PRESIDENT OF THE UNITED STATES TKANIMITT1N0 A PKOPOStD AOREEMENT FOR COOPERATION BETWEEN THE COVERNMENT OP THE UNITED STATES AND THE OOVERNMENT OP JAPAN CONCERNINO PEACEFUL USE8 OF NUCLEAR ENEROY, INCLUDINO AN IMPLEMENTINQ AGREEMENT PURSUANT TO AR- TICLE 11 or THE PROPOSED AOREEME.NT, PURSUANT TO «2 u.s c mta>) Samningnum sem Reagan lagöi fyrir Bandaríkjaþing var ekki hafnað þar og því gekk hann I gildi fyrir rúmri viku. hættulegasta geislavirka efnið. Óverulegt slys gæti komið út- flutningsgreinum okkar í mikinn vanda,“ sagði Kristín Einarsdótt- ir. „Danir munu ekki leyfa milli- lendingar í Thule á Grænlandi,“ sagði Páll Pétursson og skýrði frá því að málið hefði verið til um- ræðu á fundi flugráðs. Flug yfir norðurslóðir með plútóníumfarm grundvallast á samningi Bandaríkjamanna við Japani sem hefur verið til um- ræðu fyrir vestan haf frá því í haust og reyndar valdið þar mikl- um deilum. Sem dæmi um banda- rískan þingmann, sem barist hef- ur á móti þeim samningi, má nefna John Glenn fyrrum geimfara. Það er umhugsunarvert að svo virðist sem íslenska utanríkis- þjónustan hafi ekki verið á verði og vakið athygli stjórnvalda á málinu. Það var fyrst getið um þetta alvarlega mál af ríkisstjórn- arinnar háifu í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sl. þriðjudag, daginn eftir að Hjör- leifur Guttormsson vakti athygli á því á fundi utanríkismálanefnd- ar alþingis. ÓP Hætta á ferðum Vopnaðarsveitirfylgjaplútónmm-sendingimum. Bandaríkjamenn vdja ekki missa viðskipti „Á Bandaríkjaþingi hefur ver- ið til umræðu og afgreiðslu samn- ingur um friðsamlega notkun kjarnorku milli Bandaríkjanna og Japan. Samningurinn, sem á að gilda í 30 ár, felur í sér heimild til handa Japönum að endurvinna þúsundir tonna af úrgangselds- neyti frá kjarnorkuverum í plút- óníum til notkunar í kjarnorku- verum í Japan. Keagan forseti Bandaríkjanna féllst á samning- inn í nóvember sl. þrátt fyrir tals- verða andstöðu á Bandaríkja- þingi og meðal almennings, ekki síst í Alaska. Þingið hafði frest til 25. aprfl til að hafna samningum en það var ekki gert. Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnir Bandaríkj- anna og Japan skiptist á samn- ingsskjölum í þessum mánuði og 30 dögum síðar eða í júní gangi samningurinn formlega í gildi.“ Þannig hóf Hjörleifur Gutt- ormsson ræðu sína utan dagskrár á fundi sameinaðs þings í gær. Fram kom að ráðgert er að hefja þessa loftflutninga á árunum 1990 til 1992, fyrst frá Frakklandi og síðar frá Bretlandi, og að flogið yrði allt að þrisvar í mán- uði. „Endurvinnsla á úrgangselds- neyti mun fara fram í Frakklandi og Bretlandi og þaðan á að flytja afurðina, hágeislavirkt plútóní- um, loftleiðis yfir norður- heimskautið til Japan. Það mun m.a. vera gert af öryggisástæðum gagnvart ránum í stað þess að velja sjóleiðina, en auðvelt er að framleiða kjarnorkusprengjur úr plútóníum." Hjörleifur taldi að málið snerti ýmsa ráðherra, svo sem utan- ríkisráðherra, samgönguráð- herra, sjávarútvegsráðherra, heilbrigðisráðherra og forsætis- ráðherra. Hann beindi svohljóð- andi spurningu til forsætisráð- herra: „1. Hafa íslensk stjórnvöld lagaleg tök á að banna flug með hættuleg efni yfir íslenskri efna- hagslögsögu? 2. Mun ríkisstjórnin höfða til ákvæða alþjóðasamninga, svo sem hafréttarsamningsins og samninga um varnir gegn meng- un sjávar til að koma í veg fyrir umrætt flug norður yfir heimskautið? 