Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 6
SÓKNARSIEFNAN STÓREYKUR „Hernaðarlegt mikilvægi ís- lands stóreykst við það að Banda- ríkin og Nató ætla að sækja 2800 km norður að Kolaskaga. ísland er það bakland, sú „viðspyrna“ sem þessi herafli þarf ef hann á að geta sótt svona langt norður, ann- ars yrðu aðdráttarleiðir of lang- ar. Það er því við því að búast að Sovétmenn leggi enn meiri áherslu en áður á að eyða helstu hernaðarmannvirkjum hér á landi með efna- eða kjarnavopn- um.“ Sóknarstefnan á höfunum hef- ur alla tíð verið umdeild og þá ekki síst meðál Bandaríkja- manna sjálfra. Bandarískir flota- foringjar hafa margir orðið til að gagnrýna stefnuna. Þótt sóknar- stefnan sé miðuð við hernað með hefðbundnum vopnum óttast margir að hún stórauki hættuna á að stigið verði yfir kjarnorku- þröskuldinn. James Watkins tekur það sér- staklega fram að ef tekst að eyða langdrægum eldflaugakafbátum Sovétmanna þá muni kjarnorku- jafnvægið snúast Bandaríkjunum í hag þannig að Sovétmönnum skiljist að betra sé að ganga að „friðarskilmálum“ Bandaríkj- anna en huga að frekari stig- mögnun átakanna. Þetta er eitthvert allra umdeildasta atriði sóknarstefnunnar. Árás á kafbáta yrði svarað Vígbúnaðarsérfræðingar eins og William Arkin telja þvert á móti að ef endurgjaldsvopnum Sovétmanna er alvarlega ógnað skapi það slíkan þrýsting að Sov- étmenn muni skjóta kafbáta- flaugum sínum á Bandaríkin fremur en að missa þær. í þessu sambandi er vert að hafa tvennt í huga. (1) Átök þessi fara fram við aðstæður (undir ís) þar sem fjarskiptasamband við stjórnstöðvar í landi er nær úti- lokað og byggjast því að mestu leyti á ákvörðunum kafbátastjór- anna sjálfra. Hvers konar ákvörðun tekur yfirmaður kaf- báts sem telur verulega hættu á því að bát hans verði sökkt? (2) Vigfús Geirdal skrifar Kjarnorkuvopnin, hernaðarbandalögin og ísland 5. grein (Fyrri hluti greinarinnar birtist í gær, föstudag) Sovéskur kafbátur af þeirri gerð sem í Bandaríkjunum hefur verið skírð „Typhoon" og ber 20 kjarnaflaugar. Hvað gerir skipstjóri slíks báts ef hann lendir í þeirri úlfakreppu sem stefna Lehmans og félaga gerir ráð fyrir?. Langdrægar kafbátaflaugar eru að vísu aðeins fjórðungur lang- drægra kjarnavopna Sovétmanna en þær hafa hins vegar kostað þrefalt meira en allar sovéskar Íandeldflaugar, sprengjuflugvél- ar og stýriflaugar til samans! Er sennilegt að Sovétmenn láti eyða fyrir sér þessum dýrmætu vopn- um án þess að þeir reyni sjálfir að koma einhverjum þeirra í lóg? Menn óttast líka það atriði í fyrsta áfanga sóknarstefnunnar sem kalla mætti „fyrri heimsstyrj- aldarsyndrómið", það er hina miklu liðsflutninga sem eiga sér stað áður en vopnuð átök hefjast, t.d. flutninga Iandgönguliða til Noregs en þó enn frekar ferðir bandarískra árásarkafbáta norður undir Kolaskaga. f stað þess að slíkar ráðstafanir fæli andstæðinginn frá því að leggja út í átök gæti farið eins og í ágúst 1914 að menn missi stjórn á at- burðarásinni og styrjöld hefjist. Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Samuel Nunn, nú- verandi formaður hermálanefnd- ar öldungadeildarinnar, kallar það heimsku að ætla að sigla flug- móðurskipum upp að ströndum Sovétríkjanna í því skyni að gera árás á eitthvert hernaðarlega mikilvægasta svæði þeirra. Hann telur að sá gríðarlegi hernaðar- máttur sem þarna safnast saman og sú ógnun sem af honum stafar séu þess eðlis að Sovétmenn myndu ekki standast freistinguna að beita gegn honum kjarna- vopnum. Er sóknarstefnan sjálfsmorðsflan ? William S. Lind, virtur banda- rískur vígbúnaðarsérfræðingur, birti