Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Lausafjárstaða Landsbankans Neikvæð um 888 milj. kr. 123 milljónir greiddar ísektir til Seðlabankans á síðasta ári Alþýðubandalagið Kaupmattur verði tryggður Ríkisstjórnin komi ekki aftan að launa- fólki með kjaraskerð- ingu í kjölfar boðaðra efnahagsráðstafana Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur flutt tillögu til þings- ályktunar um að ríkisstjórnin skuli við meðferð efnahagsmála í sumar tryggja að kaupmáttur al- mennra umsaminna launa haldist óskertur. Með flutningi þessarar tillögu vill Alþýðubandalagið undir- strika þá stefnu sína að brýnast alls sé að tryggja að ríkisstjórnin komi ekki aftan að launafólki með kjaraskerðingu þegar búið er að senda þingið heim. f greinargerð með tillögunni segir þingflokkurinn að þrátt fyrir ítrekaðar kröfur hefur ríkis- stjórnin engu svarað Alþingi hvað hún hyggist fyrir í efna- hagsmálum. Það er eindregin skoðun Alþýðubandalagsins að við þessar aðstæður eigi Alþingi að starfa áfram en ríkisstjórnin hefur virt að vettugi þá eðlilegu þingræðiskröfu. -grh Lausafjárstaða Landsbankans var neikvæð um 888 milljónir króna í lok febrúar s.l. sam- kvæmt yfirliti í Hagtölum mánað- arins fyrir þann mánuð. Hagtölur hafa ekki verið birtar fyrir mars og aprfl en Eiríkur Guðnason að- stoðarbankastjóri Seðlabankans segir að það geti stafað af milli- bankalánum í einhverjum mæli. f nýútkominni ársskýrslu Landsbankans er fjallað um lausafjárstöðu bankans og þar segir m.a.: „Lausafjárhlutfallið gerði kröfu til rúmlega 2ja milljarða króna lausafjárstöðu hjá Landsbankanum. Vel tókst að halda það skilyrði framan af, að nokkru með hjálp millibanka- lána. Á haustmánuðum þegar lausafjárstaða banka versnaði eins og ætíð verður á þessum árs- tíma fór þó að halla undan fæti... Á síðustu þremur mánuðum ársins upfyllti Landsbankinn ekki skilyrðín um laust fé. Viðurlög við þessu eru jafnhá vanskila- vöxtum þeirrar upphæðar er á vantar. Varð Landsbankinn að greiða Seðlabanka samtals 123 milljónir króna af þessum sökum.“ Seðlabankinn hefur aðstoðað Landsbankann í þessum erfið- leikum en Eiríkur Guðnason segir að Seðlabankinn hafi uppi ákveðnar reglur sem þrýsta á Landsbankann að taka til hend- inni innanhúss og eru viðurlög við því að þær reglur séu ekki haldnar. Hann segir að bankinn sé á réttri braut hvað þetta varð- Vegna fréttar um Landsbank- ann í Þjóðviljanum í gær hefur Helgi Bergs bankastjóri sent blaðinu eftirfarandi bréf: „í Þjóðviljanum í dag eru höfð Þessi staða Landsbankans er einstök innan bankakerfisins. Aðrir bankar hafa að vísu farið yfir strikið hvað lausafjárhlutfall- ið varðar en þá aðeins í skamman tíma en ekki samfellt í háft ár eins og raunin er með Landsbankann. Þegar litið er til orsakanna fyrir þessari slæmu lausafjárstöðu Landsbankans má segja að hún endurspegli hið slæma ástand sem nú er innan sjávarútvegsins enda er bankinn með 69% af öllum útlánum í sjávarútvegi. eftir mér ummæli um stöðu Landsbankans um þessar mund- ir. Þau eru rétt eftir höfð en á vill- andi hátt sett í samhengi við önnur ummæli sem lúta að efna- Önnur skýring sem Eiríkur Guðnason kemur inn á er að dregið hafi úr innlánum til bank- ans, hlutdeild þeirra í þeim hafi minnkað upp á síðkastið en hann á ekki von á að slíkt vari til lang- frama, reynsla sé fyrir því. Helgi Bergs kom raunar einnig inn á þetta atriði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær og sagði að innlánaaukningin hefði verið lítil sem engin á fyrstu mánuðum þessa árs. hag bankans. Vandi Landsbankans er ein- göngu lausafjárvandi. Efnahagur bankans er mjög traustur. Þessu eru gerð ítarleg skil í ný- útkominni ársskýrslu bankans.“ Helgi Bergs Efnahagurinn mjög traustur Þórey Guðmundsdóttir afgreiðir hér S-Afríska ávexti en þeir hafa fram að þessu verið aðal uppistaðan í innflutningum frá S-Afríku. Mynd: Ari. S-Afríka Viöskiptabann loks samþykkt Frumvarp um viðskiptabann á S-Afríku og Namibíu hefur verið samþykkt sem lög frá Al- þingi og tekur gildi þegar í stað. Samþykkt var breytingartillaga þess efnis að lögin tækju ekki til inn- eða útflutnings sem á sér stað fyrir 1. janúar ‘89, enda hafi ver- ið samið um slík viðskipti fyrir gildistöku laganna. