Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Þroskasaga ráðherra Jón Baldvin Hanníbalsson hefur gengist mjög upp í starfi sínu sem ráðherra. Það virðist síður en svo há honum að hann situr í ríkisstjórn sem hefur að leiðarljósi forstokkaðar kenning- ar frjálshyggjunnar, ríkisstjórn sem tekur á efnahagsmálum á sams konar hátt eða viðhefur sams konar aðgerðarleysi á pví sviði og ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er sat hér að völdum fram að síðustu kosningum. Kosningarnar síð- asta vor, parsem sú ríkisstjórn missti pingmeirihluta sinn, hafa í raun sára litlu breytt að þessu leyti. Kratamir komuFramsókn og íhaldi til hjálpar og áfram er haldið sömu braut og fyrr. Jón Baldvin Hanníbalssom hamast nú í þinginu við að gera að lögum frumvarp sitt og ríkisstjórnarinnar um virðisauka- skatt. Hann telur að hér sé um að ræða rökrétt framhald af matarskattinum, sem jók stórlega hörkuna í kjarabaráttu launafólks pótt hann sé af forsvarsmönnum krata talin grund- vallarforsenda allrar velferðar. Það er nefnilega ekki svo að Jón Baldvin renni sér af atorkusemi í skítverkin bara vegna þess að eitthvað verði það að kosta að sitja í ráðherrastólnum, að París sé einnar messu virði. Nei, hann trúir á það sem hann er að gera. Um það ber ekki efast. Þótt unnt sé að benda á að Jón Baldvin hafi verið andsnúinn ýmsum þeim málum, sem hann berst núna fyrir af fullri hörku, þá segir það lítið til um heilindi ráðherrans. Aftur á móti getur það verið fræðandi fyrir þá, sem hafa áhuga á mannlegri náttúru og sálarlífi, að sjá hvað menn eru fljótir að skipta um skoðun eftir að þeir eru sestir í ráðherrastól. Sumir hafa verið að skamma Jón Baldvin fyrir að hafa allt aðra skoðun á virðis- aukaskatti nú en hann hafði fyrir rúmu ári. Hafa sumir jafnvel látið að því liggja að ráðherrann hljóti þá að hafa talað þvert um hug sér úr því að hann gerir það ekki núna. En þessi skoðun byggir á misskilningi og vanmati á þeim hæfileika mannskepn- unnarað skipta um skoðun með skjótum og gagngerum hætti. í desember 1986 mælti þáverandi fjármálaráðherra en nú- verandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fyrir frumvarpi þáverandi ríkisstjórnar um virðisaukaskatt. Það frumvarp, sem ekki fékk afgreiðslu á þingi, var ígrundvallaratriðum alveg eins og frumvarpið sem Jón Baldvin er að berjast við að koma í gegnum þingið núna. En Jón Baldvin Hanníbalsson var þá ekki kominn í ríkisstjórn og hann var á móti virðisaukafrumvarpi Þorsteins Pálssonar m.a. vegna þess að hann taldi að álagn- ingarprósenta væri þar allt of há. Þá sagði Jón Baldvin sam- kvæmt prentuðum texta í Alþingistíðindum: „Við erum ekki til viðræðu um að taka upp virðisaukaskatt sem er svona hrikalega hár. Og við vefengjum röksemdir fjármálaráðuneytisins fyrir því að nauðsynlegt sé að halda virðisaukaskattinum í 20-21% til þess að halda óbreyttum tekjum." f dag, einu og hálfu ári síðar, berst Jón Baldvin um á hæli og hnakka við að fá samþykkt sem lög að upp verði tekinn 22% virðisaukaskattur. En menn skulu ekki kippa sér upp við að þarna rekur sig eitt „á annars horn, eins og graðpening hendir vorn". Það var reyndar í þessari sömu ræðu að Jón Baldvin lét orð falla um söluskatt á þessa leið: „En einmitt vegna þess hve undanþágusviðið er vítt, hefur skattprósentan sjálf farið sí- hækkandi og er nú 25%". Þetta einföldunarsjónarmið Jóns Baldvins, var einmitt notað sem einn af hornsteinunum undir röksemdafærslu fyrir álagn- ingu