grein í tímariti bandarísku flotamálastofnunarinnar, Proce- edings, í febrúar á þessu ári þar sem hann gengur svo langt að kalla sóknarstefnuna sjálfs- morðsflan. Gagnrýni hans er að mörgu leyti hin sama og nefnd er hér að framan. Hann telur að með þessari stefnu sé tekin alltof mikil áhætta. Stefnan geti með engu móti kallast sjálfstæð sjó- og strandhernaðarstefna (maritime strategy) heldur sé hún aðeins angi af hefðbundinni hernaðar- stefnu Bandaríkjanna og Nató á meginlandi Evrópu-. Lind segir að stefnan feli ekki aðeins í sér stóraukna hættu á að gjöreyðingarstríð hefjist milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna heldur dregur hann stórlega í efa - að bandarískir árásarkafbátar geti ráðist á sovéska kafbátaflot- ann þar sem hann er sterkastur fyrir og unnið sigur. í kafbáta- hernaði undir ís og á sovéska landgrunninu eru tæknilegir yfir- burðir bandarísks gagnkafbáta- hernaðar úr sögunni og því telur Linn að átökunum geti alveg eins lokið með því að sovéskir kafbát- ar eyði megninu af bandarísku ár- ásarkafbátunum og eftir það verði auðvelt fyrir þá að sökkva flugmóðurskipunum. Þar með yrðu Bandaríkin búin að tapa orrustunni um Atlantshaf og þá að öllum líkindum Evrópu líka. Það kæmi síðan í hlut Bandaríkj- anna að ganga að „friðarskilmál- um“ Sovétmanna, þ.e.a.s. ef eitthvað yrði eftir af þessum ríkj- um. Lind telur fáránlegt að Banda- ríkin leggi allan flota sinn og jafnvel örlög sín að veði fyrir Evr- ópu. Áhrif á öryggi Norðurlanda Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar sóknarstefna Bandaríkjanna og Nató í Norðurhöfum hefur fyrir öryggi Norðurlanda. Þeir Le- hman og Watkins leggja mikið upp úr því að nauðsynlegt sé að verja Noreg og til þess að það sé Hinn 19. mars 1984 mættu þeir John Lehman, þáverandi flota- málaráðherra Bandaríkjanna, og James Watkins aðmiráll, sem þá var æðsti yfirmaður bandaríska sjóhersins, fyrir undirnefnd hermálanefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings til að lýsa hern- aðarstefnu bandaríska sjóhers- ins. Þessi yfirheyrslur fóru fram fyrir luktum dyrum og voru ekki birtar fyrr en ári síðar. Við það tækifæri sagði virt tímarit um sjó- hernað, NAVY NEWS & Under- sea Technology (1. mars 1985), að þetta væri yfirgripsmesta og adfráttarlausasta lýsing á hern- aðarstefnu Lchmans sem birt hefði verið. Sá hluti úr þessum yfir- heyrslum hermálanefndar öld- ungadeildarinnar sem hér fer á eftir er orðrétt þýðing en nokkuð stytt af þeim orðaskiptum sem áttu sér stað milli þeirra Leh- mans, Watkins og öldungar- deildarþingmannsins Sams Nunns, eins virtasta vígbúnaðar- sérfræðings Bandaríkjaþings og núverandi formanns hermála- nefndarinnar, um framkvæmd tveggja síðari þátta sóknarstefn- unnar hér í Norðurhöfum. í þess- um umræðum kemur nokkuð skýrt í ljós þáttur íslands og „Varnarliðsins“ í þessum hernað- araðgerðum ef af þeim verður. Vert er að taka vel eftir kjarnan- um í gagnrýni Sams Nunns. í fyrsta lagi telur hann að með þessari stefnu sé verið að ógna alvarlega viðkvæmasta og mikil- vægasta þættinum í langdrægum kjarnorkuherafla Sovétríkjanna. í öðru lagi segir hann að með því að beita (fimm) flugvélamóður- skipaflotum til árása á sovéskt land sé verið að rétta Sovét- mönnum beinlínis upp í hendurn- ar mikilvægt en auðvelt skotmark sem þeir bókstaflega kæmust ekki hjá að beita kjarnavopnum gegn. „Verðum að steypa ísland“ Kafli úr yfirheyrslum Bandaríkjaþings frá 1984þarsem þeirJohn Lehman, þáverandi flotamálaráðherra Bandaríkjanna, ogJames Watkins, þáverandi yfirmaður bandaríska sjóhersins, lýstu