3. Hvenær verður mál þetta tekið upp við stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Japan og aðrar hlut- aðeigandi ríkisstjórnir? í viðauka nr. 5 með samningi Japana og Bandaríkjamann eru lagðar línurnar um það hvernig þessir loftflutningar á plútóníum eiga að fara fram. Þar er að finna nákvæmar reglur um það m.a. að hverri sendingu skuli fylgja vopn- aðar sveitir, að þess skuli gætt að flugáhafnir, meðlimir gæslu- sveita og starfsfólk á flugvöllum, sé vel valið og að á milli þessa fólks séu ekki of mikil tengsl. Mun þetta vera gert til að gera hugsanlegum glæpamönnum erf- iðara um vik að stela farminum. f grein, sem birtist í bandaríska blaðinu Washington Post 22. apr- íl sl. segir að Reagan forseti hafi lagt mikið kapp á'að þingið felldi ekki samninginn því að hætta Þriðjudagur 3. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 væri á að Japanir flyttu þá við- skipti sín með eldsneyti í kjarn- orkuver til annarra landa. í greininni segir að samkvæmt samningnum gætu Japanir fengið meira en 400 tonn af plútóníum en það sé tvisvar sinnum meira magn en er í samanlögðu kjarn- orkuvopnabúri Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þar kemur einnig fram að fyrrum varnar- málaráðherra, Caspar Weinber- ger, hafi verið á móti samningn- um. Hermálaráðuneytið hafi tekið upp nýja stefnu í málinu þegar Carlucci tók við embætti varnarmálaráðherra. í samtali við Þjóðviljann benti Hjörleifur á að samkvæmt einni grein þessa samningsviðauka segði að hanna skuli hylki fyrir plútóníum og skuli þau vera það sterk að þau bresti ekki þótt flugvél hrapi með þau. Margra álit væri aftur á móti að enn séu ekki til gámar eða hylki sem ör- ugglega standist flugslys. Það væri því mengunarhættan í tengslum við óhöpp og meiri háttar flugslys sem yllu mestum áhyggjum hér á landi. I ræðu sinni á alþingi fór Hjör- leifur nokkrum orðum um þá hættu sem íslendingum gæti staf- að af flutningum með geislavirkt plútóníum í grennd við landið. Hann sagði m.a: „Geislun, meint eða raunveru- leg, út frá slíkum farmi gæti stofn- að fiskveiðum okkar og markaði fyrir sjávarafurðir í stórkostlega hættu ... Ráðgert var að milli- lenda með þessa farma í Anchor- age í Alaska, en vegna mótmæla íbúa þar og þingmanna fylkisins gaf Bandaríkjastjórn þann 8. mars sl. út bindandi yfirlýsingu um að frá því væri horfið.“ Hjörleifur tók mál þetta upp á fundi utanríksmálanefndar í síð- ustu viku, strax og hann frétti af því, og ríkisstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu degi síðar um að hvorki yrðu veitt lendingar- leyfi flugvélum með slíkan farm né þeim leyft að fljúga um loft- helgi íslands. En því miður nær lofthelgin aðeins að 12 mílna landhelgismörkunum og líkleg- asta flugleið vélanna er nokkuð austan við þau. Því þyrfti að þrýsta á viðkomandi ríkisstjórnir eftir öllum hugsanlegum leiðum til að koma í veg fyrir þessi áform. ÓP Um Plútóníum Plútóníum er eitt af hættulegustu efnum í heimi. Helmingunartími þess er 24 þúsund ár. Það þýðir að efnið verður ekki skaðlaust fyrr en eftir hálfa miljón ára. 5 kg af plútóníum nægja til að útbúa kjarnorkusprengju. 2 kg af plútóníum duga til að gefa hverju mannsbarni á hnettinum drepandi skammt. 0,1 gramm nægir til að deyða mann á þremur vikum. 0,0000002 g geta valdið krabbameini.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.