matarskatts. Það var talið óþolandi að hafa of margar undanþágur frá söluskatti. Um að gera að einfalda kerfið og lækka frekar álagninguna. Fyrir tæpu ári tók við embærti nýr fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hanníbalsson. Hann barðist fyrir því að fækka undan- þágum frá söluskatti, matarskatturinn varð nærri því að hans einkakrossferð fyrir fegurra og betra skattakerfi. Enginn veit af hverju honum láðist að lækka álagningarprósentuna. Hún er enn 25%. Kannski hefur Jóni Baldvin Hanníbalssyni aukist skynsemi og víðsýni við að setjast í ráðherrastól. Kannski er eitthvað allt annað á ferðinni. ÓP Valur Arnþórsson borgarstjóri í Reykjavíkog Davíð Oddsson kaupfélagsstjóri hjá KEA. Fyrirgefið.....Valur Amþórsson stjórnarformaður SÍS og Davíð Arnþórsson stjórnarandstæð- ingur. Fyrirgefið... Guðjón B. íkosningum Einsog Þjóðviljinn sagði frá í fyrradag urðu þau stór- tíðindi um síðustu helgi að boðið var fram gegn for- stj óra SÍS í stj órn Samvinn- utrygginga, og fékk forstjór- inn 13 atkvæði og mótfram- bjóðandinn, kaupfélags- stjóri á Egilsstöðum, 8 at- kvæði. í stofnunum einsog fram- kvæmdastjórn Samvinnu- trygginga er ekki kosið milli manna nema menn hafi brotið allar samkomulags- brýr að baki sér - þarna ríkir venjulega „kirkjulegt and- rúmsloft" einsog haft var eftir viðmælanda í Þjóðvilja- fréttinni. Kosningar eru því í s j álfu sér frétt frá slíku app- arati, hvað þá þegar það er forstjóri SÍS sem er í fram- boði, - og stj órnarformaður SÍS styður mótframbjóð- anda forstjórans og heimild- ir herma að fyrrverandi for- stjóri rói einnig gegn vali eft- irmannssíns. Valur argur Stjórnarformaður SÍS, sem nú er einnig stjórnarfor- maður Samvinnutrygginga, er þó aldeilis ekki sáttur við frásagnir af gangi mála á fundinum. „Þessi frétt í Þjóðviljan- um, sem hefur verið lesin fyrir mig, er að verulegu leyti heilaspuni. Kenningin um að þarna hafi opinberast einhver sérstakur ágreining- ur eða samblástur gegn Guðjóni B. Ólafssyni er röng," segir Valur í samtali viðMoggaígær. Framboði kaupfélags- stjórans að austan hafi alls- ekki verið stefnt gegn Guðj- óni, heldur beri að líta á það sem þátt í átaki til aukins jafnvægis í byggð landsins. Valur hafi nefnilega verið eini landsbyggðarmaðurinn í fyrri stjórn, en á þessum fundi hafi orðið á honum sú eðlisbreyting þegar hann var kosinn stjórnarformaður að nú sé hann fulltrúi samvinn- uhreyfingarinnar allrar, - og þarmeð sumsé ekki lands- byggðarinnar. Venjuleg kosning Valur segir í Moggafrétt- inni að „þetta væri einsog hver önnur kosning í fyrir- tæki. Það væri sífellt verið að kjósa milli manna og hann sæi ekki að þarna væri um að ræða neitt stórmál frekar en aðrar kosningar." Annað mál væri hinsvegar „í hvaða tilgangi einhverjir sem þarná voru standa á bak við fréttir" einsog í Þjóðvilj- anum. Við þetta er eiginlega engu að bæta. í SIS er einsog menn sjá samlyndi svo mikið að fleiri vilja vera saman en pláss er fyrir og þarfþvíaðveljaoghafna. Þar sem stjórnarformaður SÍS er orðinn stjórnarfor- maður Samvinnutrygginga telur hann sig fulltrúa SÍS alls í Samvinnutryggingum og þurfi því ekki fleiri full- trúa SÍS þar inni. Enda eru þeir stjórnarformaðurinn og forstjórinn alltaf að hittast hvort eð er. Um þetta eru svo hafðar kosningar, eigin- lega að gamni sín, svona svipaðar að mikilvægi og þegar bekkjardeild í skóla kýs sér umsjónarmann. Hin réttláta reiði En það eru fleiri argir þessa daga en Valur í KEA. Félagsmálaráðherra