Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 10
Leikhús Nýtt starf við Þjóðleikhúsið s Arni Ibsen, nýráðinn leiklistarráðunautur við Þjóðleikhúsið: „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem ráðgjafastarf‘ Fyrsta mars síðastliðinn var Árni Ibsen ráðinn leiklistar- og bókmenntaráðunautur (dramat- úrg) við Þjóðleikhúsið. Árni er annar maðurinn sem er ráðinn dramatúrgur við íslenskt leikhús, sá fyrsti við Þjóðleikhúsið og sá fyrsti sem gegnir stöðunni sem fullu starfi. En Gunnar Gunnars- son rithöfundur var ráðinn í hálft starf sem leiklistarráðunautur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í haust. Árni stundaði nám í leikhús- fræði og enskum bókmenntum með sérstaka áherslu á dramat- úrgíu við háskólann í Exeter, og lauk B.A. prófi þaðan árið 1975. Síðan hefur hann unnið ýmis störf, til dæmis stundað kennslu, verið leikstjóri, leikari, rithöf- undur og þýðandi. Hann var leikhúsritari Þjóðleikhússins frá haustinu 1979 til síðustu ára- móta. Starf leiklistarráðunauts var á sínum tíma fundið upp í Þýska- landi, og er hlutverk hans meðal annars að vera eins konar milli- liður eða ráðgjafi höfunda og leikstjóra. Leiklistarráðunautur er gjarnan höfundur sjálfur, og getur til að mynda komið með hugmyndir um hvernig túlka beri verk, umskrifað það og lagað að aðstæðum, og jafnvel skrifað nýja leikgerð í samvinnu við leik- stjóra ef þurfa þykir. Núorðið þykir dramatúrgur bráðnauðsyn- legur við hverja sýningu sem sett er upp í leikhúsum víða um lönd. En annars mun starfssvið drama- túrgsins oftast fara eftir aðstæð- um á hverjum stað, sem getur verið mjög breytilegt eftir löndum og leikhúsum. En hvað blasir viðfyrsta drama- túrgi Þjóðleikhússins? Hvert verð- ur starfssvið hans? - Þetta er fyrst og fremst hugs- að sem ráðgjafastarf, - segir Árni. - Leiklistarráðunautur er fyrst og fremst ráðgjafi leikhús- stjóra og eins þeirra höfunda sem þess óska. Hann þarf líka að fylgjast með öllum nýjungum er- lendis og reyna að finna leiðir til að nýta listamennina og leiksvið- in betur. Sem stendur er ég mest í því að lesa leikrit og skipuleggja næsta leikár með Þjóðleikhús- stjóra og þeim sem sjá um fjár- málin. Og í framhaldi af því má segja að það sé í verkahring leiklistarráðunautsins að skil- greina hlutina, útskýra hvers vegna við gerum þetta en ekki hitt, og benda á forsendur fyrir hverju verkefni. - Svo kem ég til með að bera ábyrgð á þýðingum, sjá um að þær séu í lagi, og eins verður vinnan með höfundunum mikil- væg. Þeir menn sem hafa verið á launum hjá leikhúsinu við að skrifa leikrit hafa oftast verið al- gjörlega úr tengslum við leikhús- ið, og þó sumir vilji helst fá að vera afskiptalausir þangað til þeir hafa lokið sínum verkum, þá eru aðrir sem gjarnan vilja hafa ein- hvern að ráðfæra sig við á meðan þeir eru með handritið í smíðum. Og þá á ég að vera til taks til að lesa handrit og gefa mína skoðun á því sem menn eru að gera. Mér finnst eðlilegra að leikhúsið hlúi að leikritum sem er beinlínis ver- ið að skrifa fyrir það, og það er mikil nauðsyn á þessari ráðgjöf, sérstaklega vegna þess að við eigum mjög fáa leikritahöfunda. Einhvern veginn hefur legið beinna við fyrir íslenska rithöf- unda að skrifa prósa eða ljóð. Og rétt eins og þarf að hlúa að höf- undum þarf að hlúa að leik- stjórum og ala upp nýja kynslóð leikstjóra. Kemur þú til með að hafa eitthvað að segja um hvaða verk- efni verða tekin fyrir á nœsta leikári? - Samkvæmt lögum hefur leikhússtjóri endanlegt ákvarð- anavald, sem þýðir í rauninni að hann getur farið sínu fram og gert það sem honum sýnist. En sér til ráðuneytis hefur hann verkefna- valsnefnd og leiklistarráðunaut annars vegar, og hinsvegar fjár- málastjóra og skipulagsstjóra. Það hefur verið venjan hér í Þjóðleikhúsinu að samráð sé haft um verkefnaval, og ég veit fá dæmi þess að leikhússtjóri hafi beitt þessu valdi sínu til keyra eitthvað í gegn, gegn vilja til dæmis verkefnavalsnefndar. En það er auðvitað undir sjálfum mér komið hvað mín orð og mín ráðgjöf vega þungt. Þú kemur ekki til með að vinna beint með leikstjórum ? Mér dettur í hug samanburðurinn við Þýska- land þar sem vinna dramatúrgsins getur skipt sköpum um hvernig til tekst með sýninguna. - Þetta starf er nýtt hér á landi og þarf að þróast. Nú er ég svo nýbyrjaður að ég get eijinlega ekki sagt neitt um þetta. Eg held að ég þyrfti að hafa verið minnst ár í starfinu til að vita hver mín afskipti að