sóknarstefnu Bandaríkjanna á höfunum Þessi tvö fyrrnefndu atriði tel- ur hann að muni stórauka hætt- una á að kjarnorkustyrjöld brjót- ist út. Þriðja sjónarmiðið sem fram kemur hjá Nunn og ekki er sérlega uppörvandi fyrir okkur íslendinga er spurning hans hvers vegna ekki sé lögð meiri áhersla á að beita herflugvélum frá stöðv- um í landi í þessum aðgerðum fremur en flugvélamóðurskipum. Allar leturbreytingar eru mínar og sömuleiðis skýringar sem birt- ast í svigum. Nauðsynlegt að taka frumkvœðið John Lehman flotamálaráð- herra lýsti því yfir að nauðsynlegt væri að taka frumkvæðið strax í upphafi átaka. Sækja yrði norður fyrir GIUK-hliðið og neyða so- véska árásarkafbáta í varnar- stöðu undir heimskautaísnum til að verja langdræga eldflaugakaf- báta og sovéskar herstöðvar á Kolasakaga og við Murmansk. Það yrði að halda yfirráðum á Noregshafi. Ef dregin yrði „varn- arlína“ um GIUK-hliðið (eins og fyrri stefna gerði ráð fyrir) þá fengju Sovétmenn svigrúm til að ráðast á siglingaleiðir Nató á Atl- antshafi: „Ef við gefum Sovét- mönnum Noregshaf eftir þá get- um við ekki varið Noreg.“ Samuel Nunn: Stóra spurningin er ekki hvort við ætlum okkur að halda yfirráðum heldur með hvaða ráðum við ætlum okkur að halda yfirráðum, og hvort þú ætl- ar þér raunverulega að senda flugmóðurskip inn á þetta svæði með það fyrir augum að tryggja yfirráð þar, eða hvort þú ætlar að færa átökin alla leið inn á sovéskt landsvæði eins og þú hefur sagt. Enginn dregur mikilvægi þessa svæðis í efa. En hér er gert ráð fyrir að við myndum ekki byrja á að senda flugmóðurskip þarna norður fyrr en við hefðum alger- lega tryggt stöðu okkar á Græn- landi, íslandi og Bretlandseyjum, og þá er auðvitað rökrétt að spyrja: Ef við ráðum þessum löndum, hvers vegna beitum við þá ekki flugvélum frá herstöðvum í þessum löndum í miklu ríkari mœli en þú hefur talað um? Ég varð var við að mikils ósamræmis gætti milli þín og flotaforingja sjóhersins í þessu máli. Orion-vélarfrá íslandi í fyrstu sóknaraðgerðum Lehman: Staðreyndin er sú að ég hef aldrei sagt að við ætluðum að sigla flugmóðurskipunum þarna upp eftir til að senda nokkrar A- 6‘ur inn á karlaklósettið í Kreml eins og Barry Goldwater segir. Það sem ég hef sagt er að við verðum að hefja sóknaraðgerðir strax í upphafi. Við verðum að senda kafbáta þangað upp eftir. Aðgerðirnar verða ennfremur að byggjast á flugvélum sem staðsett- ar eru í herstöðvum á landi, það verður að gera út fjölda Orion flugvéla og Nimrod véla frá ís- landi og Bretlandi. Kafbátarnir okkar verða að gjöreyða kafbáta- flota Sovétríkjanna áður en við getum sent nokkur ofansjávarskip á vettvang, vissulega áður en við sendum landgönguliðana þangað í landgönguskipum. Ogþegarvið teljum það tryggt verðum við að geta notað flugmóðurskip á svœð- inu til að veita hersveitunum þarna á svœðinu stuðning úr lofti, svo aðþeim takist að tryggja varn- ir Noregs. En efþeir beita kjarnavopnum? Nunn: Það er hins vegar spurning með hvers konar vígbúnaði þú framkvæmir þetta. Þið gerið ráð fyrir að ráða Bretlandi, Noregi og Grænlandi. Spurningin er hvort þú ætlar að setja dýrmæt tæki eins og flugmóðurskip þarna upp eftir beint, inn á mitt svæði Sovétríkj- anna, þegar hægt er að gera þetta með flugvélum frá herstöðvum í landi. Lehman: Hvernig ætlarðu að gera þetta með flugvélum frá herflugvöllum? Flestar taktískar flugvélar í eigu Bandaríkjanna draga ekki lengra en um. 450 kílómetra. Nunn: Hvað ætlar þú að gera ef þeir byrja að plamma á okkur skammdrægum kjarnavopnum á 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.