Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 13
Alþýðubandalagið varanleg áhrif á einkasoninn, sem var ágætlega gefinn og hug- myndaríkur. Enda var það svo, að Ragnar varð snemma ró^tæk- ur í skoðunum og félagshyggjan honum í brjóst borin. Hann var einlægur sósíalisti og slóst ungur í för með forystu og þeim fjölda, sem vann að vexti og viðgangi heimabyggðarinnar um áratuga- skeið. Ragnar tók landspróf í Gagn- fræðaskólanum í Vestmanna- eyjum. Þá fór hann í Loftskeyta- skólann í Reykjavík og lauk síðan burtfararprófi í Samvinnuskólan- um. Ragnar var loftskeytamaður á nýsköpunartogaranum Goða- nesi, en faðir hans var einn af eigendunum. Einnig var hann á b/v Gerpi. Árið 1958 tók Ragnar við starfi hafnarstjóra í Neskaup- stað og gegndi því í rúma tvo ára- tugi eða þar til hann varð for- stöðumaður Sparisjóðs Norð- fjarðar 1979. Var hann spari- sjóðsstjóri til dauðadags. Starf hafnarstjóra var erilsamt og erf- itt, einkum á sfldarárunum, þeg- ar umsvif voru ótrúlega mikil og skipakomur dag og nótt yfir sfld- artímann. Reyndi oft á lægni, þolinmæði og góða málakunn- áttu Ragnars. Ekki reyndi síður á starf hafnarstjóra þegar uppbyg- ging hafnarmannvirkja hófst. Fyrst við gerð uppfyllingar og bryggjugerð í miðbænum. Síðan með byggingu nýrrar hafnar fyrir botni fjarðarins, eftir snjóflóðin f árslok 1974. Eiginleikar Ragnars Sigurðs- sonar nutu sín einkar vel í þessum stórframkvæmdum. Hann var hugmyndaríkur, stórhuga og stjórnsamur. Hann átti hug- myndina við að grafa höfnina inn í landið, þannig að moka efninu á bfla á þurru, með því að dæla sjónum úr lokuðum gryfjum. Varð þetta miklu ódýrari aðferð en sanddæling, sem víðast var viðhöfð. Átti Ragnar sinn mikla þátt í að gera höfnina í Neskaup- stað að sannkallaðri lífhöfn. Ragnar var sífellt með hugann við sjóinn og formaður Sjó- mannadagsráðs alla tíð og í rit- nefnd Sjómannadagsblaðsins. Stjórnaði hann af mikilli rögg- semi hátíðahöldunum á Sjóm- annadag allt frá upphafi. f bæjar- stjórn sat Ragnar marga fundi sem varamaður Alþýðubanda- lagsins og var í mörgum nefnd- um. Eitt þótti ómissandi að Ragnar gegndi formennsku í kjörstjórn og stýrði bæjarstjórnar- og þing- kosningum af réttlæti og festu. Hin síðari ár var Ragnar í stjórn Kaupfélagsins Fram og síðast stjórnarformaður enda var hann vel liðtækur sem einlægur samvinnumaður. Fyrir tæpum áratug varð Ragn- ar sparisjóðsstjóri í Sparisjóð Norðfjarðar, en hann er eini starfandi sparisjóður frá Þórs- höfn til Vestmannaeyja. Allir aðrir sparisjóðir á þessu svæði höfðu verið lagðir undir stóru bankana. Það þurfti því nokkuð til, að halda hlut sínum gagnvart aðalbanka landsins, sem nýlega hafði sett upp útibú á Neskaup- stað. Ragnar Sigurðsson gegndi starfi sínu af lífi og sál. Hann var mjög talnaglöggur og hafði næm- an skilning á atvinnu- og við- skiptalífi. Var hann fljótur að taka í notkun hina nýju tækni í tölvuvæðingu bankastarfsem- innar, einn sá fyrsti úti á landi. Tókst Ragnari með góðu sam- starfi við sparisjóðsstjórn að halda hlut Sparisjóðsins. Ragnar Sigurðsson kvæntist 30. des. 1954 Kristínu Lundberg. Var það mikið gæfuspor þar sem Kristín er úrvalskona og var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta. Þau voru bæði mjög gestrisin og vinmörg svo af bar. í návist þeirra var notalegt að vera vegna skemmti- legs og hlýlegs viðmóts. Börn Kristínar og Ragnars era öll uppkomin. Þau eru Sigurður og Kristrún búsett fyrir sunnan, Sigurborg og Jóhanna Kristín sem búsettar eru í Neskaupstað. Með Ragnari Sigurðssyni er fallinn frá um aldur fram einn þeirra einlægu Norðfirðinga, sem settu svip sinn á bæjarlífið og stóðu að framgangi bæjarfélags- ins. Er mikill missir að slíkum mönnum, með óskert starfsþrek. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun störfuðum við Ragnar mikið saman bæði í pólitíkinni og hin síðari ár í Sparisjóðnum. Var alltaf gaman að ræða við Ragnar, hann sagði vel frá og hafði þægi- legt skopskyn. Vinátta hans var einlæg og mat ég hana mikils. Það sakna margir Ragnars Sigurðs- sonar, og þó er mestur missirinn fyrir Stínu, hans ágætu eigin- konu, börnin og afabörnin. Þá er fráfall sonar Kristrúnar og Sig- urðar, sem er aldurhniginn mað- ur mikill harmur. Vottum við Soffía öllum þess- um vinum okkar dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson Miðstjómarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar í Miðgarði, Hverfisgötu 105, 7 .-8. maí. Fundurinn hefst kl. 13 laugardaginn 7. maí og er áætlað að honum Ijúki síðdegis sunnudaginn 8. maí. Dagskrá: 1. Stefnumótun í húsnæðismálum. Frummælendur: Kristbjörn Árnason Grétar Þorsteinsson Guðni Jóhannesson 2. Drög að stefnumótun í heilbrigðismálum. Frummælandi úr starfshópnum. 3. Þróun efnahagsmála. Frummælandi: Ólafur Ragnar Grímsson 4- Kosning nefnda. a) Nefnd um skattamál. b) Laganefnd sbr. samþykkt landsfundar. 5. Önnur mál. Svanfríður Jónasdóttir formaður Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýstereftirumsóknumumdvalarleyfi í orlofshúsum VRsumarið 1988. Umsókniráþartilgerð- um eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 16. maí 1988. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum i' Fnjóskadal í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri að Flúðum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 30. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 21. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi mánudaginn 16. maí n.k. Umsókriareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Laugardagur 7. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.