sýningum verða. En ef dramatúrgur ætti að hafa afskipti af sýningum á svipaðan hátt og REYKJHJIKURBORG aíeutMVt Stödun. Hitaveita Reykjavíkur Óska eftir að ráða: Járniðnaðarmann vanan pípusuðu Vinnan felst í almennu viðhaldi dreifikerfis. Kraf- ist er hæfnisvottorðs í pípusuðu, rafsuðu og log- suðu, frá Rannsóknarstofu Iðnaðarins. Starfsmann í notendaþjónustu Pípulagningarmann, eða laghentan mann vanan pípulögnum. Upplýsingar um störfin veitir Örn Jensson, hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Grensásvegi 1, sími 82400. FRA MENNTAMALARAÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla. Við NÝJA H JÚKRUNARSKÓLANN er laus til umsóknar ein og hálf staða námstjóra. I stöðunum felst fagleg ábyrgð á námsbraut, skipulagning og stjórn auk þess kennsluskylda að hluta til. Viðfangsefni næsta ár verða: gjörgæsluhjúkrun, félags- og heilsuverndarhjúkrun, hjúkrunarstjórnun geðhjúkrun, svæfinga- og skurðhjúkrun. Ráðið verður í stöðurnar til eins árs. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 622150 klukkan 10-12 alla virka daga. Við FRAMHALDSSKÓLANN Á HÚSAVÍK eru lausar kennara- stöður í eftirtöldum greinum: Þýsku, frönsku, ensku, viðskiptagrein- um, stærðfræði, tölvufræði og hálf staða í tónmennt. Jafnframt er óskað eftir sérkennara til að kenna nemendum með sérkennslu- þarfir. Við MENNTASKÓLANN OG IÐNSKÓLANN Á ÍSAFIRÐI eru lausar eftirfarandi stöður: Ein og hálf staða í íslensku og stærðfræði, heilar stöður í þýsku, vélstjórnargreinum, rafvirkjun, rafeindavirkjun, grunnnámi rafiðna og þjálffræði íþrótta og skíðaþjálfun, tveir þriðju stöður í dönsku og skipstjórnarfræðum, hálfar stöður í frönsku og eðlisfræði. Ennfremur starf húsbónda, húsmóður og ritara, allt hálfar stöður. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 25. maí næstkomandi. Árni Ibsen: Ýmsar stórfréttir verða gerðar opinberar alveg á næstunni. tíðkast víða erlendis, þyrfti að ráða minnst sex manns í fullt starf við leikhúsið. Einn maður getur alls ekki komist yfir að sinna slíku af alefli. Nú hefur þú verið leikhúsritari í átta ár. Finnstþér vera mikill mun- ur á starfi leikhúsritarans og leiklistarráðunautsins? - Það er óneitanlega mikill munur, ég hef miklu betri yfirsýn yfir það sem er að gerast í leikhúsinu. Nú er ég til að mynda með hugann við næsta leikár í stað þess að vera bara í vinnunni frá degi til dags og sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir, kannski án þess að hafa hugmynd um hvert framhaldið verður. Ég fæ óhjákvæmilega miklu betri innsýn í hvernig stofnunin er byggð upp, og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þýðir þessi nýja staða að það verði breyting á stefnu Þjóðleik- hússins til dœmis hvað varðar verkefnaval? - Eg vona það. Ég held að það hljóti að vera, vegna þess að bæði koma inn fleiri sjónarmið með nýjum manni, og eins fleiri möguleikar á að leita fanga víðar og fara nýjar leiðir þegar leikhús- stjóri hefur ráðgjafa sér við hlið. Og eins í þessu tilfelli núna, þegar leiklistarráðunautur hefur öðru- vísi menntun en Þjóðleikhús- stjóri, hljóta að koma upp önnur sjónarmið. Geturðu sagt mér eitthvað frá því sem er fyrirhugað að gera á nœsta leikári? - Það er aðeins of snemmt að tala um það núna. En það eru ýmsir spennandi hlutir á döfinni, - og ýmsar stórfréttir sem verða gerðar opinberar alveg á næst- unni. LG Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglu- gerð nr. 1/1980 verður haldið verklegt próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa og er áætlað að það verði á tímabilinu frá 20. október til 10. nóvember 1988. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi próf- nefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármála- ráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 13. júlí nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraun sbr. lög nr. 67/1976. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum í september nk. Reykjavík, 3. maí 1988 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Utboð Byggingarnefnd Foldaskóla óskar eftirtilboðum í gerð fastra innréttinga í annan áfanga Folda- skóla í Grafarvogi. Um er að ræða fasta skápa, borð o.fl. Útboðsgögn eru afhent á teiknistofu Guðmundar Þórs Pálssonar, Óðinsgötu 7,3. h. til hægri, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 18. maí nk. kl. 11.30. Byggingarnefnd Foldaskóla Menntamálaráðuneytið 10 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.