kvað í fyrradag upp þann úrskurð að svokallað graftarleyfi væri lögum samkvæmt ekki til og yrði borgarstjórn Reykjavíkur því að sam- þykkja venjulegt byggingar- leyfí til að halda áfram óvinsælum framkvæmdum við monthúsið í Tjörninni. Hefði raunar verið réttast að skipa Davíð og félögum að moka aftur upp öllum óþverranum áður en bygg- ingarleyfið verði tekið fyrir, - fy rir utan að sú hugsun læðist að saklausum al- menningi hvort höfðingjar þurfi ekki að sæta neinni ábyrgð fyrir lögbrot sín. Borgarstjórinn í Reykja- vfk hefur hingaðtil reynt að snúa af sér andstæðinga í ráðhúsmálinu með hroka og kjafthætti, einusinni þurfti hann líka að beita tvöföld- um pólitískum Nelson á fé- lagsmálaráðherra. Nú hefur Davíð skipt um aðferð og tekið upp hina réttlátu reiði. Og ásteyting- arsteinninn er ekki lengur undanvillingar úr Sjálfstæð- isflokknum sem hafa svikist í bandalag með komma- pakkinu gegn almennum framförum; - þetta lið reyndist hafa of mikinn stuðning almennings. Og Davíð hefur lækkað flugið: Nú er það garmurinn Ketill sem fær eyrnafíkjuna, rfkis- stjórnin sem allir eru á móti. „Súfjandsam- legasía' Úrskurður ráðherra um ráðhússmálið sýnir nefni- lega að ríkisstjórnin er á móti sveitarfélögunum í landinu. „f orðierlátiðí veðri vaka að það eigi að efla og auka sjálfsákvörðun- arrétt sveitarfélaga, en á borði er allt gert til að skerða þennan rétt sem mest," segir Davíð hneykslaður í Morgunblað- inu, málgagni meirihluta borgarstjórnar í gær. „Margar ríkisstjórnir hafa verið slæmar í þessu tilliti, en þessi sú versta, sú fjand- samlegasta gagnvart sveitarfélögum í áratugi." Hér talar sannfærður stjórnarandstæðingur, - og raunar hafa sveitarstjórnar- menn fulla ástæðu til að taka undir orð Davíðs. En stjórn- arandstaða Davíðs Odds- sonar er á öðru reist en hags- munum sveitarfélaganna. Davíð er fúll yfir því að vinir hans, Þorsteinn og Friðrik og Birgir, skyldu ekki hafa getað snúið Jó- hönnu félagsmálaráðherra niður núna einsog í fyrra skiptið, - og orð Davíðs um ríkisstjórnina er ekki að skilja öðruvísi en hótunar- bréf til formanns Sjálfstæð- isflokksins. þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Arni Bergmann. Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamonn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjðrleifur Sveinbjðrnsson, KristðferSvavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir, Magnús H. Glslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður A. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tðmasson, Þorfinnur Omarsson (iþr.). , Hondrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdðttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldðrsson. Útlltstolknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. FramkvœmdastlðrhHallurPállJónsson. Skrlfstofu6t|órl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdðrtir. Auglý8lngast|ðrl:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Agústsdóttir. Simavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Jóna Sigurdðrsdðttir. Útbrel&8lu-ogafgreiðslustjórl:BjörnlngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Roykja vík, simi 681333. Augiýslngar: Siðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjððviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Ver6 llausasölu: 60 kr. Helgarblðð:70kr. Askriftnrvorð á mánuði: 700 ki. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 5. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.