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 24 atkvæðum en í neðri deild sitja 42. Inn í frum- varpið var sett bráðabirgðaá- kvæði sem tryggir að þessum lögum verði ekki beitt vegna inn- eða útflutnings sem á sér stað innan fjögurra mánaða frá gildis- töku þeirra, enda hafi verið sam- ið um slík viðskipti fyrir gildis- tökuna. Á síðasta ári fluttu íslendingar inn frá S-Afríku vörur fyrir and- virði 33 miljóna króna og fluttu út til S-Afríku vörur fyrir 4,5 milj- ónir. Örðugt reyndist að finna tölur um viðskipti við Namibíu en viðskiptin hafa þó verið að mestu í gegnum S-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem ís-| lendingar setja formlegt viðskipt-j abann á annað ríki og þvf ekki að fullu ljóst hvernig eftirliti verður háttað með viðskiptunum að öðru leyti en því að tollgæslan hefur vanalegt eftirlit með innf- lutningnum og stöðvar s-afrískar vörur ef þær finnast við vöru- skoðun. Utanríkisráðuneytið hefur eft- irlit með útflutningi til S-Afríku og má þar einu gilda hvort annað land er notað sem millilendingar- staður; ef uppvíst er að endan- legur áfangastaður vöru sé S- Afríka, er hún umsvifalaust stöðvuð. Ef inn- eða útflytjandi verður uppvís að brotum við þessu banni getur hann átt yfir höfði sér fjár- sektir eða fangelsisdóm allt að þremur mánuðum. Nœturganga Tæknideildin vinnur verkið íslenska myndverið: Okkar samningi rift. Nú hefur verið ákveðið af for- ráðamönnum sjónvarpsins að tæknideild þess muni vinna tæknivinnuna í leikritinu Næt- urganga. Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins segir að svo virðist sem svigrúm sé til þess innan deildarinnar og hefst vinnan í júlí. íslenska myndverið telur að þeir séu með fullgildan samning um þessa vinnu, undirritaðan af Hrafni Gunnlaugssyni en Pétur segir að það sé óstaðfestur samn- ingur. Hann segir einnig að ýmis smærri verk verði boðin út og þá gefist íslenska myndverinu tæki- færi til að fá þau. Gísli Sigurðsson hjá íslenska myndverinu segir að þeir hafi ekki fengið svar ennþá frá sjón- varpinu; svo virðist sem samningi þeirra verði rift. Aðspurður um hvort þeir fari fram á skaðabætur vegna þessa segir hann að það hafi verið rætt, fyrst ætli þeir hinsvegar að gefa sjónvarpinu tækifæri til að koma sínum mál- um á hreint. -FRI Krabbamein Greinargerð á leiðinni Vegna greinar sem birtist í Sunnudagsblaði Þjóðviljans um krabbameinslækningar ætlar Þórarinn Sveinsson, læknir á krabbameinsdeild Landspítal- ans, að senda blaðinu greinar- gerð þar sem hann hyggst svara þeim spurningum sem við lestur greinarinnar vöknuðu og snúa að íslenskum krabbameinslækning- um. Þau mistök urðu í gær að sagt var að fundur yrði í læknaráði Landspítalans um þessa grein en hið rétta er að læknarnir á krabb- ameinsdeildinni tóku þetta fyrir á fundi sínum í gær en þeir funda reglulega á þriðjudögum. -tt Alþýðusamband Vestfjarða Hörkuáftök veröi gengið fellt Pétur Sigurðsson, forsetiASV: Ný gengisfelling jafngildir stríðsyfirlýsingu við verkafólk. ingið ítrekaði það í ályktun sinni að ef forsendum Vest- fjarðasamningsins verði eitthvað breytt ss. með nýrri gengisfell- ingu þá jafngildir það stríðsyfir- lýsingu við verkafólk hér á Vest- fjörðum, sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða við Þjóðviljann. Þing Alþýðusambands Vest- fjarða var haldið um sl. helgi í Flókalundi í Vatnsfirði og að sögn Péturs ríkti þar ákveðin ein- drægni. Þingfulltrúar voru sam- mála um það að efna- hagsforsendur Vestfjarðasamn- ingsins væru enn fyrir hendi, en ef ríkisstjórnin ætlaði sér að fella gengið umfram þau 6% sem um var samið á sínum tíma, mundi ASV segja ríkisstjórninni stríð á hendur og jafnframt væru for- sendur Vestfjarðasamningsins brostnar með öllu og búið að eyðileggja samninginn. Pétur sagðist vera þess fullviss að ráðherrar Alþýðuflokksins myndu aldrei samþykkja nýja gengisfellingu í ríkisstjórninni af þeirri einföldu ástæðu að þeir gætu það ekki vegna sinna um- bjóðenda. En ef þeir gengu á bak orða sinna mundi. það valda hrikalegum afleiðingum fyrir Al- þýðuflokkinn fyrir vestan. Á þinginu var stjórn Alþýðus- ambandsins öll endurkjörin utans eins sem gaf ekki kost á sér. Bæði formaður og varaformaður verkalýðsfélagsins á Patreksfirði gáfu kost á sér og vann varafor- maðurinn, Dröfn Árnadóttir kosninguna með tveggja atkvæða mun. Þá var Kristinn H. Gunn- arsson, formaður Verslunar- mannafélags Bolungarvíkur kjörinn endurskoðandi Alþýðus- ambandsins. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans reið varaformaður Verka- mannasambandsins og varafor- seti ASV, Karvel Pálmason ekki feitum hesti frá stjórnarkjörinu og náði aðeins 67% atkvæða í það sæti en 31% atkvæða féllu í hlut Kristins H. Gunnarssonar, þrátt fyrir að hann væri ekki í fram- boði. Pétur Sigurðsson fékk aftur á móti rússneska kosningu sem forseti ASV. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 11. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.