Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 14
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
byggingadeildar óskar eftir tilboðum í lóðarlögun
við félagsmiðstöðina Ársel við Rofabæ.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir-
kjuvegi 3 gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. maí
kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkiuvegi 3 - Sími 25800
Frá Fósturskóla
íslands
Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir
um skólavist þurfa að berast skólanum fyrir 1.
júní nk. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á
skrifstofu skólans.
Skólastjóri
ní útboð
Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í
3x1900 m af pex-einangruðum jarðstreng fyrir
132kW með 300 mm2 alleiðara. Utboðsgögn eru
afhent á skrifstofu Rafveitu Hafnarfjarðar gegn
5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
skrifstofu rafveitustjóra fimmtudaginn 19. maí
1988 kl. 11.00.
Ratveita Hafnarfjarðar
1*1 REYKJNIÍKURBORG l|l
Skrifstofumaður
óskast í 60% starf hjá húsatryggingum Reykja-
víkurborgar.
Starfið er fólgið í almennri afgreiðslu og færslum
á tölvu.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 18000.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Pappírsskurðarhnífur
til sölu. Skurðarlengd 62 cm. Traust og gott tæki.
Upplagt fyrir bókbindara. Hagstætt verð. Upplýs-
ingar í síma 41739.
Eginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi,
Ragnar Á. Sigurðsson
sparisjóðsstjóri í Neskaupstað
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 7.
maí klukkan 14.
Kristín Lundberg
Kristrún Helgadóttir Sigurður Hinriksson
Sigurður Ragnarsson Ragnheiður Hall
Sigurborg Ragnarsdóttir Hólmgrímur Heiðreksson
Kristrún Ragnarsdóttir Snorri Styrkársson
Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir Hjálmar Kristinsson
og barnabörn
Hjónaminning
Mig langar að minnast í fáum
orðum ömmu minnar og afa Mar-
íu Rögnvaldsdóttur og Gamalíels
Sigurjónssonar.
Marfa var fædd 14.5. 1885 að
Réttarholti í Blönduhlíð dóttir
Freyju Jónsdóttur og Rögnvaldar
Björnssonar, María lést 27.10
1968. Gamalíel var fæddur 8.4.
1894 að Staðartungu í Hörgárdal
sonur Rósu Friðbjamardóttur og
Sigurjóns Jónssonar. Gamalíel
lést 9. janúar síðastliðinn.
María amma og Sæmundur
Dúason (látinn 4.2. 1988) föður-
afi minn voru náskyld. Mæður
þeirra Freyja og Eugenia voru
systur, dætur séra Jóns Norð-
mann prests að Barði í Fljótum
og Katrínar Jónsdóttur frá Und-
irfelli í Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu. Faðir séra Jóns Norðmann
var Jón Guðmundsson bróðir
Vatnsenda-Rósu. Rósa móðir
Gamalíels afa var systir Jóhann-
esar Friðbjarnarsonar bónda og
oddvita af Lambanes-Reykjum í
Fljótum, sonur hans var Ólafur
Jóhannesson kunnur stjórnmála-
maður.
Gamalíel afi minn fluttist ung-
ur úr Eyjafirði vestur í Skaga-
fjörð. Hann kom vinnumaður að
Réttarholti, þar var hún amma
mín, ung og ólofuð heimasæta.
Pau felldu hugi saman og ákváðu
að eiga framtíðina og lífið saman
úr því. Þau bjuggu fyrstu árin í
Blönduhlíðinni, en fluttu fljót-
lega til Sauðárkróks og áttu þar
heimili síðan. Hjónaband þeirra
var í alla staði hið ágætasta.
Minningar frá barnsárum
fljúga gegnum huga minn. Heim-
sókn til afa og ömmu á Sauðár-
króki. Afi rólegur, stöðugur eins
og klettur, talaði lítið, hummaði
stundum. Litlar telpur tipluðu á
tánum um húsið, settust á afa
hné, þær þurftu ekkert að segja,
þær fundu traustið hjá þessum
stóra manni og þögnin sagði allt
sem þurfti.
Amma sagði sögur, fór með
kvæði, prjónaði, á meðan sátu
litlar telpur á lágum trébekk og
dingluðu fótunum. Seinna bætt-
ust við önnur börn sem sóttu til
afa og ömmu.
Afi var einstaklega hæglátur
maður, öðrum eins hef ég aldrei
kynnst fyrr né síðar. Pað sem
hann sagði stóð eins og stafur á
bók. Hann var mikið snyrti-
menni. Eftir að amma dó og við
barnabörnin hans komum í heim-
sókn sáum við aldrei rykkorn á
einu eða neinu. Elsta systir mín
vildi eitt sinn taka af honum
mynd, en það var ómögulegt af
og öll börn biðum við systkinin
spennt eftir jólunum, og þegar
pakkinn frá ömmu, fullur af
sokkum og vettlingum kom, voru
jólin komin. Amma var veí hag-
mælt eing og margt hennar fólk.
Ljóð eftir hana hafa birst í blöð-
um og tímaritum.
Afi og amma eignuðust þrjú
börn. Þau eru Ragna Freyja f.
28.6. 1918, Katrín f. 23.8. 1919,
því hann var bara í hvunn-
dagsfötunum, en það rættist úr
því.
Amma var lágvaxin kona. Ég
átti við hana bréfaskipti frá
barnsaldri og til þess tíma að hún
féll frá. Hún fór yfir bréfin mín,
Ieiðrétti og sagði hvað betur
mætti fara. Einnig brýndi hún
fyrir mér að spara pappírinn og
skrifa á spássíurnar og einhvern
veginn situr það enn í mér, þó
auðvelt sé að ná í pappír. Hún
fræddi mig jafnframt um ættir
mínar og strax sem barn fékk ég
óstöðvandi ættfræðiáhuga. Eins
d. 11.4.1980ogJónf. 23.3.1923.
Katrín var móðir mín. Barna-
börnin voru 13, 11 eru á lífi.
Barnabarnabörnin eru 26. Barn-
abarnabarnabörnin eru sjö. Af-
komendur eru 49.
Afi og amma áttu gott líf saman
og náðu háum aldri. Amma varð
áttatíu og þriggja ára og afi níutíu
og þriggja ára, en hann var jarð-
sunginn frá Sauðárkrókskirkju
16. janúar síðastliðinn.
Öllu samferðarfólki afa og
ömmu Gamalíels og Maríu flyt ég
þakkir.
Fanney Magna Karlsdóttir.
Alþýðubandaiagið
JÉtfjÉjjBL
Ww ^p
t'
}M
--¦Sfev-^JU Æ
Miðsljómarfundur
Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar í Miðgarði, Hverfisgötu 105,
7.-8. maí. Fundurinn hefst kl. 13 laugardaginn 7. maíog er áætlað að honum Ijúk'i
síðdegis sunnudaginn 8. maí.
Dagskrá:
1. Stefnumótun 3. Þróun efnahagsmála.
í húsnæðismálum. Frummælandi: Ólafur Ragnar Grímsson
Frummælendur:
Kristbjörn Árnason 4.
Grétar Þorsteinsson Guðni Jóhannesson Kosning nefnda.
a) Nefnd um skattamál.
\ b) Laganefnd sbr. samþykkt
2. Drög að stefnumótun 5. landsfundar.
í heilbrigðismálum. Önnur mál.
Frummælandi úr starfshópnum. Svanfríður Jónasdóttir formaður