Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Konur em búnar að fá nóg Elsa Þorkelsdóttir skrifar Á undanförnum áratugum hef- ur átt sér stað ein sú mesta þjóð- félagsbreyting þessarar aldar. Hér er átt við aukna atvinnuþátt- töku kvenna. Þessi þjóðfélags- breyting eða þjóðfélagsbylting hefur alls ekki farið hátt en hún hefur svo sannarlega breytt samfélagi okkar. Staða kvenna hefur ekki aðeins breyst, heldur og staða karla og barna og þar með samfélagsins alls. Sú skoðun hefur komið fram að aukinn hag- vöxt undanfarinna ára megi að miklu leyti rekja til þessarar auknu atvinnuþátttöku kvenna. Á árinu 1985 höfðu um 80% kvenna á aldrinum 15-65 ára ein- hverjar tekjur. Það er fyrst og fremst atvinnuþátttaka giftra kvenna sem hefur aukist eða úr því að vera um 20% árið 1960 í rúm 80% árið 1985. Atvinnuþátt- taka einhleypra kvenna hefur einnig aukist en minna enda hafa einhleypar konur alltaf þurft að vinna fyrir sér. Á árinu 1960 höfðu um 60% einhleypra kvenna einhverjar tekjur en var komið í tæp 80% á árinu 1985. Konur eru komnar út á vinnu- markaðinn og þær eru komnar til að vera. Rétt er að undirstrika að þess- ar tölur taka til almennrar at- vinnuþátttöku, þ.e. einhverjar launaðar tekjur. Rúm 40% kvenna á þessum aldri unnu úti fullan vinnudag á árinu 1985 og ef einungis er tekin svonefnd virk atvinnuþátttaka kvenna, þ.e. hlutfall þeirra kvenna sem unnu utan heimilis lA úr starfi eða meira þá er hlutur kvenna rúm 72%. Hver er svo staða þessara kvenna á vinnumarkaðnum? Hvernig vegnar þeim? Hver eru laun kvenna samanborðið við laun karla í dag? Það er mikið talað um launamisrétti á vinnu- markaði og það launamisrétti er svo sannarlega til staðar. Þau störf sem konur hafa fyrst og fremst leitað í eru af samfélaginu, körluni, illa metin launalega, ekki talin mjög merkileg störf. Ef við höldum okkur áfram við árið 1985 og berum saman konur í fullu starfi og karla í fullu starfi þá kemur í ljós að tekjur karla voru um 63% hærri en tekjur kvenna. Og nú hugsa einhverjar ykkar- Þann launamun má skýra með yfirvinnu karla. - Það er rétt. Mestan hluta þessa launa- munar má skýra með yfirvinnu, því dagvinnulaun karla voru um 10% hærri en dagvinnulaun kvenna. En það lifir enginn á dagvinnu- launum og það viðurkenna allir. Meira að segja verkalýðshreyf- ingin þegar hún talar um laun, þá talar hún um heildarlaun. Við hins vegar, launþegar þessa lands, miðum öll við það sem við fáum upp úr launaum- minnist greinarskrifa fjármála- ráðherra sem reiknaði það út að framhaldsskólakennarar fengju yfir 100 þús. á mánuði og grunns- kólakennarar á bilinu 70-80 þús. Þessar tölur stemma hreinlega ekki við launaumslög megin- þorra kvenna og þær verða reiðar. Því mótrök atvinnurek- enda eru þau að það þurfi ekki að hækka laun þessara stétta - þau séu svo há. Og við getum tekið verslunar- menn. Mjög stór hluti þeirra kvenna sem er á vinnumarkaði er í VR. Hver er svo staða þeirra kvenna? Samkvæmt könnun kjararannsóknarnefndar frá ár- að hann hefði verið að ráða sér nýjan aðstoðarmann. Og í þetta sinn réði hann konu. Astæðan var að hans mati ofur einföld. Hann hafði fram til þessa ætíð haft karla í vinnu en þeir hætta eftir nokkur ár sagði hann og taka með sér nokkur forrit. Og svo vifja þeir minnst 80.000.- á mán- uði. Konur eru mun heiðarlegri. Þær stela aldrei forritum og þær þurfa bara 60.000 á mánuði. Já heiðarleiki er ódýr á íslandi. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé búin að finna einn sökudólg og að það séu karlar. Auðvitað eiga konurnar hér líka sína sök. Þær verðleggja vinnu „Ég held að margar konur séu búnar að segja sig úr lögum við karla, karlastjórnmálaflokka og karlaverkalýðshreyfingu. Þjóðfélag okkar greinist œ meir íhóp kvenna andspænis hópi karla. Og efekkert verður að gert mun þessi aðgreining aukast enn meir." slaginu í vikulok eða við mánaða- mót. Og það er einmitt þetta sem gerir konum mjög erfitt um vik. Þær hafa ekki sömu aðstöðu til að vinna yfirvinnu og margar hverj- ar vilja það heldur ekki. Þær vilja líka eiga tíma með börnum sín- um. Og þess vegna sitja þær eftir. Ekki má heldur gleyma því að þær fá miklu síður yfirborganir en karlar. Það eru konur og fatlaðir sem sitja eftir á hinum strípuðu töxtum. Og konur bera saman þá fjár- hæð sem þær fá upp úr launaum- slaginu við þá fjárhæð sem karlar fá upp úr sínu. Og konur verða reiðar og það er einmitt það sem einkennir mjög konur í dag - þær eru reiðar. Allir sem ráða í þessu samfé- lagi, hvort heldur er innan verka- lýðshreyfingarinnar eða stjórn- völd tala um heildarlaun. Ég inu 1986 voru meðallaun fyrir dagvinnu við afgreiðslu lyfja kr. 25.800 og í þeirri starfsgrein vinna bara konur - meðallaun fyrir dagvinnu við afgreiðslu í byggingarvöruverslunum voru hins vegar á sama ári 33.000.- en þar vinna jú fyrst og fremst karl- ar. Og ef skoðuð eru heildarlaun þessara tveggja hópa þá eykst munurinn enn meir. Konurnar í apótekinu hækka laun sín um kr. 2000 og fara í kr. 27.000. - Karl- arnir í byggingavöruversluninni fara í 39.000. Samfélagið telur það sem sagt ábyrgðarmeira að afgreiða rétta nagla en rétt lyf. Og er það furða þótt konur séu reiðar. Mig langar í þessu sambandi að segja ykkur litla sögu og hún er sönn. Kunningi minn sem rekur litla verkfræðistofu þar sem hann m.a. býr til tölvuforrit, sagði mér sína mun lægra en karlar. Hópar kvenna hafa hins vegar verið að reyna að verðleggja vinnu sína hærra án mikils árangurs, enda fjandinn orðið laus. Kvennalistinn hefur mikið ver- ið í fréttum að undanförnu og þá ekki síst hin mikla aukning á fylgi hans. Það hefur mörgum brugð- ið. Svörin sem við heyrum eru þau að þær séu ekki með alvöru pólitík. Þær eru óábyrgar - þær tala bara um þau mál sem kjós- endur vilja heyra og síðast en ekki síst heyrum við oft - Það þarf að koma þeim í ríkisstjórn. Já nú þarf að kenna þeim hvað pólitík er. Sem flokksbundinn fé- laga í Alþýðubandalaginu tekur mig auðvitað sárt hversu mikið fylgi þær virðast taka frá okkur. Þær eru að mjög mörgu leyti að berjast fyrir sömu málum en það er önnur saga. - Ég er hér að fjalla um konur á vinnumarkaði og ætla að halda mig við það efni. Stjórnarflokkarnir bregðast svona við fylgisaukningu Kvennalistans. Þeim dettur ekki í hug blessuðum að skoða stjórn- arstefnu sína og íhuga hvað það er sem fólkið í þessu landi vill. Nei þeir halda fastir við sitt - eru óhagganlegir - enda kannski ekki við öðru að búast af þessum stjórnmálaflokkum. Ástæðan fyrir því að ég nefni hér Kvennalistann er sú að mér finnst fylgisaukning hans vera hróp kvenna og einstakra karla til þeirra sem ráða þessu þjóðfélagi, hróp um að nú sé komið nóg. Við erum enn þá að tala um dagvistun fyrir öll börn sem þess þurfa - við erum enn þá að tala um samfelld- an skóladag - skóla sem viður- kennir þá staðreynd að flest börn búa við það að báðir foreldrar vinni utan heimilis - við erum ennþá að tala um endurmat á launum í hefðbundnum kvenn- astarfsgreinum og við erum enn- þá að tala um launamisréttið. Og allt án árangurs. Ég held að mjög margar konur séu búnar að segja sig úr iögum við karla, karlastjórnmálaflokka og karlaverkalýðshreyfingu. Þjóðfélag okkar greinist æ meir í hóp kvenna andspænis hópi karla. Ogef ekkert verðuraðgert mun þessi aðgreining aukast enn meir. Við munum horfa á verka- lýðsfélög hrynja vegna þess að konur stofna sín eigin. Kannski er jafnvel stutt í að við fáum KvennaASÍ. Og er það það sem við viljum? Ég óttast mjög þessa þróun en ég skil hana. Því miður virðast ráðamenn þessarar þjóð- ar- karlar - ekki skilja hvað er að gerast. Og það er jú hættulegast. (Grein þessi er að stofni til erindi sem flutt var í Kópavogi 1. maí s.l.) Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræð- ingur er framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Hún er vara- bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi. Fimmtudagur 5. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.